Morgunblaðið - 28.08.2007, Side 9

Morgunblaðið - 28.08.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 9 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is SAMKVÆMT dýraverndarlög- umer skylt að fara vel með öll dýr; óheimilt er að hrekkja þau eða meiða og forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli. Eigendum og um- ráðamönnum dýra ber að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og full- nægjandi fóðri, drykk og umhirðu. Á sumarfundi Dýralæknafélags Íslands á dögunum var samþykkt ályktun þar sem félagið lýsir yfir furðu og hneykslan á þeirri ákvörð- un lögreglustjóra að ákæra ekki í máli tamningamanns við bæinn Vatnsenda í Kópavogi, en maðurinn sást misþyrma hrossi í sjónvarps- þættinum Kompás s.l. vor. Héraðs- dýralæknir Gullbringu- og Kjósar- umdæmis kærði manninn umsvifalaust til lögreglu, þar sem hann taldi barsmíðarnar fara í bága við ákvæði dýraverndunarlaga. Að sögn Laufeyjar Kristjánsdótt- ur, lögfræðings í ákærudeild lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu, var það niðurstaða embættisins, eftir að hafa farið yfir rannsóknar- gögnin, að þau nægðu ekki til sak- fellis. Laufey vill ekki tjá sig um á hvaða grundvelli sú ákvörðun að falla frá ákæru var tekin, fyrr en kæranda hefur verið birtur skrifleg- ur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni. Í ályktun Dýralæknafélagsins segir: „Tryggja verður með einhverjum hætti að ákæruvaldið sinni mála- flokknum, geti ekki stungið dýra- verndarmálum undir stólinn án efn- islegs rökstuðnings.“ Pottur víða brotinn En það er víðar sem dýralæknar telja pott brotinn. „Það þarf að sam- ræma kerfið. Við þurfum ein lög, eina stofnun og eitt ráðuneyti. Eins og staðan er í dag heyrir dýravernd undir umhverfisráðuneytið en bú- fjárlög undir landbúnaðarráðuneyt- ið. Síðan fylgir búfjárlögum mikið reglugerðarfargan þar sem meðal annars er fjallað um aðbúnað hrossa, nautgripa og svína. Sumir lögfræð- ingar segja að búfjárlög séu yngri og sértækari og gildi því í nær öllum til- vikum nema þegar um er að ræða gæludýr. Aðrir lögfróðir menn segja að dýraverndarlög taki til allra dýra, líkt og stendur í inngangi laganna. Það virðist því á reiki hvaða lög eiga við hverju sinni,“ segir Sigurborg Daðadóttir, formaður Dýraverndar- ráðs og stjórnarmaður í Dýralækna- félaginu. Sigurborg er jafnframt þeirrar skoðunar að lög sem fjalla um dýravernd skorti skýrari rétt til inngrips yfirvalda þegar grunur leikur á að dýr sæti illri meðferð. „Það má segja að stjórnsýslulög séu dragbítur á dýraverndarstarf. Eignaréttur fólks er friðhelgur og andmælarétturinn svo sterkur. Dýr- in mega ekki líða fyrir það að nauð- synlegt sé að þjóna heimi skrif- finnskunnar áður en gripið er til ráðstafana,“ segir Sigurborg. Hún kveðst þó gera sér grein fyrir því að öll stjórnsýslumeðferð þurfi að vera í lagi, þannig að réttindi fólks verði ekki virt að vettugi. „En það þarf að vera hægt að grípa inn í, taka dýrin úr umsjá eiganda og setja umsjón- armann yfir þau á meðan verið er að þvælast í pappírsvinnunni.“ Langur vegur milli þess að hirta og misþyrma Að sögn Sigurborgar eru fé- lagsleg vandamál í langflestum til- vikum fylgifiskur dýraverndarmála. „Oft er þetta fólk sem er andlega veikt, glímir við áfengisfíkn eða er einfaldlega ekki í stakk búið til þess að sinna dýrunum. Það er oftast mikið að hjá fólkinu sjálfu og nær- samfélagið á mjög erfitt með að taka á svona málum. Það er því mjög brýnt að einhver utanaðkomandi geti gripið inn í,“ segir Sigurborg og kveður dýraverndarmál ekki ósvip- uð barnaverndarmálum að þessu leytinu. „Það er til dæmis ekkert voðalega oft sem fólk fer illa með dýr af einskærum ásetningi eins og þessi maður á Vatnsenda. Það er langur vegur milli þess að hirta dýr og mis- þyrma þeim,“ segir Sigurborg. Áhugi almennings takmarkaður Sigurborg telur dýraverndarmál skammt á veg komin í samanburði við nágrannalöndin. Dýraverndun- arsamtök séu þar víða mjög sterk og hér á landi þurfi að gera meira í því að fá fólk til þess að hugsa um og taka þátt í dýravernd. Að sögn Sig- urborgar eru frjáls félagasamtök fólks sem lætur sig málefni dýra varða mjög á undanhaldi. Til að mynda sé Dýraverndunarsamband Íslands grútmáttlaus samtök. „Það er mikið af málum sem við eigum eftir að taka afstöðu til. Sam- félagið þróast og það sem okkur þótti í lagi fyrir 50 árum finnst okkur fyrir neðan allar hellur í dag. Ég get sem dæmi nefnt að um flutning á dýrum gildir reglugerð frá árinu 1957 og þau eru langt frá því að standast tímans tönn,“ segir Sigur- borg og heldur áfram. „Það vantar áhuga almennings og fjölmiðla á þessum málum og það eru margir þættir sem þarf að skoða. Fagfólk, siðfræðingar, stjórnmálamenn og al- menningur þarf að koma að þessum málum og koma þeim á dagskrá.