Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Ásgeir Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 13. september 1942. Hann lést á heimili sínu 14. ágúst sl. Foreldrar hans voru Sigurður Á. Guðmundsson, f. 15.2. 1906, d. 30.7. 1959, forstjóri málningarverk- smiðjunnar Hörpu hf., og frú Ragna Björnsson fram- kvæmdastjóri, f. 10.9. 1910, d. 26.12. 2006. Foreldrar Sigurðar voru Guð- mundur Pétursson skipasmiður, f. 25.11. 1865, d. 4.3. 1947, frá Grjóteyri í Kjós, og Margrét Kol- beinsdóttir húsmóðir, frá Kolla- firði, f. 1.4. 1869, d. 29.6. 1939. Foreldrar Rögnu voru Jón Björnsson, f. 10.3. 1876, d. 15.6. 1942, frá Svarfhóli í Stafholt- stungum, kaupmaður í Borg- arnesi, og Ragnhildur Jón- asdóttir frá Sólheimatungu, f. 24.7. 1880, d. 15.5. 1967, handa- vinnukennari og húsmóðir. Systkini Jóns eru Margrét, f. 6.11. 1945, félagsráðgjafi, gift Þóri Haraldssyni flugumferð- arstjóra, og Björn, f. 18.7. 1947, forstöðumaður í Landsbanka Ís- lands, kvæntur Heklu Smith, fv. framkvæmdastjóra. Jón kvæntist 16.8. 1985 Mar- gréti Oddsdóttur, skurðlækni og prófessor, f. 3.10. 1955. Synir þeirra eru Oddur Björn, nemi, f. 15.6. 1991, Sigurður Árni, nemi, Þjóðviljanum, m.a. sem út- breiðslustjóri, vann að stofnun Blaðaprents og sem blaðamaður. Árið 1981 réðst hann til Vik- unnar, þar sem hann starfaði til ársins 1985 er hann fluttist ásamt Margréti eiginkonu sinni til Bandaríkjanna, þar sem hún stundaði nám í skurðlækningum. Fyrstu tvö árin þar starfaði hann sem fréttaritari Morgunblaðsins og Bylgjunnar. Jón var fréttarit- ari Ríkisútvarpsins í Bandaríkj- unum 1987 til 1994, er hann flutt- ist aftur til Íslands. Eftir heim- komu starfaði hann við dagskrár- gerð hjá Rás 1 á Ríkisútvarpinu til dauðadags. Tvívegis tók hann sér fimm mánaða leyfi frá RÚV er hann starfaði sem kosn- ingaráðgjafi. Jón starfaði mikið að félagsmálum. Á árunum 1971- 1973 var hann formaður SÍNE. Hann var um tíma í stjórn Leigj- endasamtakanna, Samtaka her- stöðvaandstæðinga og Neytenda- samtakanna. Hann var einn af stofnendum Búseta og sat um tíma í stjórn samtakanna. Hann sat í stjórn Blaðamannafélags Ís- lands og var um tíma varafor- maður félagsins, formaður samn- inganefndar þess um árabil og tók að sér fjölda verkefna fyrir félagið. Hann var mikill áhuga- maður um vandaða blaða- mennsku og má í því sambandi nefna að hann hélt samtals um 30 námskeið í blaðamennsku víða um land. Hann var um árabil for- maður og í stjórn Starfsmannasamtaka RÚV. Jón sat í fyrstu stjórn RÚV ohf. Útför Jóns verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. f. 12.4. 1993, og Ragnar Már, f. 12.4. 1993, d. 2.6. 1993. Fyrri kona Jóns var Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir (kv. 1973), hönnuður. Sonur þeirra er Þor- grímur Darri við- skiptafræðingur, f. 12.8. 1974. Kona áð- ur Elín Hjaltadóttir (kv. 1964), sálfræð- ingur. Dóttir þeirra er Sigríður við- skiptafræðingur, f. 8.3. 