Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 8
Í HNOTSKURN
»Barónsreitur afmarkast afLaugavegi, Vitastíg,
Skúlagötu og Barónsstíg.
»Fasteignafélagið SamsonProperties kynnti sl. mið-
vikudag hugmyndir sínar um
uppbyggingu nýs miðborg-
arkjarna og íbúðarhúsa á Bar-
ónsreitnum.
»Samkvæmt hugmyndumfyrirtækisins er ráðgert að
gera húsin við Vitastíg upp
með það að markmiði að götu-
myndin fái að halda sér.
»Stefnt er að því að nýrmiðborgarkjarni á Bar-
ónsreit verði tilbúinn undir
lok árs 2010.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
EIGI hugmyndir fasteignafélagsins
Samson Properties um uppbygg-
ingu miðborgarkjarna og íbúðahúsa
á Barónsreitnum að ganga eftir er
ljóst að a.m.k. sextán hús á reitnum
þurfa að víkja, þ.e. annaðhvort þarf
að rífa þau eða færa þau annað. Þar
er um að ræða húsin við Skúlagötu
26 (þar sem Kassagerðin var til
húsa), 28 (sem hýsir kexverksmiðju
Fróns), 30, 32 og 34, Vitastíg 3
(fyrrum lakkrísverksmiðja), Lauga-
veg 67, 67A og 69 og Hverfisgötu
88A, 88B, 90, 92, 92A, 92B og 92C. Í
deiliskipulagi fyrir svæðið er gert
ráð fyrir að öll fyrrnefnd hús við
Hverfisgötuna víki, auk þess sem
ráðgert er að húsið á Hverfisgötu
88C verði fjarlægt og lóðin sam-
einuð Laugavegi 69.
Óljóst hvort húsin
við Skúlagötu 32-34 víki
Samkvæmt upplýsingum frá
Samson Properties á félagið nú
þegar öll húsin við Vitastíg milli
Laugavegar og Hverfisgötu, þ.e.
Hverfisgötu 84, Vitastíg 7, 9 og 9A
og Laugaveg 65 (P. Eyfeld-hlutann)
og Laugaveg 67A. Félagið hyggst
gera fimm fyrstnefndu húsin upp
eftir þörfum þannig að götumynd
Vitastígs fái að halda sér. Hins veg-
ar er ráðgert að húsið við Laugaveg
67A víki og ráðgert er að húsið á
Vitastíg 3, sem félagið á einnig, en
um er að ræða gamalt iðnaðarhús-
næði sem breytt hefur verið í íbúð-
ir, verði rifið. Félagið á auk þess
húsin við Hverfisgötu 88A, 88B, 90,
92, 92A, 92B og 92C sem og húsið
við Laugaveg 69. Húsin við Skúla-
götu 32-34 eru hins vegar í eigu ein-
staklinga og fyrirtækja og því er
það, samkvæmt upplýsingum frá
Samson Properties, háð því að sam-
komulag náist við íbúa í húsunum
hvort þau víki fyrir nýju íbúðar-
húsnæði í samræmi við hugmyndir
fyrirtækisins.
Skipulagssjóður vill stuðla að
heildstæðri uppbyggingu
Hjá Kristínu Einarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Skipulagssjóðs
Reykjavíkurborgar, á Skipulags-
sjóður húsin við Skúlagötu 26, 28 og
30, auða lóð að Vitastíg 5, en húsið á
lóðinni var rifið í fyrra, allar auðar
lóðir milli Barónsfjóssins og
Bjarnaborgar sem og baklóðirnar
milli Hverfisgötu og Skúlagötu.
Skipulagssjóður á einnig húsið á
Hverfisgötu 88C og meirihlutann í
húsinu við Laugaveg 67, en sjóð-
urinn á 237 fermetra í því húsi og
87,5 fermetrar eru í eigu ein-
staklings.
Segir Kristín ár síðan samþykkt
var að Skipulagssjóður færi í við-
ræður við Samson Properties um
kaup fyrirtækisins á þeim lóðum og
húsum á reitnum sem nú eru í eigu
sjóðsins. Aðspurð segir Kristín
sjóðinn afar opinn fyrir því að selja
Samson Properties eignir sínar á
reitnum megi það verða til þess að
stuðla að heildstæðri uppbyggingu
á Barónsreitnum, enda tilgangurinn
með Skipulagssjóði að stuðla að
framgangi skipulags í borginni.
