Morgunblaðið - 22.09.2007, Page 6

Morgunblaðið - 22.09.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞAÐ var mjög vel mætt og vel tek- ið í þetta. Það er augljós áhugi í há- skólasamfélaginu á félagi sem þessu,“ segir Lovísa Arnardóttir, ein fimm háskólastúdína sem stofn- uðu í gær Femínistafélag Háskóla Íslands. 70-80 manns mættu á stofn- fundinn sem fram fór í Odda. Þegar að fundi loknum höfðu yfir sextíu stúdentar og kennarar skráð sig í félagið. „Þessi mikli áhugi er auð- vitað mjög ánægjulegur,“ segir Lovísa og segist eiga erfitt með að lýsa viðbrögðum sínum eftir fund- inn. „Við erum bara alveg í skýj- unum!“ segir hún loks hlæjandi. Á fundinum komu jafnt stúd- entar sem kennarar í pontu og lýstu ánægju sinni með stofnun félagsins. Taka þátt í jafnréttisviku Stúdínurnar fimm eru nú í bráða- birgðastjórn félagsins en ný stjórn verður kosin á aðalfundi í byrjun október, að aflokinni jafnréttisviku HÍ sem er dagana 2.-5. október. „Við ætlum að kynna félagið ræki- lega á jafnréttisvikunni og vonumst svo eftir framboðum í stjórn fyrir aðalfund félagsins strax í kjölfar- ið,“ segir Lovísa. Tilgangur félagsins er að upp- lýsa stúdenta og samfélagið um femínisma með því að fjalla um hann á fræðilegum grundvelli. Fé- lagið mun sjá um að halda fyr- irlestra og námskeið um jafnrétti kynjanna, og sjá til þess að Háskóli Íslands taki sig á og verði leiðandi afl í jafnréttisbaráttu íslensks sam- félags. En hvað skýrir mikinn áhuga á félagi sem þessu að mati Lovísu? „Líklega skýringin sú að fólk er orðið þreytt á neikvæðri umræðu og fáfræði í samfélaginu um fem- ínisma,“ svarar hún. Þreytt á stöðnun Á vefsíðu félagsins, femstud- ent.blogspot.com, segir m.a. um viðhorf stofnenda: „Við erum orðin þreytt á því að jafnréttisbarátta kynjanna standi í stað. Við erum orðin þreytt á því að mismunun á grundvelli kyns sé svona áberandi og látin viðgangast. Við erum orðin þreytt á því hvernig samfélagið stýrir þessari þróun, og við erum orðin þreytt á orðræðunni og hvað umræðan um femínisma er víða mikill útúrsnúningur sem oftast er byggður á fáfræði eða misskiln- ingi.“ Lovísa segir að félagið hafi m.a. þann tilgang að gera fólki grein fyrir að femínismi er fræði „og að það sé alls ekkert neikvætt við fem- ínisma“. Hún bendir á að til þess að ná ein- hverjum árangri í jafnréttisbarátt- unni verði allir að taka sig á. Allir verði að breyta hugsunarhætti sín- um, átta sig á vandanum og reyna að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er norm, og því ekki endi- lega rétt. „Við viljum að til sé félag við Há- skóla Íslands sem sér um það að upplýsa fólk. Hvað er það að vera femínisti? Hvers vegna viljum við að jafnrétti kynjanna séð náð? Hverju viljum við breyta og hvern- ig getum við breytt einhverju?“ spyrja stofnendur félagsins m.a. á heimasíðunni. Segir Lovísa m.a. standa til að koma upp lista á heimasíðunni yfir fræðibækur svo áhugasamir geti lesið sér til um femínisma og kynjafræði. Fimm stúdínur stofna Femínistafélag Háskóla Íslands og sextíu manns hafa gengið í félagið „Augljós áhugi í háskólanum“ Ljósmynd/Eva Áhugi Kennarar og stúdentar fjölmenntu á stofnfund Femínistafélags Háskóla Íslands í gær. Ljósmynd/Eva Stofnendur Lovísa Arnardóttir, Alma Joensen, Finnborg Steinþórsdóttir og Anna Dröfn Ágústsdóttir. Á myndina vantar Maren Sæmundsdóttur. BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur sam- þykkt aðgerðaáætlun til að bæta leikskóla bæjarins. Fulltrúar leik- skólanefndar bæjarins kynntu áætlunina í gær og segir formaður hennar að þótt ekki sé um neina töfralausn að ræða þá muni áætl- unin bæta starfsumhverfi starfs- manna leikskólanna. Samúel Örn Erlingsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í leik- skólanefnd Kópavogsbæjar og jafnframt formaður nefndarinnar, segir aðgerðaáætlunina hafa tvenns konar tilgang. „Í fyrsta lagi þá verðum við að laða starfsfólk að leikskólunum en við höfum ekki farið varhluta af því að sam- keppnin um starfsfólk er mikil um þessar mundir. Í öðru lagi þá er markmiðið ekki síður að gera leik- skólana að enn betri vinnustöðum og hlúa að því fólki sem þar er fyr- ir og hefur tekið þennan slag með okkur.