1964. Sigríður er gift Hall- steini Magnússyni bókbindara og eru synir þeirra Haukur, f. 1991, og Kári, f. 1993. Jón lauk stúdentsprófi 1962 frá Verslunarskóla Íslands og stund- aði síðan nám í verslunarfræðum í London School of Foreign Trade. Árið 1971 lauk hann BA- prófi í heimspeki og sálfræði frá UCLA í Bandaríkjunum. Hann stundaði framhaldsnám í fjöl- miðlun og stjórnmálafræði í Freie Universität í Vestur-Berlín 1973-1977. Jón varð löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur árið 1985 og útskrifaðist með MBA- próf frá Háskóla Íslands árið 2002. Jón Ásgeir starfaði við ýmis skrifstofu- og verslunarstörf til ársins 1967 er hann hóf nám í Bandaríkjunum. Eftir nám 1971 starfaði hann m.a. við kennslu í sálfræði í MT þar til hann fór til náms í Þýskalandi. Eftir heim- komu árið 1977 starfaði Jón á Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Stuttu og erfiðu veikindastríði Jóns Ásgeirs er lokið. Með trega og miklum söknuði kveð ég kæran bróð- ur en hugleiði á sama tíma hve lán- söm ég hef verið að hafa átt hann fyr- ir bróður. Jón var ekki aðeins einstaklega góður bróðir, heldur má segja að hann hafi oft á tíðum reynst mér og yngri bróður okkar, Birni, eins og besti faðir eftir að við misstum föður okkar ung að árum, 12 og 14 ára, en Jón var þá 17 ára. Jón var traustur og ávallt reiðubúinn að hlusta, ræða málin, miðla af þekkingu sinni, gefa góð ráð og aðstoða ef svo bar undir. Góðar minningar koma upp í hug- ann um skemmtileg og áhyggjulaus æskuár, en æskuheimili okkar systk- inanna á Ásvallagötu 24 stóð ávallt opið fyrir vinum og kunningjum og fjölmargt ungt fólk sótti þangað heim á þessum árum. Einmitt þar kynnti Jón mig fyrir Þóri sem síðar varð eig- inmaður minn. Gamansemin var aldrei langt undan hjá Jóni og var honum lagið að spauga og sjá skondnar hliðar á lífinu og tilverunni. Aldrei var komið að tómum kof- unum hjá Jóni, hann var fjölfróður maður, sílesandi frá fyrstu tíð og á árunum þegar þátttaka í skemmt- anahaldi var í hámarki, var ekki óalgengt að sjá glitta í bók (pocket) í jakkavasa Jóns. Man ég að það kom fyrir að haldið var að bæk- urnar innihéldu eitthvert lítilfjörlegt efni, en það var öðru nær, þetta voru yfirleitt hávísindalegar fræðibækur sem gripið var til þegar færi gafst. Farsæl sambúð Jóns og Margrétar hefur staðið í næstum þrjá áratugi, en þau eignuðust þrjá syni, einn son misstu þau kornungan er þau voru búsett í Bandaríkjunum. Með fyrri eiginkonum átti Jón dóttur og son. Elskulegri mágkonu er þakkað fyrir að hafa staðið eins og klettur við hlið Jóns í erfiðum veikindum hans og fyrir að hafa annast hann af alúð og umhyggju, sem létti honum erfiða þrautagöngu. Elsku Margrét, Oddur Björn, Sig- urður Árni, Þorgrímur Darri, Sigríð- ur og aðrir fjölskyldumeðlimir við Þórir vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur á stund sorgar og saknaðar. Blessuð sé minning Jóns Ásgeirs og megi hún lifa með okkur. Margrét systir. Okkur verður orða vant, þegar við neyðumst til að kveðja kæran tengdason okkar, Jón Ásgeir Sig- urðsson. Hann var ekki einasta tengdur okkur fjölskylduböndum, hann var líka einn af þeim vinum sem manni þykir mest um vert að eiga í lífinu og hafa nærri sér. Hann var einstaklega fjölfróður, hvort heldur var um innlend eða erlend málefni og æði oft vörpuðu snjallar og áleitnar athugasemdir hans algerlega nýju ljósi á málefnin sem til umræðu voru hverju sinni. Hann opnaði nýja sýn um leið og hann brosti sínu bjarta hógværa brosi. Hann var það sem svo vel er sagt á íslensku: vandaður maður til orðs og æðis. Við hjónin fórum með þeim Jóni og Margréti dóttur okkar í mörg ferða- lög, og dvöldumst margsinnis hjá þeim í Bandaríkjunum á