Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 35
✝ Guðrún Þorgrímsdóttir fædd-ist á Raufarfelli, Austur-
Eyjaföllum, 6.nóvember 1916.
Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
þann 13. september síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Þor-
grímur Þorvaldsson, bóndi á
Raufarfelli, f. í Brennu undir V-
Eyjafjöllum 23. 11. 1886 og kona
hans Guðfinna Runólfsdóttir f. í
Hörgslandskoti á Síðu 26.1. 1883.
Systkyni Guðrúnar eru Jónína
Guðný Þorgrímsdóttir f. á Ysta-
Bæli 9. 3. 1913, d. 24. 11. 2002.
Kristín Lilja, f. á Raufarfelli 17.
11. 1919, d.17. 2. 1923. Þorvaldur
f. á Raufarfelli 19. 11. 1925.
Sonur Guðrúnar er Kristinn
Heiðar Jónsson f. 25. 7. 1944.
Faðir hans Jón Valdimarsson f.
25. 9. 1915 á Norðfirði, d. 7. 1.
1950 við Vestmannaeyjar. Guð-
rún fór í vist til Vestmannaeyja
og síðar Reykjavíkur. Fluttist til
Hafnarfjarðar 1954 og stundaði
þar fiskvinnslu upp frá því til
1986.
Jarðarförin fer fram frá Ey-
vindarhólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Ég kynntist Guðrúnu frænku
minni strax á barnsaldri og alla tíð
síðan áttum við gott samband. Við
áttum ýmis sameiginleg áhugamál,
eins og frímerkja- og myntsöfnun
auk áhuga á sveitinni og því sem þar
var að gerast.
Guðrún var einstaklega heilsteypt
og vönduð manneskja. Henni var
mikið í mun að gera skyldu sína í
samfélaginu og láta sitt ekki eftir
liggja. Hún var stórlynd og gat verið
nokkuð stjórnsöm og ákveðin en að
baki lá ætíð góður hugur. Hún var
raungóð og trygglynd.
Guðrún var einnig mjög gestrisin
og gjafmild kona og gerði sér far um
að leggja ríflega af mörkum til líkn-
armála, bæði til félagasamtaka og
einstaklinga. Þessir eiginleikar í fari
Guðrúnar gerðu það að verkum að
hún eignaðist stóran og tryggan
vinahóp sem heimsótti hana reglu-
lega.
Þó svo að Guðrún gæti verið
ströng löðuðust börn að henni og
fundu alltaf velvildina og hlýjuna í
gegnum ákveðið viðmótið. Börnin
þurftu ekkert að vera skyld henni
eða tengd á nokkurn hátt til að fá hjá
henni góðar viðtökur.
Guðrún reyndist mér eins og svo
mörgum öðrum afskaplega vel. Það
var lán að fá að kynnast henni. Ég
þakka henni samfylgdina.
Guðni Þorvaldsson.
Að eignast traustan og góðan vin
er mikil gæfa og forréttindi sem
seint verða fullþökkuð. Guðrún skip-
aði stóran sess í okkar fjölskyldu.
Gunna, eins og hún var oftast kölluð,
kærði sig ekki um athygli fjöldans,
en naut sín best með góðum vinum
sínum og fjölskyldu. Við hjónin höf-
um vart kynnst annarri eins tryggð
og hún sýndi þeim, og það finnst
okkur lýsa manngæsku hennar best.
Heimili hennar var einstaklega hlý-
legt og var hún ávallt höfðingi heim
að sækja. Hún átti alltaf eitthvað
gott að bjóða gestum sínum og
Gunna var vinmörg og dáð.
Fyrir henni var tilgangur lífsins
að láta gott af sér leiða og að rétta
þeim hjálparhönd sem minna máttu
sín. Okkar kynni við Gunnu hafa var-
að í yfir fjörutíu ár. Gunnlaugur
vann hjá fiskveiðihlutafélaginu Ven-
usi og þar vann Gunna einnig. Þar
kynntust þau, hún varð fjölskyldu-
vinur og entist sú vinátta okkar alla
tíð síðan og bar aldrei skugga á.
