Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 9-16.30 smíði/ útskurður, kl. 9.30 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 13.30 hjólreiðahópur. Ferðaklúbbur eldri borgara | 30. ágúst. Suður- strönd, Seljalandsfoss, Skógafoss, Dyrhólaey, Kerlingardalur, Vík í Mýrdal. Upplýsingar og skráning í síma 892 3011, Hannes Hákonarson. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður kl. 9.15. Handavinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Heitt á könnunni til kl. 16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna og ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. 13 handavinna. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið kl. 9-16.30, m.a. vinnustofur og spilasalur. Unnið er að haust- og vetrardagskrá, óskir og ábend- ingar eru vel þegnar. Postulínsnámskeið byrja um Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13- 14 leikfimi, Janick. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handavinnustofa opin kl. 10-14.30, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, hár- greiðslu og fótaaðgerðastofur opnar allan daginn. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Háteigskirkja | Kl. 20 alla fimmtudaga. Kyrrðar- söngur, lesið úr ritningunni, bænir, altarisganga, fyrirbæn með handayfirlagningu og smurningu. Allir velkomnir. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyr- irbænastund er hvert fimmtudagskvöld í Vídal- ínskirkju kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prest- um og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundar. mánaðamót, skráning á staðnum og í s. 575 7720. Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á aldrinum 16- 30 ára. Hópurinn er fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja bæta úr því. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 694-6281. Heimasíða: www.blog.central.is/ hittingur16-30. Netfang: hittingur@gmail.com. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og blöðin, al- menn handavinna, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9. Bingó kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Starfið er opið öllum aldurs- flokkum. Viltu læra á tölvu, spá í veðrið, læra skrautskrift, tefla, flosa eða hvað? Kíktu inn og sjáðu hvað stendur til boða. Skráningu lýkur mið- vikudag 29. ágúst á Haustfagnaði. Hjördís Geirs kemur í dag. S. 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia karlaklúbbur kl. 10.30. Handverks og bókastofa kl. 13. Boccia kvennaklúbbur kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. 80ára afmæli. Í dag, 23.ágúst, er áttræð Kristín Helgadóttir, Aðalgötu 17, Sauð- árkróki. Af því tilefni tekur hún á móti vinum og vandamönnum á heimili sonar síns á Selbrekku 18, Kópavogi, eftir kl. 16 í dag. Þeim sem hafa hugsað sér að gleðja af- mælisbarnið með gjöfum er vin- samlegast bent á Langveik börn. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Hanna Björt Stefáns- dóttir og Freyja Ósk Þórisdóttir, söfnuðu 2.546 krónum og færðu Rauða kross Íslands ágóðann. Hlutavelta | Þessar hressu stelpur héldu tombólu á Ísafirði á dögunum og söfnuðu 3.600 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Stelpurnar heita Hafdís Bára, Aldís Huld, Brynja Dís Höskuldsdætur og Birta Rut Rúnarsdóttir. Hlutavelta | Þessar góðu vinkonur og nöfnur, Halldóra Björg Jónas- dóttir og Halldóra Björk Einars- dóttir, héldu tombólu við Grímsbæ. Þær söfnuðu 8.126 krónum og færðu Rauða krossinum ágóðann. dagbók Í dag er fimmtudagur 23. ágúst, 235. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Erasmus-áætlunin er einföld ogaðgengileg leið fyrir íslenskaháskólastúdenta að stundaskiptinám í Evrópu, að sögn Tryggva Thayer, verkefnisstjóra lands- skrifstofu menntaáætlunar Evrópusam- bandsins á Íslandi: „Erasmus-áætlunin miðar að því að gera Evrópu að einu samræmdu háskólasvæði. Stúdenta- skipti eru einn stærsti þátturinn í starfi áætlunarinnar, sem einnig sinnir kenn- ara- og starfsmannaskiptum og ýmsum þróunarverkefnum, en allir háskólar á Íslandi eiga aðild að áætluninni,“ út- skýrir Tryggvi. „Í gegnum Erasmus stendur því íslenskum háskólanemum til boða að stunda nám við vandaða háskóla í flestum löndum Evrópu, í öllum náms- greinum, í 3 til 12 mánuði.“ Tryggvi segir einfalt að sækja um skiptinám, og að árlega fari um 200 ís- lenskir stúdentar utan á vegum Eras- mus-áætlunarinnar um leið og fjöldi nemenda komi hingað til lands frá öðr- um Evrópulöndum: „Skiptistúdentar á vegum Erasmus eiga einnig kost á ferðastyrk, uppihaldsstyrk og stuðningi í tungumálanámi,“ segir Tryggvi. „Ferðastyrkurinn er 600-700 evrur, og uppihaldsstyrkurinn nemur 250 evrum mánaðarlega. Ef stundað er nám á svæði þar sem talað er annað mál en enska, franska, þýska eða spænska er víða boðið upp á tungumálahrað- námskeið á vegum áætlunarinnar, og fá nemendur uppihaldsstyrk á meðan á tungumálanáminu stendur.“ Að sögn Tryggva geta íslenskir nem- endur grætt mikið á því að stunda skipt- inám: „Í skiptinámi öðlast nemandinn mun sterkari tengsl við menningu og þjóð námslandsins en hann gæti með öðrum hætti. Þá er skiptinám kjörið tækifæri til að læra og þjálfa sig í nýju tungumáli. Ekki hvað síst veitir skipti- nám nemendum reynslu í að starfa náið með fólki í öðru menningar- og vinnu- umhverfi en við eigum að venjast og er slík reynsla orðin mjög eftirsótt í at- vinnulífinu hérlendis.“ Finna má nánari upplýsingar um Erasmus-skiptinám á slóðinni www.- erasmus.is. Vakin er athygli á að umsóknarfrest- ur fyrir skiptinám á vorönn er til 15. október nk. Menntun | Erasmus-skiptinemar stunda nám í flestum löndum Evrópu Aðgengilegt skiptinám  Tryggvi Thayer fæddist í Texas 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum 1990, BA-prófi í heimspeki frá HÍ 2003 og MA-prófi í stjórnsýslu alþjóðl. menntunar frá Há- skólanum í Minnesota 2007. Tryggvi starfaði hjá Rannsóknarþjónustu Há- skólans, síðar hjá CEDEFOP í Grikk- landi, og hjá Mennt 2001-2004. Hann hefur verið starfsmaður Alþjóðaskrif- stofu háskólastigsins frá 2006. Tryggvi er kvæntur Hlín Gylfadóttur verkefnisstj. og eiga þau eina dóttur. Tónlist Næsti bar | Ingólfsstræti 1a. Mood spilar í kvöld kl. 21. www.mood.is. Myndlist Hafnarborg | Ice land scape colo- ur-transfer in pulp. Þýski lista- maðurinn Wolfgang Heuwinkel hefur þróað með sér mjög sér- staka nálgun við pappír og vatns- liti. Sýningin stendur til 9. sept- ember. Fréttir og tilkynningar Lýðheilsustöð | Út er kominn nýr fræðslubæklingur Fólat- fyrir konur sem geta orðið barnshaf- andi. Lýðheilsustöð, Landlæknis- embættið og Miðstöð mæðra- verndar standa að útgáfu bækl- ingsins en hann er hægt að panta á heimasíðunni www.lydheilsu- stod.is. ÞAÐ varð að notast við krana í gær til að setja síðustu kubbana í hæsta turn sem búinn hef- ur verið til úr Legó-kubbum. Turninn er 29,3 metrar á hæð en fyrra metið var „einungis“ 28,75 metrar. Turninn stóri reis í Toronto í Kanda en það var hinn danski Per Knudsen sem festi Legó-flagg á topp turnsins í gær. Knudsen er einn þeirra örfáu sem geta skráð sig sem „kubbara“ í símaskrána, en hann hefur það að aðalatvinnu að byggja úr Legó-kubbum um víða veröld. Hæsti Legó-turn í heimi Reuters 85ára afmæli. Í dag, 23.ágúst, er Ólafur Thoraren- sen, fyrrverandi kaupmaður á Siglufirði, 85 ára. Hann dvelst á Kanaríeyjum. hlutaveltur ritstjorn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélrit- aða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Hlutavelta | Þessir fjórir vinir Kristófer Ingi Maack, Illugi Njálsson, Jóhannes Kristjánsson og Viktor Freyr Sigurðsson komu og færðu Rauða krossinum 7.500 krónur. Þeir söfnuðu flöskum og dósum hjá verk- tökum í nýbyggingum í Kórahverfi í Kópavogi. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.