Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BANDARÍSKA helfararsafnið fékk nýlega að gjöf myndaalbúm Karls Höckers, aðstoðarmanns æðsta stjórnanda Auschwitz-Birkenau út- rýmingarbúðanna. Mjög fáar myndir hafa varðveist úr búðunum á meðan þær voru starfandi og þykir því mikill fengur að þessum áður óþekktu myndum. Þær sýna SS-foringjana sem stjórnuðu búðunum við ýmiskonar skemmtanir og tómstundir. Meðal annars má sjá þá í fjöldasöng undir stjórn harmonikkuleikara, að njóta lífsins á verönd sumarbústaðar skammt frá Auschwitz og nokkrar sýna Höcker kveikja á kertum á jólunum 1944. „Myndirnar minna okkur á að gerendur helfararinnar voru mann- eskjur, karlar og konur sem áttu börn og gæludýr, héldu upp á há- tíðir og fóru í ferðalög,“ segir Re- becca Erbelding, skjalavörður á Bandaríska helfararsafninu. Karl Höcker fór huldu höfðu fram til ársins 1961, en var þá handtekinn og dreginn fyrir dóm. Hann sat í fangelsi til ársins 1970 og starfaði síðan í banka í heimabæ sínum í Þýskalandi til æviloka árið 2000. Ljósmyndirnar eru til sýnis á vefsíðu Bandaríska helfararsafns- ins, www.ushmm.org. Jólin í Auschwitz Áður óþekktar ljósmyndir finnast Jólatré Karl Höcker kveikir á kerti. FRANSKI píanómeistarinn Désiré N’Kaoua flytur píanó- verk Ravels í heild sinni á tvennum tónleikum í Salnum í Kópavogi í dag og á morgun. Tónleikarnir eru haldnir til þess að minnast þess að um þessar mundir eru 70 ár liðin frá dauða tónskáldsins. Báða dagana hefjast tónleikarnir klukkan 17. N’Kaoua er einn fárra sér- fræðinga í tónlist Ravels og stundaði nám hjá Marguerite Long, sem aftur var nemandi Ravels. N’Kaoua leikur nú á sínum öðrum tónleikum í Salnum, en árið 1999 flutti hann verk eftir Chopin. N’Kaoua kemur aftur til Íslands Ravel í heild sinni í Salnum um helgina Maurice Ravel TÓNLEIKARÖÐIN 15:15 hefur göngu sína á sunnudaginn í Norræna húsinu og stendur í allan vetur. Camerarctica hefur leikinn með klass- ískum norrænum kammerverkum eftir Franz Berwald, Bernhard Crusell og Carl Niel- sen og bera tónleikarnir yfirskriftina Norrænir hausttónar. Hópinn skipa þau Ármann Helgason, Rúnar Vilbergsson, Emil Friðfinnsson, Hildi- gunnur Halldórsdóttir, Jónína Auður Hilmars- dóttir, Sigurgeir Agnarsson og Hávarður Tryggvason. Tónleikaröðin 15:15 að hefjast Hausttónar í Norræna húsinu Camerarctica HIÐ nýstofnaða Listafélag Langholtskirkju kynnir menn- ingarstarfið í kirkjunni á morgun. Dagskráin hefst með fjölskyldumessu klukkan 11, en síðan verður tónlistin í aðal- hlutverki til klukkan 14. Hryggjarstykkið í starfsemi félagsins er kórastarfið en virkir þátttakendur í því eru um 300 talsins. Það sem ber hæst á dagskrá vetrarins er flutn- ingur Kórs Langholtskirkju á Magnificat eftir Bach hinn 18. nóvember. Meðal nýjunga er tón- leikaröðin Kirkjujazz þar sem þekktir tónlistar- menn leika djass fyrir kirkjugesti. Fjölbreytt tónlistarlíf í vetur Menningarárið í Langholtskirkju Langholtskirkja Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is NÝTT barnaleikrit, Gott kvöld, eftir barnabókahöfundinn Áslaugu Jóns- dóttur, verður frumsýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu á morgun. Áslaug byggir leikritið á sam- nefndri bók sinni sem kom út fyrir tveimur árum, en hún hefur unnið verkið að nýju fyrir leikhús og meðal annars samið nýja söngtexta fyrir sýninguna. „Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri sýningarinnar, leitaði til mín síðast- liðið haust og spurði hvort ég sæi ekki möguleika á því að gera barna- leikrit upp úr einhverjum af bókum mínum og Gott kvöld varð fyrir val- inu,“ segir Áslaug spurð hvers vegna hún hafi litið upp úr bókunum og inn í leikhúsið. „Fyrir mér hefur þetta verið spennandi og skemmtilegt verkefni enda dálítið ólíkt að raða persónum inn á leiksvið eða inn í myndabók. Ég sá ekki fyrir mér þegar ég skrifaði bókina að hún gæti orðið að leiksýningu. Þegar ég skrifa sé ég stundum fyrir mér lifandi senur en það var mjög gott að fá pressuna frá Þórhalli til að láta verða af því að prófa leikhúsformið. Það er síðan annarra að dæma hvort þetta geng- ur upp hjá mér. Uppfærslan er auð- vitað eitt stórt hópvinnuverkefni og þar á ég aðeins hlut að máli.