Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VARMÁRSAMTÖKIN í Mos- fellsbæ hafa látið mikið að sér kveða á undanförnum mánuðum í um- ræðum um skipulags- og umhverf- ismál í bæjarfélaginu. Sem almennur fé- lagsmaður í samtök- unum hyggst ég horfa um öxl og benda á ým- islegt sem betur hefði mátt fara í starfinu. Íbúasamtök í þágu allra? Varmársamtökin eru íbúa- og umhverf- issamtök sem eiga að beita sér fyrir sameig- inlegum hagsmunum og vilja allra fé- lagsmanna, líkt og önnur íbúa- samtök. Ég tel hins vegar að núver- andi stjórn hafi brugðist bogalistin í þeim efnum. Gagnrýni mín í þessari grein beinist einungis gegn for- ystufólki samtakanna en á engan hátt gegn markmiðum eða tilgangi félagsins sem ég hef ekkert út á að setja. Stjórnin hefur gengið fram af mikilli einurð og sannfæringu um ágæti eigin skoðana og beitt aðferð- um og málflutningi sem eru mjög gagnrýniverðar. Ég geri at- hugasemdir við greinaskrif og bloggfærslur einstakra stjórn- armanna. Þau hafa á köflum verið afar einkennileg og stundum borið meiri svip af þráhyggju og þrætu- bók, meiðandi ummælum og einelti en opinni og málefnalegri umræðu. Ég held að þessi málflutningur hafi risið hæst – eða á ég kannski að segja sokkið dýpst? – þegar Gunn- laugur B. Ólafsson, varaformaður samtakanna, skrifaði orðrétt í bloggfærslu um forseta bæj- arstjórnar Mosfellsbæjar: „þú hefur kosið að fela þig í greni, umvafinn bulli og bloggdólgum.“ Ef slík ummæli eru ekki meiðandi veit ég ekki hvað það orð merkir. Sérkennilegur málflutningur Áður en lengra er haldið vil ég hæla Varmársamtökunum fyrir að skipuleggja viðburði, líkt og sl. laugardag 25. ágúst, þegar þau gengust fyrir útimarkaði í Álafoss- kvos. Einnig hefur stjórn samtak- anna verið mjög ötul við að kynna sér lög og reglugerðir um umhverf- is- og skipulagsmál og tvímælalaust vakið bæjarbúa til tímabærrar um- hugsunar um þau. Jafnframt hafa samtökin verið ódeig við að gagnrýna bæj- aryfirvöld fyrir meinta misbresti við stjórn- sýslu. En lífið er ekki bara regluverk og til að um- ræðan skili árangri þarf hún að byggjast á sanngirni og umburð- arlyndi í garð náung- ans og sátt um það sem ákveðið hefur ver- ið af lýðræðislega kjörnum yfirvöldum. Einn liðsmaður sam- takanna, Bryndís Schram, ritaði í Lesbók Morgunblaðsins 9. júní sl. að Varmársamtökin hefðu reynt „að koma vitinu fyrir bæjarstjórn- armeirihlutann“ í svonefndu tengi- brautarmáli, líkt og Mosfellingar hefðu kosið skyni skroppið fólk til valda. Fleiri dæmi mætti nefna um sér- kennilegan málflutning af hálfu samtakanna. Þegar umhverf- isskýrsla um tengibrautina inn í Helgafellshverfi var birt síðastliðið vor, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að vegtengingin framhjá Álafosskvos væri sú besta þrátt fyr- ir allt, gaf varaformaður samtak- anna í skyn í netskrifum að bæj- aryfirvöld hefðu í raun pantað niðurstöðurnar hjá fyrirtækinu sem vann skýrsluna. Með afskiptum sínum blönduðu samtökin sér í flokkspólitískt mál í bænum með afgerandi hætti en slíkt er alltaf óæskilegt fyrir íbúa- samtök. Staðreyndin er sú að ekki er alltaf ljóst hvort stjórnarmenn eru að starfa sem slíkir eða þátttak- endur í flokkapólitík. Girðingargjörningur Síðastliðinn vetur tók ég sæti í sögu- og safnanefnd samtakanna. Ég hef mikinn áhuga á viðfangs- efnum nefndarinnar auk þess sem ég skynjaði þann kraft sem oft fylgir grasrótarstarfi. En