Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 12
12 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AÐALSTJÓRN ÖBÍ mótmælir
harðlega fyrirætlunum 9 lífeyris-
sjóða um skerðingu eða niðurfellingu
örorkulífeyris á annað þúsund ör-
yrkja. Í ljós hefur komið að margir í
umræddum hópi voru með heildar-
tekjur á bilinu 1.500.000 til 1.700.000
krónur á síðasta ári sem frá og með
nóvember nk. eiga að skerðast um
allt að fjörutíu þúsund krónur á mán-
uði, segir í ályktun frá Öryrkja-
bandalaginu.
Ákvarðanir lífeyrissjóðanna munu
hafa í för með sér kerfisbundna
kjaraskerðingu fyrir tekjulægstu
hópa samfélagsins. ÖBÍ telur aðför
lífeyrissjóðanna að lífsafkomu ör-
yrkja siðlausa og að hún fái ekki
staðist lög og hefur því falið lög-
manni að undirbúa málaferli á hend-
ur þeim. Aðalstjórn ÖBÍ kallar ASÍ
og Samtök atvinnulífsins til fullrar
ábyrgðar á málinu enda stýri for-
svarsmenn og fulltrúar þeirra sam-
taka jafnframt viðkomandi lífeyris-
sjóðum í sameiningu, segir í
ályktuninni.
Öryrkjar mótmæla harðlega
fyrirætlunum 9 lífeyrissjóða
Morgunblaðið/Þorkell
Mótmæli Öryrkjar árið 2001
ÓLAFUR Eysteinn Sigurjónsson, forstöðumaður
stofnfrumudeildar Blóðbankans, hlaut nýlega
gullorðu Haralds V. Noregskonungs fyrir dokt-
orsritgerð sína, The differentiation potential of
human somatic stem cells. Ólafur varði dokt-
orsritgerð sína við læknadeild Háskólans í Ósló í
febrúar 2006. Ólafur tók við orðunni úr hendi
konungs við athöfn í hátíðarsal Háskólans í Ósló.
Ritgerðin fjallar um hæfileika fullorðinsstofn-
frumna til að sérhæfast. Ólafur hóf rannsókn-
arstörf sín sem líffræðinemi árið 1998. Að loknu
háskólanámi hóf Ólafur mastersnám í Blóðbank-
anum sem fjallaði um þroskunarferil blóðmynd-
andi stofnfrumna yfir í forstig blóðflagna og lauk
því verkefni árið 2001, segir í tilkynningu. Ólafur
hóf aftur störf í Blóðbankanum árið 2006 að loknu
doktorsnáminu í Ósló, og er í dag ábyrgur fyrir
þjónustu Blóðbankans við vinnslu stofnfrumna
fyrir „eigin stofnfrumuígræðslur“ sem hófst árið 2003. Ólafur stýrir enn-
fremur rannsóknarhópi innan Blóðbankans sem vinnur að rannsóknum á
stofnfrumum, í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn.
Gullorða Noregskonungs fyrir
rannsóknir á stofnfrumum
Ólafur Eysteinn
Sigurjónsson
HEILDARFJÖLDI umferðarslysa
og -óhappa í slysaskrá Umferðar-
stofu frá áramótum er minni en
meðaltal undanfarinna fimm ára.
Þetta kemur fram í nýjum tölum úr
slysaskráningu Umferðarstofu um
umferðarslys fyrstu 7 mánuði þessa
árs. Þar kemur fram að fjöldi alvar-
legra og minniháttar slysa hefur
aukist töluvert.
Árið 2006 var fjöldi umferðar-
slysa og umferðaróhappa 4.750
fyrstu sjö mánuði ársins en eru nú
4.375 en það er 7,89% fækkun.
Banaslysum fækkar einnig en á
fyrstu sjö mánuðum ársins 2006
voru þau 11 en voru 5 fyrstu sjö
mánuði þessa árs. Á fyrstu 7 mán-
uðum ársins 2006 voru alvarleg slys
69 en fyrstu sjö mánuði þessa árs
voru þau 95 en það er aukning um
37,68%.
Færri slys en
alvarlegri
NORÐURLÖND ættu að banna sal-
ernislosun í Eystrasalt. Setja ætti
sameiginlegar reglur og leiðbein-
ingar um skipaumferð um Eystra-
salt til að koma í veg fyrir umhverf-
ismengun. Þetta kemur fram í
yfirlýsingu frá norrænu samstarfs-
ráðherrunum.
