Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
þýddi bók um samningatækni og
kynnti sér kosningastjórnun.
Jón Ásgeir var gleðskaparmaður
og gestrisinn. Á meðan Jón Ásgeir
og Magga bjuggu í New Haven í
Connecticut var oft gestkvæmt þar.
Húsið þeirra var í þjóðleið milli New
York og Boston og því oft ærið gest-
kvæmt. Margar veislur voru haldnar
sem drógu til sín gesti víða að og var
alltaf glatt á hjalla.
Við Sigurveig hittum Jón Ásgeir
og Möggu föstudaginn fyrir verslun-
armannahelgi, á einum besta degi
sumars, sól skein í heiði og við sátum
úti í bakgarðinum á Meðalbrautinni
og ræddum um pólitíkina, efnahags-
málin, Ríkisútvarpið og heilsu hans.
Hann hafði enn mikinn eldmóð, ætl-
aði sér ákveðna hluti í stjórn Rík-
isútvarpsins en gerði sér grein fyrir
að það gæti brugðið til beggja vona
með heilsuna. Við erum afskaplega
þakklát fyrir að hafa fengið að njóta
þessarar samverustundar með hon-
um og eiga hana í minningunni um
hann.
Elsku Magga, Oddur Björn, Siggi
Árni og aðrir aðstandendur. Harmur
ykkar er mikill og megi allir góðir
vættir styðja ykkur í þessari raun.
Innilegar samúðarkveðjur frá okkur
Sigurveigu.
Lárus S. Ásgeirsson.
„Það verður ekki auðvelt fyrir
sjónvarpsfréttamann að koma inn í
Útvarpið,“ sagði hann og horfði al-
varlegur á mig. Sá hvernig mér leið
og rétti mér höndina og bauð mig
velkomna til starfa. „Þú sleppur af
því að þú varst á Skúlagötunni undir
stjórn Margrétar Indriða.“ Svo
skellihló hann.
Ég var að taka við Samfélags- og
dægurmáladeild Ríkisútvarpsins og
Jón Ásgeir Sigurðsson hafði starfað
þar í mörg ár og var umsjónarmaður
þáttarins Samfélagið í nærmynd
ásamt Sigurlaugu M. Jónasdóttur.
Hann var þá formaður Starfsmanna-
samtaka RÚV og lét mikið að sér
kveða. Hann skrifaði um málefni
RÚV í blöðin og gagnrýndi stjórn-
endur oft harkalega og fannst það
sjálfsagt. Mér fannst hann töffari og
var eiginlega hálfsmeyk við hann,
þegar ég kom í Efstaleitið úr Sjón-
varpshúsinu við Laugaveg, gat alveg
eins átt von á yfirhalningu frá honum
í einhverju blaðinu. En þetta voru
óþarfa áhyggjur því áður en varði sat
hann inni hjá mér með góðar hug-
myndir að þáttum á Rás1 og Rás2.
Jón Ásgeir fylgdist vel með skoðana-
könnunum og við fórum vandlega yf-
ir þær. Oftar en ekki var haldin
veisla í kaffistofunni og glaðst yfir
góðum árangri.
Við Jón Ásgeir áttum það sameig-
inlegt á þessum tíma að sækja okkur
þekkingu í Háskóla Íslands og rædd-
um oft um námið. Hann var iðinn við
að skjóta að mér áhugaverðum bók-
um og greinum, jafnvel heilu verk-
efnunum ef það gæti komið sér vel
fyrir mig í mínu námi. Hann lauk
MBA-prófi með glans og var í fyrsta
hópnum sem útskrifaðist frá HÍ.
Jón Ásgeir hafði ákveðnar hug-
myndir um það hvernig almannaút-
varp eins og RÚV skyldi starfrækt.
Hann sótti það fast á sínum tíma að
starfsmenn fengju fulltrúa í fram-
kvæmdastjórn Ríkisútvarpsins og
fékk því framgengt og lét til sín taka
sem fulltrúi starfsmanna. Jón Ásgeir
sat í nýrri stjórn RÚV eftir að fyr-
irtækið varð hlutafélag og vænti þess
að hafa áhrif á framtíðarstefnu RÚV.
