Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Katrín KristínRósmundsdóttir
fæddist á Eskifirði
18. júní 1932. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað fimmtu-
daginn 13.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Einar Rós-
mundur
Kristjánsson sjó-
maður og verkamað-
ur frá Víkurhaga í
Fáskrúðsfirði, f. 2.8.
1896, d. 8.10. 1984, og Þórunn Sig-
urlaug Karlsdóttir húsfreyja, frá
Garðsá í Fáskrúðsfirði, f. 17.8.
1910, d. 3.2. 1995, bjuggu á Eski-
firði. Systkini Katrínar eru: 1) Jór-
unn Guðrún húsmóðir, f. 17.12.
1929, maki Jón Kristinn Sveinsson
rafvirkjameistari, f. 24.11. 1911,
látinn, 2) Emil Svanur vélsmiður, f.
15.4. 1930, d. 21.11. 1984, 4) Anna
Sigurrós húsmóðir, f. 7.9. 1933,
maki Sigurður Anton Arnfinnsson
vélsmiður, f. 6.4. 1929, 5) Hulda
Björk húsmóðir, f. 26.1. 1935, maki
Sigtryggur Hreggviðsson skrif-
stofumaður, f. 6.1. 1934, 6) Adolf
Viðar kennari, f. 5.7. 1936, maki Jó-
hanna Magnúsdóttir skrif-
stofumaður, f. 9.9. 1936, 7) Þóra
Karlína húsmóðir, f. 1.7. 1938, maki
Kristinn Lúðvíksson sjómaður, f.
1954, búsett í Neskaupstað, börn
þeirra Katrín Unnur, Melkorka og
Stefán Einar. 4) Rósa Þóra hús-
móðir, f. 22.10. 1958, maki Finnur
Þórðarson sjómaður, f. 26.12. 1949,
slitu samvistum, börn þeirra Anna
Rósa og Ingibjörg, maki Rósu Hálf-
dán Hálfdánarson stýrimaður, f.
2.1. 1961, búsett í Neskaupstað,
börn þeirra Hafrún og Bylgja. 5)
Rakel sjúkraliði, f. 22.7. 1960 maki
Sturla Þórðarson skipstjóri, f. 14.7.
1956, búsett í Neskaupstað, börn
þeirra Halldór Freyr, Óskar, Þórð-
ur og Heiðrún Kara. 6) Sigríður
Ósk bankastarfsmaður, f. 20.4.
1964, maki Bergur Þorkelsson
skrifstofumaður, f. 23.9. 1966, bú-
sett í Reykjavík, börn þeirra Andr-
ea og Daði. Katrín ólst upp á Eski-
firði í stórum systkinahópi og um
18 ára aldur fluttist hún til Nes-
kaupstaðar og hóf búskap með
Halldóri Hinrikssyni frá Framnesi í
Norðfirði. Þau bjuggu sitt fyrsta
búskaparár í Dvöl og fluttu síðan á
Framnes og bjuggu þar ásamt for-
eldrum Halldórs, Hinriki Sigurðs-
syni verkamanni frá Mjóafirði, f.
6.9. 1890 d. 4.11. 1980 og Sigurrósu
Jóhannsdóttur húsmóður frá
Vöðlavík, f. 9.10. 1899 d. 23.5. 1987
og Herði bróður Halldórs, f. 16.12.
1923, d. 11.11. 1999. Auk þess að
sinna stóru heimili vann hún við
fiskvinnslu.Katrín var mikil hand-
verkskona og liggja eftir hana
mörg falleg verk.
Katrín verður jarðsungin frá
Norðfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
12.10. 1934, 8) Sig-
urjón stýrimaður, f.
17.3. 1940, 9) Alma
Karen skrif-
stofumaður, f. 21.6.
1942, maki Reynir
Ingason skrif-
stofumaður, f. 16.11.
1943, látinn, 10) Frið-
rik Hlíðberg útgerð-
armaður, f. 21.11.
1944, maki Guðrún
Björg Eiríksdóttir
húsmóðir, f. 24.8.
1949, látin, 11) Þráinn
læknir, f. 17.9. 1947,
maki Halldóra Axelsdóttir skrif-
stofumaður, f. 26.4. 1948.
Hinn 31.12. 1952 giftist Katrín
Halldóri Sigurði Hinrikssyni stýri-
manni og verkstjóra, f. 13.8. 1927.