meðan þau dvöldu þar við nám og störf, og glöddumst við hverja heimsókn þeirra og drengjanna til okkar á Ísa- firði. Heimili þeirra stóð ekki aðeins opið okkur, heldur fjölda ættingja og vina – allir voru velkomnir í hús Jóns og Margrétar. Eftir að þau fluttu heim varð heimili þeirra í Kópavog- inum Heimilið með stórum staf, rétt eins og í gamla daga, þegar hver fjöl- skylda utan af landi átti vísa vist hjá tilteknum ættingjum, þegar leiðin lá til Reykjavíkur – heimilið sem vinir þeirra og ættingjar settu sig ekki úr færi að heimsækja. Þegar svo stendur á sem nú, að við neyðumst til að kveðja kæran vin og tengdason langt fyrir aldur fram, er hollt – en um leið sársaukafullt – að hugsa um allar þær glöðu stundir sem við áttum með honum. Mannshuganum er sem betur fer gefinn hæfileiki til að halda til haga því sem gott er og gefandi og láta það vega upp á móti söknuðinum. Kæri Jón Ásgeir, Krjúptu að fótum friðarboðans Fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Blessuð veri minning þín. Við biðjum Guð að blessa og styrkja aðstandendur. Magdalena og Oddur. „Hvað erum við búnir að þekkjast lengi?“ spurði Jón mágur minn, tveimur dögum áður en hann lést, þá fyrst vissi ég að hann var að kveðja mig. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að hann væri svona langt leiddur af þessum sjúkdómi sem greindist aðeins þremur mánuðum áður. Ég svaraði 41 ár, aðeins lengur en konuna og þá kímdi hann. Hann vissi hvað ég átti við. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Með þessum fallega sálmi kveð ég vin minn og mág. Þórir. Nú er allur einstakur maður, Jón Ásgeir Sigurðsson – mágur okkar. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn varð okkur fljótt vel til vina og ljóst að hér var kominn rétti maðurinn fyrir Margréti systur okkar. Eitt af því sem einkenndi Jón var andlegt jafnvægi. Þó er okkur minn- isstætt eitt atvik þar sem við gengum fram af honum. Nokkrir úr fjölskyld- unni voru saman á gömlum Landró- ver á leiðinni á gönguskíði upp á Seljalandsdal við Ísafjörð. Snjó- þungt var, skyggni var lélegt og gekk á með éljum. Faðir okkar var við stýrið og skiptir engum togum að í blindunni fer bíllinn út af í brattri hlíðinni. Jón átti greinilega ekki von á öðru en að hér yrði látið staðar numið. Þegar búið var að ná bílnum aftur upp á veg og honum varð ljóst að ferðinni ætti að halda áfram upp á dal var honum nóg boðið; frekar segði hann skilið við fjölskylduna heldur en að halda ökuförinni áfram. Jón fór út úr bílnum og hvarf í sort- ann. Gerðum við ráð fyrir því að hann gengi til baka heim í hlýjuna. Okkur rak því í rogastans þegar hann birtist glottandi uppi á Selja- landsdal tæpum klukkutíma síðar. Jóni þótti fátt skemmtilegra en umræður um þjóðfélagmál og fylgd- ist hann mjög vel með. Það var sér- staklega gaman að ræða við hann því að þrátt fyrir mikla þekkingu og skilning á þessum málum fór því fjarri að hann setti sig á háan hest þegar hann ræddi málin við leik- menn. Það sem hann sóttist eftir var að heyra sjónarmið annarra og rök- ræða. Á þessu sviði var ekkert um- ræðuefni svo ómerkilegt að það þyrfti ekki að ræða. Af okkur sjö systkinunum búa fimm utan Reykjavíkur. Margt hefur þurft að sækja til höfuðborgarinnar í gegnum tíðina og oft gist hjá Jóni og Margréti. Við vitum að ekki stóð allt- af