Því miður entist honum ekki aldur til
þess.
Ég kveð Jón Ásgeir með söknuði
og þakka honum samstarfið á RÚV.
Fjölskyldu hans sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Katrín Pálsdóttir.
Það var í kjallaranum á Fríkirkju-
vegi 11 á velmektarárum SÍNE að
Jón Ásgeir var að kenna okkur
nokkrum félögum splunkunýjar er-
lendar leiklistaræfingar, ein þeirra
sem síðar varð sígild og notuð mikið
enn í dag hét Tréð: Leikhópurinn
myndar hring og einn stendur í
miðju hringsins. Það er þögn. Sá í
miðjunni lokar augunum, gerir lík-
amann stífan og lætur sig falla aftur
á bak, áfram eða til hliðar. Áður en
hann fellur í gólfið grípa félagar
hans hann og lyfta honum mjúklega
upp í fyrri stöðu. Það voru ýmsir
sem óttuðust þessa traustsæfingu,
en Jón Ásgeir lét sig ekki, hló og
ergði sig: Menn yrðu að treysta og
vera traustir.
Ég veit að þetta var ekki í fyrsta
skipti sem ég hitti Jón Ásgeir en
minni mitt hefur ákveðið annað,
þetta er mín fyrsta minning um
hann.
Áratugum síðar þegar við vorum
ekki lengur róttækir stúdentar urð-
um við aftur félagar sem starfsmenn
Ríkisútvarpsins. Heimurinn hafði
breyst, við líka, en grundvallaraf-
staða hans, sem fyrst starfaði sem
fréttamaður síðar dagskrárgerðar-
maður, var sú sama og á háskóla-
árunum. Hann var leitandi maður,
opinn fyrir öllu nýju, aflaði sér stöð-
ugt þekkingar og taldi sig bera
ábyrgð á því samfélagi sem hann
lifði í. Í litla samfélaginu í Efstaleiti
gerðist hann að lokum talsmaður
fyrir réttindum og skyldum okkar
hinna. Á sinn hægláta hátt fór hann í
saumana á málum og lagði þau fram
af þekkingu og rökfestu. Oft stóð
hann ótrúlega einn, einkum þegar
tímarnir fóru að einkennast af ótta,
miðstýringu, tilbeiðslu á leiðtogum
og vantrausti á lýðræðið. En hann
hélt áfram að taka hlutverk sitt sem
menntamaður alvarlega. Hann barð-
ist innan Ríkisútvarpsins, í dagblöð-
um og annars staðar fyrir þeirri
sannfæringu sinni að Ríkisútvarpinu
ætti ekki að vera stjórnað af pólitík-
usum í menntamálaráðuneytinu,
heldur ætti þar að ríkja fjölræði.
Almenningi sjálfum, eigendum
RÚV, og starfsmönnum ætti að
treysta til að leiða og þróa stofn-
unina. Við vorum ærið mörg sem
vorum honum sammála en létum
okkur nægja á hraðferð að ræða
málin úti í hornum – stóðum ekki í
hringnum.
Nú hefur hann yfirgefið okkur,
alltof fljótt, þessi látlausi, glaðværi
og góði maður. Og ég finn ekki orð til
þess að kveðja hann. Enda í öll þessi
ár að Íslendings sið aldrei á það
minnst hve gott það var að vita af
honum við gluggann þar sem oft var
hvað bjartast í Efstaleitinu.
Ég samhryggist ykkur, Darri
kæri, Margrét og aðrir ástvinir.
María Kristjánsdóttir.
Við urðum vinir í róttækum hreyf-
ingum stúdenta upp úr 1970. Jón Ás-
geir var formaður SÍNE, sem á þeim
tíma var ígildi stjórnmálaflokks. Við
vorum staðráðin í að breyta heim-
inum til hins betra. Ljóðin, þutu um
blóð okkar „frá draumi til draums“,
við áttum „undursamleikans þrot-
lausan brunn“ í brjóstum okkar, eins
og segir í frægu kvæði Jóhanns
Jónssonar.