“ Um 30 starfsmenn vantar á þá 16 leikskóla sem Kópavogsbær rekur en þar starfa um 340 starfs- menn. Í áætluninni felast kjarabæt- ur eins og auknar greiðslur vegna kostnaðar í starfi og jafnframt námsstyrkir til leikskólakennara. Einnig á að auka tækifæri starfs- manna til náms í leikskólafræðum og gera stjórnendum kleift að sækja stjórnunarnám sem hentar þeirra þörfum. Erlendum starfs- mönnum verður einnig boðið ís- lenskunámskeið á vegum bæjarins. Samúel Örn segir Kópavogsbæ ætíð hafa lagt áherslu á að leik- skólar bæjarins séu góðir vinnu- staðir. Bætt vinnuaðstaða sé þess vegna mikilvægt markmið í áætl- uninni enda sé ljóst að mikið álag hafi verið á starfsmönnum leik- skólanna síðastliðin ár. Einn liður í áætluninni er m.a. að bjóða upp á námskeið til að draga úr streitu. „Eins og þú sérð þá eru þetta ekki neinar töfralausnir. En við lít- um á þetta sem verkefni og þetta er verkefni sem við hér í Kópa- vogsbæ höfum verið að vinna að í mjög langan tíma.“ Vísar Samúel þar til þess að bærinn hafi vaxið afar hratt síðastliðin ár eða um 1.200 íbúa á ári að meðaltali og nú séu um 1.800 börn í leikskólum hans. Þau voru um 600 fyrir rúm- um 15 árum. Á sama tíma hafi þjónusta stóraukist. „Við höfum allan þennan tíma verið að ráða fleira fólk og það auðveldar okkur að líta á þetta sem verkefni en ekki vandamál.“ Hann segir erfitt að meta hversu mikið áætlunin kosti bæjarsjóð þar sem á sama tíma og reynt sé að bæta þá þjónustu sem fyrir er þá eigi sér stað mikil uppbygging á leikskólum. Bendir Samúel á að nú á næstunni verði nýr leikskóli opn- aður fyrir um 120 börn. Nú þegar hefur ýmsum liðum áætlunarinnar verið komið í fram- kvæmd. Í maí á þessu ári var gerð- ur samningur við leikskólakennara um svokölluð tímabundin viðbót- arlaun en þeim er ætlað að vega upp á móti tímabundnu álagi sem oft kemur upp á leikskólunum. Voru framlög til leikskóla þá jafn- framt aukin. Morgunblaðið/Eggert Vilja auka fagþekkingu Sesselja Hauksdóttir, Samúel Örn Erlingsson, Lovísa Ólafsdóttir, Unnur Arna Jónsdóttir og Árni Þór Hilmarsson kynntu aðgerðaáætlun leikskólanefndar Kópavogsbæjar á blaðamannafundi í gær Efla leikskóla bæjarins Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MJÖG erfitt er að manna vaktir lög- reglumanna víða um land, sérstak- lega um helgar. Þrír menn eru hættir eða eru að hætta í Vestmannaeyjum og tvo menn vantar á Sauðárkróki og a.m.k. einn annar er nálægt því að hætta. Ástandið er erfitt víða um land, en alls vantar 60-80 lögreglu- menn til starfa að sögn Björns Mika- elssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðár- króki. Á Sauðárkróki er einn lögreglu- maður hættur, og annar er frá í 6-8 mánuði vegna veikinda. Sá þriðji hef- ur sett húsið sitt á sölu og á kost á starfi á höfuðborgarsvæðinu og fjórði maðurinn hefur einnig haft orð á að hætta. Björn segist vera búinn að reyna mikið að fá menn til starfa en án árangurs. Björn segir að launakjör lögreglu- manna eigi stóran þátt í því hversu erfiðlega gengur að fá menn til starfa. Grunnlaun sumarmanna séu um 135 þúsund á mánuði og þó að menn komist upp í 270 þúsund með vaktavinnu á kvöldin og um helgar séu þetta of lág laun til að freista manna sem eiga kost á betur launaðri vinnu annars staðar. Hann segir að grunnlaun fangavarða og tollvarða séu t.d. hærri en grunnlaun lögreglu- manna. Björn segir að til viðbótar óánægju með laun sé fyrir hendi á Sauðár- króki óánægja meðal lögreglumanna með yfirstjórn lögreglumála á staðn- um. Það bæti ekki stöðuna. Björn segir að þegar hann sé að reyna að manna vaktir um helgar leiti hann til lögreglunnar á Blöndu- ósi og Akureyri. Á báðum þessum stöðum vanti lögreglumenn til starfa. Staðan sé betri á Siglufirði og Ólafs- firði, en menn eigi hins vegar rétt á fríum og það sé ekki hægt að treysta á hjálp þaðan. Dýrt fyrir ríkið að missa menn úr stéttinni Í Vestmannaeyjum vantar einn lögreglumann til starfa. Annar hætt- ir störfum í október og sá þriðji hætt- ir í nóvember. Jóhannes Ólafsson, yf- irlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að tilraunir til að fá menn til starfa hafi engu skilað enn sem komið er. „Við leysum þetta með auknu álagi á þá sem eru fyrir og með því að hafa færri á vakt. Maður veit ekki hvað menn endast lengi í því. Það er ekki skemmtilegt fyrir menn að eiga aldr- ei frí um helgar,“ segir Jóhannes. Hann telur launakjör lögreglu- manna stærstu ástæðuna fyrir því að illa gengur að manna lögregluliðið. Þetta birtist m.a. í því að ekki hafi tekist að fá nægilega marga menn í lögregluskólann í haust. Jafnframt fari margir menntaðir lögreglumenn úr löggæslustörfum og í önnur störf. Hann bendir á að þetta sé dýrt fyrir ríkið því það verji umtalsverðum fjár- munum í að mennta lögreglumenn sem fari síðan í önnur störf. Það eru ekki bara lögregluum- dæmi á landsbyggðinni sem eru að auglýsa eftir mönnum til starfa. Sama á við um lögregluna á höfuð- borgarsvæðinu. Erfitt að manna vaktir um helgar Um 60-80 lögreglumenn vantar til starfa og víða er mjög erfitt ástand

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.