Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AUSTURLAND Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Sveitungar Vilhjálmur Snædal frá Skjöldólfsstöðum og Aðalsteinn Að- alsteinsson frá Vaðbrekku voru meðal gesta við opnun veiðihússins. Eftir Gunnar Gunnarsson Jökulsárhlíð | Nýtt veiðihús hefur verið tekið í notkun við Hálsakot í Jökulsárhlíð. Veiðiþjónustan Strengir sem á húsið sem áður var félagsheimili. Húsið stendur skammt frá Kaldá, einni af þverám Jökulsár á Dal, en í báðar árnar hafa Strengir sleppt laxaseiðum. Þröstur Elliðason, sem stýrir Strengjum, er bjartsýnn á framtíð laxveiði í Jöklu og þverám hennar. „Fyrir ári kom ég til að veiða lax í Kaldá og þá kviknaði hjá mér sú hugmynd að hér væri hægt að gera meira. Við slepptum þá litlu magni seiða í tilraunaskyni og fyrir skömmu fóru laxar úr þeirri slepp- ingu að skila sér á land. Veiðst hafa 17 eða 18 laxar. Það sýnir að verk- efnið munu ganga upp. Ég hef trú á að við sjáum fleiri laxa veiðast hér á næsta ári og eftir fimm til tíu ár verðum við í nokkuð góðum málum.“ 40 til 50 þúsund seiðum sleppt Þröstur segir að umtalsverð til- raunastarfsemi sé í gangi í kringum laxveiði í Jöklu og þverár hennar. „Í ár sleppti ég 40 til 50 þúsund seiðum úr sjö sleppitjörnum. Þetta er lax sem mun leita til baka á þetta svæði. Við slepptum meðal annars í Hrafn- kelu, rúma 100 kílómetra frá sjó, en menn hafa sjaldan, eða aldrei, sleppt seiðum jafn langt frá sjó. Við rennum nokkuð blint í sjóinn með Jöklu, hvort hún fóstri einhvern lax af viti. Kaldá hefur náttúruleg seiði svo skilyrðin virðast fyrir hendi en ég tel að það verði að sleppa laxa- seiðum í árnar til að veiðin glæðist fyrir alvöru.“ Þröstur segir framundan að auka við gistirýmið í Hálsakoti. „Í dag er pláss fyrir 4 til 6 manns, en við ætl- um að tvöfalda það á næsta ári. Við ætlum líka að fara skipulegar í veiði á svæðinu.“ Strengir sjá einnig um Breiðdalsá. „Veiðin þar er heldur minni en í fyrra, enda hefur ekki rignt þar síð- an í byrjun júní. Við teljum að það sé meiri lax í ánni en áður en vatns- leysið dregur úr veiðinni. Þurrkar hafa leikið Laxá í Nesjum illa. Þar hafa veiðst ríflega 10 laxar og þá bara niður við ósinn. Laxinn kemst ekki upp í ána vegna þurrka.“ Laxaseiðum sleppt í jökulá 100 km frá sjó Egilsstaðir | Á fjórða tug kven- félagskvenna af Austurlandi kom saman á Vilhjálmsvelli síðastlið- inn mánudag. Tilefnið var annar fundurinn í landsátaki Kven- félagasambands Íslands sem ber yfirskriftina „Landsátak Kven- félagasambands Íslands um aukna hreyfingu og bætt mat- aræði.“ Fundurinn var haldinn í samstarfi við Samband aust- firskra kvenna. Það var Una María Ósk- arsdóttir, varaforseti Kven- félagasambandsins, sem hafði framsögu á fundinum á Egils- stöðum og kynnti verkefnið. Byrjað var á kynningu í Hettunni en síðan var farið út í stutta göngu og teygjuæfingar undir stjórn Auðar Völu Gunnarsdóttur íþróttakennara. „Við viljum auka heilbrigði og hreysti þjóðarinnar,“ sagði Una María. „Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin hefur áhyggjur af vaxandi offitu í heiminum og það sem við viljum gera er að hvetja meðlimi okkar til að vanda sig við inn- kaupin og hreyfa sig,“ sagði hún en kvenfélögin eru fjölmennasta kvennahreyfing landsins. Hún segir ýmsar einfaldar leið- ir færar fyrir þá sem vilja hreyfa sig meira. „Í stað þess að keyra eða fara í lyftuna leggurðu lengra frá eða gengur upp stig- ana heima hjá þér. Lýðheilsustöð mælir með hálftíma hreyfingu á dag sem er mjög fljót að koma ef menn hugsa fyrir henni.“ Una María segir mikilvægt fyr- ir konur að finna fyrir hvatningu. „Við hvetjum kvenfélögin til að byrja með einhverja hreyfingu, námskeið, fá næringarfræðing eða koma upp klúbbum til að koma starfinu af stað.“ Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Hreyfing Kvenfélagskonur ganga á Vilhjálmsvelli. Þarf að vanda inn- kaup og hreyfa sig Egilsstaðir | Heimasíður allra leik- skóla Fljótsdalshéraðs voru form- lega opnaðar á hátíð í leikskólanum Hádegishöfða þegar fagnað var tuttugu ára afmæli leikskólans. Ei- ríkur B. Björgvinsson bæjarstjóri opnaði síðurnar með dyggri aðstoð leikskólabarna úr öllum skólunum. Fram kom við athöfnina að það er von starfsfólks leikskólanna og annarra sem að málefnum leikskól- anna koma að heimasíður skólanna megi verða til að efla starfsemina og tengja þá enn betur við umhverfi sitt og samfélag. „Nútímasamfélag gerir kröfur um auðvelt aðgengi að markvissum upplýsingum. Heima- síður gegna þar lykilhlutverki, enda hafa sífellt fleiri greitt og öruggt að gengi að upplýsingum sem þar birtast,“ segir í frétta- tilkynningu frá sveitarfélaginu. Fimm heimasíður opnaðar Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Á FUNDI Hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverf- is í Glerárskóla í gærkvöldi voru kynnt drög að skipulagi á byggingarreit sem afmarkast af Langholti, Miðholti, Krossanesbraut og Und- irhlíð á Akureyri. Um var að ræða fund til að kynna tillögur að byggingum á svæðinu áður en málið verður tekið til umræðu í skipulagsnefnd Akureyrarbæjar. Gestir fundarins voru Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri, Sigurður Sig- urðsson framkvæmdastjóri SS Byggis og Logi Már Einarsson arkitekt hjá Kollgátu. Skiptar skoðanir voru meðal fundargesta um umrædd drög, en ekki var um að ræða end- anlega tillögu að skipulagi reitsins. Á fundinum kom fram að málið hefði verið í vinnslu í eitt og hálft ár, og að stefnt væri að því að vinna það áfram með íbúum hverfisins. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að SS Byggir reisi tvær 7 hæða blokkir með um 70 íbúðum syðst á svæðinu, auk þess sem bíla- geymsla verður á milli húsanna. Áður hafði ver- ið gert ráð fyrir þremur blokkum, en þeim hug- myndum var breytt. Keyrt verður inn að blokkunum frá Undirhlíð, og því munu þær bera sama götuheiti. Svæðið áður talið óbyggilegt „Við óskum semsagt eftir að byggja þessar blokkir á svæðinu,“ segir Sigurður Sigurðsson. „Á þessu svæði er töluvert dýpi, og áður var það talið óbyggilegt. En tæknin í dag leyfir okkur að byggja á því; við ráðum við það. Við höfum hugsað okkur að byggja syðst, en við munum fylla upp í miðhlutann með jarðvegi og þar er meiningin að gera útivistarsvæði fyrir hverfið. Nyrst á svæðinu verða einbýlishús, en þau verða ekki á okkar höndum.“ Þessi einbýlishús verða reist á lóðum sem Akureyrarbær mun síðar út- hluta. Umrætt svæði er skilgreint sem íbúasvæði á aðalskipulagi Akureyrarbæjar, en SS Byggir hefur áður séð um að gera tillögur að deiliskipu- lögum fyrir bæinn. Fyrirtækið reisti blokkirnar við Baldurshaga, og segir Sigurður að þá hafi verið lagðar fram margar tillögur áður en end- anlegt deiliskipulag var samþykkt. „Þessi mýri sem við viljum nú byggja á er bú- in að vera lýti á bænum,“ segir Sigurður. „Það er æskilegt að fara að gera eitthvað fallegt þar. Þetta eru okkar tillögur til að snyrta þetta svæði.“ Sigurður segir jafnframt mikinn áhuga vera á íbúðum í blokkunum, og að margir hafi skráð sig fyrir þeim. Nýjar hugmyndir um Undirhlíð Tillagan SS Byggir mun reisa tvær krosslaga blokkir syðst á reitnum, en einbýlishús rísa nyrst. Á myndinni sést verslun Bónuss í horninu efst til hægri, en reiturinn er austan við verslunina. TÓNLISTARHÁTÍÐIN AIM – Ak- ureyri International Music Festival var haldin í byrjun júní og þótti tak- ast vel. Boðið var upp á allar gerðir tónlistar, allt frá pönki upp í djass, með viðkomu í tangó og kúbverskri tónlist. Í kjölfarið hafa skipuleggj- endur hátíðarinnar ákveðið að fjölga tónlistarviðburðum norðan heiða á komandi vetri. Fyrstu tónleikarnir undir nafn- inu AIM Concerts verða haldnir á Akureyrarvöku og er það stórsveit Samúels J. Samúelssonar. Þeir verða ókeypis og getur hver sem leið á um Listagilið nk. laugardags- kvöld kl. 21 fengið að njóta þeirra. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Landsbankann og Akureyr- arstofu. „Við ætlum að halda mán- aðarlega tónleika fram að næstu hátíð,“ segir Baldvin Esra Ein- arsson verkefnastjóri AIM. „Stefn- an verður að hafa enga stefnu og bjóða upp á alls kyns tónlist með hvort tveggja íslenskum og erlend- um böndum.“ Tónleikarnir í vetur verða að sögn Baldvins flestir haldnir á Græna hattinum. Morgunblaðið/Golli Sammi Boðið verður upp á fjöruga tónleika í gilinu á laugardagskvöld. AIM sækir á í vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.