Morgunblaðið - 28.08.2007, Side 30

Morgunblaðið - 28.08.2007, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Tengdamóðir mín Bjarnveig Jensey, allt- af kölluð Veiga, var mjög sérstök kona. Hún var alla tíð mjög vinnusöm og rak stórt heimili. Hún eignaðist 7 börn og eru barnabörnin og barna- barnabörnin orðin mörg. Hún opnaði hárgreiðslustofu í Keflavík árið 1946 en eftir að börnunum fjölgaði hætti hún og sinnti heimilinu. Á þessum ár- um urðu allir að vinna mikið til að hafa í sig og á og unnu báðir tengda- foreldrar mínir a.m.k. tvær vinnur. Hún lærði að búa til snið og saumaði mikið fyrir fólk. Hún fór oft í langar hárgreiðsluferðir út á land. Það gerði hún til að draga björg í bú. Hún var Bjarnveig Jensey Guðmundsdóttir ✝ Bjarnveig Jen-sey Guðmunds- dóttir fæddist í Neðri-Miðvík í Aðal- vík 16. júní 1926. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 23. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 31. júlí. hannyrðakona fram í fingurgóma og eru ófá sængurverasettin sem hún hefur saumað, merkt og heklað milli- stykkin í. Einnig hafa margir notið þess að fá stórkostlega falleg- ar peysur eftir hana. Allt sem hún gerði varð að vera vel gert og hef ég til vitnis um það brúðarkjólinn minn og skírnarkjól- inn sem börnin mín voru skírð í. Hún elskaði söng og fórum við tvær saman nokkrum sinnum í Ís- lensku óperuna og þekkti hún allar óperurnar. Eftir að hafa sinnt ýms- um störfum, þ. á m. á sjúkrahúsinu í Keflavík, ákvað hún þegar hún varð fimmtug að opna hárgreiðslustofu í Kópavogi. Ekki voru allir vissir um að hún væri að gera rétt en hún viss um það og var hvergi bangin þó hún þyrfti að keyra á milli Keflavíkur og Kópavogs á hverjum degi. Hún missti húsnæðið þar 1988 en var ekki alveg tilbúin að hætta, enda ekki nema 62 ára, svo hún keypti húsnæði í Keflavík og opnaði stofu þar sem hún starfrækti í átta ár eða þar til hún varð sjötug. Hún hætti aldrei al- veg að sinna hárgreiðslunni því í litlu herbergi heima hjá henni hafði hún smá aðstöðu sem hún notaði til dauðadags. Hún var lærdómsmanneskja, elsk- aði að lesa bækur og var ótrúlega fróð um hin ýmsu málefni. Sem dæmi um það er þegar ég var að læra jarð- fræði í leiðsögumannanámi mínu fyr- ir nokkru, þá komst ég að því að hún vissi allt um Reykjanesskagann. Hún gaf mér fræðirit sem hún átti í fórum sínum um eldstöðvar á Reykjanesi. Þetta lýsir henni vel. Hún hafði sterkar skoðanir á öllu og var mjög trúuð og hin síðari ár sinnti hún því með því að hjálpa fjölda manns. Hún var með bænahring staðsettan heima hjá sér, einnig var hún með fyrirbæn- ir og nutu margir góðs af því. Einnig lærði hún heilun og hjálpaði mörg- um. Veiga var þessi dulræna týpa, var oft meira þarna hinum megin, að mér fannst, og er ég því viss um að hún er í góðum höndum í dag. Ég veit að tengdapabbi á eftir að sakna Veigu sinnar mikið því þau voru svo samrýmd. Elsku Agnar, ég veit að Guð verð- ur með þér og hjálpar þér í þínum söknuði. Einnig sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur til allra af- komenda Veigu og Agnars og fjöl- skyldna þeirra. Jóhanna. ✝ Innilegar kveðjur og þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGFÚSAR A. JÓHANNSSONAR bónda, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. Lifið heil. Sigríður Jóhannesdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Ólafur H. Oddsson, Jóhannes Sigfússon, Fjóla Runólfsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bergný Marvinsdóttir, Árni Sigfússon, Hanne Matre, Ragnar Már Sigfússon, Ásta Laufey Þórarinsdóttir, Aðalbjörg Þuríður Sigfúsdóttir, Jón Hallur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, MAGDALENU JÓRUNNAR BÚADÓTTUR hjúkrunarfræðings, Hvassaleiti 129. Þökkum starfsfólki Landspítalans í Fossvogi og Landakoti fyrir afbragðsgóða og alúðlega umönnun og hjúkrun og þá sérstaklega starfsfólki á deild K-1 Landakoti. Höskuldur Baldursson og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, FRIÐFINNS ANNÓS B. ÁGÚSTSSONAR, Mávahlíð 24. Helga Hafberg, Engilbert Ólafur Friðfinnsson, Guðbjörg Gísladóttir, Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson, Kolbrún Birna Halldórsdóttir, Ari Friðfinnsson, Þuríður Kristín Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ROLF JOHANSEN stórkaupmaður, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 30. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er góðfúslega bent á að láta Krabbameinsfélag Íslands eða Krabba- meinsfélagið Framför njóta þess. Kristín Ásgeirsdóttir Johansen, Agnes Johansen, Thulin Johansen, Guðrún Þorleifsdóttir, Svava Johansen, Björn Sveinbjörnsson, Berglind Johansen, Pétur A. Haraldsson, Ásgeir Johansen, Aki Isishe Johansen, Kristín Johansen, Halldór Harðarson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, ELÍSABET HINRIKSDÓTTIR, verður jarðsungin fimmtudaginn 30. ágúst kl. 15.00 í Garðakirkju. Sveinn Torfi Sveinsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar RUTH HÖLLU SIGURGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru sendar starfsfólki B 6 Land- spítala Fossvogi og starfsfólki Grensásdeildar fyrir góða umönnun. Ólafur Axelsson, Jón Axel Ólafsson, Ólafur Ragnar Ólafsson, Jóhann Garðar Ólafsson, Hulda Dögg Proppé, Kristín Ruth, Ólafur Ásgeir, Óttarr Daði, Róbert Aron, Elísa G. Jónsdóttir, Jón Hannesson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug allan vegna andláts og útfarar HARÐAR HARALDSSONAR húsasmíðameistara, Langholtsvegi 165. Sérstakar þakkir til öldrunardeildar LSH, B-4 fyrir ómetanlega alúð og umönnun. Anna Dóra Harðardóttir, Hjörleifur Einarsson, Kristín Huld Harðardóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Jón Stefánsson, Haraldur Harðarson, Björk Lind Harðardóttir, Harpa Harðardóttir, Brynjar Freyr Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn ✝ Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURDÓR HERMUNDARSON, Berjavöllum 2, Hafnarfirði, andaðist á Landspítala Hringbraut mánudaginn 27. ágúst. Sigrún Helga Ólafsdóttir, Hlíf S. Arndal, Jón Sigurðsson, Sigrún Arndal, Sveinn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri, ÞORGRÍMUR EINARSSON offsetprentari, sem andaðist þriðjudaginn 21. ágúst, verður jarð- settur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og bróðir. Við Jón Ásgeir unnum saman sem blaðamenn á Þjóðviljanum og síðar á Ríkisútvarpinu. Við vorum góðir vin- ir. Feður okkar voru gamlir vinir og höfðu sem ungir menn verið við verslunarnám í sama skóla á 3. ár- artugnum. Ég átti ljósmynd af þeim við breiðstræti í Lundúnum og gaf honum afrit af henni. Þessi litli at- burður færði okkur enn nær hvorum öðrum. Ég er einnig mikill vinur Margrétar systur hans. Við vorum öll af 68-kynslóðinni og höfðum sömu lífsáherslur og skopskyn. Jón Ásgeir var maður jafnréttis, sanngirni og frelsis. Sýn okkar á þjóðlíf og stjórnmál fóru alltaf sam- an; við vorum frjálslyndir jafnaðar- menn. Jón Ásgeir var nákvæmur blaða- maður, vel að sér og vann í anda upplýsinga og fræðslu. Honum var lítið gefið um uppslætti og hasar- fréttir. Þess vegna var hann ekki blaðamaður sem stundaði sprett- hlaup með látum og honum var sama um slúður og hneykslan. Hann sat í rólegheitum við sína tölvu og aflaði upplýsinga, helst úr hinum stóra heimi og bar á borð fyrir blaðales- endur sem útvarpsáheyrendur. Hann hafði meiri áhuga á upplýs- ingu en upphlaupum. Ég bar alltaf virðingu fyrir þessum kostum hans. Hann var sterkur í félagsmálum blaðamanna en fór hægt og hljótt í blaðamennsku sinni. Líkt og hann gerði þegar hann kvaddi. Ég mun sjá eftir vini og góðum dreng. Ingólfur Margeirsson. Jón Ásgeir Sigurðsson ✝ Jón Ásgeir Sigurðsson fædd-ist í Reykjavík 13. september 1942. Hann lést á heimili sínu 14. ágúst sl. Útför Jóns var gerð frá Hall- grímskirkju í Reykjavík 23. ágúst sl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.