Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGIN AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ALLS skrifuðu um 600 manns, um það bil 3,5% bæjarbúa, undir áskorun til meirihluta bæjarstjórn- ar Akureyrar um að hann segði af sér vegna þess, að fólki á aldrinum 18-23 ára var meinað að gista á tjaldstæðum bæjarins á hátíðinni Einni með öllu um verslunar- mannahelgina. Birgir Torfason, veitingamaður, afhenti Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra listana í gær. „Stórfurðuleg ákvörðun“ Birgir er einn af Vinum Akur- eyrar, en það er félagsskapur at- hafnamanna sem heldur umrædda hátíð. Söfnunin er ekki í nafni þeirra heldur tók Birgir sjálfur af skarið með að hrinda af stað söfn- uninni vegna óánægju í bænum. Hluti þeirra sem þátt tók skráði nafn sitt á blað en aðrir á netinu. „Ég tek við þessu og legg fyrir meirihlutann; við sitjum hér í um- boði okkar flokka, þar var ákvörð- unin tekin en ekki á þessum vett- vangi,“ sagði Sigrún Björk í gær. Á plagginu er skorað á meiri- hluta bæjarstjórnar að „sjá sóma sinn í því að segja af sér nú þegar“. Áskorunin er sett fram vegna „stórfurðulegrar ákvörðunar meirihlutans í sambandi við ný- liðna verslunarmannahelgi þar sem verulegar skorður voru settar, og allt að því bann, við því að fólk á aldrinum 18-23 ára gæti heimsótt Akureyri vegna hátíðarinnar Einn- ar með öllu“. Birgir segir Vini Akureyrar afar ósátta við ákvörðun meirihlutans. „Okkur var lofað að aldurstakmark á tjaldstæðum yrði óbreytt – 18 ár,“ segir hann um fund með bæj- aryfirvöldum í júní. Og ekki síst eru þeir ósáttir við að ákvörðun meirihlutans var ekki tilkynnt fyrr en á mánudegi fyrir verslunar- mannahelgina. „Við hefðum hugs- anlega skipulagt hátíðina öðruvísi, hefðum við vitað þetta fyrr, eða jafnvel hætt við að halda hana.“ Lengi verið ljóst Sigrún Björk var í fríi þegar fundurinn var haldinn í júní en skv. sínum upplýsingum hafi þá verið lagðar mun harðari línur, með Vin- um Akureyrar, en Birgir nefnir. „Já, fyrst var talað um 25 ára [aldurstakmark] en þá ætluðum við að hætta við hátíðina en okkur var þá lofað að tjaldstæðamálin yrðu óbreytt – 18 ára – en löggæsl- an yrði efld.“ Á mánudegi fyrir verslunarmennahelgi hefði hins vegar verið tilkynnt um nýtt ald- urstakmark. Sigrún segir að skv. öllum bók- unum bæjarráðs frá því í fyrra sé alveg ljóst að harðar yrði tekið á þessu máli en áður. „Það var kom- inn tími til að taka á þessu.“ Hún sagði að einhvers staðar yrði að draga mörkin „og umræðan í þjóðfélaginu eftir þetta held ég að hafi skilað okkur töluvert fram á veginn,“ sagði bæjarstjóri. Birgir segir að bæjarhátíðir hafi verið víða um land og allt gengið vel vegna þess að allir hafi verið já- kvæðir og boðið fólk velkomið. „Fólk á þessum aldri er hins vegar ekki velkomið til Akureyrar um þessa helgi. Þremur vikum síðar er það þó velkomið í Verkmennta- skólann, Menntaskólann og Há- skólann. Hvers vegna þá?