eftir að hafa fylgst með málflutningnum, sem að framan greinir, og ekki síst framgöngu varaformanns samtak- anna við niðurrif á girðingu kring- um vinnusvæði á Álafossi 15. maí sl. sagði ég mig úr téðri nefnd. Ég felli mig ekki við að starfa í umboði stjórnar sem ver slíkar bar- áttuaðferðir en stjórnarmennirnir Berglind Björgúlfsdóttir, Sigrún Pálsdóttir og Gunnlaugur B. Ólafs- son báru í bætifláka fyrir þennan verknað af fullum þunga. Meðal annars taldi eitt þeirra að hér væri um táknrænan gjörning að ræða. Það er auðvitað hægt að fegra öll mannanna verk með því að túlka þau á táknrænan hátt sér í vil en ég tel fyrst og síðast að með girðing- argjörningnum hafi forystusveit Varmársamtakanna farið rækilega yfir strikið, tekið sér vald sem er ut- an við verksvið þeirra og í óþökk margra félagsmanna. Framtíðin Nú í haust verður haldinn aðal- fundur Varmársamtakanna. Þá kemur í ljós hvort núverandi stjórn nýtur áframhaldandi trausts fé- lagsmanna. Sjálfur efa ég stórlega að málflutningur hennar eigi hljóm- grunn meðal þeirra eða Mosfellinga almennt nema að takmörkuðu leyti, svo ekki sé minnst á yfirvöld, hverju nafni sem þau kunna að nefnast. Ég er einfaldlega þeirrar skoð- unar, og reyndar fjölmargir fleiri, að undir núverandi stjórn hafi sam- tökin misst trúverðugleika sinn. Og ef það er rétt til getið hjá mér er þá ekki vert að staldra við og spyrja: Til hvers var þá allt þetta stríð og streð? Var kannski verr farið en heima setið? Um Varmársamtökin Bjarki Bjarnason skrifar um skipulags- og umhverfismál í Mosfellsbæ » Sem almennur fé-lagsmaður í samtök- unum hyggst ég horfa um öxl og benda á ým- islegt sem betur hefði mátt fara í starfi Varm- ársamtakanna í Mos- fellsbæ. Bjarki Bjarnason Höfundur býr í Mosfellsbæ og starfar sem kennari og rithöfundur. Í VIÐSKIPTAKÁLFI Moggans um daginn var fjallað um örlán og dr. Mohammad Yunus sem fékk Nóbelsverðlaun fyrir örlánahug- myndina og útfærslu hennar. En það er ekkert mál fyrir hvern sem er að veita örlán. Maður stofnar ein- faldlega reikning á heimasíðunni www.kiva.org og er kominn í gang fyrr en varir. Þegar farið er inn á heimasíðu KIVA er upplagt að byrja á því að horfa á frétt blaða- mannsins Nicholas Kristof hjá New York Times, svona til að fá það staðfest að eng- in brögð séu í tafli. Að því búnu er hægt að skoða lánbeiðendur og t.d. flokka þá eftir kyni eða heima- landi. Það er líka mjög athygl- isvert að skoða þá sem hafa fengið lán og eru að endurgreiða þau. kiva.org KIVA á sér samstarfssamtök í fjölda landa er leita uppi fólk sem er hæft til þess að taka lán. Þau kanna t.d. greiðslugetu og lánafer- il áður en viðkomandi ein- staklingur er kynntur á heimasíðu KIVA sem lánbeiðandi. Fólk sækir yfirleitt um lán til þess að koma undir sig fótunum við rekstur eða styrkja einhverja þætti hans. Þeir sem hyggjast veita örlán stofna reikning hjá KIVA, velja síðan þá sem þeir vilja lána og greiða svo upphæðina í gegnum PayPal. KIVA eru fyrstu góðgerð- arsamtökin sem Pay- Pal veitir þessa þjón- ustu ókeypis og það ætti að vera trygging fyrir því að starfsemin sé heilbrigð. Áður var hægt að lána ýmsar upphæðir en ásóknin í að lána er svo mikil að lánaupphæðin er að sinni takmörkuð við 25 bandaríkjadali. Lánin eru síðan end- urgreidd á dæmigert 6 til 12 mánuðum og þess ber að geta að lántakendur fá enga vexti svo þetta er ekki gert í hagn- aðarskyni heldur til að leggja sitt af mörkum til markvissra mann- úðarmála. Góðgerðarsamtökin í hverju landi fyrir sig mega hins vegar taka smávegis vexti sem þau nota til að fjármagna starfsemi sína, mæta gengisáhættu o.