Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 21 SUÐURNES Grindavík | „Það er ekkert hlustað á okkur í þessu frekar en öðru,“ segir Sigmar Eðvarðsson, for- maður bæjarráðs Grindavíkur. Bæjarráð hefur mótmælt harð- lega uppsetningu Flugstoða á fjar- skiptasendum í möstrum hersins á varnarsvæðinu í heiðinni við Grindavík, í trássi við vilja bæjaryfirvalda. Þegar Bandaríkjaher fór og lok- aði varnarstöðinni á Keflavíkur- flugvelli fékk hann leyfi til að halda svæðinu við Grindavík þar sem eru mikil fjarskiptamöstur. Grindvík- ingar líta á þetta sem framtíðar byggingarland og vilja möstrin í burtu og að landinu verði skilað. Í bókun bæjarráðs kemur fram að það sé þegar farið að hamla upp- byggingu bæjarins. Sigmar segir að forsvarsmenn bæjarins hafi lagt á það áherslu við utanríkisráðherra að starfsemin í heiðinni yrði lögð niður og nýrri starfsemi ekki hleypt þangað inn. „En það er ekkert hlustað á okkur í þessu frekar en öðru,“ segir Sig- mar. Vísar hann til þess að ekkert tillit hafi verið tekið til Grindavíkur við ákvörðun mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar vegna þorsk- kvótaskerðingar nú á dögunum og að ekkert sé hlustað á þá þegar þeir hafa krafist úrbóta í löggæslu og heilsugæslu. Segir hann að bæði hæilsugæsla og löggæsla sé í ólestri á staðnum. „Ekkert hlustað á okkur“ Eftir Reyni Sveinsson Sandgerði | Steindeplarnir voru svolítið ráðvilltir yfir nýfengnu frelsi þegar þeim var sleppt utan við Fræðasetrið í Sandgerði í fyrradag. Þeir hafa verið viðfangsefni við at- ferlisrannsóknir svissnesks fugla- fræðings, Ivans Maggini, frá því í vor. Ivan kom til landsins í júní og byrjaði á því að fara til Eyjafjarðar til að sækja 24 unga úr hreiðrum. Hann hefur haft aðstöðu í Fræða- setrinu í Sandgerði. Fyrstu vikurnar þurftu Ivan og aðstoðarmaður hans að mata hvern unga á klukkustundar fresti, allan sólarhringinn. Þegar ungarnir fóru að braggast voru þeir settir í tjöld inni í aðstöðu þeirra þar sem fugl- arnir gátu sjálfir náð sér í mat og lært að fljúga. Taka flugið til Afríku Steindepillinn er farfugl og kemur frá Afríku að vori og fer þangað aftur að hausti. Rannsóknirnar fóru fram innan- dyra en í fyrradag var fyrstu fugl- unum sleppt utan við Fræðasetrið. Sumir þeirra voru svolítið áttavilltir en Ivan segir að þeir muni taka flug- ið til Bretlandseyja á næstu dögum og fljúga þaðan til Afríku. Ivan hefur í sumar fylgst með hverjum og einum unga og rannsak- að, sérstaklega hvenær hann áttar sig á hvaða flugstefnu hann á að taka til vetrarheimkynnanna. Ivan hyggst koma aftur næsta sumar en þessar rannsóknir eru hluti af doktorsverkefni hans við þýskan háskóla. Steindeplarnir þurftu tíma til að átta sig Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Frelsi Valdís Sigurðardóttir, starfsmaður Fræðasetursins, tók þátt í að sleppa steindeplunum. Þeir flugu beint niður í fjöru að leita sér ætis. Í HNOTSKURN »Steindeplarnir fara flest-allir af landi brott í sept- ember til vetrarstöðvanna í Vestur-Afríku. Þeir byrja að koma aftur í apríl en flestir skila sér í maí. »Þeir verpa víðast hvar umlandið, utan miðhálendis- ins. Talið er að stofninn sé 20 til 50 þúsund pör og að auki koma hér við steindeplar sem verpa á Grænlandi. »Hljóð steindepla eru sér-stæð, líkjast því að steinum sé slegið saman. Vængjaður Ungarnir eru tilbúnir að taka flugið suður á bóginn. Reykjanesbær | Krabbameinsfélag Suðurnesja og Sunnan 5 sem er stuðningshópur krabbameins- greindra og aðstandenda, halda