Morgunblaðið - 22.09.2007, Page 38
38 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN|KIRKJUSTARF
AKRANESKIRKJA: | Sunnudagskólinn
kl.11. Umsjón hafa Hanna Vilhjálmsdóttir
og María Rut Baldursdóttir. Fyrsta skiptið
á þessu hausti. Sóknarprestur.
AKUREYRARKIRKJA: | Messa kl. 11.
Messuheimsókn frá Ólafsvík, sr. Magnús
Magnússon sóknarprestur í Ólafsvík þjón-
ar ásamt sr. Svavari A. Jónssyni og sr.
Óskari H. Óskarssyni. Kórar kirknanna
syngja undir stjórn Lenu og Eyþórs Inga.
Veronica Osterhammer syngur einsöng.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir.
Allir velkomnir.
ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11
sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Kriszt-
ina Kalló organisti stjórnar kórnum sem
leiðir safnaðarsöng. Eftir guðsþjónustuna
verður formleg opnun á listsýningu í and-
dyri kirkjunnar. Sýnd verða tvö verk eftir
Georg Guðna Hauksson listmálara.
ÁSKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús
Ragnarsson. Leiðtogarnir Elías og Hildur
Björg sjá um sunnudagaskólann. Komið
og njótið gefandi morgunstundar í góðum
félagsskap í kirkjunni. Kaffisopi eftir
messu. Sóknarprestur.
BESSASTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 11.
Álftaneskórinn syngur undir stjórn Bjarts
Loga Guðnasonar, organista. Sr Friðrik J
Hjartar þjónar. Fermingarbörn lesa ritning-
arlestra. Sunnudagaskóli á sama tíma í
sal Álftanesskóla. Nýtt efni. Nýir leiðtogar.
Fjölmennum í kirkjustarfið. Allir velkomnir!
BESSASTAÐASÓKN: | Sunnudagaskóli í
hátíðarsal Álftanesskóla kl. 11. Nýju leið-
togarnir Matta, Snædís, Bolli og Sunna
munu kenna nýja söngva. Það verður leik-
rit og biblíufræðsla. Að lokinni stundinni
verður hressing og áframhaldandi sam-
félag. Allir velkomnir.
BRAUTARHOLTSKIRKJA: | Messa í Braut-
arholtskirkju sunnudaginn 23. sept. kl.
11. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur.
BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Juli-
an Isaacs. Barnaguðsþjónusta á sama
tíma í umsjá Lindu, Jóhanns og Nínu
Bjargar. Hressing í safnaðarsal eftir
messu.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11.
Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna, Af-
ar, ömmur, pabbar og mömmur hvött til
þátttöku. Guðsþjónusta kl. 14 Sigurður
Örn Einarsson yfirmaður Frímúrararegl-
unnar á Íslandi flytur prédikun dagsins.
Fjölnisbræður annast lestra. Molasopi eft-
ir messu. Pálmi Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Yrsa Þórðardóttir. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur.
Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma.
Léttar veitingar að messu lokinni.
( www.digraneskirkja.is )
DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa sr. Karl Sig-
urbjörnsson biskup prédikar, prestar
Dómkirkjunnar þjóna fyrir altari. Dómkór-
inn syngur organisti er Marteinn Frið-
riksson.
Barnastarf í umsjá æskulýðsleiðtoga á
kirkjuloftinu meðan á messu stendur.
Kl. 20 Æðruleysismessa, sr. Karl V. Matt-
híasson prédikar, sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson leiðir. Bræðrabandið og Anna Sig-
ríður Helgadóttir sjá um tónlistina.
EYRARBAKKAKIRKJA: | Guðsþjónusta
23/9 kl. 11.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta
kl. 11 í Fella- og Hólakirkju. Prestur sr.
Svavar Stefánsson. Þorvaldur Hall-
dórsson, tónlistarmaður syngur og leiðir
almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskóli
á sama tíma í umsjá Sigríðar Stef-
ánsdóttur. Fjölbreytt og skemmtileg dag-
skrá. Verið öll innilega velkomin.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Góð og
skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna.
Umsjón hafa Sigríður Kristín, Skarphéðinn
og Örn.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Leikmanna-
guðsþjónusta og barnastarf kl. 14. Carl
Möller og Anna Sigga leiða almennan
safnaðarsöng, en Nanda María leiðir
helgistundina og hugleiðir í kirkjunni. Pét-
ur og Móeiður fara með börnunum í
Sunnudagaskólann í Safnaðarheimilinu
þar sem helgisagan verður sögð, sungið
og leikbrúður heimsækja.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl.
