Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 33 MINNINGAR ✝ Þórunn Andr-ésdóttir fæddist á Uppsölum í Hálsa- sveit 4. mars 1919. Hún lést á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi 10. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau Andrés Vigfússon bóndi á Uppsölum og Kollslæk í Hálsa- sveit, f. 24. maí 1891, d. 22. júní 1971, og kona hans Halla Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1890, d. 4. apríl 1980. Systir Þórunnar var Valgerður, f. 5. febrúar 1920, d. 15. júlí 1921. Uppeldisbræður hennar voru Eyj- ólfur Sigurðsson, f. 8. maí 1919, d. 1. mars 1998 og Baldur Sigurðs- son, f. 12. janúar 1923, d. 10. des- ember 2000. Þórunn giftist hinn 24. júní 1955, Jóni Magnúsi Kolbeinssyni, f. 14. júli 1921, d. 5. desember 2005 frá Stóra-Ási í Hálsasveit. Foreldrar hans voru þau Kol- beinn Guðmundsson bóndi og járnsmiður í Stóra-Ási, f. 21. sept- ember 1882, d. 9. maí 1958, og kona hans Helga Jónsdóttir hús- freyja, f. 26. febrúar 1885, d. 30. júlí 1960. Börn Þórunnar og Magnúsar eru: 1) Andrés lögfræð- og Hrafnhildur, f. 12. október 1991. 4) Halla sjúkraliði í Borg- arnesi, f. 25. september 1964, maki Hreiðar Gunnarsson raf- virki, f. 17. september 1963. Börn þeirra eru Magnús Örn, f. 18. febrúar 1985, Helga Margrét, f. 23. júlí 1990, og Gunnar Árni, f. 30. apríl 1996. Þórunn átti heima á Uppsölum tvö fyrstu ár ævi sinnar, en þá fluttu foreldrar hennar að Kolls- læk í sömu sveit og hófu búskap þar. Á Kollslæk átti hún heima fram á fullorðinsár. Þórunn var í Héraðsskólanum í Reykholti 1937 til 1939 og lauk þaðan gagn- fræðaprófi og nam síðan við Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Hún vann í Reykjavík um árabil, bæði við þjónustustörf á heimilum og á saumastofum. Þá var hún forstöðukona í mötuneyti Héraðsskólans í Reykholti frá 1951 til 1955. Sumarið 1955 hófu þau Magnús búskap í Stóra-Ási, fyrst ásamt Helga bróður Magn- úsar og síðan ein eða allt til árs- ins 1989 er Kolbeinn sonur þeirra og Lára tengdadóttir tóku við búinu. Í apríl 1998 fluttist Þórunn á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi og var þar til æviloka. Hún tók nokkurn þátt í félagsstörfum og var m.a. um skeið formaður Kvenfélags Hálsasveitar. Þórunn verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Stóra-Áss- kirkjugarði. ingur og fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 6. jan- úar 1956. Sonur hans og Ingibjargar Sig- urðardóttur, f. 2. október 1958 er: Þorkell f. 22. janúar 1979. Maki Andrésar er Martha Eiríks- dóttir, f. 25. desem- ber 1957, viðskipta- fræðingur. Börn þeirra eru: sonur andvana fæddur 27. nóvember 1986, Dav- íð Helgi, f. 19. janúar 1989, og Þórunn, f. 16. apríl 1993. 2) Kol- beinn bóndi og húsasmíðameistari í Stóra-Ási, f. 2. febrúar 1958, maki Lára Kristín Gísladóttir hús- freyja, f. 29. nóvember 1967. Börn þeirra eru Höskuldur, f. 23. maí 1989, Anna Sólrún, f. 30. apríl 1992, og Kristleifur Darri, f. 3. mars 1999. 3) Jón vélamaður í Reykjavík, f. 24. mars 1960. Dótt- ir hans og Ástríðar Sigurð- ardóttur, f. 29. apríl 1962, er Svala, f. 29. nóvember 1980, sam- býlismaður Steingrímur Árnason, f. 16. september 1981. Sonur þeirra er Gabríel, f. 26. mars 2006. Maki Jóns var Anna Guðrún Harðardóttir kennari, f. 6. febr- úar 1964. Þau skildu. Dætur þeirra eru Þórunn, f. 3. júní 1989 Það var á annan í jólum fyrir nær 25 árum sem ég, leidd af ástarþrá og lítilli skynsemi, lagði af stað í snjókomu og kafaldsbyl á litlum sportbíl til að eyða