op- ið hús að Smiðjuvöllum 8, húsi Rauða krossins, þriðjudaginn 25. september næstkomandi, klukkan 20. Gestur kvöldsins verður Matti Ósvald, heildrænn heilsufræðingur, sem mun flytja fyrirlesturinn. And- legt jafnvægi og mataræði, hefur það áhrif á heilsu okkar? Fundarboðendur hvetja þá sem áhuga hafa á heilsutengdum mál- efnum til að koma. Andlegt jafnvægi og mataræði Keflavík | Knattspyrnudeild Kefla- víkur og stuðningsmannafélagið Stafnvík ehf. hafa óskað eftir því við Reykjanesbæ að fá heimild til að byggja fimm fjölbýlishús á íþróttasvæði félagsins við Hring- braut. Kemur þetta fram á vef Vík- urfrétta. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði frá þessu erindi á fundi bæjar- stjórnar í vikunni. Hjá honum kom fram að í Stafnvík væru einstak- lingar og fyrirtæki sem hefðu þekkingu á því að byggja. Hug- myndin er að hluti ágóðans af sölu íbúðanna renni til knattspyrnu- deildarinnar. Fram kemur hjá Steinþóri Jóns- syni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, í Víkurfréttum að bæjaryfirvöld eru jákvæð fyrir hugmyndinni en hann tekur fram að eftir sé að skoða hana með tilliti til skipulags á svæðinu og fleiri þátta. Ekkert hafi því verið samþykkt eða ákveðið. Vilja byggja við völlinn ♦♦♦ LANDIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Við vildum að þekking þessara manna næði hingað til lands og fengum þá til að koma hingað til að kynna þá möguleika sem kunnátta þeirra og sambönd gefa tilefni til,“ sagði Pétur Ró- bertsson sem ásamt Baldri bróður sínum hjá fyrirtækinu Bræðurnir Róbertsson ehf. fékk tvo sérfræð- inga í ferðaþjónustu frá Svíþjóð hingað til lands til að kynna að- ferðafræði við skipulagningu stór- viðburða og bókunarkerfi á því sviði. Svíarnir sýndu áhuga á fjárfest- ingum á Íslandi og sögðu að til þess að þær virkuðu þyrftu þær að nema um 10 milljörðum króna. Um er að ræða fjárfestingar á sviði hótel- rekstrar og afþreyingar, einkum þar sem vatn og hiti kemur við sögu. Þeir áttu fundi með fjárfestum um uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi og í Svíþjóð. Í tengslum við heimsóknina kynntu þeir sér sér- staklega aðstæður á Árborgar- svæðinu. Þarf betri tæki Svíarnir, Ossian Stiernstrand, sérfræðingur í þróun ferðamála, og Magnus Emilsson, fjárfestir og framkvæmdastjóri bókunarfyrir- tækis í ferðamálum, fluttu nýlega erindi á ráðstefnu íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur og Háskól- ans í Reykjavík þar sem þeir fjöll- uðu um skipulagningu stórviðburða og nauðsynlegar fjárfestingar í tengslum við slíka viðburði. „Við teljum að auðveldlega megi tvöfalda þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins, úr 500 þúsundum í eina milljón, en þá þarf að ná til ákveð- inna hópa og vera með tæki til að ná til þeirra og sýna möguleikana sem fyrir hendi eru á landinu,“ sagði Ossian sem starfar sem sérfræðing- ur í verkefnishópi um að þróa Gautaborg sem ferðamannaborg ásamt því að starfa með fjárfestum um allan heim að verkefnum og möguleikum til að auka straum ferðamanna. Hann sagði meginmarkmiðið vera að auka tekjur viðkomandi svæðis og lands á öllum sviðum, hjá því opinbera og hjá einkaaðilum. Hann sagði sífellt fleiri fyrirtæki og atburði dragast að Gautaborg sem hefði þróast gífurlega á síðustu 15 árum og væri nú í fremstu röð borga af sömu stærð. „Til þess að þetta sé mögulegt þarf að vera til stefna þar sem allir geta verið með,“ sagði Ossian Stiernstrand. „Við erum í sambandi við alla þá sem þurfa að