Gunna var þvílík hamhleypa til
verka og vann hún mikið alla ævina
við ýmiskonar störf. Hún byggði sér
íbúð í Háukinn og hefur það trúlega
verið átak fyrir einstæða móður með
einn son. Þar hófst nýtt líf fyrir þau
mæðgin, Gunnu og Heiðar, og þegar
þau fluttu í nýju íbúðina breyttust
aðstæður þeirra til hins betra. Síðar
byggðu þau í sameiningu nýtt hús á
Víðivangi 2, og þar voru tvær íbúðir
þannig að hún gat dvalist þar hjá
syni sínum, Heiðari, allt þar til hún
fór á Hrafnistu þegar aldurinn færð-
ist yfir. Við höfum margs að minnast
um Gunnu. Hún og Heiðar hafa allt-
af verið einstaklega góð við börnin
okkar og hafa gefið þeim margt. Þær
eru eftirminnilegar ferðirnar sem
börnin okkar fóru í sveitina að Rauf-
arfelli, það var alltaf mikið ævintýri.
Gunna var líka einstaklega næm.
Einn morguninn þegar Gunnlaugur
kom og sótti hana í vinnuna, tíu dög-
um áður en dóttir okkar Kristín
Fjóla fæddist, lýsti Gunna fyrir hon-
um ófæddri dótturinni eins og hún
hafði birst henni í draumi um nótt-
ina. Kom það síðan allt nákvæmlega
heim og saman þegar Kristín Fjóla
fæddist. Voru þær upp frá þessu nær
óaðskiljanlegar. Við fengum alltaf
sendan á þessum degi kúfaðan disk
af pönnukökum og fylgdi auðvitað
rjómi með. Það leið ekki sá afmæl-
isdagur hjá börnunum okkar öll
þessi ár að hún sendi okkur ekki þær
bestu pönnukökur sem við höfum
nokkurn tíma fengið. Það var ótrú-
legt.
Síðustu fjögur ár voru líkams-
kraftar Gunnu farnir að þverra og
dvaldi hún því á hjúkrunardeild
Hrafnistu í Hafnarfirði. Gunna mat
mikils þá umönnun sem hún fékk
notið þar og eiga allir þeir sem önn-
uðust hana þakkir skildar fyrir. Þeg-
ar stór hluti af lífi manns hverfur er
skilið eftir stórt skarð, en dagur er
að kveldi kominn hjá Guðrúnu og við
biðjum henni Guðs blessunar á nýrri
vegferð. Við þökkum af alhug að hafa
fengið að kynnast hennar gjöfulu og
hlýju vináttu, og biðjum Guð að
styrkja Heiðar í söknuði hans.
Steinunn og Gunnlaugur Fjólar.
Okkur systkinin langar til þess að
kveðja Gunnu frænku okkar með
nokkrum orðum.
Gunnu var fátt óviðkomandi er
kom að ástvinum hennar, hvort sem
það var um gjörðir okkar, nafngiftir
á börnum eða jafnvel okkar eigin
nöfn að ræða. En íhlutun Gunnu var
okkur engu síður kær, því við vissum
að að baki hennar bjó mikill kær-
leikur og umhyggja í okkar garð og
með henni var Gunna í raun að
ganga úr skugga um að við værum
að fá það allra besta sem lífið gæti
veitt okkur.
Gunna frænka var afar hjartahlý
manneskja sem bar velferð ástvina
sinna fyrir brjósti, hvort sem það
voru ættingjar eða vinir. Heimili
Gunnu og Heiðars var öllum ávallt
opið og vel var tekið á móti gestum
með köldu appelsíni og Mackintosh
molum.
Kær minning okkar systkinanna
um Gunnu er af henni sitjandi í bláa
stólnum við eldhúsborðið á Víðivang-
inum og oftar en ekki að kljúfa syk-
urmola með naglbít.
Nú er kær ástvinur farinn frá okk-
ur sem er sárt saknað. Við þökkum
þér, Gunna, fyrir alla góðvildina sem
þú hefur sýnt okkur.
Guð geymi þig.
Krakkarnir í Klausturhvammi.
Elsku Gunna mín góða. Ég þakka
fyrir það hvað ég var heppin að fá að
kynnast þér og njóta samverunnar
með þér. Hjá þér vildi ég helst vera
öllum stundum. Ég minnist allra
góðu stundanna sem ég átti hjá ykk-
ur Heiðari og hvað það var alltaf jafn
notalegt að koma til þín. Ekki var ég
gömul þegar við sátum saman í eld-
húsinu í Háukinn, spiluðum Ólsen og
fengum okkur kaffi með sykurmola.
Þú bakaðir bestu pönnukökur í
heimi og ekki voru heimatilbúnu flat-
kökurnar síðri. Alltaf var komið með
heilu staflana af ljúffengum pönnu-
kökum frá þér þegar ég átti afmæli
og þeim sið hélstu áfram fyrir syni
mína Steinar og Loga, og það kunnu
allir vel að meta.