áramótunum með Andrési elsta syni þeirra Doddu og Magga, í Stóra-Ási. Þeg- ar ég renndi loks í hlað úr þessari glæfraför var ég boðin velkomin og mér fagnað af mikilli umhyggju, hlýju og innileika sem æ síðan hefur einkennt öll mín samskipti við tengdaforeldra mína og þeirra fjöl- skyldu. Í þeirra augum hef ég vafalaust verið mikið borgarbarn. Til marks um það minnist ég atviks er átti sér stað skömmu síðar er við vorum að fara á sveitaball í Brúarási. Þá vildi ekki betur til en svo að ég missti fullt ilmvatnsglas á gólfið í forstof- unni þar sem fjósagallarnir og hundarnir réðu ríkjum. Mikið lá á að fara á ballið og því greip ég næsta gólfklút og þurrkaði ilmvatn- ið lauslega upp, því ekki mátti missa af fjörinu. Meðan þetta gerðist höfðu tengdaforeldar mínir brugðið sér af bæ til að lofa unga fólkinu að njóta sín og undirbúa sig fyrir ball- ið. Morguninn eftir vakna ég við sterkan ilmvatnsfnyk sem lagði um allan bæinn. Sýnu verst var lyktin þó hjá hundagreyjunum og fjósa- göllunum. Fyrir mig var ekki um annað að ræða en drífa mig niður í morgunmat, afsaka lyktina og út- skýra málið. Sem ég sit þarna skömmustuleg að segja sögu mína færðist bros yfir andlit tengdamóð- ur minnar og út braust mikill hlátur er hún sagði: „Og við sem héldum að þér hefði þótt sveitalyktin svona vond og vildir eyða henni með því að sprauta ilmvatni hjá hundunum og yfir fjósagallana.“ Þetta var sem sé upphafið að góðum kynnum við tengdaforeldra mína og fjölskyldu þeirra. Hádegi á sunnudegi – útvarps- messa – lambalæri, grænar baunir, heimalagað rauðkál, brún sósa og fjöldinn allur af fólki við matborðið í Stóra-Ási varð svo fastur liður í lífi mínu. Þá stjanaði Dodda gjarnan við gesti og heimilisfólk. Sjaldnast settist hún sjálf til borðs heldur sá til þess að ekki vantaði neitt í borð- haldið og var tilbúin með ísinn í lok- in. Þá eru ófáir nestispakkarnir sem hún hefur útbúið handa litlum barnabörnum sem voru að fara í mikilvægar ferðir, hvort sem það var í berjamó, lautarferð, smölun heimalninga eða hrossa eða vinnu- ferð til að stífla bæjarlækinn. Vel- ferð fjölskyldunnar – jafnt barna og barnabarna – var það sem skipti hana mestu máli. Um það vitna jafnframt hinar höfðinglegu gjafir sem allir í fjölskyldunni fengu frá þeim hjónum við afmæli, á jólum og við aðrar hátíðarstundir. Það urðu því nokkur umskipti fyrir níu árum þegar undan tók að halla í heilsu Doddu og hún fór að Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Það var erfitt að sjá þau hjónin hvort á sínum staðnum því fyrir okkar fjölskyldu voru þau eitt – amma og afi í Stóra-Ási – enda stóðu þau hlið við hlið í 50 ár. Hins vegar veitti það okkur hugarró að þar naut hún einnig umhyggju og aðhlynningar dóttur sinnar Höllu og hennar fjölskyldu í Borgarnesi. Þeirra hlutverk er ómetanlegt og verður aldrei fullþakkað. Á Dval- arheimilinu voru henni búnar góðar aðstæður og færum við hjónin öllu starfsfólki þar bestu þakkir fyrir umönnunina. Nú þegar komið er að hinstu kveðju er ljóst að við opnum ekki fleiri pakka frá ömmu í Stóra-Ási, en eftir eigum við gjafir minning- anna sem fylgja okkur áfram á veg- ferð okkar í lífinu. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og guð blessi minningu þína. Martha Eiríksdóttir. Elsku Dodda amma. Það er svo erfitt að þurfa nú að kveðja þig. Minningarnar sem við geymum um þig og afa eru með þeim dýrmætustu sem við eigum, og við verðum ævinlega þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum að eiga með þér. Í hvert einasta sinn sem við komum til ykkar upp í Stóra-Ás var tekið á móti okkur með svo mikilli hlýju og væntum- þykju og þú varst alltaf svo góð við okkur. Yndislegri ömmu er vart hægt að hugsa sér. Það var stundum eins og ellin hefði þegar tekið þig frá okkur. Þú veist ekki hversu mikið það gladdi okkur að sjá þig brosa til okkar og segja hvað þú værir glöð að sjá okk- ur þegar við sáum þig í seinasta sinn, rúmri viku áður en þú kvaddir. Þessi hlýja rödd og fallega bros sem minnti okkur á þau skipti þegar við komum upp í sveit og þú varst ennþá þar við fulla heilsu, beiðst eftir okkur með matinn í ofninum. Hafðu það gott, elsku amma, með afa og hinum englunum þangað til við sjáumst næst. Þínar ömmustelpur, Þórunn og Hrafnhildur. Í dag kveðjum við Þórunni Andr- ésdóttir frá Stóra Ási, en hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þann 10. september s.l., 88 ára að aldri. Dodda, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Kollslæk í Hálsa- sveit. Hún giftist móðurbróður okk- ar Magnúsi Kolbeinssyni frá Stóra Ási árið 1955 og eignuðust þau fjög- ur börn, Andrés, Kolbein, Jón og Höllu. Dodda var myndarleg húsmóðir á fjölmennu og gestkvæmu heimili. Það var einstaklega gott að koma í Stóra Ás, slík var gestrisnin og myndarskapurinn. Við sem vorum svo heppin að vera í sumardvöl hjá Doddu og Magga nutum góðs af, því það var góður skóli. Dodda hafði gott lag á börnum og unglingum, vinnan varð auðveld og skemmtileg undir hennar stjórn, enda var hún mjög skipulögð og hvert verk hafði sinn tíma. Slíkt var nauðsynlegt á mannmörgu og gestkvæmu heimili. Dodda var skemmtileg og mann- blendin og oft hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hún hafði létta lund, gott skopskyn og svaraði vel fyrir sig. Það var oft gaman og mikið hlegið í Stóra Ási á kvöldin við stóra eldhúsborðið og oftar en ekki voru gestir í bæ. Við systkinin dvöldum flest lengri eða skemmri tíma í Stóra Ási hjá þeim Magga og Doddu. Vistin var okkur bæði þroskandi og skemmtileg og nutum við góðs atlætis þeirra hjóna sem tóku okkur sem sínum eigin börn- um. Þegar Dodda átti leið til höfuð- staðarins einhverra erinda, oftast að vetrinum, dvaldi hún iðulega á heimili foreldra okkar í Kópavogi. Var þá oft glatt á hjalla og vinkon- urnar og mágkonurnar, móðir okk- ar og Dodda gátu spjallað langt fram á nótt um liðna daga. Síðustu árin var Dodda á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi við skerta heilsu en frábæra umönnun, ekki síst Höllu dóttur sinnar sem annaðist hana vel. Fyrir okkar hönd og móður okkar Þorgerðar Kol- beinsdóttur frá Stóra Ási, sem sér á eftir góðri vinkonu, sendum við frændsystkinum okkar þeim Adda, Kolla, Nonna og Höllu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Helga, Heiða, Kristján, Kolbeinn og Hallveig. Ennþá einu sinni erum við minnt á vegamótin miklu, milli lífs og dauða. Við brottför vinkonu okkar Þór- unnar Andrésdóttur húsfreyju að Stóra-Ási erum við minnt á það að tíminn líður hratt og minningarnar hrannast upp frá nærri sjö áratuga vináttu og tengsla. Það var fyrir miðja síðustu öld á heimsstyrjaldarárunum að það tíðk- aðist að ungmeyjar í fremstu dölum Borgarfjarðar fylgdu flugi svana og annarra farfugla úr ríki stórfljóta, jökla og vatna, suður yfir heiðar þegar haustaði að. Fuglarnir heldu langferðum sín- um áfram yfir höfin til sólríkra landa, en borgfirsku daladæturnar leituðu náms og starfa í höfuðborg hins unga íslenska lýðveldis. Við vitum það núna að