Börn þeirra eru: 1) Hinrik stýri-
maður, f. 20.8. 1952, sambýliskona
Óla Steina Agnarsdóttir starfar við
heimahjúkrun, f. 8.9. 1954, slitu
samvistum, börn þeirra Thelma og
Agnar Hörður, maki Hinriks Guð-
björg Stefánsdóttir aðstoðarmaður
tannlæknis, f. 14.9. 1960, búsett í
Reykjavík, börn þeirra Halldór og
Stefán. 2) Ragna hársnyrtimeistari,
f. 7.5. 1955 maki Ingólfur Jónsson
húsasmíðameistari, f. 17.10. 1952,
búsett í Reykjavík, börn þeirra Við-
ar og Ívar. 3) Elmar verkamaður, f.
18.7. 1956, maki Bergþóra Stef-
ánsdóttir skrifstofumaður, f. 10.11.
Elsku amma mín, ég kveð þig með
sorg í hjarta.
Þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman. Takk líka fyrir
allt það sem þú hefur föndrað og
prjónað handa mér. Ekki má gleyma
Pöllunum mínum sem ég hef alltaf
haldið rosalega mikið upp á. Þú varst
svo mikil listakona og alltaf að föndra
og prjóna eitthvað handa fjölskyldu
og vinafólki og alltaf var jafngaman
að fara með þér upp á loft að skoða
listaverkin þín.
Mikið er ég þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum saman í vor og í sumar
meðan þú varst hérna fyrir sunnan.
Þó svo að þú værir orðin veik þá hélt
ég alltaf að þú myndir ná þér og ekki
hefði ég trúað því að þú yrðir dáin
tveim mánuðum síðar. Þegar þú lást á
Landspítalanum varstu spurð hvort
það ætti að reyna að setja hjartað þitt
í gang aftur ef það stoppaði. Þú varst
ekki ánægð með þessa spurningu og
sagði að þú værir ekkert að fara, þú
ættir eftir að gera svo mikið fyrir
barnabörnin þín. Þetta lýsir því
hversu góð manneskja þú varst, alltaf
að hugsa um aðra.
Ég man alltaf þegar þú og afi voruð
að koma frá Kanaríeyjum þá biðum
við frændsystkinin spennt eftir ykkur
því við vissum að þið kæmuð hlaðin
gjöfum handa okkur.
Mér eru minnisstæð öll jólin sem
við héldum hátíðleg inni á Framnesi
með ykkur afa og síðustu árin hjá
okkur á Mýrargötunni. Jólatréð okk-
ar var svo fallegt allt skreytt með fal-
legu jóladóti sem þú hafðir föndrað og
gefið okkur.
En elsku amma mín, nú ertu farin
frá okkur og eftir sitja minningar um
yndislega ömmu sem við öll eigum
eftir að sakna svo mikið.
Ógleymanlegar eru allar sumarbú-
staðarferðirnar með ykkur afa og þú
spilaðir við okkur og sagðir okkur
sögur af þér þegar þú varst lítil. Sér-
staklega höfðum við gaman af sög-
unni af þér, þegar þú týndist tveggja
ára, er þú varst með fjölskyldunni
þinni að heyja úti í Litlu -Breiðuvík.
Mamma þín hafði verið að kveðja
frænku sína og á meðan hafðir þú
labbað í burtu. Allt í einu uppgötva
Tóta amma og Rósi afi að þú ert horf-
in. Hefst mikil leit og er leitað langt
fram á kvöld og ekki finnst þú. Farið
var að rökkva og einnig komin rign-
ing svo ákveðið var að bíða til morg-
uns. Gengnar voru fjörur og leitin bar
ekki árangur. En allt í einu birtist þú
labbandi niður hlíðina alheil og þurr
þó að rignt hefði alla nóttina. Sagt var
að huldukona hefði tekið þig til sín
þessa nótt og verndað þig og varst þú
eftir þetta kölluð huldukonan. Amma
sagði að þetta hefði komið í fréttunum
og þótti þetta stórfrétt.
Oft sagðir þú mér frá því er þú
passaðir okkur frændsystkinin yfir
nótt. Mamma hafði haft miklar
áhyggjur af mér vegna þess hversu
móðursjúk ég var. Eftir pössunina
hafðir þú oft orð á því að mamma
hefði ekki þurft að hafa þessar
áhyggjur af mér. Því Anna Rósa mín
var besta barnið á bænum og svaf alla
nóttina eins og engill.
Mikið er ég ánægð að eiga svona
margar fallegar minningar um þig al-
veg frá því ég var bara lítil stelpa.
