Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 39
dikar. Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði
kl. 20. www.kristur.is
KFUM og KFUK | Vaka verður á Holtavegi
28 kl. 20. Ræðumaður er sr. Íris Kristjáns-
dóttir. Lofgjörð og fyrirbæn. Allir eru vel-
komnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Hjörtur Hjartarson. Félagar
úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn-
aðarsöng. Organisti og kórstjóri Lenka
Mátéova. Barnastarf kl. 12.30. Umsjón
Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Kyrrð-
ar- og bænastund þriðjudag kl. 12.10.
Landspítali háskólasjúkrahús: Landakot
| Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Bjarni Al-
bertsson, organisti Ingunn Hildur Hauks-
dóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: | Stóri fjölskyldudag-
urinn. Fjölskyldumessa kl. 11 á kirkjudegi
safnaðarins. Allir kórar kirkjunnar syngja.
Fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna
frá kl. 11 - 14. Margir góðir gestir koma
fram. Leiktæki úti fyrir börnin. Pylsur og
kaffisopi. Kynning á safnaðar- og tónlist-
arstarfi kirkjunnar.
LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 11 messa og
sunnudagaskóli. Sr. Bjarni Karlsson pré-
dikar. Sunnudagaskólinn er í höndum sr.
Hildar Eirar Bolladóttur og hennar góða
samstarfsfólks.
Kl. 20 sálmar og gítar. Örn Arnarson
söngvari flytur sálma og fjallar um innihald
þeirra. (Sjá fréttatilk.)
LÁGAFELLSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Tónlistarflutning annast Heiða Árna-
dóttir, söngkona, Joachim Bandenhorst,
klarinett og Ananata Roosens, fiðlu,
ásamt kór Lágafellssóknar og Jónas Þórir.
Prestur Ragnheiður Jónsdóttir. Sunnu-
dagaskóli í kirkjunni kl. 13.
Umsjón Hreiðar Örn og Jónas Þórir.
LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11.
Nemendur úr Kórskóla Lindakirkju syngja
undir stjórn Keith Reed. Prestur er Bryndís
Malla Elídóttir.
MÖÐRUVALLAKIRKJA | Messa verður í
Möðruvallkirkju sunnudaginn 23. sept-
ember kl. 14. 140 ára afmæli kirkjunnar.
Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslu-
biskup á Hólum predikar og sóknarprestur
þjónar fyrir altari. Afmæliskaffi í Leikhús-
inu á Möðruvöllum eftir messu. Allir vel-
komnir. Sóknarprestur og sóknarnefnd.
NJARÐVÍKURKIRKJAk (Innri-Njarðvík): |
Sunnudagskóli kl. 11. Umsjón hafa Brynja
Vigdís Þorsteinsdóttir, Dagmar Kunákova
og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. Fyrsta
skiptið á þessum hausti.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn-
aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls-
son. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni
en fara síðan í safnaðarheimilið. Kaffi og
spjall á Torginu að messu lokinni.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: | Tónlistarmessa í
kirkju Óháða safnaðarins
Kl. 14. Einsöngvarinn Einar Örn Einarsson
mun flytja nokkur lög og Magnús Viðar
Skúlason frá Gideonfélaginu prédikar.
Maul eftir messu.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: | Messa
sunnudaginn 23. sept. kl. 14. Egill Ólafs-
son flytur sálmalög við undirleik Jónasar
Þóris. Börn sem ætla að taka þátt í ferm-
ingarundirbúningi í vetur eru sérstaklega
beðin að mæta. Gunnar Kristjánsson
sóknarprestur.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: | Messa í
Reynivallakirkju sunnudaginn 23. sept. kl.
14. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur.
SALT kristið samfélag |
Háaleitisbraut 58-60, 3 hæð. Saltaðar
samkomur kl. 17. Ræðumaður: Hermann
Bjarnason. Yfirskrift; ,,Hvers þjónar erum
vér“? Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Velkomin.
SELFOSSKIRKJA: | Selfosskirkja. 16.
sunnudagur eftir trinitatis. Messa kl. 11.
Barnasamkoma í safnaðarheimili kl.
11.15. Léttur hádegisverður á eftir at-
höfninni. Kirkjukór Selfoss undir stjórn
Jörgs E. Sondermanns, organista. Sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Sr.