markaðssetja atburði eða staði sem hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við vinnum mikið með borgum og löndum við að markaðs- setja þau beint og viðburði sem eru í boði,“ sagði Magnús Emilsson sem er eigandi að nýju bókunarkerfi, www.citybreak.com, sem notað er um allan heim. Hann hefur þróað kerfi sem nýtist öllum, stórum og smáum fyrirtækjum og opinberum aðilum. Hann sagði að líta mætti á bókunarkerfið sem stökkpall fyrir ferðamenn og skipuleggjendur í ferðamálum en 2200 aðilar tengjast kerfinu þar sem hægt er að fá upp- lýsingar um einstaka viðburði og ganga frá bókunum. Undirbúa hótel „Okkur finnst við vera í Reykja- vík þegar við erum hér á Selfossi eða í Hveragerði, fjarlægðirnar eru í sjálfu sér engar. Það eru miklir möguleikar hér, Reykjavík hefur sjálf aðdráttarafl en athuga þarf vel gæði hótelanna og þjónustunnar sem veitt er. Galdurinn í þessu efni fyrir þetta svæði er að þróa það sem menn eru góðir í eins og böð, golf, veiði, hestaferðir og fleira. Þetta þarf síðan að tengja við ráðstefnu- markaðinn sem er mjög stór,“ sagði Ossian Stiernstrand. Hann sagði greinilega mikinn áhuga fyrir hendi að efla þessa möguleika en það þyrfti að finna stefnu sem allir væru sáttir við og það væri oft mjög erf- itt. „Við höfum fengið góð viðbrögð við því sem þeir Ossian og Magnus hafa sagt frá. Gautaborg hefur verið leiðandi í því að skapa aðstæður fyr- ir ferðaþjónustu og þangað má sækja reynslu. Þar er skipulagning þessara þátta á einni skrifstofu þar sem hægt er að nálgast alla mögu- lega viðburði sem eru í gangi. Þar eru viðburðir markaðssettir og að- stoð veitt við að þróa þá enn frek- ar,“ sagði Pétur Róbertsson sem ásamt Baldri bróður sínum vinnur að því að opna möguleika á fjárfest- ingu erlendra aðila á sviði hótel- rekstrar með vatnagarði og baðað- stöðu ásamt annarri afþreyingu sem fellur að ráðstefnuhaldi og ferðaþjónustu almennt á Árborgar- svæðinu og landinu öllu. Sænskir sérfræð- ingar í heimsókn Miklir möguleikar í ferða- málum á suðvesturhorninu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Heimsókn Pétur Róbertsson, Magnus Emilsson, Ossian Stiernstrand og Baldur Róbertsson báru saman bækur sínar á Selfossi. Flóinn | Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða náðu nýlega að bora niður á 1761 metra í landi Laugardæla, við svo- nefnda Ósabotna á bökkum Ölfusár. Holan sem boruð var fyrir Selfossveitur gefur 50 sekúndulítra af 90 gráða heitu vatni. Segja bormennirnir að þetta sé besti árangur sem náðst hafi við borun í sextíu ára sögu fyrirtækisins. Við borunina við Ósabotna var notaður nýr risastór jarðbor sem borað getur nið- ur á um tvö þúsund metra dýpi. Hann hef- ur fengið nafnið Ingólfur. Sögðu bormenn- irnir að nokkurn tíma hefði tekið að kynnast nýja bornum og þjálfast við að beita honum rétt þannig að góður árangur næðist. „Svona hola er sannkölluð gullnáma fyr- ir ört vaxandi byggð hérna á svæðinu og á eftir að nýtast notendum Selfossveitna í náinni framtíð,“ sagði Guðmundur Karl Guðjónsson, verkefnisstjóri bordeildar Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, í sam- tali við fréttaritara Morgunblaðsins, og var að vonum ánægður með árangurinn. Boruðu niður í „gullnámu“ í Ósabotnum Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bormenn Johnny Símonarson borverk- stjóri, Guðmundur Karl Guðjónsson verk- efnisstjóri og Sveinn Óðinn Ingvarsson borstjóri á borstað á bökkum Ölfusár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.