Ég kveð með söknuði yndislega
ömmu sem umvafði okkur öll með
kærleika og hlýju.
Ég veit að það verður tekið vel á
móti ömmu, og þá sérstaklega Svanur
bróðir hennar sem hún reyndist svo
vel í veikindum hans. Enda sagði hún
mér eitt sinn að það hefði verið eitt
mesta áfallið í lífi hennar þegar hún
missti bróður sinn. Megi góður guð
styrkja Dóra afa og fjölskyldu.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Anna Rósa Finnsdóttir.
Hugurinn hefur hvarflað heim til
æskustöðvanna undanfarið sérstak-
lega þegar ljóst var í hvað stefndi hjá
henni Kötu á Framnesi. Margar
myndir birtast í huganum sem hægt
er að ylja sér við og jafnvel brosa út í
annað. Sérstaklega þegar ég minnist
unglingsáranna okkar Siggu. Kata
var nú yfirleitt frekar yfirveguð yfir
þessu en hafði stundum áhyggjur af
okkur en gat þó skemmt sér yfir sum-
um uppátækjum okkar.
Ég hef þekkt þau á Framnesi alla
mína ævi enda erum við Sigga Ósk
fæddar á sama ári, miklar vinkonur
og samgangur milli fjölskyldna okkar
töluverður sökum tengsla og nálægð-
ar.
Kata var ein af þessum konum sem
allt lék í höndunum á hvort sem það
var saumaskapur, alls konar handa-
vinna, garðvinna og margt fleira
mætti nefna. Ég veit að það er til
„Gosi sprellikarl“ á mörgum heimil-
um en það var eitt af samvinnuverk-
efnum á milli hennar og Dóra, hann
sagaði út og hún málaði.
Það er alltaf gott að koma á Fram-
nes og þar er alltaf vel tekið á móti
mér og mínum. Ég veit að það verður
öðruvísi að koma á Framnes nú þegar
Kata er ekki lengur til staðar en ég
kem áfram til með að heimsækja
Dóra þegar ég kem austur.
Ekki er hægt að minnast Kötu án
þessa tala um hann Dóra hennar. Yf-
irleitt nefndi maður þau í sömu setn-
ingunni „Kata og Dóri“. Til marks um
það má nefna litla sögu af því þegar
pabbi þurfti að fá lánaðan bíl hjá Dóra
og strákurinn minn fór með og spurði
hvert þeir væru að fara og pabbi sagði
að þeir væru að fara til Dóra. Stráksi
var ekki viss hver það væri og spurði:
„Hvaða Dóra“ og pabbi svaraði „Þú
veist, Kötu og Dóra“. Þá vissi stráksi
strax hver þessi Dóri var.
Ég hitti Kötu síðast í vetur þegar
hún kom suður í eina af læknisskoð-
unum sínum og við sátum tvær heima
hjá Siggu Ósk og áttum þar góða
stund saman og ekki grunaði okkur
þá að þetta væri í síðasta skiptið sem
við hittumst. Ég á eftir að sakna
hennar Kötu.
Elsku Dóri, Hinni, Ragna, Elmar,
Rósa, Rakel, Sigga mín, fjölskyldur,
systkini og aðrir aðstandendur og
vinir. Ég og fjölskylda mín sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur á
þessari sorgarstundu, við hefðum vilj-
að hafa hana Kötu miklu lengur hjá
okkur. Megi guð blessa minningu
hennar og veita ykkur styrk í sorg-
inni.
Kristín Kristinsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Katrín systir mín er látin.
Ég hélt að þinn tími væri ekki kom-
inn. Mér fannst að þú ættir mörg ár
eftir. Guð ræður förinni. Mig langar
að kveðja þig með nokkrum orðum.
Ég ætla að minnast þess tíma sem ég
dvaldi hjá ykkur Halldóri. Ég kom
fyrst á Framnes síðla sumars þegar
ég var á togaranum Agli rauða. Þá
var Hinrik sonur þinn nýfæddur og
var ég fyrstur í systkinahópnum okk-
ar sem sá hann. Ég man alltaf hvað þú
varst stolt með frumburðinn. Hann
hefur reynst þér vel, eins og öll börnin
þín.