Gunnar Björnsson.
SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl.
11. Söngur, saga, ný mynd í möppu! Al-
menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ást-
ráðsson prédikar. Kirkjukórinn leiðir söng-
inn. Organisti Jón Bjarnason.
SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjónusta
kl. 11. Kammerkór kirkjunnar leiðir tónlist-
arflutning undir stjórn Friðriks Vignis org-
anista. Fermingarbörn lesa ritningartexta
og Björn Kristinsson leikur á saxófón.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma og
minnum á æskulýðsfélagið kl. 20. Verið
velkomin. Sigurður Grétar Helgason.
STÆRRA-Árskógskirkja | Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir pró-
fastur prédikar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa kl. 11.
Sóknarprestur.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl.
11 í Veginum að Smiðjuvegi 5. Kennsla
fyrir alla aldurshópa. Bengt Wedemalm
kennir, lofgjörð og fyrirbæn. Létt máltið að
samkomu lokinni. Kl. 19 samkoma. Bengt
Wedemalm prédikar, lofgjörð, fyrirbænir
og samfélag í kaffisal á eftir. Allir vel-
komnir.
VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr.Jóna
Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir
altari. Kór kirkjunnar leiðir lofgjörðina und-
ir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili.
Hressing eftir messu safnaðarheimilinu.
Fermingarbörn og foreldrar hvött til þát-
töku.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Útvarps-
guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór og Stúlkna-
kór syngja. Stjórnendur: Úlrik Ólason og
Áslaug Bergsteinsdóttir. Einsöngur: Sig-
urður Skagfjörð. Sunnudagaskólinn kl.
11. Skemmtileg stund fyrir börn á öllum
aldri.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Sr. Skúli Ólafsson
annast prestsþjónustu. Kór kirkjunnar
leiðir söng undir stjórn Gunnhildar Höllu
Baldursdóttur organista. Meðhjálpari Ást-
ríður Helga Sigurðardóttir. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: | Fjölskyldumessa þ.e.
messa og barnastarf sunnudag kl. 11.
Börnin fá nýjar bækur. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og foreldra þeirra.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 39
hjálmsson borgarstjóri flytur ávarp
um kl. 13 og Ragnar Bjarnason og
Þorgeir Ástvaldsson taka lagið.
Leiktæki verða úti á lóð fyrir börn-
in og boðið verður upp á pylsur og
drykki í hádeginu. Myndarleg
kynning verður á hinu fjölþætta
safnaðar- og kórastarfi Langholts-
kirkju, en sérstakt átak er verið að
gera í því að kynna það starf sem
og tónleika kóranna. Er dagskráin
til vors tilbúin og verður henni
dreift. Allir eru velkomnir.
Sálmar og gítar
í Laugarneskirkju
Sunnudagskvöldið 23. september
kl. 20 mun söngvarinn og tónlist-
armaðurinn Örn Arnarson setjast
niður í kór Laugarneskirkju með
gítar og sálmabók við hönd til þess
að flytja áheyrendum sínum eft-
irlætis sálma sína. Mun Örn líka
fjalla um sálmana, inntak þeirra og
uppruna um leið og hann lýsir því
gildi sem þeir hafa í hans eigin lífi.
Laugarnessöfnuður býður upp á
tónleikana en við kirkjudyr verður
tekið við framlögum frá þeim sem
vilja styrkja þennan viðburð. Verið
velkomin í Laugarneskirkju.
Haustferð eldri
borgara í Laugarnes-
söfnuði á Þingvöll
Á fimmtudaginn 27. september
heldur starf eldri borgara í Laug-
arneskirkju í haustlitaferð til Þing-
valla.
Farið verður með rútu frá kirkj-
unni stundvíslega kl. 14. Far-
arstjórar verða sr. Bjarni Karlsson,
sóknarprestur, Sigurbjörn Þorkels-
son meðhjálpari og framkvæmda-
stjóri safnaðarins og Gunnhildur
Einarsdóttir kirkjuvörður. Einnig
verður sérstakur leiðsögumaður
með í för sem mun leiða okkur um
helstu sögustaði og rifja upp sögu
Þingvalla. Komið verður við á hótel
Valhöll þar sem rjúkandi kaffi og
dýrindis meðlæti bíður hópsins.