11. Söngur, kennsla, Biblíusögur og leikir.
Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma
kl. 14 þar sem Helga R. Ármannsdóttir
prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð,
barnastarf, brauðsbrotning. Að samkomu
lokinni verður kaffi og samfélag. Allir vel-
komnir!
FÍLADELFÍA | English service at 12:30pm.
Entrance from the main door. Everyone is
Welcome.
Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. G.
Theodór Birgisson, Gömlu góðu sálmarnir
sungnir. Barnakirkja fyrir 1-13 ára. Allir eru
hjartanlega velkomnir. Bein úts. á Lindinni
og www.gospel.is Samkoma á Omega frá
Fíladelfíu kl. 20:00 filadelfia@gospel.is
GLERÁRKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og
Pétur Björgvin Þorsteinsson þjóna.
Barnakór Glerárkrikju syngur undir Stjórn
Ástu Magnúsdóttur. Organisti Valmar
Valjaots.
Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist kl.
20.30
Krossbandið leiðir söng.
Grafarholtssókn | Sunnudagaskóli kl. 11 í
Ingunnarskóla, Þorgeir, María og Anna sjá
um stundina. Messa kl. 11 í Þórðarsveig
3, prestur séra Sigurjón Árni Eyjólfsson,
organisti Hrönn Helgadóttir, Kirkjukór
Grafarholtssóknar syngur. Kirkjukaffi eftir
messu í umsjá foreldra fermingarbarna.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir alt-
ari. Ásta Pétursdóttir guðfræðinemi pré-
dikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org-
anisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
GRAFARVOGSKIRKJA - Borgarholtsskóli:
| Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Lena Rós
Matthíasdóttir. Umsjón: Hjörtur og Rúna.
Undirleikari: Stefán Birkisson. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 í Borgarholtsskóla. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Gunnar og
Díana. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson.
GRENSÁSKIRKJA: | Morgunverður kl. 10-
10.40. Bænastund kl. 10.15. Barnastarf
kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu og fl.
Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til
Hins ísl. Biblíufélags. Messuhópur þjónar.
Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Org-
anisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólaf-
ur Jóhannsson. Molasopi eftir messu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: |
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjón-
usta kl. 11. Nýstofnaður kór Hafnarfjarð-
arkirkju, A Cappella, syngur. Prestur Þór-
hallur Heimisson. Kantor Guðmundur
Sigurðsson. Predikunarefni: Hvað viltu
mér, Kristur?
HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa og barna-
starf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu
Ágústsdóttur og messuþjónum. Drengja-
kór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Org-
anisti Hörður Áskelsson.
HÁTEIGSKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta og
messa kl. 11.
Umsjón með barnaguðsþjónustu Erla
Guðrún og Páll Ágúst. Organisti Douglas
A. Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson.
HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Íris
Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj-
unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org-
anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudaga-
skóli kl. 13. Við minnum á bæna- og
kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og Opið
hús á fimmtudag kl. 12-14 (sjá einnig á
www.hjallakirkja.is).
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Al-
menn samkoma kl. 17. Rannvá Olsen tal-
ar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík: | Sam-
koma sunnudag kl. 20. Ræðumaður:
Wouter van Gooswilligen. Umsjón: Harold
Reinholdtsen. Heimilasamband fyrir kon-
ur mánudag kl. 15. Lofgjörðarsamkoma
fimmtudag kl. 20 í umsjá Birgitte Rein-
holdtsen.
HVERAGERÐISKIRKJA: | Sunnudagaskóli
kl. 11. Sóknarprestur.
ÍSLENSKA KIRKJAN Í SVÍÞJÓÐ: | Gauta-
borg: Guðsþjónusta kl. 14. í V-
Frölundakirkju. Íslenski kórinn í Gauta-
borg syngur undir stjórn Kristins Jóhann-
essonar. Organisti Tuula Jóhannesson.
Hrefna Þengilsdóttir og Orri Pétursson
bera nýfæddan son sinn til skírnar. Kirkju-
kaffi. Prestur sr. Ágúst Einarsson.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt
barnastarf kl. 11. Einnig fræðsla fyrir full-
orðna. Samkoma kl. 20 með mikilli lof-
gjörð og fyrirbænum. Kent Langworth pre-
Guðspjall dagsins:
Sonur ekkjunnar í Nain.
(Lúk.7)
Morgunblaðið/ArnaldurGrensáskirkja.