Óhreinsað skolp er aukanæring
fyrir þörungablómann, segja sam-
starfsráðherrarnir einnig. Ráð-
herrarnir, sem funduðu á dögunum
á Álandseyjum, telja þær reglur og
aðgerðir sem nú eru við lýði ekki
ganga nægilega langt. Salernis-
úrgangur er meðhöndlaður sam-
kvæmt alþjóðlegum samningum,
ESB-tilskipunum og reglum í
heimalöndum. Sum lönd hafa sett
sértækar reglur sem miða að því að
draga úr losun. Auk þess hafa
skipafélögin sjálf sett sér reglur um
minni losun.
Banni salernislos-
un í Eystrasalt
VIKA símenntunar er haldin 24.-30. september.
Markmið viku símenntunar er að hvetja fólk til að
leita sér þekkingar og minna á að öll fræðsla nýtist
til góðs í lífi og starfi. Í ár verður lögð sérstök
áhersla á að ná til fólks sem hefur litla formlega
menntun og sérstaklega verður hugað að læsi og
lestrarörðugleikum á vinnustað með kynningu og
málþingi sem haldið verður í tengslum við vikuna.
Árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum er mið-
vikudagurinn 26. september. Fyrirtæki eru hvött
til að tileinka þann dag fræðslumálum starfsmanna,
t.d. með því að kynna fræðslustefnu sína eða halda
námskeið. Mörg fyrirtæki fá fræðsluaðila í heim-
sókn með kynningar eða örnámskeið. Vikan býður
líka upp á tækifæri til að fá fulltrúa stéttarfélaga
eða fræðslusjóða í heimsókn til að kynna fyrir
starfsmönnum með hvaða hætti þau styðja við og stuðla að símenntun fé-
lagsmanna sinna. Lögð er áhersla á að fræðsluaðilar og fyrirtæki noti tæki-
færið og kynni námsframboð og fræðslumál almennt í Viku símenntunar.
Í tengslum við viku símenntunar munu símenntunarstöðvarnar níu um
landið, og Mímir símenntun á höfuðborgarsvæðinu, bjóða upp á ókeypis nám-
skeið og ráðgjöf á vinnustöðum. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að
kynna sér möguleika til fræðslu og aðstoða einstaklinga við að taka fyrsta
skrefið að aukinni fræðslu.
Menntamálaráðuneytið stendur fyrir viku símenntunar í samstarfi við sí-
menntunarmiðstöðvarnar níu um landið og Mími símenntun á höfuðborg-
arsvæðinu, auk þess sem Starfsmenntaráð styrkir átakið.
Vika símenntunar
NEMENDUR sem ljúka prófi í 10.
bekk grunnskóla hafa oft fremur lítið
vald á notkun orðasambanda í ensku
þótt þeir geti verið seigir að bjarga
sér í einföldu talmáli. Auður Torfa-
dóttir, dósent í ensku við Kennarahá-
skóla Íslands, segir í grein sem birt-
ist í sumar í Netlu, veftímariti
Rannsóknastofnunar skólans um
uppeldi og menntun, að orða-
sambönd séu mikilvægur hluti hvers
tungumáls og kappkosta þurfi að
nemendur nái sem bestum tökum á
þeim. Markviss þjálfun í að rita mál-
ið sé árangursrík leið til að læra er-
lent mál en sterk hefð sé fyrir því að
horfa á málfar texta út frá hefðbund-
inni málfræði.
Auður er spurð hvaða villur nem-
endur geri helst í sambandi við notk-
un orðasambanda.
„Við notum hugtakið orðastæða
yfir það þegar lýsingarorð og atviks-
orð eru sett saman, t.d. „it was ter-
ribly funny“ og þegar lýsingarorð og
nafnorð standa saman, við segjum „a
tall tree“ en ekki er hægt að segja „a
tall mountain“ þá verðum við að nota
lýsingarorðið „high“ með mountain,
ekki „tall“,“ segir hún. „Þetta er svo
algengt í tungumálum og lengi var
ekki mikið verið að fást við þetta í
kennslubókum en það er gert núna.
Athygli manna hefur beinst frá mál-
fræðinni og ein-
stökum orðum að
orðheildum og
orðasambönd-
um.“
Fram kemur í
rannsókn sem
gerð var árið 2000
á notkun á orða-
stæðum eins og
atviksorð-lýsing-
arorð að munur er á því hvernig ann-
ars vegar innfæddir Bretar nota þær
og hins vegar þýskir nemendur sem
voru að læra ensku, þeim síðar-
nefndu hætti við að ofnota slíkar
orðastæður. „Það virðist einnig til-
hneiging til ofnotkunar hjá íslensku
nemendunum,“ segir Auður. Hún
segir að íslensku nemendurnir noti í
prófúrlausnum sínum einnig orða-
sambönd eins og „very afraid“ sem
að vísu þekkist í talmáli en varla í rit-
máli. „Very“ virðist vera mikið notað,
að sögn Auðar.