Jón Ásgeir hafði verið í námi við
háborg stúdentauppreisna í Banda-
ríkjunum, UCLA í Kaliforníu, síðar
vorum við samtíða við nám í Þýska-
landi, hann í Freie Universität í
Berlín, ég Frankfúrt. Áttum það
sameiginlegt að vilja læra á gagn-
verk samfélagsins, kynnast róttæk-
um hugmyndum sem gætu gert það í
senn hagfelldara og réttlátara fyrir
þá sem minna mættu sín. Til að gera
langa hugmyndasögu stutta urðum
við að viðurkenna að kenningarnar
reyndust ekki alltaf mjög praktískar
og urðum sósíaldemókratar. Á þeim
hugmyndagrunni unnum við áfram
að sömu markmiðum og Jón lét til
sín taka alla ævi, hvar sem hann
kom.
Það fór því ekki fyrir honum eins
og varað er við í áðurnefndu ljóði,
hann yrði svefngengill vanans,
hversdagsins þræll eða að dagar lífs
hans glötuðu lit sínum. Öðru nær,
hann var til æviloka síforvitinn, sí-
frjór, sískapandi, ávallt á sinn óeig-
ingjarna og hægláta hátt. Stöðugt að
brydda upp á nýjum hlutum, afla sér
nýrrar þekkingar eða tækni. Oft
langt á undan okkur vinum sínum.
Eins og þegar hann keypti sér fyrir
1980 einkatölvuna North-Star Hori-
zon, sem kostaði bílverð og Jón not-
aði í þágu fjölda samtaka sem hann
starfaði í.
Jón tók ekkert sem gefið heldur
skoðaði hluti ofan í kjölinn. Sem for-
maður starfsmannafélags RÚV lét
hann stjórnunarhætti stofnunarinn-
ar til sín taka. Lét gera starfsum-
hverfis- og stjórnunarkannanir, sem
áttu að nýtast til að knýja á um löngu
tímabærar umbætur innan RÚV.
Mér er til efs að önnur starfsmanna-
félög einstakra vinnustaða hafi lagt í
slíkt, heldur látið það stéttarfélögum
eftir. En Jón Ásgeir var hugrakkur,
hugsaði ekki um eigin frama, heldur
heill samstarfsmanna og stofnunar-
innar sem hann kaus að helga ævi-
starf sitt. Hann hafði ástríðufullan
áhuga á þjóðfélags- og stjórnmálum.
Honum fannst stundum skorta á að
stjórnmálflokkarnir stýrðu málum
sínum af nægilegri fagmennsku. Lét
ekki þar við sitja að vanda, heldur fór
á eigin kostnað á námskeið og ráð-
stefnur til Bandaríkjanna um póli-
tíska stefnumörkun og -starf, gekk í
samtök bandarískra stjórnmálaráð-
gjafa og var fleiri en einum stjórn-
málaflokki til ráðuneytis. Hans
flokkur var þó Samfylkingin.
Áratuga vinátta við Jón Ásgeir og
konu hans Margréti Oddsdóttur var
fölskvalaus og mér gjöful. Við áttum
góðar stundir í stórum vinahópi og
vorum öll hluti af daglegu lífi hvert
annars og ætluðum að verða gömul
saman. Söknuður og eftirsjá er mikil,
þó að fyrst og fremst beri að þakka
þá gjöf sem vinátta við einstakling
eins og Jón Ásgeir er. Gjöf sem
manni hættir til að taka sem sjálf-
sagðan hlut í dagsins önn, allt þar til
dauðinn kennir manni annað, eins og
nú hefur gerst.
Ég sendi fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Margrét S. Björnsdóttir.
Jón Ásgeir Sigurðsson verður
minnisstæður öllum sem honum voru
samferða á Ríkisútvarpinu. Hann
var gagnmenntaður og lífsreyndur,
ósérhlífinn og fundvís á úrlausnir,
smekkvís og fær útvarpsmaður. Fáir
hafa af meiri einurð beitt sér fyrir
málstað almannaútvarps á Íslandi –
honum þótti vænt um Útvarpið og
var annt um hag starfsfólksins. En
það eru persónulegir eiginleikar sem
verða mér þó minnisstæðastir,
hversu frjálshuga og víðsýnn hann
var, glaðsinna og skemmtilegur, ráð-
hollur og traustur félagi.
