Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 20
20 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Rangárþing ytra | Flugbjörgunar-
sveitin á Hellu opnar á sunnudag,
klukkan 12, nýja motocrossbraut
á svæði sínu við Hellu. Athöfnin
fer fram í tengslum við árlega
torfærukeppni sveitarinnar.
Nýja motocrossbrautin er lið-
lega kílómetri að lengd, með tíu
misstórum stökkpöllum og mörg-
um hallandi beygjum sem og flöt-
um. Ætti brautin því að henta
flestum sem stunda þessa íþrótt,
að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Flugbjörgunar-
sveitinni. Brautin er lögð með það
í huga að hægt verði að stækka
hana um helming til vesturs ef að-
sókn og viðtökur gefa tilefni til.
Efninu í brautina er ýtt upp
með jarðýtu. Meginhluti hennar
er úr sandi, meðal annars flestir
pallarnir. Í brautinni er 250
metra langur moldarkafli með
stökkpöllum og þvottabrettis-
kafla.
Jafnframt hefur verið gerð lítil
byrjendabraut. Einnig lítil spor-
öskjulaga braut sem eingöngu er
ætluð til kennslu og æfinga og
þar er hægt að taka hringinn í
báðar áttir.
Brautarmiðar verða seldir á
stöð Olís á Hellu.
Flugbjörgunarsveitin leggur
áherslu á að allur akstur utan
brauta og vegslóða á svæðinu er
bannaður og þeir sem staðnir eru
að slíku verða beðnir um að yfir-
gefa svæðið.
Nýlögð moto-
crossbraut opnuð
við Hellu
LANDIÐ
Eftir Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður | Það eru allir sam-
mála um að gott er að hafa heilsu-
gæslu og lækni til staðar þegar
sjúkdóma ber að höndum. Í starfi
Heilsugæslutöðvarinnar í Grund-
arfirði er í vaxandi mæli farið að
huga að forvarnarstarfi, reyna að
koma í veg fyrir sjúkdóma.
Heilsugæslan fékk á dögunum
sérstakan styrk frá heilbrigðis-
ráðuneytinu til að sinna forvarn-
arstörfum. Á þriðjudaginn var af-
henti Hildur Sæmundsdóttir
ljósmóðir tvo ljósalampa til notk-
unar í Grunnskólanum bæði fyrir
nemendur og starfsfólk.
Það er alkunna að hinu mikla
skammdegi á Íslandi fylgir hætta á
depurð og þunglyndi sem hefur
ómæld áhrif á líðan fólks. Að sögn
Hildar eru slíkir lampar búnir að
sanna ágæti sitt víða þar sem þeir
hafa verið reyndir í skólum og á
stofnunum en til þess að árangur
náist þarf að sitja í nálægð við ljósið
í 20 til 50 mínútur á dag í hálfan
mánuð við fyrstu notkun og fer
tímalengd eftir nálægð við ljósið.
Ekki er þörf að sitja aðgerðarlaus á
meðan, heldur er hægt að vinna
sína vinnu með ljósið skáhallt á móti
sér. Að sögn Hildar mun Heilsu-
gæslustöðin einnig færa Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga slíka lampa.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Prófun Helga Hafsteinsdóttir, Hallfríður Ragnarsdóttir, Dóra Aðalsteins-
dóttir, Inga Bragadóttir og Jenný Ríkharðsdóttir prófa ljósalampann.
Nota ljóslampa gegn
streitu og þunglyndi
Eftir Jón Sigurðsson
Skagaströnd | Guðrún Helgadóttir,
formaður menningarráðs Norður-
lands vestra, opnaði í gær skrifstofu
ráðsins á Bjarmanesi á Skaga-
strönd.
Að sögn Guðrúnar er nú hringn-
um lokað í gerð samninga milli ríkis
og sveitarfélaga um eflingu menn-
ingarstarfs á landsbyggðinni. Samn-
ingi þessum er ætlað að beina stuðn-
ingi ríkisins og sveitarfélaga í einn
farveg jafnframt því að tryggja sem
best frumkvæði og áhrif sveitarfé-
laganna við forgangsröðun verkefna.