þ.h.. Hvert fara lánin? Lönd eru metin með stjörnum sem sýna áhættuna. Víðast er end- urgreiðsla nær örugg en ekki kem- ur á óvart að ríki eins og t.d. Pal- estína, Búlgaría og Tógó koma þar fremur illa út. Sumir munu eflaust forðast að lána til þessara landa en aðrir vilja kannski einmitt beina örlánum sínum þangað því þar er þörfin kannski hvað brýnust. Endurgreiðslur Hverjum og einum lánveitanda eru sendar upplýsingar reglulega um stöðu lánsins og gang mála hjá lánþega. Þetta er stórsniðugt kerfi og virðist alveg öruggt og bara það eitt að lesa um hvers fólk er að fá lánað til er mikil reynsla Vesturlandabúa sem hefur allt til alls. Lítið er um það að fólk geti ekki endurgreitt lánin sín en hlut- fall endurgreiðslu er um 99%. KIVA hóf starfsemi fyrir tæpum tveimur árum en nú eru nær 90.000 manns skráðir þar sem lán- veitendur samtals um 10 milljóna dala. Ég hvet alla til að kynna sér þetta merka starf á www.kiva.org. Veitum örlán – það er einfalt Matthias Kristiansen skrifar um nýja leið í lánveitingum til mannúðarmál » Það er einfalt aðveita örlán og taka þátt í þessari nýju og at- hyglisverðu leið til að styðja við bakið á fólki í þróunarlöndum þriðja heimsins. Matthías Kristiansen Höfundur er þýðandi og lánveitandi á KIVA. FULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs hafa í vor og sumar mælt fyrir og lagt fram hugmyndir um stórfellda upp- byggingu úti á Kársnesi í vest- urbæ Kópavogs. Gert er ráð fyrir að fjölga íbúum hverfisins allt að tvöfalt, úr um það bil 4.000 í 7- 8.000. Mikil andstaða hefur verið við þessar hugmyndir hjá íbúum hverfisins og fulltrúar Samfylk- ingarinnar hafa lagst eindregið gegn svo glórulausum tillögum. Samtök íbúa hafa skipulagt einkar kröftug mótmæli og hvar- vetna má sjá borða í görðum og á hýbýlum fólks sem lýsa vanþókn- un á hugmyndum meirihlutans. Bæjarstjórinn hefur gripið til þess úrræðis í vörninni að væna íbúa og samtök þeirra um lygar og látið fleira sér um mun fara sem framkvæmdastjóri sveitarfé- lags ætti ekki að láta út úr sér um umbjóðendur sína. Allur áróður bæjaryfirvalda og skipulagshöf- unda lýtur að því að umferð- arkerfið á Kársnesi beri auðveld- lega þessa miklu aukningu umferðar með minniháttar breyt- ingum! Þeir segja að það sé allt „útreiknað“ og „prófað“ í hermi- líkani sem líkir eftir umferð á svæðinu. Á föstudaginn síðasta var um- ferðarflæðið á Kársnesi prófað í líkani í fullri stærð og í rauntíma en þá var Nýbýlavegi, annarri að- alleiðinni út úr vesturbænum, lok- að vegna framkvæmda. Þegar mynduðust langar raðir vestur alla Borgarholtsbraut, niður Urð- arbraut til sjávar bæði norðan og sunnan, niður alla Hábraut niður á Kársnesbraut svo aðeins hið helsta sé nefnt. Það tók margan manninn allt að klukkutíma að komast út úr vesturbænum. Þessi „tilraun“ sýndi svart á hvítu hversu viðkvæmt umferðarkerfið í vesturbænum er, ef annarri (reyndar þeirri afkastameiri) að- alleiðinni er lokað þá leiðir það til gríðarlegrar umferðarteppu. Nú búa á Kársnesi um 4.000 manns, skipulagshugmyndirnar gera ráð fyrir að íbúar á nesinu verði 7-8.000, en meginumferð- aræðarnar verða eftir sem áður bara tvær. Mér finnst trúlegt að það hafi