Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 13 ERLENT Dhaka. AFP, AP. | Stjórnvöld í Bangla- desh settu í gær útgöngubann í höf- uðborginni Dhaka og fimm öðrum stærstu borgum landsins og tók það gildi kl. 20 að staðartíma, klukkan 14 að ísl. tíma. Útgöngubannið settu stjórnvöld í kjölfar óeirða sem geis- að hafa sl. þrjá daga. Óeirðirnar hafa sprottið upp úr mótmælum námsmanna sem vilja að neyðarlög verði afnumin, en stjórn- völd hafa stjórnað Bangladesh í krafti þeirra síðan í janúar. Vilja námsmenn að lýðræði verði end- urreist í landinu. Fréttaskýrendur segja átökin hafa farið harðnandi dag frá degi og að í gær hafi ýmsir aðrir þjóðfélagshópar en námsmenn verið komnir til liðs við hreyfingu mótmælenda. Um klukkustundu áður en út- göngubannið tók gildi í gær hættu allir farsímar að virka og sögðu heimildarmenn AP að yfirvöld hefðu fyrirskipað að farsímakerfunum yrði lokað tímabundið. Útgöngubann eftir átök í Bangladesh AP Bardagar Óeirðalögreglumaður eltir uppi þátttakanda í mótmælum nærri háskólanum í Dhaka. Um 100 særðust í átökunum sem geisuðu í gær. RÁÐAMENN í Rússlandi vilja að Tékkinn Jos- ef Tosovsky verði næsti yfir- maður Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins, IMF. Evrópusam- bandið hefur mælt með því að Frakkinn Dominique Strauss-Kahn taki við starfinu. Tosovsky var seðlabankastjóri Tékklands 1993- 1997 en nýtur ekki stuðnings nú- verandi ríkisstjórnar landsins í embættið hjá IMF sem styður Strauss-Kahn. Fjölmiðlar í Tékk- landi hafa sakað Tosovsky um að hafa unnið með leynilögreglu kommúnista sem misstu völdin í flauelsbyltingunni svonefndu 1989. Rússar styðja Tosovsky Josef Tosovsky NURI al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hafnaði í gær gagnrýni Bandaríkjastjórnar á hendur hon- um og sagði að aðeins írakska þjóð- in gæti ráðið afdrifum stjórnar hans. Bandaríkjamenn eru óánægð- ir með hversu lítið hefur miðað í þá átt að stuðla að sáttum milli súnníta og sjíta í Írak, en þeir berast nú á banaspjót á sumum svæðum. Maliki sagði hins vegar að það væri ekki Bandaríkjanna að setja stjórn hans tímamörk í þessum efnum. Sakaði hann bandaríska ráðamenn um óábyrgt tal og skort á kurteisi. Maliki keikur MÚGUR, hlynntur herstjórninni í Búrma, stöðvaði mótmæli um 150 aðgerðasinna í Yangon í gær. Kraf- ist var lýðræðis í landinu en mik- illar reiði hefur gætt vegna verð- hækkana á bensíni undanfarið. AP Ákveðnar Konur voru í meirihluta en átta voru teknir höndum í gær. Vilja lýðræði OPINBERIR starfsmenn sem búa á Gaza-svæðinu fá nú full laun frá ríkisstjórn Fatah hreyfingarinnar, með því skilyrði að þeir mæti ekki til vinnu. Meirihluti íbúa Gaza styð- ur Fatah og vill hreyfingin hvorki sjá starfsmennina verða Hamas að gagni né sjá þá svelta. Um 50.000 starfsmenn á Gaza fá nú laun frá Fatah en um 10.000 frá Hamas. AP Laun Beðið í röð til að fá borgað. Borgað fyrir að vinna ekki FIMM danskir sjómenn sem var rænt af sjóræningjum úti fyrir ströndum Sómalíu 1. júní sl. eru nú frjálsir á ný. Útgerð skipsins er tal- in hafa greitt um 100 milljónir ís- lenskra króna í lausnargjald fyrir mennina, sem mun heilsast vel. Danir frjálsir KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 0 7 -1 2 0 4 Kia Picanto er lipur og nútímalegur smábíll sem sameinar glæsilegt útlit og frábæra aksturseiginleika. Nú bjóðum við takmarkað magn af Picanto Dísil með sumar- og vetrardekkjum á frábæru verði, aðeins 1.430.000 kr. Með bílnum fylgir bílastæðaskífan sem færir þér ókeypis bílastæði í miðborginni. Engin útborgun 20.302 kr. á mánuði* Fallegur og sparneytinn DÍSIL KIA PICANTO eyðir aðeins 4,2 lítrum á hundraði í blönduðum akstri Frábær kaup * Afborgun miðast við 100% lán til 84 mánaða í blandaðri myntkörfu frá AVANT og 1,5% lántökugjald Takmarkað magn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.