vel á en aldrei fundum við annað en við værum hjartanlega velkomin og voru móttökurnar góðar. Þar fyr- ir utan minnumst við skemmtilegra fjölskylduboða sem þau hjónin voru dugleg við að halda. Við kveðjum í dag þennan heiðurs- mann og minnumst hans fyrir skarp- skyggni, drengskap og prúð- mennsku. Elías Oddsson, Ólöf Björk Oddsdóttir, Haukur Oddsson, Jóhanna Oddsdóttir, Pétur Oddsson, Sigurður Oddsson. Ein elsta myndin sem ég á af Jóni Ásgeiri er frá 1972/3 en þar er hann með axlarsítt, þykkt og dökkt hár, al- skegg og gleraugu, í grænleitum flauelsjakka með axlarspælum. Hann var formaður SÍNE, nýlega kominn heim frá Bandaríkjunum og hafði þar og hér tekið þátt í mótmæl- um gegn stríði og stríðsrekstri. Myndin er á síðu úr alþjóðlegu öku- skírteini. Önnur mynd er af Jóni Ásgeiri í litla eldhúsinu okkar í Schlüter- strasse í Berlín. Á borðinu er dag- blaðabunki dagsins í dag, í gær og í fyrradag sem hann er að lesa og jafn- framt skrifa frétt á ritvél. Litla svarthvíta sjónvarpið er stillt á morgunfréttirnar sem hann horfir á með öðru auganu, jafnframt fylgist hann með útvarpsfréttum dagsins með öðru eyranu. Aðalathyglin er þó á litlum dreng sem situr í rauðum stól uppi á þvottavélinni. Þorgrímur Darri er svangur og Jón er að gefa honum að borða eitthvað sætt og gott og saman skríkja þeir, áður en Jón stekkur með fréttina upp í Sen- der Freies Berlin til að hún megi hljóma í kvöldfréttum Ríkisútvarps- ins heima á Íslandi. Þá er mynd af þeim feðgum þar sem búið er að snúa bókstaflega öll- um innanstokksmunum íbúðarinnar á hvolf til að búa til hús, hoppidýnur, undirganga og turna til að skemmta þeim yngri. Þannig var Jón barngóð- ur með eindæmum og það sama var uppi á teningnum þegar Sigríður, eldri dóttir hans, kom í heimsókn, öll tækin í tívolíinu prófuð, dýragarður- inn kannaður til hlítar o.s.frv. - Og síðan koll af kolli; Jón að kynna sér þýska stjórnmálasögu og Das Kapital, Jón að flokka sína papp- íra og setja í merktar skúffur þar sem allt var í röð og reglu, Jón að kaupa og lesa bækur um heimspeki og fjölmiðlun, Jón að skrifa, Jón með mikinn áhuga á að eignast videóupp- tökutæki, sem fjárhagurinn þó ekki leyfði þá, Jón að vinna við masters- rannsókn sína á upplagi og út- breiðslu dagblaðanna á Íslandi. Mynd af Jóni Ásgeiri svörtum af kolasalla af fótboltavellinum í laug- ardagsfótbolta Íslendinganna í Berl- ín sem „fótaboltastjarna“ og átrún- aðargoð sonar síns. Jón sem sinnti námi og störfum af áhuga og kappi og virtist geta gert ýmislegt í einu nema kannski að vaska upp, en það hafði lítið verið á uppeldisdagskrá á hans æskuheimili þar sem talið var að karlmenn þyrftu umfram konur fyrst og fremst næði til að vinna og hugsa. Heildarmyndin er af hugsjóna- manni, hugmyndasmið og umfram allt góðum dreng með einlægan áhuga á sínum viðfangsefnum. Fram á það síðasta var hann enn að hugsa um málefni útvarpsins og fjölmiðlun- ar í landinu og hvernig kenna ætti nýrri kynslóð til verka. Að ræða um það hvernig heimurinn hefði með að- stoð allrar nýrrar tækni skroppið saman og að hlakka til að fá fréttir frá Afríku með Skype-símtali. Okkar leiðir skildi eftir nokkurra ára hjónaband en við héldum ætíð góðu vináttusambandi og syni okkar hefur hann verið ómetanleg stoð og stytta og einstakur félagi alla tíð. Margréti eiginkonu hans, börnum, systkinum og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Þegar ég settist niður til að skrifa nokkur orð til að minnast Jóns Ás- geirs rifjuðust upp fyrir mér orð Benjamíns Franklins: „Langt líf er ef til vill ekki nógu gott, en gott líf er nógu langt.