“ Lögin tekin til endurskoðunar Þórunn Sveinbjarnardóttir, um- hverfisráðherra segir að verið sé að skipa í nefnd sem annast mun end- urskoðun dýraverndarlaga. Hún býst við því að gengið verði frá skip- unum fyrir næstu mánaðamót og vinnan geti hafist í vetur. „Ég hef mikinn áhuga á því að nýta þessa endurskoðun til þess að efla dýra- vernd og leggja siðferðilegan grunn að henni,“ segir umhverfisráðherr- ann. Dýravernd hér á landi skammt á veg komin?  Dýralæknar telja að breyta þurfi lögum og reglugerðum um dýravernd  Þess séu dæmi að dýr kveljist á meðan á stjórnsýslumeðferð stendur  Lögin verða tekin til endurskoðunar í vetur að sögn umhverfisráðherra Morgunblaðið/RAX Á berangri? Folald við bæinn Raufarfell við Kaldaklifsá sleikir sólina og mígur í vindinn. Sem betur fer er aðbúnaður dýra víðast hvar í góðu lagi. Í HNOTSKURN »Lög um dýravernd tókugildi fyrir 13 árum, árið 1994. »Lögin taka til allra dýra,einkum þeirra sem eru í vörslu eða umsjón manna. »Um meðferð og aðbúnaðeinstakra búfjártegunda skal jafnframt fara að fyr- irmælum laga um búfjárhald og reglugerða þar að lútandi. FRÁ því að lög um dýravernd, nr. 15/1994, tóku gildi hafa aðeins tvö sakamál sprottið af ákvæðum lag- anna og endað með sakfellingu í Hæstarétti. Árið 1997 voru tveir menn sakfelldir fyrir ýmis brot gegn dýraverndunarlögum með því að hafa átt hlut að þátttöku hestins Gýmis frá Vindheimum í keppni á landsmóti hestamanna árið 1994. Ákæruvaldið taldi að hesturinn hefði ekki verið heilbrigður og hefði um nokkurt skeið fyrir mótið og á mótinu sjálfu verið bólginn og haltur á vinstra framfæti og ekki í keppnishæfu ástandi, en við keppn- ina hlaut hesturinn svo alvarlega áverka á fætinum að aflífa var hann að kvöldi keppnisdags. Í seinna málinu var íbúi í fjöl- eignarhúsi sakfelldur fyrir brot gegn ákvæðum dýraverndunarlaga með því að hafa hrifsað tíkina Lady Queen úr umsjá eiganda og murkað úr henni lífið á hrottafenginn hátt. Meðal annars var tíkin slegin með krepptum hnefa, stigið ofan á hana, hún hengd á hurðarhún á háls- ólinni, með þeim afleiðingum að hún kafnaði og drapst. Í báðum tilvikum voru þeir sem fundnir voru sekir um illa meðferð á dýrum dæmdir til greiðslu sektar í ríkissjóð. Breyttir tímar Fyrr á tímum var algengara að bændur væru sakfelldir fyrir illa meðferð á búfénaði sínum, svo sem vanhirðu og vanfóðrun. Árið 1975 var bóndi dæmdur til greiðslu sekt- ar og meinað að hafa sauðfé og nautgripi í sínum vörslum vegna al- varlegra brota gegn ákvæðum þá- gildandi dýraverndunarlaga. Við skoðun á bæ bóndans reyndust all- ar mjólkurkýr og kálfar vanfóðruð, sumar kúnna voru lúsugar og allir gripirnir voru með flórklepra á lærum og kviði. Fjárhúsin héldu hvorki vatni né vindum og hundsaði bóndinn fyrirmæli opinberra aðila um úrbætur í áraraðir. Þá voru tveir bændur sakfelldir árið 1984 fyrir að hafa vanhirt og vanfóðrað í óhæfum og óræstum húsakynnum allt að 200 hænsni og 200 endur, þannig að sumt drapst úr hor og aðrir fuglar lögðust á hræin, þar til yfirvöld létu lóga öllum fuglum sem fundust á bænum. Í seinni tíð virðist þróunin hins vegar vera sú að þau mál þar sem reynir á ákvæði dýravernd- unarlaga beinist að einu dýri. Þann- ig voru fimmenningar á grálúð- uveiðum sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins árið 1993, en menn- irnir fönguðu í félagi ísbjörn á sundi með snöru og drápu dýrið. Sama ár var maður fundinn sekur um eignarspjöll og brot á dýra- verndunarlögum með því að skjóta hund til dauða með haglabyssu inn- an bæjarmarka Blönduóss. Einnig má nefna mál keppnishestsins Gým- is og tíkurinnar Lady-Queen í þessu samhengi. Flest brotin beinast að einu dýri Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Glæsilegar yfirhafnir frá Síðustu dagar útsölunnar Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Malou Full búð af nýjum vörum frá Str. 36-56 Ný sending Glæsilegur sparifatnaður Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. opið í Bæjarlind kl. 10-15 en lokað í Eddufelli. Bæjarlind 6 • Sími 544 7030

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.