Bústaðakirkja -
starf eldri borgara
Miðvikudaginn 26. september verð-
ur starf eldri borgara í Bústaða-
kirkju, kl. 13.00-16.30. Spilað og
föndrað. Gestir úr kirkjukórnum
koma í heimsókn.
Fullorðinsfræðsla
Hafnarfjarðarkirkju
Árið 2004 var sett á stofn Fullorð-
insfræðsla Hafnarfjarðarkirkju
með það að markmiði að halda að-
gengileg námskeið fyrir almenning
um trú og lífsskoðanir í samtím-
anum, siðfræðileg álitamál og mál-
efni fjölskyldunnar.
Á þessum árum sem liðin eru hef-
ur starfsemin farið vaxandi og sí-
fellt fleiri nýta sér þessa þjónustu
kirkjunnar. Í haust verða haldin tvö
stórnámskeið á vegum Fullorð-
insfræðslu Hafnarfjarðarkirkju.
Annað er hjónanámskeiðið sí-
vinsæla sem yfir 10.000 manns hafa
sótt. Kallast það „Jákvætt nám-
skeið um hjónaband og sambúð“.
Þetta er ótrúlegur fjöldi enda hefur
hjónanámskeiðið verið haldið leng-
ur en sem nemur starfsemi Fullorð-
insfræðslunnar, eða allt frá árinu
1996. Hjónanámskeiðið er haldið
þrisvar í haust, í september, októ-
ber og nóvember. Hitt stóra nám-
skeið Fullorðinsfræðslunar ber
heitið „Hvað viltu mér Kristur“?
Þar verður fjallað um kristna trú
og lífsskoðun í samtímanum út frá
mörgum sjónarhornum og einnig
varpað ljósi á kjarnahugtök trú-
arinnar, sögu þeirra og mótun.
Fjölmargir gestafyrirlesarar koma
að því námskeiði. Hefur það verið
haldið einu sinni áður og var þá
mjög fjölsótt. Eftir áramót taka síð-
an við námskeið um önnur trúar-
brögð en kristni auk hjóna-
námskeiðanna sem eru starfrækt
allan veturinn. Þá verður líka hald-
ið sérstakt námskeið sem kallast
„Orðabók leyndardómana“ þar sem
tekið verður á margskonar dul-
speki og leynitáknum, leynireglum
og „myrkum fræðum“.
Orðsending frá
Þorlákskirkju!
Fjölskyldumessa á sunnudaginn
Fjölskyldumessa verður nú á
sunnudaginn 23. sept. í Þorláks-
kirkju kl. 11 og má þá telja vetr-
arstarfið hafið. Þetta verður hvor-
tveggja í senn messa og
sunnudagaskóli. Í upphafi mess-
unnar fara börnin fram og hlýða á
sögur og lita. Þau fá nýtt efni frá
kirkjunni. Síðan syngja þau fyrir
hina fullorðnu. Það er Sigríður
Stefánsdóttir, nýr starfsmaður
kirkjunnar, sem ætlar að segja
börnunum sögur og hjálpa þeim að
lita og ýmislegt annað. Kirkjukór-
inn syngur og presturinn leggur út
af guðspjallinu. Þá talar hann um
vetrarstarfið og talar til vænt-
anlegra fermingarbarna og for-
eldra þeirra sem eru hér með boðuð
til messu.
Fermingarfræðsla byrjar sem
sagt í messunni og þá verður kynnt
bókin sem þau eiga að læra. Eftir
messu verða börnin skráð og stutt-
ur fundur með foreldrum þar sem
m.a. verður farið yfir ferming-
ardaga.
Foreldramorgnar! Bókasafnið og
kirkjan efna til samstarfs!
Foreldramorgnar kirkjunnar
verða að þessu sinni í Bókasafni
Ölfuss þar sem er huggulegt um-
hverfi fyrir börn og foreldra. Þeir
verða á þriðjudagsmorgnum milli
10 og 12. Allir foreldrar með börn
eru velkomnir (og reyndar óléttar
mæður einnig). Fyrsti morgunninn
25. september fer í skraf og ráða-
gerðir um það hvað skemmtilegt og
gagnlegt sé að gera. Kirkjan býður
upp á kaffi. Nú er bara að drífa sig
með barnavagninn út og aftur inn
að hitta aðra. Stundir einkum ætl-
aðar eldri borgurum verða mán-
aðarlega. Sú fyrsta miðvikudaginn
24. október kl. 16.30 í Þorláks-
kirkju. Þar mun sr. Auður Eir
koma og spjalla um kvenna-
guðfræði og fleira. Er Guð kona?
verður örugglega ein af þeim
spurningum sem hún fær. Bibl-
íuleshópurinn frá í fyrra kemur
saman um kvöldið ásamt Auði og
veltir fyrir sér konum í Nýja testa-
mentinu. Þessi stund verður aug-
lýst nánar.
