Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 20
|miðvikudagur|12. 9. 2007| mbl.is
Samtal – Listmeðferð – Líkamsvitund
Þriggja mánaða hópmeðferð fyrir fullorðna einstaklinga sem
vilja efla samskiptahæfni, starfsgetu og sköpunargleði til að
bæta andlega og líkamlega líðan.
Að meðferðinni stendur þverfaglegt teymi. Í teyminu eru
Anna K. Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari, Halldóra Halldórsdóttir
listmeðferðarfræðingur, Hanna Unnsteinsdóttir félagsráð-
gjafi og Ragnheiður Indriðadóttir sálfræðingur.
Umsóknir óskast sendar á „Hópmeðferð/Kjörgarði,
Laugavegi 59, 101 Reykjavík“, eða á netföng:
halldorah@heima.is, ragnhind@simnet.is.
Hópmeðferð
Innsæismeðferð
daglegtlíf
Haustið er sá tími þegar bíla-
umferð eykst verulega og þá
þarf að huga sérstaklega að ör-
yggi barna í umferðinni. » 25
hollráðin
Fjórði hver einstaklingur yfir
fimmtugu getur átt von á því að
verða fórnarlamb heilabilunar
síðar á lífsleiðinni. » 24
heilsa
ÞAÐ má vissulega segja að
fimi sumra leikmanna sé
slík að þeir hreinlega dansi
með knöttinn um völlinn.
Það er hins vegar öllu
óalgengara að knettirnir
dansi alfarið um völlinn af
sjálfsdáðum. Börnin sem
hér koma fram uppábúinn
sem fótboltar komu fram á
upphafsathöfn heimsmeist-
arakeppninnar í fótbolta
kvenna sem hófst í Sjanghæ
í Kína á mánudag. AP
Fimir
fótbolta-
fætur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Undir vökulu auga Múhameðs Alí og dóttur hans Nauðsynlegt er að teygja alla vöðva vel eftir átökin.
Þ
etta er svakalegt púl, en
alveg þess virði. Ég fæ
mikla orku við að ham-
ast svona á morgnana og
ég fer þá fersk og fín út í
daginn,“ segir Eyrún Ósk Egils-
dóttir sem rífur sig upp á rófunni
þrjá daga vikunnar á þeim tíma sem
flestir aðrir sofa, til þess að keyra í
annað bæjarfélag í boxtíma hjá
Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar þar
sem tekið er duglega á því með
svarta hanska og púða.
„Fólk er frekar hissa á að ég skuli
nenna að fara í tíma sem stendur frá
klukkan sex til sjö á morgnana en
það hentar mér mjög vel af því ég er
í skóla og líka að vinna og ég þarf að
læra á kvöldin. Ef maður er bara
nógu þrjóskur við sjálfan sig þá
kemst maður upp á lag með þetta.
Ég þarf bara að passa að fara mjög
snemma í háttinn þau kvöld sem það
er boxtími daginn eftir.“
Svitnaði ekki nóg í dansinum
Eyrún tekur fram að hún sé ekki
að boxa niður annað fólk í hringnum,
heldur er það dauður púði sem fær
að finna fyrir höggum hennar.
„Þetta heitir fitness box og við lær-
um undirstöðuatriðin í ólympískum
hnefaleikum. Þjálfarinn okkar hann
Oscar Luis Justo er gömul kempa úr
bransanum og er frá Kúbu. Hann
hefur keppt um víða veröld og
hampaði þrisvar Kúbumeistaratitli
auk þess sem hann var eitt sinn Suð-
ur-Ameríkumeistari. Hann er svaka-
lega harður þjálfari en líka mjög
hvetjandi, enda hefur hann meðal
annars þjálfað tvöfalda Evrópu-
meistarann Pedro Miranda. Við
komumst ekki upp með neina leti hjá
honum Oscari, hann byrjar oft á því
að láta okkur hlaupa úti og síðan för-
um við inn í gallharðar upphitunar-
æfingar og þá lekur sko af manni
svitinn! Síðan boxum við í púðann,
ýmist hratt eða hægt en alltaf fast.
Ef maður er alveg að gefast upp þá
hvetur Oscar okkur áfram og segir
okkur að gera hægar frekar en að
hætta. Þetta tekur vel á og byggir
upp allan líkamann, mikil brennsla
og eykur þol og úthald. Ég er oft
með rosalegar harðsperrur í mag-
anum. Það er mjög áríðandi að fá sér
eitthvað að borða fyrir æfingu því
annars getur maður lent í því að
verða flökurt.“
Eyrún hefur einu sinni farið á
laugardagsæfingu sem er ennþá
meira púl og stendur yfir í tvo tíma.
„En ég kláraði mig gjörsamlega og
held ég sleppi því framvegis og láti
þrjá daga í viku duga. En box er lík-
amsrækt að mínu skapi. Ég æfði
dans en mér fannst ég ekki svitna
nóg í þeim tímum og sama er að
segja um kvennaleikfimi sem ég
prófaði, hún átti ekki við mig.“
Eyrún tekur fram að box sé fyrir
alla aldurshópa og hóparnir séu mis-
jafnir, eftir því hvort um er að ræða
byrjendur eða lengra komna. „Ég
hvet fólk til að skella sér í prufutíma,
þetta er rosalega gaman og það eru
líka tímar á kvöldin.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tekið áðí Eyrún gefur ekkert eftir þegar hún lemur púðann sundur og saman með vel bólstruðum boxhönskunum.
Brjáluð útrás
í boxinu
Hún telur það ekki eftir sér að vakna klukkan fimm á
morgnana þrjá daga í viku til að boxa undir harðri
stjórn Kúbumeistara í barningnum. Kristín Heiða
Kristinsdóttir hitti nautsterka hamhleypu.
www.hfhboxing.com
khk@mbl.is