Áætluð heimkoma er á milli kl. 18
og 19.
Fullt verð fyrir rútu, veitingar og
fararstjórn er kr. 2.500 sem greið-
ast á staðnum. Þeir sem áhuga hafa
á að slást í för með okkur mæti ekki
síðar en korter fyrir tvö á fimmtu-
daginn við Laugarneskirkju.
Einnig viljum við geta þess að
samverur eldri borgara í Laug-
arneskirju verða síðan annan hvern
fimmtudag í safnaðarheimili kirkj-
unnar kl. 14-15.30. Þar er ætíð boð-
ið upp á vandaða dagskrá, kaffi og
meðlæti í boði safnaðarins.
12 sporin
í Kirkju Óháða
safnaðarins
12 spora starfið - andlegt ferðalag
er hafið í Kirkju Óháða safnaðarins
að Háteigsvegi 56. Fundirnir eru á
fimmtudagskvöldum klukkan
19.30-21.30. „Ferðalagið“ er ætlað
öllum sem vilja skoða líf sitt í nýju
og betra ljósi. Fólk þarf ekki að
tengjast neinum ákveðnum vanda-
málum eða fíkn til að taka þátt. Við
hvetjum alla til að mæta næstkom-
andi fimmtudag til að kynna sér
starfið.
Fundirnir eru „opnir“ til 11.októ-
ber, en þá þarf fólk að taka ákvörð-
un um hvort það verður með í allan
vetur.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
FRAMNESVEGUR - EINBÝLI
Sérlega sjarmerandi og vel staðsett, 121 fm einbýlishús á tveimur
hæðum, hæð og ris á þessum eftirsótta stað, Bráðræðisholtinu í
vesturbænum. Húsið er að mestu endurbyggt árið 1982. Falleg
gróin lóð og suðursólpallur. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, stofa,
borðstofa og sjónvarpshol í risi ásamt tveimur baðherbergjum sem
voru endurnýjuð árið 2003. Fallegar furufjalir á gólfum og málaður
panell á veggjum. Húsið er töluvert stærra en uppgefnir fermetrar
vegna súðar í risi. Í heild, mikið endurnýjað hús á einum
eftirsóttasta stað Reykjavíkur. Verð 49,5 millj.
Allar nánari uppl. veitir Hákon í síma 898-9396.
Traust þjónusta í 30 ár
HÁLFLEIKUR Í Mexíborg: Vis-
vanthan Anand hefur náð naumri
forystu á aldursforsetann Boris
Gelfand. 1. Anand (Indland) 5 v. 2.
Gelfand (Ísrael ) 4 ½ v. 3. Kramnik
(Rússland ) 4 v. 4. Grischuk Rúss-
land) 3 ½ v. 5. – 6. Leko (Ungverja-
land ) og Aronian (Armenía) 3 v. 7. –
8. Moresevich (Rússland) og Svidler
(Rússland) 2 ½ v.
Þetta mót fór afar rólega af stað.
Keppendum er þó öllum ljóst að að-
eins efsta sætið skiptir einhverju
verulegu máli. Þeir komu allir tím-
anlega til Mexíkó til að venjast lofts-
laginu en Armenann Aronian, sem
talinn var einn af sigurstranlegustu
keppendunum, hafa hrjáð ýmsar
pestir, mengun enda mikil í Mex-
íborg og margt að varast varðandi
mataræði. Aðal-aðstoðarmaður An-
ands er danski stórmeistarinn Peter
Heine Nielsen en jafnframt fylgir
Indverjanum sægur indverskra
blaða- og fréttamanna. Sigri Anand
væri kominn fram glæsilegur heims-
meistari.
Nokkuð á óvart virðist helsti
keppinautur hans vera ísraelski
stórmeistarinn Boris Gelfand. Gelf-
and hefur lengi verið í hópi sterkustu
skákmanna heims og tefldi t.d. á 1.
borði fyrir Sovétmenn á Ólympíu-
mótinu í Novi Sad 1990. Kramnik
sem kemur í þriðja sæti ætlar sér
örugglega stóra hluti á lokasprett-
inum. Aðrir hafa minni möguleika en
reikna má með að mótið vinnist á 9
vinningum þ.e. +4 eins og það stund-
um orðað eða meira. Það er til marks
um þær breytingar sem orðið hafa í
skákheiminum að árin 1959 og 1962
létu átta skákmenn sig ekki muna
um að tefla fjórfalda umferð á hinum
„ódauðlegu áskorendamótum“ .
