Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 228. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SVALUR GÆI? RÚSSNESK ÚTVARPSKONA SEGIR MYNDIR AF HÁLFNÖKTUM FORSETA EKKI VIÐ HÆFI >> 14 TÍMINN ÞAUT HJÁ SEM ORRUSTUÞOTA  TÓNLISTARDÓMUR >> 16 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FRAMUNDAN eru hækkanir á skepnu- fóðri bæði hér heima og erlendis. Íslenskir kúabændur telja að munurinn á verði hér heima og erlendis sé óeðlilega mikill og það verði að bregðast við þessum hækkunum, sérstaklega þar sem mikill þrýstingur er á mjólkurframleiðendur að halda óbreyttu verði til neytenda. Landssamband kúabænda (LK) telur að munur á fóðurverði í Færeyjum og Íslandi sé um og yfir 50% og munurinn milli Íslands og Danmörku sé enn meiri. Talsmenn fóður- fyrirtækjanna segja að þarna sé ekki verið að bera saman sambærilega vöru. Íslenskar fóðurblöndur séu sérhannaðar miðað við ís- lenskar aðstæður. Í þær sé blandað fiski- mjöli en verð á því sé búið að vera hátt. Þurfa íslenskar kýr dýrara fóður? Óánægja bænda með hátt fóðurverð varð til þess að fóðurfyrirtækin fóru í vetur að bjóða upp á svokallaðar danskar fóð- urblöndur, en í þær er notað prótein úr soja- baunum í stað fiskimjöls. Verðið var lægra en á öðru fóðri en þó hærra en í Danmörku. Ekki hefur verið gerð tilraun hér á landi um það hvernig þetta fóður kemur út í sam- anburði við hefðbundið fóður, en margir telja þörf á að kanna hvernig kýrnar éta fóðrið og hvaða áhrif það hefur á prótein í mjólkinni. Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri Líf- lands sem flytur inn fóður, segir ljóst að það þurfi að gefa íslensku kúnum, sem mjólka að meðaltali um 5.400 kg á ári, kraftmeira fóður en dönskum kúm, sem mjólka að meðaltali yfir 10.000 kg á ári. Mjólkurframleiðendur hafa aukið notkun á kjarnfóðri á undanförnum misserum, ekki síst vegna þess að þeir hafa verið hvattir til að auka framleiðslu svo hægt sé að fullnægja eftirspurn. Á sama tíma hefur verð á fóðri farið hækkandi þannig að þessi liður í út- gjöldum bænda hefur hækkað. Þurrkar og flóð í kornræktarlöndum beggja vegna Atlantshafs hafa dregið úr uppskeru. Þetta hefur valdið verðhækk- unum. Fóðurblandan hefur ákveðið að hækka verð um 5% og Lífland mun einnig hækka verð hjá sér. Þórir segir að miðað við verðhækkanir á erlendum mörkuðum verði þörf á því að hækka verð aftur í haust. Baldur H. Benjamínsson, framkvæmda- stjóri LK, segir að það verði að leita allra leiða til að hagræða í fóðuriðnaði. Hann telur koma til greina að nota sojabaunir í fóður í stað fiskimjöls. Einnig þurfi að afnema verndartoll á innfluttar fóðurblöndur og greiða þannig fyrir samkeppni. Ósáttir við fóðurverð Miklar hækkanir á fóður- verði eru framundan Morgunblaðið/Þorkell Hækkun Ein ástæða hækkunar fóðurverðs er aukin framleiðsla á etanóli úr korni. ÖRLÁN (e. microfinance) eru fjár- festinum og skákmanninum Karli Þorsteins hugleikið áhugamál. Hann hefur að undanförnu verið að kynna sér starfsemi af þessu tagi en ör- lánastarfsemi vakti heimsathygli þegar Mohammad Yunus frá Bangladesh og Grameen-banki sem hann stofnaði fyrir ríflega 30 árum fengu friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn fátækt í heimalandinu. Vopnið í þeirri baráttu var einmitt örlán. Karl segir að í baráttunni við fátækt sé nauðsynlegt að aðstoða fólk við að koma undir sig fótunum og veita því möguleika á að njóta þess sem því er hagkvæmt, samanborið við okkur. Ekki neyða það til þess að reiða sig á þróunaraðstoð. „Tökum sem dæmi konu í Afríku sem fær lán til þess að eignast sauma- vél. Það getur skilað henni 2–300% arðsemi,“ segir Karl. | Viðskipti Örlán nýtast vel í baráttunni við fátækt Áhugi Karl hefur kynnt sér örlán. Morgunblaðið/Ómar KÁRI Árnason nefbrotnaði um helgina en lét það ekki aftra sér frá því að gefa allt í vináttulandsleikinn við Kanada í gær. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Íslands, sitt þriðja landsliðs- mark í 10 leikjum, í 1:1 jafntefli. Næsti leikur Íslands er gegn Spánverjum á Laugardalsvelli 8. september. | Íþróttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Jafnt gegn Kanada          Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Á FIMMTA hundrað einstaklinga er í umsjón Fangelsismálastofnunar að einhverju leyti. Um 250 manns eru á reynslulausn, skilorði eða ákærufrestun, helmingi færri eru í fangelsi og um 100 einstaklingar taka út refsingu í formi samfélagsþjónustu. Aðeins tveir sálfræðingar annast hópinn, en starfskraftar þeirra fara að langmestu leyti í einstaklingsþjónustu við þá sem eru innan veggja fangelsanna hverju sinni. „Við þyrftum að minnsta kosti einn sálfræð- ing til viðbótar inn í fangelsin, helst tvo, og þá er ég bara að miða við stöðuna eins og hún er í dag þar sem fjölgun hefur bæði verið á föng- um og þeim sem nýta sér þjónustu okkar,“ segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðing- ur og starfsmaður Fangelsismálastofnunar. Vantar peninga – ekki viljann Í stöðunni sé ekki mögulegt að bjóða upp á hópmeðferð. „Við verðum að sinna þeim sem á þurfa að halda núna og við þörfnumst einfald- lega aukinnar aðstoðar til þess að geta hafið hópmeðferðirnar. Við byrjuðum til dæmis með reiðistjórnunarnámskeið sem við unnum nán- ast allt í aukavinnu og við bara getum það ekki, þetta er of þungur hópur til þess,“ segir Anna. Hún segir fjárveitingar til stofnunarinnar standa í vegi fyrir því að mögulegt sé að ráða fleiri sálfræðinga til starfa, ekki skorti á vilj- ann til þess að fjölga slíku fagfólki. „Það hefur margt breyst síðan ég byrjaði hérna fyrir sjö árum. Hópurinn sem kemur inn í dag er dálítið öðru vísi en verið hefur. Hann er fúsari til að óska eftir hjálp og margir eru kannski verr staddir en áður, hafa lengri neyslusögu og annað slíkt. Við verðum til að mynda vör við að einstaklingum með geðræn vandkvæði, á borð við ofvirkni og athyglisbrest, hefur fjölgað.“ Spurð hvort nauðsynlegt sé að tryggja öll- um sem hefja afplánun í það minnsta einn tíma hjá sálfræðingi, segir Anna að í hinum full- komna heimi væri það æskilegt. Föngum sé þó ætíð boðin aðstoð þegar innkomuskýrsla er tekin af þeim áður en þeir hefja afplánun, auk þess sem einn tími segi sálfræðingum ekki alla söguna. „En það bara segir sig sjálft, við erum tvö og komum aldrei til með að hafa tíma til þess að sinna öllum sem hingað koma,“ segir Anna. Tveir sinna um 500 manns Morgunblaðið/Ómar Afplánun Aðeins tveir sálfræðingar á vakt.  Á fimmta hundrað manns býðst að nota þjónustu tveggja sálfræðinga Fangelsismálastofnunar  Hópmeðferðarúrræði eru af skornum skammti Í HNOTSKURN »Fangar á Litla-Hrauni njóta ein-staklingsmiðaðrar aðstoðar beggja sálfræðinganna tvo daga vikunnar og einn dagur í viku fer í að veita föngum á höfuðborgarsvæðinu, Kvíabryggju og Akureyri sálfræðiþjónustu. »Hina tvo dagana fer vinna sálfræð-inganna t.d. í úrvinnslu viðtala, stuðning við aðstandendur, áhættumat og ráðgjöf til starfsmanna fangelsanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.