hinir tign- arlegu farfuglar komust alla leið til Evrópustranda á sjö til átta klukku- stundum. Ferðatími þeirra var litlu lengri en daladætranna frá fremstu byggðum Borgarfjarðar um torfæra haustvegi fyrir Hvalfjörð til Reykjavikur. Þegar við yngismeyjarnar höfð- um komið okkur fyrir í höfuðborg- inni var mörgum sinnum lengra ferðalag heim en nú er orðið. Þetta varð til þess að aðflutta sveitafólkið,sem síðan margt tók virkan þátt í því að byggja upp Borgina við Sundin, stundaði það að halda tengslum við sveitunga og vini af heimaslóðum þegar til borg- arinnar var komið. Þannig urðu til átthagafélög og saumaklúbbar. Það kom því eiginlega af sjálfu sér að við nokkrar vinkonur úr fremstu dalabyggðum Borgarfjarð- ar, Hvítársíðu, Hálsasveit og Reyk- holtsdal, sem höfðu fest búsetu í Reykjavík, eða voru þar við nám eða hjálparstörf á heimilum, tókum að hittast reglulega, stundum viku- lega eða aðeins sjaldnar. Samkom- urnar fengu nafnið Saumaklúbbur, til að gefa þeim nytsamlegan til- gang, þó oftast væri meira talað en saumað. Við vorum kunnugar heim- an úr sveitinni frá störfum í ung- mennafélögunum og voru raunar sumar fermingarsystur. Saumaklúbbskvöldin lýstu upp skammdegið í höfuðborginni. Þetta voru kaffikvöld þar sem borð svign- uðu undan kræsingum, hnallþórum og pönnukökum. Í hópnum voru konur, sem fóru létt með að kveða dýrar vísur um lífið og tilveruna og ævintýrin í höfuðborginni. Sigrún Jónsdóttir. Látin er Þórunn Andrésdóttir fyrrum húsfreyja í Stóra-Ási, Hálsasveit. Löngum og erfiðum tíma af lífsleið hennar er lokið. Þegar ég kom ungur drengur til sumardvalar í Stóra-Ási gerði ég mér fljótt grein fyrir þeirri vináttu, sem einkenndi samstarf fólksins þar um slóðir. Hjálpsemi þess og fram- sýni var því í blóð borin. Ég kynnt- ist af langri dvöl öllu þessu góða fólki og naut þá vinsælda húsbænda minna og fjölskyldu þeirra. Jarðirnar Stóri-Ás og Kollslækur í Hálsasveit eiga land saman norður frá Reykjadalsá í átt að Hvítá. Það var því oft sem leið mín í ýmsum er- indum lá til Kollslækjar þar sem bjuggu foreldrar Þórunnar þau Halla Jónsdóttir og Andrés Vigfús- son og var þar ævinlega tekið mjög vel á móti mér. Þar kynntist ég Doddu fyrst, en það var hún oftast kölluð. Stundaði hún þá nám við Reykholtsskóla og síðar lauk hún svo námi við Húsmæðraskólann á Laugalandi. Hún vakti strax verðskuldaða at- hygli hjá þeim Reykhyltingum og dvöl hennar þar varð til þess að sóst var eftir starfskröftum hennar að námi loknu. Starfaði hún þar oft á næstu árum á milli þess að hún vann að heimilisstörfum í Reykholti og í Reykjavík. Árið 1951 var hún síðan ráðin ráðskona við Reykholts- skóla og gegndi því starfi í fjögur ár. Áfram lá leið Doddu í sveitina hennar og í Stóra-Ási beið hennar húsmóðurstarfið. Hinn 24. júní 1955 gekk hún að eiga Magnús Kolbeins- son, sem þá hafði ásamt bróður sín- um tekið við búrekstrinum í Stóra- Ási af foreldrum þeirra. Í Stóra-Ási farnaðist þeim Doddu og Magga vel og tóku þau síðar við öllum búrekstrinum. Fjölskyldan stækkaði og börnin urðu fjögur, Andrés, Kolbeinn, Jón og Halla. Áfram héldu þau miklum landbún- aðar- og jarðræktarstörfum og nýttu vel eins og áður hafði verið þær auðlindir sem jörðin þar leggur til. Myndarskapur og dugnaður hús- freyjunnar var rómaður. Vinir þeirra og fjölskyldur þeirra voru þar ævinlega aufúsugestir og for- eldrar þeirra beggja nutu þar elliár- anna. Þegar árin liðu tók að halla undan fæti. Vegna sjúkleika vistaðist Þór- unn að Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, þar sem vel var hlúð að henni og hennar gætt vel af Magn- úsi og börnunum. Þegar vinur minn Magnús féll frá í desember 2005 naut Dodda þess að Halla dóttir hennar var aldrei langt undan og nú hefur Dodda fengið langþráða hvíld. Við Sigrún og börnin okkar kveðjum Doddu með miklu þakklæti og biðjum henni Guðs blessunar á landi lifenda. Börnum hennar og fjölskyldum sendum við samúðar- kveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Sumarið 1942, þá tveggja ára, kom ég fyrst að Kollslæk í Hálsa- sveit með ömmu minni Önnu Páls- dóttur, en þær Halla móðir Doddu (Þórunnar) voru vinkonur. Til stóð að dvelja í vikutíma hjá þeim sóma- hjónum Höllu og Andrési foreldrum Doddu. Amma lasnaðist eitthvað og dróst dvölin í rúmar tvær vikur, en þar með var teninginum kastað, sveinninn ungi harðneitaði að snúa til baka, og talaðist svo til milli þeirra vinkvenna að piltur yrði ögn lengur í sveitinni, sem reyndar urðu á endanum að tólf sumrum. Dodda mun frá upphafi hafa tekið að sér unga manninn og svaf ég fyrstu sumrin fyrir ofan hana í hennar rúmi. Ég tel það eitt af far- sælli ráðstöfunum almættisins í minn garð að hafa fengið tækifæri til að alast upp að hluta með þessu góða fólki á Kollslæk, en á fyrstu árunum voru foreldrar Höllu þau Jón og Þórunn hjá þeim svo þarna dvöldust samtímis í raun fjórar kyn- slóðir að mér meðtöldum. Ekki var tækninni til að dreifa, allt unnið með höndum, hestum og á eigin lík- ama, en útsjónarsemi og iðni í há- vegum höfð. Þegar fram liðu stund- ir og ég orðinn snúningastrákur var hluti af uppeldisaðferðum á Kolls- læk að bera saman störf mín við móðurbróður minn Valdimar Björnsson sem mörgum árum áður var snúningastrákur á Kollslæk. Yf- irleitt fannst mér halla á mig í þess- um samanburði, en sá auðvitað síð- ar að þetta var einföld en áhrifarík aðferð til að ná fram sem mestum þroska hjá ungum manni, og hvatn- ing til vinnusemi og vandvirkni. Á þessum árum dvaldi Dodda að vetrinum til í Reykjavík við störf á saumastofu, en kom með farfugl- unum og mér í maímánuði og dvöld- um við allt til að skólar byrjuðu 1. október. Árið 1954 réð Dodda sig til starfa sem matráðskona að Héraðs- skólanum í Reykholti, og auðvitað fylgdi ég henni og hóf nám í Reyk- holti. Treyst var á að Dodda liti eft- ir mér, og fannst mér stundum eft- irlitið of strangt, en allt gekk þetta upp hjá okkur. Á þessu ári átti Magnús Kol- beinsson bóndi á Stóra-Ási mörg er- indi að Reykholti og fór svo að þau Dodda slógu saman reytum sínum og bjuggu myndarbúi að Stóra-Ási í 35 ár. Magnús var allatíð framá- maður í sinni sveit, rak feiknamynd- arlegan búskap og var frumkvöðull á mörgum sviðum, auk ritstarfa svo sem sjá má í bók hans Engjafang sem kom út árið 2005, en Magnús dó örfáum vikum eftir útkomu bók- arinnar. Öll búskaparár þeirra Doddu og Magga var mikið fjöl- menni á heimilinu, t.d. voru for- eldrar beggja síðustu æviárin sín hjá þeim hjónum. Stóri-Ás er kirkjujörð og þar messað reglulega og að þeirra tíma sið þáðu allir kirkjugestir veitingar að messu lok- inni, og mun því oft hafa verið ann- ríki í eldhúsinu hjá Doddu. Alla tíð ef mig og mitt fólk bar að garði voru móttökur hlýjar og innilegar. Ég vil að endingu færa börnum þeirra, Andrési, Kolbeini, Jóni, Höllu og öðrum aðstandendum sam- úðarkveðjur mínar, með þökk fyrir allt sem þessi góða fjölskylda hefur ávallt sýnt mér og mínum. Anton Örn Kærnested. Þórunn Andrésdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.