Þú varst einstök kona, sem aldrei
kvartaðir og vildir öllum vel. Fjöl-
skylda þín og vinir héldu ávallt mikla
tryggð við þig og Heiðar, því betra
fólk er vart hægt að finna. Sumarið
2003 fæddist dóttir mín, Guðrún
Heiða, en ég hafði ákveðið nafnið
þegar ég var lítil. Þetta var sumarið
sem þú fórst á Hrafnistu, en hvað þú
varst ánægð þegar hún birtist, og
hún var litli sólargeislinn þinn. Guð-
rún Heiða kvaddi þig í kistunni og sá
hvað það var mikill friður yfir þér.
Hún strauk kinn þína blítt, og sagði
að nú værir þú komin til englanna.
Á Hrafnistu var vel hugsað um þig
af yndislegu starfsfólki og það sást
hversu góðan son þú áttir, því hann
annaðist þig vel og heimsótti hvern
einasta dag. Elsku Heiðar, ég bið
Guð að styrkja þig í sorg þinni. Að
lokum langar mig að þakka þér fyrir
allt, elsku Gunna, og mun ég sakna
þín mikið. Ég man þau ófáu skipti er
ég gisti hjá þér og þú fórst með þessa
bæn með mér fyrir svefninn:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Kristín Fjóla.
Guðrún
Þorgrímsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát
og útför bróður okkar, mágs og frænda,
HELGA SKÚLASONAR,
Kleifarvegi 8,
Reykjavík.
Sigfús Skúlason, Barbara Ármanns,
Hilmar Skúlason,
Gísli Skúlason, Anna Fjalarsdóttir
og bræðrabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA KOLKA ÍSBERG,
Huldulandi 1,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans Landakoti
aðfaranótt fimmtudagsins 20. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Páll Kolka Ísberg, Ásta Bárðardóttir,
Baldur Ingi Ísberg, Ósk Þorsteinsdóttir,
Guðbrandur Árni Ísberg, Bjarni Viðar Sigurðsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LILLÝ KRISTJÁNSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést fimmtudaginn 20. september að Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Jarðaförin verður auglýst síðar.
Karl Harrý Sigurðsson, Hrönn Helgadóttir,
Ari Guðmundsson, Fríður Sigurðardóttir,
Kristjana G. Guðmundsdóttir, Jonathan Motzfeldt,
Guðrún Guðmundsdótttir, Guðmundur E. Hallsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
SKARPHÉÐINN NJÁLSSON
frá Þingeyri,
lést þriðjudaginn 18. september á öldrunardeild
Heilbrigðistofnunar Ísafjarðarbæjar.
Guðrún Markúsdóttir.
✝
HAUKUR GUÐMUNDSSON
frá Kvígindisfelli,
Austurbrún 4,
Reykjavik,
andaðist á Landakotsspítala miðvikudaginn
19. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
27. september kl. 13.00.
Systkini hins látna og aðrir aðstandendur.✝
Útför okkar ástkæru
SVÖVU MAGNEU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Mánatúni 2,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 13. september, verður gerð frá
Háteigskirkju mánudaginn 24. september kl. 15.00.
Hjartans þakkir til lækna og alls starfsfólks deildar
A6 fyrir frábæra umönnun.
Þökkum öllum sem hafa hjálpað okkur og stutt á
erfiðum tímum.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra ættingja,
Magnús Stefánsson, Halla Stefánsdóttir,
Þorleifur V. Stefánsson.
✝
Elsku litla dóttir okkar, systir, barnabarn, barna
barnabarn og frænka,
VÉDÍS EDDA PÉTURSDÓTTIR
til heimilis að
Öldubakka 29,
Hvolsvelli,
lést á Barnaspítala Hringsins 20. september.
Jarðsett verður frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn
29. september kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta
Barnaspítala Hringsins njóta þess.
Pétur Halldórsson, Birna Sigurðardóttir,
Sigurður Anton Pétursson,
Agnes Hlín Pétursdóttir,
Halldór Óskarsson, Edda Guðlaug Antonsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Kristín Elínborg Þorsteinsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN KARITAS SÖLVADÓTTIR
frá Sléttu í Sléttuhreppi,
lést að heimili sínu að Hrafnistu í Reykjavík
fimmtudaginn 20. september.
Sigríður G. Sigurjónsdóttir, Gunnar Kristinsson,
Sigrún Gunnarsdóttir,
Sólveig K. Gunnarsdóttir,
Sigurður K. Gunnarsson
og barnabarnabörn