Árið 1957 ákvað ég að læra vél-
virkjun í Neskaupstað. Ég bað um
húsnæði hjá ykkur og var það auðsótt
mál. Á Framnesi voru einnig foreldr-
ar Halldórs, svo og Hörður sonur
þeirra Höddi-vin. Við Hörður urðum
fljótt miklir vinir og áttum við margar
góðar stundir saman. Hann var léttur
og hvers manns hugljúfi. Þegar fram
liðu stundir og fjölskyldan stækkaði
var ákveðið að stækka húsið. Aldrei
var minnst á við mig hvort ég ætlaði
ekki að fara að leigja, en þrengsli voru
orðin nokkur. Ég var víst orðinn fast-
ur hluti í hópnum og litið á mig sem
einn af fjölskyldunni.
Alltaf talaðir þú til mín í hlýjum tón
og sagðir Viðar minn. Og ekki
skemmdi Dóri það. Mér leið svo vel
hjá ykkur að aldrei hvarflaði að mér
að leita annað. Katrín systir var mikil
listakona. Allt lék í höndum hennar
jafnt hannyrðir sem teikningar. Sem
dæmi má nefna að hún teiknaði öll
barnabörnin sín af mikilli snilld.
Margskonar leikföng bjó hún einnig
til. Margt fleira má nefna. Ég hef oft
leitt hugann að þeim tíma sem ég
dvaldi á Framnesi en auðvitað hefur
sá tími verið ofarlega í huga mínum
síðustu daga vegna þess sem nú hefur
gerst. Elsku systir mín, að leiðarlok-
um vil ég þakka þér allar góðu sam-
verustundirnar. Í návist þinni leið
mér vel. Það var svo stutt í fallega
blíða brosið þitt. Elsku Dóri og fjöl-
skylda. Þið hafið misst mikið. Ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem.)
Viðar Rósmundsson.
Katrín Rósmundsdóttir
✝ Hávarður Hálf-dánarson fædd-
ist á Þingeyri 18.
apríl 1923. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík að
morgni 4. sept-
ember síðastliðins.
Foreldrar hans voru
Hálfdán Ágúst
Bjarnason hús-
gagnasmiður, f.
1885, d. 1965, og Jó-
hanna Sigurð-
ardóttir húsmóðir,
f. 1886, d. 1957. Há-
varður ólst upp í Efri-Hruna til
ársins 1930, hjá hjónunum Jóni
Jónssyni, f. 1889, d. 1954, og Sig-
urbjörgu Guðmundsdóttur, f.
1881, d. 1967. Systkini Hávarðar
eru Jósep Ástráður, f. 1914, d.
1962, Guðbjörg Kristín, f. 1915, d.
1980, Bjarni, f. 1917, d. 1983, Her-
mann, f. 1918, Haraldur Leó, f.
1919, d. 2007, Guðjón Ásgeir, f.
1920, d. 1993, Kristjana Rósa, f.
börn og þrjú stjúpbörn. 4) Krist-
jana Guðbjörg, f. 1955, gift Ás-
geiri Sigurðssyni, f. 1946, hún á
þrjú börn og þrjú stjúpbörn. Afa-
börnin eru 14, langafabörnin 22
og eitt langalangafabarn.
Hávarður fæddist á Byggð-
arenda á Þingeyri og ólst upp í
Hvammi og í Efri-Hruna. Hávarð-
ur fór ungur til sjós og tók vél-
stjórapróf á Ísafirði 1943. Hann
hóf nám í skipasmíði við Iðnskóla
Ísafjarðar og lauk þaðan sveins-
prófi 1963. Hann vann við skipa-
smíði hjá M. Bernharðssyni frá
1945 með hléum en stundaði sjó-
inn lítillega á milli en síðustu ára-
tugina eingöngu hjá M. Bernharð-
ssyni eða þar til hann flyst til
Reykjavíkur 1976. Fer hann þá til
starfa hjá Sigurði Elíassyni í
Kópavogi, síðan í Slippinn hjá
Magnúsi Axelssyni 1980 og Tré-
smiðju Þorvaldar Ólafssonar í
Keflavík og síðar Byggðaverki og
Hurðaiðjunni í Reykjavík. Fer
hann á Hrafnistu árið 1997 og
dvelur þar til æviloka.
Útför Hávarðar verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
1921, d. 1999, og
Hreiðar Jóhann Gísli,
f. 1927. Systkini sam-
feðra eru Þorbjörg, f.
1911, d. 1935, Heið-
veig Árný, f. 1928,
Jóhanna Þorbjörg, f.
1930, Óskar Örn, f.
1931, og Nanna, f.
1933.