Starfssvæði menningarráðsins er
sveitarfélögin í Húnavatnssýslum og
Skagafirði. Hlutverk þess er meðal
annars að standa fyrir þróunarstarfi
í menningarmálum og úthluta fjár-
magni til menningarverkefna.
Fyrsta úthlutun verkefnastyrkja
hefur nú verið auglýst og verða
menn að hafa hraðar hendur ætli
þeir sér að sækja um en nánari upp-
lýsingar er að finna á vefsíðu Menn-
ingarráðs á vef Samtaka sveitarfé-
laga á Norðurlandi vestra.
Ingibergur Guðmundsson hefur
verið ráðinn menningarfulltrúi.
Alexandra Chernyshova, sópran-
sönkona frá Hofsósi, söng við opnun
skrifstofunnar og margir litu við.
Menningarráðið
opnar skrifstofu
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Opnun Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi og Guðrún Helgadótt-
ir formaður menningarráðs við opnun skrifstofunnar á Skagaströnd.
Á SJÖTTA tug andlitsmynda af Ak-
ureyringum hanga í Jónasar Viðar
Gallery í Listagilinu frá og með
deginum í dag til 7. október. Um er
að ræða kolateikningar Svisslend-
ingsins Martin J. Meier á endurunn-
inn pappír, en Meier hefur dvalið í
gestavinnustofu Gilfélagsins í sept-
ember. Á meðal fyrirsæta eru Þor-
móður Einarsson, sem Akureyr-
ingar kannast margir við, og Jónas
Viðar sjálfur; kveðst reyndar búinn
að raka sig síðan teikningin var
gerð. Á myndinni er Meier með
nokkrar teikninganna, t.d. Þormóð
og Jónas, en andlit listamannsins
sjálfs verður til sýnis við opnunina
kl. 14 í dag!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þekktir Akureyringar og óþekktir
HÚSNÆÐISSAMVINNUFÉLAG-
IÐ Búseti á Akureyri hefur nú feng-
ið nafnið Búseti á Norðurlandi og
víkkað út þjónustusvæði sitt.
Félagið hefur 152 íbúðir í rekstri,
137 á Akureyri og 15 á Húsavík. Við-
ræður hafa farið fram við sveitar-
félög víðar á Norðurlandi og útlit er
fyrir að ráðist verði í byggingu bú-
seturéttaríbúða á vegum félagsins
víðar í landshlutanum en til þessa, að
sögn Benedikts Sigurðarsonar,
framkvæmdastjóra félagsins, en
þegar hefur verið fundað með
fulltrúum nokkurra sveitarfélaga.
Nú standa yfir framkvæmdir við
byggingu 58 íbúða fjölbýlishúss í
Naustahverfi á Akureyri og er gert
ráð fyrir að flutt verði í allar íbúð-
irnar fyrir komandi áramót. Frekari
íbúðabyggingar eru í gangi í hverf-
inu. Eftirspurn virðist umfram fram-
boð á íbúðum hjá félaginu.
Búseti
færir út
kvíarnar
Stefnt að þjónustu
víða um Norðurland
ÁSTÆÐA þess að heitavatnslagnir gáfu sig í
nokkrum íbúðum í Glerárhverfi í fyrradag voru
mistök starfsmanna Norðurorku. „Það var verið
að tengja inn á lagnir í Hlíðarbraut, sverar lagnir
vegna Hjalteyrarveitu, og í þessu ani var lokað
fyrir of marga loka í einu. Þetta voru bara mann-
leg mistök,“ sagði Franz Árnason, forstjóri Norð-
urorku, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Skemmdir urðu í fjórum íbúðum vegna þessa,
langmestar í tveggja hæða raðhúsi við Steinahlíð
eins og Morgunblaðið sagði frá í gær. Þar gaf sig
heitavatnsvör í baðherbergi á efri hæð og ljóst er
að tjónið nemur milljónum króna því þar flæddi
vatn um báðar hæðir og allt parket á gólfum er
ónýtt, sem og hurðir og líklega hluti veggja.