“ Gott líf var sannarlega það sem Jón Ásgeir átti. Hann átti bæði ástríka fjölskyldu og góða vini, auk áhugamála sem hann sinnti af ástríðu. Ég var ein af þeim sem var svo heppin að kynnast Jóni Ásgeiri. Hann var giftur föðursystur minni og þegar ég flutti suður til Reykja- víkur 18 ára gömul jukust samskipti mín við þau mikið. Það var nú reynd- ar svo að ég hef bæði í gríni og alvöru kallað þau foreldra mína í Reykjavík. Alltaf voru þau boðin og búin til að aðstoða mig við hvað sem var og fór ég reglulega í mat í Birkigrundina. Það var einstakt að búa að þeim manni sem Jón Ásgeir var og kom það sér m.a. vel þegar ég ákvað að sækja um framhaldsnám erlendis. Það var auðsótt mál þegar ég leitaði til hans varðandi yfirlestur á um- sóknarritgerð minni. Það er ekki efi í mínum huga að aðstoð hans hefur gert gæfumuninn, enda var hann einn sá fyrsti sem ég hringdi í þegar bréfið um að ég hefði komist inn barst. Ég minnist þín, Jón Ásgeir, með hlýju í hjarta. Ég minnist umræðn- anna sem við áttum í bílnum þegar þú keyrðir mér heim eftir kvöldmat, ég minnist þess hversu notalegt mér þótti að vakna við glóðheitar erlend- ar fréttir á Morgunvaktinni, ég minnist rjómans, spennumyndanna og hjálpsemi þinnar. Hugurinn er fullur af minningum sem munu lifa áfram, ég mun reyna að hafa dugnað þinn og gagnrýna hugsun að leiðar- ljósi – ég ætla að vera alltaf í námi eins og þú. Dauðinn dó, en lífið lifir, lífs og friðar sólin skær ljómar dauðadölum yfir, dauðinn oss ei grandað fær, lífið sanna sálum manna sigurskjöld mót dauða ljær. Helgi Hálfdánarson. Elsku Magga, Oddur Björn, Siggi, Darri, Sigga og fjölskylda, ykkur votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Albertína Friðbjörg. Jón Ásgeir Sigurðsson, vinur okk- ar og samstarfsmaður, var að ýmsu leyti óvenjulegur maður og aðlað- andi. Hann þyrsti í fróðleik og bætti stöðugt við sig reynslu og þekkingu alla ævi. Hann var fundvís á nýjung- ar, áhugaverðar fréttir og fyrirbæri sem hann miðlaði til samferðamanna sinna í útvarpi, blaðaskrifum eða persónulegu spjalli. Í stúdentapólitíkinni á háskólaár- um okkar þegar hippamenningin reis, stúdentauppreisnir geisuðu og byltingarandi sveif yfir vötnum er- lendis og hafði áhrif hér heima var Jón Ásgeir í hringiðu atburða og um- ræðu í Kaliforníu eða Þýskalandi. Hann leiddi okkur í andrúmsloftið með sér, m.a. með skrifum í Stúd- entablaðið og Punkta, blað vinstri- sinnaðra stúdenta. Hann var síðar einn helsti tengill landsmanna við bandarísk stjórnmál og dægurmál sem fréttaritari Ríkisútvarpsins þeg- ar Magga stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum. Jón Ásgeir barðist ekki fyrir eigin frama, hagsmunir annarra voru í fyr- irrúmi. Hógværð var aðalsmerki hans og hann var forvitinn um fólk og fyrirbæri, stefnur og strauma í líf- inu. Hann kunni þá list að hlusta á fólk og gerði það svikalaust. Sá eig- inleiki átti kannski stærstan þátt í að gera hann að þeim snjalla útvarps- manni sem hann var. Jón Ásgeir Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.