Hávarður kvæntist
31.12. 1967 Jóhönnu
Sigurveigu Jón-
asdóttur húsmóður,
f. 1924, d. 1974. For-
eldrar Jóhönnu voru
Jónas Sigurðsson, f. 1889, d. 1957,
og Karitas Elísabet Kristjáns-
dóttir, f. 1893, d. 1965. Börn Háv-
arðar og Jóhönnu eru: 1) Þorleif-
ur, f. 1945, sambýliskona Guðný
Þorsteinsdóttir, f. 1940, hann á
fjögur börn og þrjú stjúpbörn. 2)
Markús, f. 1948, kvæntur Svölu
Stefánsdóttur, þau eiga þrjú börn.
3) Gróa, f. 1953, gift Guðmundi
Gunnarssyni, f. 1950, hún á fjögur
Faðir okkar Hávarður, eða Varði
eins og mamma kallaði hann alltaf, er
látinn 84 ára að aldri. Okkur systk-
inin langar til að minnast hans í örfá-
um orðum og þakka honum fyrir
samfylgdina.
Pabbi var hagleiksmaður á tré og
járn og fór létt með að smíða skektur,
húsgögn og leikföng svo ekki sé
minnst á tunnustafina sem hann
smíðaði fyrir okkur og alvöru skíði,
skíðasleða, bíla, dúkkurúm o.m.fl.,
eða bara hvað sem var.
Hann gat smíðað allt.
Pabbi var greiðvikinn maður,
ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd
er til hans var leitað en eins og oft vill
verða lét hann sjálfan sig mæta af-
gangi.
Hann var mjög einmana maður
alla tíð og átti við sjúkdóm að stríða
sem markaði lífshlaup hans og hans
nánustu. Hann gat samt stundum létt
sér lífið með spili á gítar og harm-
onikku, hafði þá húmorinn í lagi og þá
var gaman.
Pabbi vann lengst af hjá skipa-
smíðastöð M. Bernharðssonar á Ísa-
firði og var mjög gaman að koma við
hjá honum er við áttum leið heim úr
skólanum og ekki var leiðinlegt ef
eitthvað var eftir í bitaboxinu hans og
við gátum gætt okkur á því.
Víst er og það við vitum núna að
hann gaf okkur oft allt nestið sitt.
Eins var mjög gaman er hann kom
heim með slippsleðann og við krakk-
arnir í hverfinu settumst öll á hann
og renndum okkur allt hvað af tók
fram á rauðakvöld, eða reiðhjólið sem
systurnar lærðu að hjóla á og ósjald-
an reiddi hann okkur á því heim.
Svo var líka gaman að fara með
honum í berjamó í Hvamm.
Þar var hann á heimavelli.
Gaman hafði hann af að segja okk-
ur ævintýrið um Dýra og gullkisturn-
ar hans en uppi á fjallstoppnum átti
að hanga lykill á toppnum sem gekk
að þeim.
Þótt við vissum að þetta væri þjóð-
saga þótti okkur þetta afar skemmti-
leg saga.
Og allar sunnudagsferðirnar okkar
inn í Súðavík voru líka notalegar hjá
bæði afa og ömmu og Gunnu frænku
og Ragga.
Já víst er margs að minnast eftir
langa ævi.
En tíminn líður hratt.
Liðin eru 33 ár frá láti móður okk-
ar, sem markaði okkar bernskuspor
líka, og hefðu þau átt 40 ára hjúskap-
arafmæli nú um áramótin en þau
giftu sig eftir rúmlega tuttugu ára
sambúð.
Í seinni tíð eftir að pabbi kom á
Hrafnistu var hann orðinn mjög sátt-
ur við það og leið vel og sagði alltaf að
það væri vel hugsað um sig og gott að
njóta félagsskapar annarra vist-
manna.
Nú væri hann ekki lengur einn.
Við gætum endalaust rifjað upp
gamla daga en nú er komið að leið-
arlokum og við kveðjum pabba okkar
með hjartans þökk fyrir umburðar-
lyndið sem hann sýndi okkur og skilj-
um sátt.
Við söknum þín og biðjum algóðan
Guð að taka vel á móti þér og gefa þér
frið, vertu sæll að sinni.
Þorleifur, Markús, Gróa og
Kristjana.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund. Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig, t.d. þegar þú spilaðir á
harmonikkuna fyrir mig, og þegar ég
var að hjálpa þér að toga úr þér tönn,
þú settir band utan um tönnina og
réttir mér bandið og sagðir mér að
hlaupa af stað.
Elsku afi, allar minningar um þig
ætla ég að geyma vel í hjarta mínu.
Góða ferð elsku afi.
Þín
Ólöf
Hávarður Hálfdánarson