“  „Okkur var lofað að aldurstakmark á tjaldstæði yrði óbreytt – 18 ár“  Bæjarstjóri: Lengi legið ljóst fyrir að harðar yrði tekið á málum en áður 600 vilja að meirihlutinn fari frá vegna tjaldstæðamálsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ósammála Birgir Torfason og Sigrún Björk Jakobsdóttir með undir- skriftarlistana. Birgir er ósáttur við meirihluta bæjarstjórnar. Í HNOTSKURN »Í árskoruninni sem Birgirafhenti bæjarstjóra í gær segir að gert sé grín að ákvörð- un bæjaryfirvalda „út um allt land. Þetta varð til þess, að tal- ið er, að tugir milljóna töp- uðust í innkomu hjá veitinga- húsum, verslunum og öðrum fyrirtækjum á Akureyri.“ »Lagt er til í áskoruninni, aðvarsla tjaldstæðanna verði tekin úr höndum skátanna og boðin út með skilyrðum. Birgir telur skátana hafa þrýst á bæj- aryfirvöld í málinu. KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari hélt eftirminnilega tónleika á Akureyri á sunnudaginn í tilefni níræðisafmælis móð- ur sinnar, eins og greint hefur verið frá. Daginn eftir sótti Kristján eldri borgara heim á Dvalarheimilið Hlíð, þar sem móðir hans býr einmitt, og söng – en það gerir hann gjarnan þegar hann kemur í sinn gamla heimabæ. Segist telja það skyldu sína að gleðja gamla fólkið. Eitt af því sem Kristján gerði á Ak- ureyri var að sækja heim listamanninn Nóa, Jóhann Ingimarsson – en margir þekkja hann sem Nóa í Valbjörk. Það fór vel á með þeim, Nói bauð upp á hákarl og brennivín og Kristján hugðist kaupa eitt verk eftir Nóa. Eftir að þeir höfðu gengið um og skoðað ýmislegt sagði söngvarinn: „Þetta er mjög interressant“ og staðnæmdist við myndina sem þeir standa við á ljósmyndinni, stórt ab- straktverk. Þeir sáu ýmsar fígúrur fyrir sér í verkinu, t.a.m. sjálfa Hamraborgina, sem Kristján syngur svo gjarnan um, og urðu ásáttir um að krafturinn sem byggi í því hæfði persónu Kristjáns og mundi sóma sér vel í stigaganginum í húsi hans við Gardavatnið á Ítalíu. „Hamraborgin“ upp á vegg hjá Kristjáni Morgunblaðið/Hjálmar Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SIGURSÆL skáksveit Laugalækj- arskóla í Reykjavík var heiðruð við hátíðlega athöfn á sal skólans í gær. Liðsmenn sveitarinnar eru nú allir nema einn komnir í framhaldsskóla og tefla því ekki lengur í skáksveit Laugalækjarskóla. Daði Ómarsson tefldi á 1. borði fyrir hönd skáksveit- arinnar. Hann hefur nú hafið nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. En hvernig kynntist hann skákinni? „Mamma mín skráði mig á nám- skeið í Laugarnesskóla þegar ég var í 4. bekk. Þá var Torfi Leósson [skákþjálfari sveitarinnar] að kenna þar. Í Laugarnesskóla myndaðist sveit og við vorum allir í henni nema Aron sem er ári yngri en við,“ sagði Daði. Hann sagði áhugann á skák- inni hafa kviknað hægt en svo óx hann eftir því sem sveitin vann fleiri mót og titla. „Skákáhuginn er alltaf að aukast hjá mér, þetta er alltaf að komast á nýtt og nýtt þrep.