Samkvæmt upplýsingum frá Guð-
nýju Gerði Gunnarsdóttur borg-
arminjaverði, eru aðeins þrjú hús á
Barónsreitnum öllum friðuð. Það
eru húsin á Hverfisgötu 86, Bjarna-
borg á Hverfisgötu 83 og Bar-
ónsfjós á Barónsstíg 4. Samkvæmt
tillögu Samson Properties fer mið-
borgarkjarninn yfir húsið við
Hverfisgötu 86. Eftir því sem blaða-
maður kemst næst er verið að
skoða hvort hægt sé að flytja húsið
innan reitsins, en húsið hefur einu
sinni verið flutt til eftir að það var
friðað þannig að fordæmi er komið
fyrir því að það hús verði flutt.
Eins og kunnugt er þarf leyfi
bygginganefndar, eigi að rífa eða
færa hús sem byggt er fyrir 1918,
en nefndin kallar eftir umsögn frá
Húsafriðunarnefnd og Árbæj-
arsafni. Eftir því sem blaðamaður
kemst næst er húsið á Hverfisgötu
90 byggt á árunum 1902-1912 og
húsið á Hverfisgötu 92 byggt 1904.
Hin húsin við Hverfisgötu sem ráð-
gert er að víki eru byggð á ára-
bilinu 1919-1927.
Miklar
breytingar
framundan
!
"#
A.m.k. 16 hús þurfa að víkja fyrir nýj-
um miðborgarkjarna og íbúðarhúsum
8 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„SEM frum-
hugmynd lofar
hún góðu en það
á náttúrlega eftir
að vinna úr
henni. Þetta er
aðeins hugmynd
um staðsetningu,
byggingarmagn,
eðli bygginga og
hvernig þær
tengjast um-
hverfinu, en byggingin sem slík er
ekki farin að taka á sig mynd
ennþá. Forsvarsmenn fyrirtækisins
hafa lýst því yfir að þeir vilji gjarn-
an hafa gott samráð við íbúa og
húsverndarfólk og það vekur með
mér bjartsýni á að þetta geti tekist
vel,“ segir Pétur H. Ármannsson
arkitekt, varaformaður húsafrið-
unarnefndar og stjórnarmaður í
Torfusamtökunum, um nýkynntan
miðborgarkjarna á Barónsreit.
Að mati Péturs er mjög virðing-
arvert af Samson Properties að
leggja hugmyndir sína um upp-
byggingu svona snemma fram. „Oft
er hugmyndum haldið leyndum þar
til orðið er of seint að setja fram
neinar skoðanir um þær. Þarna
hafa þeir valið að kynna hugmynd-
ina á þessu frumstigi og fá fram
umræður og skoðanaskipti og þá er
svigrúm til að bregðast við því við
hönnun tillögunnar, sem hefði ekki
verið ef búið væri að teikna þetta
allt í smáatriðum,“ segir Pétur.
Tekur hann fram að sér finnist virð-
ingarverð sú viðleitni Samson Pro-
perties að virða þær sögulegu
byggingar sem fyrir eru á reitnum
sem og núverandi götumynd Vita-
stígs.
Að sögn Péturs er afar mikilvægt
hvernig miðborgarkjarninn nýi
muni líta út frá sjónarhorni hins
gangandi vegfaranda. „Við fyrstu
sýn virðast þessar byggingar vera
mjög mikið bákn en það eru ýmsar
leiðir til að draga úr áhrifum slíkra
bygginga. Það hefur verið gert með
góðum árangri víða erlendis,“ segir
Pétur og bendir á að stórar bygg-
ingar hafi þá verið faldar bak við
eldri hús. „Það er leið sem er alveg
fær og hefur verið gert með góðum
árangri. En auðvitað kallar það á
vandaða hönnun og góða úr-
vinnslu,“ segir Pétur og tekur fram
að það verði væntanlega líka vanda-
verk að hanna brúarhugmyndina
yfir Hverfisgötuna svo vel takist til.
Hugmyndin
lofar góðu
Pétur H.
Ármannsson