Morgunblaðið - 28.08.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 28.08.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 37 ÞJÓÐVERJAR eru að gera upp martröð Þriðja ríkisins á hvíta tjald- inu, rýna í svartnætti seinnastríðs- áranna úr hálfrar aldar fjarlægð. Þeir gera það viturlega og samvisku- samlega, það hefur komið á daginn í fáeinum myndum á síðustu árum. Die Fälscher tekur fyrir hálf- gleymdan en ævintýralegan þátt úr heimsvaldageðsýki nasista, peninga- falsið sem þeir stóðu fyrir undir lok stríðsins. Smalað var saman úr út- rýmingarbúðum, kunnum hand- verksmönnum og flinkum lista- mönnum af gyðingaættum, til að gera prentmót af enska pundinu. Þegar Salomon Sorowitsch (Marko- vics), nafntogaður peningafalsari og listmálari bættist í hópinn, fara hjól- in að snúast í prentsmiðjunni, sem er vel falin í einni fangabúðanna. Undir stjórn SS foringjans Herzogs (Striesow), fóru pundin að flæða í tugmilljónum og dollarinn að kom- ast í gagnið þegar allt var um seinan. Tilgangur peningafalsins var að dreifa þeim yfir Bretlandseyjar og lama hagkerfi óvinarins, en þegar til kom var tíminn of naumur og hinn síminnkandi, þýski flugher hafði öðrum hnöppum að hneppa. Myndin er byggð á endurminn- ingum Adolfs Burger (Diehl), eins falsaranna, og bregður leikstjórinn og handritshöfundurinn Ruzow- tizky, birtu á þessar lygilegu aðgerð- ir, og lýsir ástandi í fangabúðum og spyr siðferðilegra spurninga sem falsararnir urðu að velta fyrir sér. Er hægt að lifa með það á samvisk- unni að halda tórunni á kostnað ann- arra? Gildir hin gullvæga regla, einn fyrir alla og allir fyrir einn undir ægilegum kringumstæðum þar sem þessi litli 140 fanga hópur hangir á hálmstrái prentverksins, eða er hver sjálfum sér næstur? Svörin eru á gráleit og trúverð- ugleiki hins ofurheilsteypta og siða- vanda Burgers virkar ekki sem skyldi. Minnumst þess að myndin er byggð á endurminningum hans og sjálfsagt fer fyrir Burger líkt og Al- bert Speer og öðrum æfisagnarit- urum, þeim hættir við að fegra sinn hlut. Áhrifarík og einkar forvitnileg, vönduð mynd með þéttum leikhóp með þá Markovics og Striesow mjög sannfærandi báða, en ljóður á verk- inu er sú ákvörðun Ruzowtizky, að segja okkur frá endalokunum í upp- hafsatriðinu. Rýnt í sortann KVIKMYNDIR Regnboginn: Bíódagar Græna ljóssins Leikstjóri: Stefan Ruzowitzky. Aðalleik- arar: Karl Markovics, August Diehl, David Striesow. 99 mín. Austurríki/ Þýskaland 2007. Die Fälscher  Sæbjörn Valdimarsson Peningar „Die Fälscher tekur fyrir hálfgleymdan en ævintýralegan þátt úr heimsvaldageðsýki nasismans [...]. KLASSART er splunkuný hljómsveit úr Sandgerði sem samanstendur af systkinunum Smára og Fríðu Guð- mundsbörnum. Það er fremur sjald- gæft að hljómsveitir á Íslandi inni- haldi systkini og eftirtektarvert fyrir vikið. Það er þó langt því frá það eina sem er eftirtektarvert við Klassart því það er enn sjaldgæfara að fá í hendurnar frum- raun hljómsveitar og verða jafn hrifin og ég varð í þetta skipti. Klassart hljómar nefnilega á þessari fyrstu plötu sinni eins og sveit sem er búin að vera að gefa út plötur í áratug og búin að finna, móta og meitla tónlist sína og stíl. Lögin og textarnir eru í flestum tilvikum samvinna systkinanna og gengur sú samvinna í alla staði upp, því textarnir eru í senn afslappaðir, dularfullir og tregablandnir; eitthvað sem á afskaplega vel við blúsaða tón- listina. Hljóðfæraleikurinn er í hönd- um hinna færustu og má til að mynda nefna Guðmund Pétursson gítarleik- ara sem á stjörnuleik hér, hvar sem drepið er niður á diskinum. Klassart hefur leikinn á fyrri hluta skífunnar með léttari lögum eins og Bottle of Blues og Mrs. Jones en þessi lög eru líklega mest grípandi til að byrja með. Það eru þó þyngri lög síðari hluta plötunnar sem gefa henni þungamiðju og aukið vægi og gera það að verkum að platan á eflaust eft- ir að lifa. Lögin Painkillers & Beer, January Sun, The Hounds of Bark- ingville og Light Up eru vægast sagt stórkostleg og vinna á í hvert skipti sem diskurinn fær að rúlla. Eftir að hlustandinn er aðeins kominn inn í lögin, ef svo mætti að orði komast, er engu líkara en verið sé að hlusta á einn af diskum Led Zeppelin eða alla- vega einhvern disk sem kemur út á áttunda áratugnum með þessu mjúka „seventies“-sándi. Rödd Fríðu Dísar Guðmundsdóttur er þó það sérkenni sem Klassart þarfnast til að hverfa ekki bara í hóp hljómsveita sem hljóma vel en eru ekki eftirminnileg- ar eftir nokkrar hlustanir. Hún á margar raddir og leikur sér með þær á þessari