Við á Fréttastofu Útvarpsins nut-
um um árabil starfskrafta Jóns Ás-
geirs sem fréttaritara í Bandaríkj-
unum, þar sem hann skilaði miklu og
fórnfúsu starfi. En lengst af vann
hann við dagskrárgerð á Rás 1 og
fyrir Fréttastofuna og ruddi margar
nýjar brautir. Það var ómetanlegt að
eiga Jón Ásgeir að þegar við end-
urreistum Morgunvaktina í nokkr-
um mótbyr. Enginn nema hann hefði
verið tilbúinn að vakna fyrir allar
aldir dag eftir dag, rýna í heims-
pressuna, skrifa samantekt og lesa í
beinni útsendingu í þáttarbyrjun
heiman frá sér í Kópavogi. Þannig
leysti Jón Ásgeir málin – af dugnaði,
vandvirkni, útsjónarsemi og hæfi-
legri dirfsku. Var svo mættur í morg-
unsundið eftir lesturinn og kom það-
an á fund til okkar í Efstaleiti. Það er
sárt að missa svona mann úr liðinu.
Þegar við fyrst hittumst fyrir
nærri tveimur áratugum átti ég erf-
itt með að trúa því að hann væri
þetta miklu eldri. Viðmótið svona
hæfilega töffaralegt, framkoman
með heimsmannsbrag – mótuð af
fjölbreytilegri lífsreynslu. Maðurinn
svona ljómandi lífsglaður, vel með á
nótunum og skemmtilegur. Þarna
var hann á miðjum fimmtugsaldri
(sem manni þótti náttúrlega voðaleg-
ur aldur). Svo liðu árin en Jón Ásgeir
var áfram ungur í anda og fram-
göngu allri. Ég leyfi mér að segja að
hann hafi verið strákslegur alvöru-
maður.
Við á Fréttastofu Útvarpsins
þökkum Jóni Ásgeiri langa samfylgd
og minnumst hans af hlýhug og virð-
ingu. Margréti, börnum hans og ást-
vinum öllum vottum við innilega
samúð. Með þeim og okkur sam-
starfsmönnum lifir minningin um
góðan dreng.
Óðinn Jónsson.
Jón Ásgeir Sigurðsson, sem við
kveðjum í dag, var í þeim hópi sem
lauk stúdentsprófi frá Verzlunar-
skóla Íslands vorið 1962. Þá var skól-
inn ekki fjölmennur, aðeins rúmlega
þrjú hundruð nemendur og stúd-
entahópurinn sem kvaddi þarna um
vorið var líka óvenjufámennur, að-
eins sautján hvítir kollar. Flest vor-
um við þá að ljúka sameiginlegri sex
ára veru okkar skólanum við Grund-
arstíg. Jón Ásgeir er annar úr okkar
hópi sem fellur frá fyrir aldur fram.
Vissulega setur okkur samferða-
menn Jóns Ásgeirs hljóða, þegar við
verðum svo óvænt og skyndilega að
kveðja góðan dreng og virtan í sínu
starfi.
Undirritaður á margar góðar
minningar þar sem Jón Ásgeir kem-
ur við sögu. Sérstök kynni tókust þó
ekki með okkur fyrr en við settumst
báðir haustið 1961 í fimmta bekk þar
sem stefnt var að stúdentsprófi. Á
þessu skeiði ævinnar er margt að
kanna fyrir unga menn og það var
ekki endilega þannig, að hið ágæta
beina námsefni, sem boðið var fram
samkvæmt stundskrá, væri í þeim
forgangi sem ætlast var til af for-
ráðamönnum. En stúdentsprófi lauk
Jón Ásgeir með sóma enda prýðis-
námsmaður.