Franz Árnason bendir reyndar á að á þeim stöð-
um þar sem heitavatnslagnir gáfu sig hafi tengi á
neysluvatnslögnum dregist í sundur vegna þrýst-
ings, „og allt voru þetta tengi sömu gerðar – það
segir okkur einhverja sögu.“
Einnig urðu skemmdir í fleiri íbúðum í Gler-
árhverfi en þeim fjórum sem áður voru nefndar,
en þar var ástæðan sú að öryggislokar opnuðust
þegar þrýstingur jókst – eins og þeir eiga að gera
– en lokuðust ekki aftur, eins og vera ber. Franz
segir þessa loka þó hafa virkað víðast hvar eftir
því sem fyrirtækið kemst næst, en þeir eru hugs-
aðir til þess að verja húskerfin. Hann segist ekki
vita annað en að ofnar hafi alls staðar haldið.
Franz segir Norðurorku skaðabótaskylda
vegna tjóna af þessu tagi, svo fremi allt sé í lagi
með lagnir hjá fólki og frá þeim gengið eins og lög
gera ráð fyrir. „En við vísum öllum þessu málum
beint til tryggingafélaganna. Ýmsir hafa haft sam-
band við okkur, en við bendum fólki á að tala beint
við sitt eigið tryggingafélag eða okkar. Starfs-
menn þar eru sérfræðingar í þeirri hlið málsins.“
„Þetta voru mannleg mistök“
Norðurorka skaðabótaskyld svo fremi allar lagnir séu eins og þær eiga að vera
Í HNOTSKURN
»Töluverðar skemmdir urðu vegnavatnstjóns í nokkrum íbúðum í fyrra-
dag. Mest tjón varð í íbúð í raðhúsi við
Steinahlíð; tjónið þar er metið á milljónir
króna.
»Þar sem heitavatnslagnir gáfu sigdrógust í sundur tengi, sömu gerðar.
EFNI margmiðlunardisks sem hef-
ur að geyma 120 ára sögu KEA í
máli og myndum er nú aðgengilegt
á Netinu. Félagið sendi diskinn á
heimili allra félagsmanna KEA í
sumar og afhenti Minjasafninu á
Akureyri, Iðnaðarsafninu, skólum
og öðrum söfnum á svæðinu eintak.
Nú er hægt að sjá efnið í gegnum
heimasíðu KEA, www.kea.is, þar
sem hægt er ferðast um tímaás og
skoða, meðal annars ljósmyndir,
upplýsingar um fyrirtæki, deildir
og vörur KEA, hápunkta tiltekinna
tímabila og lifandi myndefni.
Diskurinn er yfirgripsmikil
heimild um sögu KEA og sam-
félagsins sem það hefur starfað í.
Saga KEA
komin á Netið
VILHELM Anton
Jónsson, einnig
þekktur sem Villi
naglbítur, opnar
sýningu á mál-
verkum í Deigl-
unni í dag kl. 14.
Þetta er fjórða
einkasýning Vil-
helms og sú
fyrsta í tvö ár.
Vilhelm málar
fígúratífar en um leið afstraktar
myndir með olíu á striga. Verkin
eru kraftmikil, hrá og lifandi og
fjalla um snertingu og losta, skv.
fréttatilkynningu. Ekkert verk-
anna hefur verið sýnt áður. Sýn-
ingin stendur í tvær vikur til 7. okt.
Villi naglbítur
í Deiglunni
Vilhelm Anton
Jónsson
ÞÓRARINN Blöndal opnar sýningu
í dag kl. 14 í „inn-rými“ í Gallerí +
við Brekkugötu. Sýningin sam-
anstendur af ljósmyndum og rým-
isverkum og er vinnurými Þórarins
viðfangsefni verkanna.
Sýninginn stendur til 7. okt. Opið
er um helgar kl. 14-17 og aðra daga
eftir samkomulagi.
Þórarinn Blön-
dal í Gallerí +