Margar skemmtilegar skákir hafa
verið tefldar í Mexíkó t.d. var sigur
Kramniks yfir Morosevich sérlega
glæsilegur.
Sigurskák Anands yfir Grischuk í
sjöundu umferð er hinsvegar skín-
andi dæmi um léttleikandi stíl „tíg-
ursins frá Madras“ eins og Anand er
stundum kallaður. Hann sniðgengur
Marshall-árásina, sem kom upp í sig-
urskák hans yfir Svidler í fimmtu
umferð, og eftir fremur óvenjuleg
uppskipti á drottningarvæng stóð
Grishuk skyndilega eftir með lam-
aðan riddara á b4 og biskup sem
haldið var úti af peðum hvíts. En
Grischuk gerði ýmislegt til að hrista
upp í stöðunni. Eftir drottningar-
uppskipti og 30. .. g5 virtist hann til
alls vís en þá hristi Anand fram úr
erminni nokkra bráðsnjalla peðs-
leiki: 31. h4, 34. h5, 35. h6+ og 37. g5.
Fertugasti leikurinn, Hf6 gerir svo í
reynd út um taflið því 40. .. Hxf6 41.
gxf6+ Kxf6 strandar vitaskuld á 42.
Rd7+ og hrókurinn fellur:
HM Mexíkó 2007, 7. umferð:
Wisvanathan Anand – Alexander
Grischuk
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3
O-O 8. a4 b4 9. d3 d6 10. Rbd2 Ra5
11. Ba2 c5 12. c3 Rc6 13. d4 bxc3 14.
bxc3 exd4 15. cxd4 Rb4 16. Bb1 Bg4
17. h3 Bh5 18. g4 Bg6 19. d5 Rd7 20.
Rc4 Hb8 21. Bf4 Rb6 22. Rxb6 Hxb6
23. Rd2 Bg5 24. Bxg5 Dxg5 25. Rc4
Hbb8 26. Dd2 Dxd2 27. Rxd2 f6 28.
Rc4 Hfd8 29. f4 Bf7 30. Ha3 g5 31.
h4 gxf4 32. Hf3 Be8 33. Hxf4 Kg7
34. h5 Bxa4 35. h6+ Kxh6 36. Hxf6+
Kg7 37. g5 Hf8 38. Hxd6 Bc2 39.
Re5 Hf4
40. Hf6 Hxh4 41. d6 Bxb1 42.
Hxb1 Hxe4 43. Hf7+ Kg8 44. He7
Hd8 45. Hd1 c4 46. d7 Hf4 47. Hf1
Hff8 48. Hxf8+ Kxf8 49. Hxh7 c3 50.
Rg6+ - og svartur gafst upp. Eftir
50. .. Kg8 51. Hh8 Kg7 52. Hd8 og 53.
Hc8 er eftirleikurinn auðveldur.
Evrópumót ungmenna
í Króatíu
Íslendingar eiga þrjá kependur á
Evrópumóti ungmenna sem nú
stendur yfir í Sbinek í Króatíu.
Hjörvar Steinn Grétarsson fór af
stað af miklum krafti og vann þrjár
fyrstu skákir sínar. Hann var með 4
vinninga af fimm mögulegum en tap-
aði slysalega í sjöttu og sjöundu um-
ferð og á því ekki lengur möguleika á
verðlaunasæti í flokki pilta 14 ára og
yngri.
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
er með þrjá vinninga af sjö mögu-
legum í flokki stúlkna 16 ára og
yngri og Sverrir Þorgeirsson einnig
með þrjá vinninga í flokki pilta 16
ára og yngri.
Evrópumótið er geysilega sterkt
og mikill meirihluti keppenda frá
Austur-Evrópu.
Anand einn efstur
SKÁK
HM í Mexíkó
13. – 28. september
Sigurstranglegur Wisvanatahan Anand að tafli í Mexókó. Við skákborðið blaktir sjaldséð jurt, paradísarblómið.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.