Þegar litið er til baka er mér efst í
huga að allan þann tíma sem við
þekktumst var sá sem við kveðjum í
dag leitandi og hugsandi einstakling-
ur, sem með sínum hætti hélt áfram
leitinni að réttlæti fyrir alla menn,
allt til loka. Eftir að verunni lauk við
Grundarstíginn stundaði Jón Ásgeir
og lauk námi í heimspeki, stjórn-
málafræði og fjölmiðlun. Við rædd-
um það ekki mikið en ég tel að hann
hafi snemma í lífsferlinum gert sér
grein fyrir því að verslun og viðskipti
hverskonar væri ekki á áhugasviði
hans. En eins og áður sagði vildi
hann leita skilnings á lífinu og hvern-
ig það best gæti orðið fyrir alla
menn. Við vorum alls ekki ávallt
sammála en það skipti okkur engu
því gagnkvæm rök og skoðanir voru
aðalatriðið og það var skemmtilegt
og fróðlegt að ræða við Jón Ásgeir.
Undirritaður gerir sér ljóst að
hann var einn þeirra allt of fáu hug-
sjónamanna, sem var alls ekki að
huga að eigin hag heldur heildarinn-
ar. Það er satt að segja fágætur kost-
ur í landi þar sem hagsmunum og
hugsjónum er sífellt blandað saman.
Ferill Jóns Ásgeirs á sviði blaða-
mennsku og fjölmiðlunar var farsæll
og þar var hann yfirburðamaður í
fréttaskýringum um fjölbreytt mál-
efni. Hann naut trausts samstarfs-
manna sinna hjá Ríkisútvarpinu og
gegndi trúnaðarstörfum fyrir þá.
Hans er saknað og undirritaður vildi
gjarnan hafa átt þess kost að eiga
fleiri stundir þar sem rætt var um
mannleg samskipti, fjölmiðla o.fl.
Ég votta fjölskyldu Jóns Ásgeirs
Sigurðssonar samúð mína og hlut-
tekningu. Góður drengur er kvaddur
allt of fljótt. Við skiljum ekki tilgang-
inn en svo er lífsins gangur.
Ólafur Geirsson.
Það er mikil eftirsjá í Jóni Ásgeiri
Sigurðssyni sem er hrifinn á brott
allt of snemma og fyrirvaralítið.
Hann var drengur góður – raunar fá-
gætur maður: traustur, heiðarlegur,
samkvæmur sjálfum sér, vel að sér
um allt mögulegt og ómögulegt,
áhugasamur um umhverfi sitt og
samfélag.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að hafa Jón Ásgeir mér við hlið í
nokkur ár á meðan við vorum í for-
ustu fyrir Blaðamannafélag Íslands.
Ekki var hægt að hugsa sér betri
samherja og samverkamann. Á þeim
árum breyttist félagið úr lausbundn-
um, hálflokuðum fagklúbbi í stéttar-
félag með tryggan fjárhagsgrundvöll
og fór að leggja vaxandi áherslu á
menntun og fræðslu fyrir fé-
lagsmenn sína sem var ekki síst fyrir
tilstyrk Jóns Ásgeirs. Hann átti ekki
síður þátt í þeim grundvallarbreyt-
ingum sem gerðar voru á siðareglum
félagsins á þessum tíma og þeirri
heilladrjúgu ákvörðun að gera úr-
skurði siðanefndar BÍ opinbera.
Jón var úrræðagóður, hugsaði
jafnan fram í tímann fremur en aft-
ur, alltaf tryggur félaginu og hags-
munum þess og markmiðum. Í samn-
ingaþófi var hann betri en enginn.
Það sást best hvern mann hann hafði
að geyma þegar við vorum ekki sam-
mála um leiðir að settu marki. Þá var
hann fastur fyrir og fylginn sér,
færði traust rök fyrir sínu máli – en
var jafnframt sá sem stóð eins og
klettur með þeirri niðurstöðu sem
fékkst, hvort sem hún var frá honum
komin eða öðrum.
Ég hygg að lífshamingja Jóns Ás-
geirs hafi fyrst og fremst falist í far-
sælu og ástríku hjónabandi með ekki
síður fágætri manneskju, Margréti
Oddsdóttur lækni, sem hann átti með
tvo mannvænlega syni til viðbótar
við tvö eldri börn í fyrra hjónabandi
hans. Ég sendi þeim og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur um langa vegu.