“ Einn í myrkrinu Í Góðu kvöldi segir frá litlum strák sem þarf að vera einn heima í smástund þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu. „Við vitum auðvitað að það reynir á kjark og þor að vera aleinn heima en stráksi hefur náttúrlega bangsa sér til halds og trausts. En það er hægara sagt en gert að hughreysta bangsa sem óttast óboðna gesti eins og Hrekkjusvínið, Hræðslupúkann, Tímaþjófinn, Frekjuhundinn og ótal fleiri furðuskepnur. Það kemur í hlut stráksins að sjá um að taka á móti þessum skrýtnu verum sem birtast í hugarheimi þeirra tveggja, bangsa og stráksins, og hann býður þeim inn í stofu. Verkið fjallar um óttann og það sem kemur upp þegar maður er aleinn og það er myrkur úti. Þetta er heimur sem öll börn þekkja, ég hef ekki enn hitt þá mannveru sem hef- ur verið fullkomlega óhrædd í lífinu og ekki velt fyrir sér sem börn hvað sé undir rúminu,“ segir Áslaug og tekur fram að verkið sé ekki alveg fyrir yngstu börnin því þau sem eru ekki alveg örugg geti orðið smá- skelkuð. „Þetta er samt mjög fjörug sýn- ing, það er mikið sungið og dansað og gengur á ýmsu svo engum ætti að leiðast. Foreldrar hafa vonandi gam- an af henni líka, um leið og þeir rifja upp þá tíma þegar ímyndunaraflið var ómengað.“ Allir í leikhús Þrír leikarar koma fram í sýning- unni, Vignir Rafn Valþórsson fer með hlutverk stráksins, Þórunn Erna Clausen leikur bangsann og mömmuna og Baldur Trausti Hreinsson fer í hin ýmsu gervi auk þess að leika pabbann. Helga Arn- alds gerir brúður af ýmsu tagi fyrir sýninguna. Söngtextar eru eftir Ás- laugu og Sigurður Bjóla samdi nýja tónlist við þá. „Sigurður Bjóla var snillingur að semja lögin við vís- urnar og gera þær áheyrilegar. Við vonum að tónlistin í verkinu komi út á geisladisk en núna má heyra tvö lög á netinu á síðunni leikhús- id.blog.is,“ segir Áslaug sem vonast til að allir foreldrar fari með börnin sín í leikhús enda leikhúsheimurinn upplifun fyrir börnin sem þau muna eftir alla tíð. Kúlan í Þjóðleikhúsinu er til- einkuð barnaleiksýningum og er Gott kvöld fyrsta sýningin sem er frumsýnd þar í haust. Hvað er undir rúminu?  Barnaleikritið Gott kvöld verður frumsýnt í Kúlunni á morgun  Leikritið byggir á samnefndri bók Áslaugar Jónsdóttur Gott kvöld Í leikritinu koma fram margir óboðnir og furðulegir gestir sem strákurinn og bangsinn þurfa að taka á móti. www.leikhusid.blog.is ÞJÓÐMINJASAFNIÐ blæs til mál- stofu um aðgang að menningararf- inum klukkan 15 á morgun í Bogasal safnsins. Þátttakendur verða Ágústa Kristófersdóttir, Lilja Árnadóttir, Ólafur Engilbertsson, Viðar Hreins- son og Þórarinn Eldjárn. Málstofan er skipulögð í framhaldi af sýningunni Leiðin á milli sem þrjár myndlistarkonur, þær Guð- björg Lind, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir, settu upp í samvinnu við safnið. Þær taka einnig þátt í málstofunni á morgun. Engar hefðbundnar framsögur verða, heldur ætla þátttakendur að ræða frjálslega saman um spurn- ingar sem vöknuðu við gerð sýning- arinnar og hvetja alla áhugasama til að koma og taka þátt. Rætt verður um hvernig aðgangur að menningar- arfinum og varðveisla hans geta ver- ið andstæð sjónarmið. Heimspekingurinn Oddný Eir Ævarsdóttir stýrir umræðum. Hún segir að við undirbúning sýning- arinnar hefðu listakonurnar fengið að skoða ýmsa gripi safnsins sem eru ekki aðgengilegir almenningi. Mál- stofan verður nokkurs konar uppgjör við þá vinnu. „Þetta gæti jafnvel orð- ið hálfsársaukafullt,“ segir Oddný. Leiðin á milli safns- ins og almennings Morgunblaðið/RAX Bollastell Sýningin Leiðin á milli var unnin í samvinnu Þjóðminjasafns og þriggja listakvenna. Gripir safnsins spila stóra rullu í listaverkunum. Höfundur: Áslaug Jónsdóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs- son. Leikmynd, búningar og brúðugerð: Helga Arnalds. Tónlist: Sigurður Bjóla. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Vignir Rafn Val- þórsson og Þórunn Erna Clau- sen. Gott kvöld ÞAÐ er ekki bara á Íslandi sem aðdáendur bók- anna um Harry Potter eru of óþreyjufullir eftir sögulokum til þess að bíða eftir þýðingu síðustu bókarinnar. Börn víða um lönd stauta sig fram úr fyrstu setningunum á ensku útgáf- unni og eru undir lok bókarinnar bú- in að bæta lesskilning sinn á ensku talsvert. Orðaforði bókanna er um margt sérstakur, en orð á borð við „muggle“ og „quidditch“ eru nú hluti af enskukunnáttu barna til dæmis í Kína og Þýskalandi þar sem bókin hefur selst með eindæmum vel. Bókaútgáfan Bloomsbury upp- lýsti það í vikunni að jafnmörg ein- tök hefðu selst af bresku útgáfunni af Harry Potter and the Deathly Hallows fyrir utan landsteinana og innan þeirra. Útgáfan vonast til að halda áfram að græða á ritröðinni um galdrastrákinn um ókomin ár. Nigel Newton hjá Bloomsbury bendir á að sögurnar af Bangsímon og Narníu-bækurnar seljist enn vel þó langt sé um liðið frá því þær komu út. „Allur heimurinn elskar klassískar, breskar barnabók- menntir og þær endast áratugum saman.“ Læra ensku af Harry Potter ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.