„Það skín mikið í gegn hvað þau
nota mikið talmálið þegar þau rita
ensku,“ segir Auður. „Það vantar ög-
un í ritunina, þessar hefðir sem rituð
enska byggist á.“
– Hvaðan kemur enskukunnátta
nemenda hér ef við undanskiljum
skólann?
„Þetta kemur úr sjónvarpi, bíó-
myndum og tölvum. Það var kannað
hvað krakkarnir teldu sig læra mikið
í ensku í skólanum og utan hans og
það virtist skiptast jafnt hjá sumum,
þau læra jafn mikið utan skólans sem
innan. Við vitum að þau læra flest
heilan helling utan skólans. En svo
eru alltaf einhverjir sem með ein-
hverjum hætti komast hjá því að
læra utan skólans.“
Komið hefur í ljós að yngstu nem-
endurnir, þeir sem eru mörgum ár-
um yngri en nemendur sem hér ræð-
ir um, tala nú mun meiri ensku en
börn á þeirra aldri gerðu fyrir ára-
tug. Telur Auður að þetta muni hafa
áhrif á árangurinn þegar þau ljúka
grunnskólanámi?
„Það skyldi maður halda en þá
verður að prófa í því sem þau kunna!
Á samræmdu prófunum í ensku er
ekki prófað munnlega. Færni þess-
ara yngri krakka er aðallega á því
sviði, þau eru góð í að skilja það sem
þau heyra og tala. En prófin eru ekki
alveg í takt við tímann, að mínu mati.
Þau mæla ekki raunverulega kunn-
áttu nema að mjög takmörkuðu leyti.
Nemandi getur verið mjög góður í
að koma fyrir sig orði, hlusta og
skilja en slakur í hinum þáttunum og
þá kemur það náttúrlega niður á
heildareinkunninni sem hann fær í
ensku. En það segir í raun og veru
ekkert til um það hvað hann kann
vegna þess að hann getur ekki tjáð
kunnáttuna munnlega. Krakkar geta
verið með dyslexíu en annars ágætir
í tungumálum,“ segir Auður Torfa-
dóttir.
Hvers vegna má ekki
segja „a high tree“?
Orðasambönd vefjast oft fyrir enskunemendum
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Auður Torfadóttir
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra afhenti
í gær verðlaun fyrir áhugaverðasta listaverkið á sýningu
sem Veraldarvinir standa fyrir í Vetrargarði Smáralind-
ar.
Á sýningunni eru ljósmyndir úr starfi Veraldarvina
sumarið 2007 og listaverk sem grunnskólabörn hafa búið
til úr ýmiss konar fjörurusli. Samkvæmt upplýsingum frá
aðstandendum sýningarinnar í Smáralind hefur hún
gengið mjög vel og aðsókn verið með miklum ágætum.
Þeir sem skoðuðu sýninguna greiddu atkvæði um áhuga-
verðasta listaverkið. Tvö verk stóðu upp úr og hljóta því
bæði fyrstu verðlaun.
Annað listaverkið er unnið af nemendum í sjötta og
sjöunda bekk Víkurskóla og ber heitið „Miss World
2007“. Það verk er unnið úr drasli sem börnin fundu m.a.
í fjörunni og víðar.
Hitt verkið er unnið af nemendum í sjöunda til tíunda
bekk Suðurhlíðarskóla og heitir „Ísland“. Það verk er
unnið úr gleri sem fannst í fjörunni. Listamennirnir fá í
verðlaun ævintýraferð með Veraldarvinum sem inni-
heldur meðal annars hvalaskoðunarferð með Eldingu frá
Reykjavíkurhöfn. Rúmlega 300 erlendir sjálfboðaliðar
tóku þátt í fjöruhreinsun Veraldarvina nú í sumar auk
fjölmargra heimamanna um allt land. Ætlunin er að
hreinsa alla strandlengjuna fram til ársins 2011.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Ísland úr gleri Suðurhlíðarskóli hlaut verðlaun fyrir verk sitt, sem var Ísland púslað saman úr glerbrotum.
List úr rusli
Miss World 2007 Verðlaunaverk Víkurskóla.
Tvö listaverk verðlaunuð á sýningu Veraldarvina