Ómar Valdimarsson.
Kveðja frá Ríkisútvarpinu
Um 20 ára skeið starfaði Jón Ás-
geir Sigurðsson af trúmennsku og
fagmennsku fyrir Ríkisútvarpið.
Síðustu þrettán árin var hann fast-
ráðinn dagskrárgerðarmaður og
fékkst einkum við fréttaskýringar og
fréttatengt efni af ýmsu tagi. Hann
var af því sem kalla mætti hinn sí-
gilda skóla góðra útvarpsmanna –
fjölmenntaður, vel máli farinn og
með víðfeðmt áhugasvið. Gat fjallað
af skynsamlegu viti og leikni um hin
margbreytilegustu mál.
Samhliða skyldustörfum sinnti
Jón Ásgeir félags- og hagsmunamál-
um starfsmanna Ríkisútvarpsins og
var um skeið í forystu samtaka
þeirra. Þessu hlutverki gegndi hann
af svo mikilli málafylgju og atgangi
að hann var iðulega þversum og upp
á kant við yfirmenn sína – einkum út-
varpsstjórann! Og ekki bætti úr
þessari skák að hann var líka oft
ósammála þeim um hvernig ætti að
stjórna Ríkisútvarpinu að öðru leyti
– og fór aldrei í neinn launkofa með
þær skoðanir sínar.
Þegar ég tók við starfi útvarps-
stjóra fyrir tveimur árum sýndu
ýmsir mér þá hugulsemi að vara mig
við Jóni Ásgeiri – sögðu hann and-
skotast í öllum sem gegndu þeirri
stöðu. Ég hafði svo sem ekki stórar
áhyggjur af þessu en brátt dró að því
að mér þótti hann á opinberum vett-
vangi gera mér upp skoðanir á Rík-
isútvarpinu sem ég alls ekki hafði. Í
kjölfar þess áttum við allharkalega,
yfirgripsmikla og eftirminnilega
tveggja manna snerru um málefni
RÚV. Það kom sennilega okkur báð-
um jafn mikið á óvart hversu lítið bar
á milli þegar upp var staðið. Og
prýðilegt samstarf áttum við eftir að
Jón Ásgeir tók sæti í stjórn Ríkisút-
varpsins við breytingu á rekstrar-
formi þess í vor.
Það var nefnilega þannig að þrátt
fyrir oft og tíðum býsna harðskeytta
og að margra mati óbilgjarna gagn-
rýni Jóns Ásgeirs á stjórnun og
stefnu Ríkisútvarpsins – þá var hún
samt sett fram af einlægri og
fölskvalausri umhyggju fyrir Ríkis-
útvarpinu og virðingu fyrir hlutverki
þess.
Fyrir þessa trúmennsku og fag-
mennsku skal nú þakkað að leiðar-
lokum. Fjölskyldu Jóns Ásgeirs Sig-
urðssonar og ástvinum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Páll Magnússon.
Það var úti í London veturinn 1967
að við Jón Ásgeir hittumst fyrst, en
þar vorum við báðir í skóla. Bítlarnir
voru á toppi frægðar sinnar og það
lágu breytingar í loftinu. Á afmæl-
isdeginum mínum komu Jón Ásgeir
og félagar í heimsókn, færandi hendi.
Það var eðalgott skoskt viský. Þar
sem við sátum á kránni, varð mér á
að hreyfa fót og flaskan góða féll í
gólfið með brothljóði. Allir viðstaddir
mundu eftir þessum atburði áratug-
um seinna. Svona er lífið – fullt af
skrítnum minningum meðan annað
fellur í gleymskunnar dá.
Mér brá þegar ég sá að Jón Ásgeir
var allur. Síðast hitti ég hann í kosn-
ingaslagnum sl. vor. Þá var hann í
essinu sínu og ennþá að breyta heim-
inum. Þegar Jón Ásgeir fór fyrst til
Bandaríkjanna til náms, skráði ég
hann sem áskrifanda að Samvinn-
unni sem Sigurður A. Magnússon
Jón Ásgeir Sigurðsson