Ýmislegt annað er í bígerð og
verður auglýst síðar.
Biblían, stjórnmálin
og staðleysur
Fimmtudaginn 27.september hefj-
ast í Breiðholtskirkju Biblíulest-
arar á vegum Leikmannaskóla
kirkjunnar og Reykjavíkuprófasts-
dæmis eystra sem bera heitið Bibl-
ían, stjórnmál og staðleysur. Kenn-
ari á námskeiðinu er sr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson héraðsprestur
dr.theol. og dr.theol.
Á námskeiðinu verður farið í
nokkra kjarnatexta í Nýja testa-
mentinu og um tengsl trúar og
stjórnmála. Í samhengi við þá um-
fjöllum verða skoðaðar hugmyndir
um þúsund ára ríkið sem greint er
frá í Opinberunarbók Jóhannesar
og. Einnig verður fjallað um
tveggja ríkja kenningu Lúthers í
ljósi orða Jesú. Til að varpa frekara
ljósi á viðfangsefnið verða líka
skoðaðar prédikanir eftir íslenska
kennimenn.
Kennt verður í Breiðholtskirkju
kl. 20 – 22 fimmtudaga frá 27. sept-
ember til 29. nóvember. Skráning
fer frá í síma 535 1500 eða á vef
Leikmannaskólans.
Tónlistarmessa
í Óháða söfnuðinum
Tónlistarmessa verður í kirkju
Óháða safnaðarins sunnudaginn 23.
september kl. 14 Einsöngvarinn
Einar Örn Einarsson mun flytja
nokkur lög og mun Magnús Viðar
Skúlason frá Gideonfélaginu pré-
dika. Boðið upp á kaffi og meðlæti
eftir messu. Allir velkomnir.
Sigurbjörn biskup
á kyrrðardegi í
Neskirkju
Kyrrðardagar eru dekurdagar fyr-
ir sálina. Í vetur verða kyrrð-
ardagar haldnir reglulega í Nes-
kirkju.
Fyrsti kyrrðardagur haustsins
verður eftir eina viku, 29. sept-
ember. Þá mun dr. Sigurbjörn Ein-
arsson, biskup, sjá um íhuganir og
fjalla um bæn og bænalíf. Dagskrá
hefst kl. 10 árdegis og lýkur um
16,30. Stjórnendur eru prestarnir
Halldór Reynisson og Sigurður
Árni Þórðarson.
Kyrrðardagur í borg er knappari
en margir dagar á kyrrðardaga-
setri eins og Skálholti. Dagskrá er
þéttari og aðlöguð tímaramma og
aðstæðum borgarkirkjunnar. En
Neskirkja rammar vel andblæ og
stillu, sem hæfir kyrrðardegi.
Hvernig væri að bregða sér á
kyrrðardag í Neskirkju 29. sept.?
Sigurbjörn er engum líkur! Skrán-
ing er í Neskirkju. Allir, sem hafa
áhuga á rækt hins innri manns og
andlegri heilbrigði, eru velkomnir.
Biskupsvísitasía
í Dómkirkjunni
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, prédikar við messu í Dómkirkj-
unni sunnudag kl. 11. Prestar Dóm-
kirkunnar sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson, sr. Hjálmar Jónsson
og sr. Þorvaldur Víðisson, æsku-
lýðsfulltrúi þjóna við messuna
ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni,
prófasti. Dómkórinn syngur við
stjórn Marteins H. Friðrikssonar,
dómorganista. Barnastarf er á
kirkjulofti á sama tíma.
Stóri
fjölskyldudagurinn
í Langholtskirkju
Fjölbreytt dagskrá verður fyrir
börn sem fullorðna frá kl. 11-14 á
kirkjudegi Langholtssafnaðar, 23.
september. Allir kórar kirkjunnar,
8 talsins með hátt á þriðja hundrað
manns, munu syngja bæði saman og
sér. KK syngur einnig í fjölskyldu-
guðsþjónustunni kl. 11 og Halldór
Gylfason leikari segir börnunum
sögu. Barnastarf verður fyrir
yngsta fólkið. Vilhjálmur Vil-