plötu. Hún kann líka listina að tæla með röddu sinni, sem er eitt- hvað sem söngkona Mazzy Star, Hope Sandoval, masteraði á sínum tíma. Blús-, djass- og kántrískotið poppið á vel við rödd Fríðu, og hún hreinlega springur út á þessari fyrstu plötu sem hún syngur inn á. Það er yndislegt þegar jafn-hæfileikaríkt fólk og hér er á ferð stimplar sig inn í meistaraflokk með svona góðri plötu. Klassart í meistaraflokk Ragnheiður Eiríksdóttir TÓNLIST Klassart – Klassart  LENGI hef ég verið mikill aðdá- andi safnplatna og hef ákveðnar skoðanir á því hvernig slíkar plöt- ur skyldu framreiddar. Á plötunni með tónlistinni úr Astrópíu koma fram tónlistarmenn úr ýmsum átt- um, bæði vel þekktir listamenn og byrjendur. Undarlega samsett lagaval gerir það þó að verkum að platan nær aldrei neinu sérstöku flæði sem heildarverk, heldur verður aldrei neitt meira en sam- ansafn misgóðra laga. Sum laganna eru mjög vönduð og fín. Þar á meðal má nefna ,,Verum í sambandi“ með Sprengjuhöllinni og ,,Synthia“ þeirra í FM Belfast. ,,Hold me Closer“ með Motion Boys er mjög skemmtilegt og vandað diskó- popp sem hressir upp á plötuna og einnig má bæta við Ultra Mega Techno-bandið Stefán en þeir flytja lagið ,,Story of a Star“. Það eru hinsvegar lög eins og ,,Sumarást“ í flutningi Helga Björns og Ragnhildar Steinunnar sem ég skil ekki að skuli hafa ver- ið tekin upp. Ég vona að lagið hafi gríðarlegan tilgang í kvikmynd- inni vegna þess að flutningur þeirra Helga og Ragnhildar er bæði sálarlaus og tilgangslítill miðað við þann unað sem lag Lee Hazelwoods ,,Summerwine“ er. Eins eru lög Þorvalds Bjarna flutt af Birgittu Haukdal og Stefáni Hilmarssyni svo ófrumleg og inn- antóm. Flest hin lögin liggja einhvers staðar á miðjunni. Sum betri en önnur en engin meistaraverk. Eins og áður sagði er uppröðun laganna þess eðlis að platan nýtur sín ekki alveg nógu vel í hlustun. Platan er ágætis minnisvarði um eðli íslenskrar tónlistarsenu um þessar mundir. Sumir hlutar hennar eru mjög ferskir og skemmtilegir á meðan aðrir eru úreltir og algerlega tilgangslausir. Minnisvarði um sumarið 2007 TÓNLIST Ýmsir – Tónlistin úr kvikmyndinni Astrópía  Helga Þórey Jónsdóttir MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 2007–2008 Óvitar! Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin! Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT Áskriftarkortasala hafin! Vertu með! Sunnud. 16/9 kl. 20 Fimmtud. 20/9 kl. 20 Föstud. 21/9 kl. 20 Laugard. 22/9 kl. 20 Fimmtud. 27/9 kl. 20 Föstud. 28/9 kl. 20 Laugard. 29/9 kl. 20 4 600 200 leikfelag.is LÍK Í ÓSKILUM Lau 1/9 kl. 20 FRUMSÝNING upps. Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 upps. LADDI 6-TUGUR Sun 2/9 kl. 20 upps. Fim 6/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 31/8 kl. 20 Lau 1/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Fim 30/8 kl. 20 upps. Lau 8/9 kl. 20 Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 KILLER JOE Í samstarfi við Skámána Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 Fös 21/9 kl. 20 Lau 29/9 kl. 20 Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is Söngmenn óskast! KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Karlakórinn Fóstbræður getur bætt við sig efnilegum söngmönnum. Upplýsingar veita Smári S. Sigurðsson formaður í síma 8633247 og Þráinn Sigurðsson varaformaður í síma 8202151. Á PLÖTUNNI Elvis kemur ljóð- skáldið Didda fram ásamt nokkrum vinum og kalla þau sig Minä rakastan sinua. Platan nefnist Elvis sökum þess að á henni eru flutt lög sem Elvis Presley flutti á ferli sín- um. Ásamt Diddu koma fram bræð- urnir Þór og Ari Eldon, Kormákur Geirharðsson og Riina Finnsdóttir. Söngrödd Diddu er mjög sérstök. Hún hljómar ekki æfð heldur frekar eins og rödd sem hefur þroskast með lífi og sál þess sem hana ber. Didda gefur þessum þekktu lögum skemmtilega kven- legan blæ með flutningi sínum, án þess þó að gerast sek um væmni. Hrár persónuleiki skín í gegn og leikgleði hennar verður ljós. Út- setningarnar eru ágætar, þær eru ekki of úthugsaðar, frekar eins og þær kæmu fyrir sæi hlustandinn sveitina spila á tónleikum. Hráslagaleiki plötunnar bæði vinnur með henni og gegn; ég er sannfærð um að Minä rakastan sinua er hljómsveit sem skilar góðri stemningu á tónleikum en á erfiðara með að skila töfrunum á plötu. Engu að síður býður platan upp á skemmtilegt sjónarhorn á feril Presleys á nokkuð frumlega vegu. Ég elska þig, Elvis TÓNLIST Minä rakastan sinua – Elvis  Helga Þórey Jónsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.