“ Skákin mjög tímafrek Daði teflir í Taflfélagi Reykjavík- ur og hefur setið í Skákskóla Íslands undanfarin þrjú ár og notið þar leið- sagnar Helga Ólafssonar stórmeist- ara. Þá hefur Daði teflt á mörgum mótum undanfarið og um leið hefur dregið mjög úr því að hann setjist að tafli með vinum og kunningjum. Auk Norðurlandamóts grunnskólasveita tók Daði þátt í ólympíumóti í Singa- púr fyrir skákmenn yngri en 16 ára. Þar tefldi Daði á 3. borði fyrir hönd Íslands. Einnig tefldi hann með sveit Laugalækjarskóla á Evr- ópumeistaramóti grunnskóla sem haldið var í Búlgaríu og á ein- staklingsmóti í Póllandi. Daði sagði taflmennskuna útheimta mikil ferðalög og tíma. „Ég vann ekkert í sumar, var bara að tefla,“ sagði Daði. Hann er nú kominn með 1.950 ELO-stig og er óðum að safna fleiri stigum. Daði var spurður hvort hann ætti sér einhverja fyrirmynd á sviði skáklistarinnar. Hann sagði þær vera nokkrar en ef hann ætti að velja eina úr þeim hópi þá yrði það Gari Kasparov. „Hann tefldi byrj- anir sem ég tefli og hann er líka frá- bær skákmaður,“ sagði Daði. En hvað um framtíðina? „Mig langar að ná langt og verða alþjóðlegur meistari eða stórmeist- ari. Það er langtímamarkmiðið. Ég á svolítið langt í land með það.“ En hvernig stendur á því að það voru bara strákar í skáksveit Laugalækjarskóla? „Ég veit það eiginlega ekki,“ sagði Daði. „Þetta er svolítið meiri strákaíþrótt en stelpna. Ég held að það sé að aukast að stelpur tefli.“ Gott að hafa afreksmenn „Það er alltaf gott að hafa afreks- menn eins og þessir drengir eru. Þeir hafa verið sjálfum sér og skól- anum til mikils sóma undanfarin ár sem þeir hafa verið hérna og teflt fyrir hönd skólans. Bæði sem sveit og sem einstaklingar á mótum hér innanlands. Þetta eru góðar fyr- irmyndir,“ sagði Björn Björg- vinsson, skólastjóri Laugalækj- arskóla, um skáksveitina. Velgengni sveitarinnar hefur smitað út frá sér. Í skólanum eru taflborð og sagði Björn að þau væru mikið notuð. Yngri nemendur skól- ans eru mjög virkir í skákinni, tefla í skólanum og skrá sig til þátttöku í skólamótum sem haldin eru reglu- lega. Björn taldi gildi skákarinnar vera ótvírætt í skólastarfinu. Sigursæl skáksveit Laugalækjarskóla var heiðruð í skólanum í gær Skákáhuginn er alltaf að aukast og eflast Morgunblaðið/Brynjar Gauti Norðurlandameistarar Skáksveitin er nú að mestu útskrifuð úr Laugalækjarskóla. SKÁKSVEIT Laugalækjarskóla sigraði með yfirburðum á skákmóti norrænna grunnskóla sem haldið var í Finnlandi á dögunum. Ís- lenska sveitin fékk 16½ vinning, í öðru sæti varð lið sænsks skóla sem fékk 11½ vinning og í þriðja sæti norsk sveit með 10½ vinning. Þetta var þriðja árið í röð sem skáksveit Laugalækjarskóla vinnur Norð- urlandameistaratitil grunnskóla- sveita. Auk þess hefur sveitin a.m.k. unnið fjóra Íslandsmeist- aratitla og tvívegis lent í öðru sæti á Evrópumeistaramótum skóla- skáksveita. Jón Páll Haraldsson að- stoðarskólastjóri sagði að glæsi- legur árangur sveitarinnar byggðist á þrotlausum æfingum liðsmanna og mikilli vinnu Torfa Leóssonar, skákþjálfara og skák- kennara, en hann hefur þjálfað sveitina frá upphafi. Á myndinni er skáksveitin knáa ásamt þjálfara sínum á sviði Lauga- lækjarskóla í gær. F.v.: Torfi Leós- son þjálfari, Aron Ellert Þor- steinsson, Vilhjálmur Pálmason, Einar Sigurðsson, Matthías Pét- ursson og Daði Ómarsson. Mikil sigurganga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.