farið kaldur hrollur niður bakið á mörgum bílstjóranum sem sat í röðinni þegar honum varð hugsað til þess. Við þessum áþreifanlegu staðreyndum hefur bæjarstjóri sett fram þá „lausn“ að það verði svo mikið af atvinnu- tækifærum á hafnarsvæðinu fyrir vesturbæinga, þangað eigi þeir að fara með strætó og því verði eng- inn umferðarvandi. Kannski er þetta rétt hjá Gunnari, ef hug- myndir hans félaga ná fram að ganga eiga íbúar vesturbæjarins engra annarra kosta völ en leita sér að starfi í hverfinu, þeir kom- ast trúlega ekki á réttum tíma til starfa annars staðar. Flosi Eiríksson Hermilíkan í fullri stærð Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. FYRIR nokkrum árum skrifaði ég grein í Morgunblaðið um Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna og Ísland. Kom þar m.a. fram að Þingvellir væru aug- ljóslega vænlegur staður til þess að fá tilefndan til minja- skrárinnar – og nán- ast borðleggjandi að svo færi. Málið vand- ast þegar menn fara að skima eftir öðrum, íslenskum menning- ar- eða nátt- úruminjum til að bæta á listann góða. Reynt var að fá Surtsey útnefnda sem heimsminjar en það gekk ekki í fyrsta sinn og brátt verður málið skoðað á ný. Vandinn við eyjuna er sá að óbyggðar eld- fjallaeyjar eru býsna margar og sumar ungar eða jafnvel nýjar. Hvort rann- sóknarsagan, þ.e. að fylgst sé með mó- bergsmyndun, rofi lands og framvindu lífríkis, dugi til útnefningar skal ósagt látið. Vatnajökull, án tengsla langt og allvíða út fyrir jökulhvelin, á erfitt uppdráttar í heimsminjaflotanum. Sumar aðrar tillögur héðan eru þess eðlis að þær sýnast heldur takmarkaðar. Í umræddri grein lagði ég til að valinn væri hluti af virku gosrein landsins þar sem plötuskil væru augljós og fjölbreyttar gosmenjar frá mismunandi tímum blöstu við. Slíkir staðir jarðar eru flestir neð- ansjávar (nema helst í Eritreu) og fengur að því að geta lagt einn slíkan í heimsminjasjóðinn. Reykjanesskaginn er of markaður af mannvist og athöfnum okkar til þess að vera frambærilegur. Eðli- legast væri að velja til þess arna stóran landskika með NA-SV- lægri stefnu sem markast af Eldgjá í suðri og Veiðivötnum/ Torfajökli í norðri. Innan hans væru þá líka Lakagígar, mörg móbergsfjöll og Langisjór. Land- svæðið væri látið ná til megineldstöðvanna Kötlu í suðvestri og Grímsvatna í norð- austri. Sem ferhyrningur er svæðið um 130 km langt og 40 km breitt eða ríflega 5.000 fer- kílómetrar; þ.e. 5% af landinu, en mörkin mætti draga með öðr- um hætti og minnka flatarmálið talsvert. Þarna væru sem næst allar helstu tegundir eldstöðva á þurrlendi, nægar móbergsmynd- anir undan jökli (svip- aðar þeim sem eru neðansjávar á Mið- Atlantshafshryggnum) og ýmis ummerki um- brota eftir gos í stórvirkum meg- ineldstöðvum undir þykkum jök- ulhvelum en það eru sjaldgæfir atburðir á heimsvísu. Þetta yrði góð, forvitnileg, vönduð og gagn- leg sýning sem ekki skaðaði gilda hagsmuni en gerði öllum gott. Vissulega gæti landsvæði með Kröflu, Mývatni, Öskju, Herðu- breið og Kverkfjöllum gengið að sumu leyti en hitt er hentugra. Minjar handa heimsbyggðinni Ari Trausti Guðmundsson skrifar um staði á Íslandi sem gætu átt heima á Heims- minjaskrá Sameinuðu þjóðanna Ari Trausti Guðmundsson » Þetta yrðigóð, for- vitnileg, vönduð og gagnleg sýn- ing sem ekki skaðaði gilda hagsmuni en gerði öllum gott. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.