Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 43
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 43
FRÉTTIR
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Breiðfirðingabúð | Fundur verður haldinn
mánudaginn 1. okt. kl. 20. Gestur fundarins
verður Þórhallur Guðmundsson miðill.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsfundur
verður í dag kl. 14, í félagsheimilinu Gullsmára
13.
Félag eldri borgara Kópavogi | Skráning er
hafin í félagsmiðstöðvunum í haustlitaferð 4.
október nk. Brottför frá Gullsmára kl. 13.15 og
Gjábakka kl. 13.30. Leið: Heiðmörk - Nesjavellir
- Ýrafoss - að Þingvallavatni. Kaffihlaðborð
Valhöll - síðan dansað. Ekið í Bolabás - Hakið -
Kjósarskarðsveg - Kjós og Kjalarnes.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9.
Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga eru
opnar vinnustofur með og án leiðsögn, spila-
salur, o.fl. Gerðubergskór æfir á mánud. og fös-
tud. kl. 14.20, nýir félagar velkomnir. Dans-
æfingar byrja kl. 10 miðvikud. 3. okt. Uppl. í s.
575-7720 og www.gerduberg.is
Furugerði 1, félagsstarf | Minnum á haust-
fagnað Þjónustumiðstöðvar Laugardals og
Háaleitis á morgun sunnudag kl. 15, í Þrótt-
arheimilinu Laugardal.
Gjábakki, félagsstarf | Íþróttafélagið Glóð í
Kópavogi verður með skemmtidagskrá í Gjá-
bakka á morgun kl. 14. Söngur, harmonikku-
leikur, gamanmál o. fl. Aðgangseyrir á
skemmtunina kr. 1000. Innifalið er kaffiveit-
ingar.
Íþróttafélagið Glóð í Kópavogi verður með
kökubasar í Gjábakka Fannborg 8. Húsið opnað
kl. 13. Úrval af margskonar kökum og brauði.
Hraunbær 105 | Haustfagnaður verður í Fé-
lagsmiðstöðinni 28. sept. Fagnað verður 15 ára
starfsafmæli sem hefst með borðhaldi kl.
12.30, síðan verður bingó og skemmtiatriði.
Verð kr. 3.000, kráning í afgreiðslu og í síma
411-2730.
Kirkjustarf
Kristniboðssalurinn | Kristniboðsfélag karla
heldur félagsfund mánudaginn 24. september
á Háaleitisbraut 58 3. hæð kl. 20. Skúli Svav-
arsson sér um Biblíulestur.
90ára afmæli. Þann 24.september nk. verður
níræð Guðrún Ólafsdóttir,
Hrafnistu Reykjavík, áður
Eskihlíð 16. Í tilefni af því tek-
ur hún á móti ættingjum og
vinum að Helgafelli, 4. hæð, á
Hrafnistu í Reykjavík á af-
mælisdaginn milli kl. 16 og 19.
Í dag er laugardagur 22. september, 265. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.)
Tónlist
Hallgrímskirkja | Orgeltónleikar
Listvinafélags Hallgrímskirkju
verða 23. september kl. 17 í tón-
leikaröð helgaðri sálmum. Doug-
las A. Brotchie organisti Háteigs-
kirkju leikur. Á efnisskrá eru m.a.
sálmforleikir, sálmafantasíur og
tilbrigði eftir Bach, Eben, Þorkel
Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Jón
Þórarinsson o.fl.
Myndlist
Gallerí List | Bjarni Þór Bjarna-
son myndlistamaður frá Akranesi
opnar sýningu í dag kl. 13. Sýn-
ingin stendur til þriðjudagsins 2.
október og er opin á opnunartíma
gallerísins.
Gerðuberg | Úr ríki náttúrunnar.
Guðmunda S. Gunnarsdóttir al-
þýðulistakona, sýnir málverk og
myndverk úr rekaviði og steinum
í Boganum. Sýningin stendur til 11.
nóvember og er opin virka daga
kl. 11-17 og um helgar kl. 13-16.
Nánari uppl. áwww.gerduberg.is
Gerðuberg | Handverkshefð í
hönnun - Sýning 34 hönnuða,
lista- og handverksfólks. Opið
virka daga kl. 11-17 og um helgar
kl. 13-16. Boðið er upp á leiðsögn
fyrir hópa. Sýningin stendur til 11.
nóvember. S. 575-7700. Nánari
uppl. á www.gerduberg.is
Kirkjuhvoll Akranesi | Ólöf Erla
Bjarnadóttir og Kristín Erla Sig-
urðardóttir sýna leirverk í Lista-
setrinu til 7. október. Viðfangsefni
sýningarinnar tengjast náttúru
og þjóðsögum Vesturlands í
bland við minningar úr Borg-
arfirði. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 15-18.
Ráðhús Reykjavíkur | Skáldað í
tréhandverkshefð í hönnunn
stendur yfir í Tjarnarsal. Rennd
trélistaverk, þversnið af trérenni-
smíði á Íslandi. Opið kl. 12-18 alla
daga. Sýningin stendur til 30.
september.
Söfn
Norræna húsið | Prjónakaffihús
verður opið frá 22. sept. til 7. okt.
Hægt verður að fá kennslu í
grunnatriðum prjóns, kaupa garn,
prjónabækur og blöð. Opið þriðju-
daga, miðvikudaga og fimmtu-
daga kl. 12-23, föstudaga, laug-
ardaga og sunnudaga kl. 12-17.
Mannfagnaður
Vopnfirðingafélagið | Kaffidagur
félagsins verður haldinn á morg-
un 23. sept. í Félagsmiðstöðinni
Aflagranda 40 kl. 15. Ævar Kjart-
ansson útvarpsmaður kemur og
segir frá símahúsunum á Haugs-
öræfum sem búið er að endur-
gera. Aðalfundur kl. 13 á sama
stað.
Fyrirlestrar og fundir
Gamla Bókasafnið í Hafnarfirði |
Fræðslusýning verður opnuð kl.
11, um sjálfbæra þróun. Sýning
byggist á hugmyndafræði Jarðar-
sáttmálans um hvaða forsendur
þarf til að skapa heim sem bygg-
ist á sjálfbærri þróun, umhverf-
isvernd og félagslegu réttlæti.
Aðgangur er ókeypis.
Lækjarbrekka, veitingahús. |
Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræð-
ingur og skáld, mun greina frá
hugmyndum sínum um Sjö-
stjörnu skáldanna. Síðan munu
hann og aðrir lesa úr ljóðum sín-
um, á morgun 23. september kl.
14.30.
SUMIR fá eflaust illt í legg-
ina við að horfa á þessa
mynd en á henni má sjá
rússnesku fimleikastjörn-
una Olgu Kapranovu á
keppnisvellinum í gær.
Kapranova sýnir þarna
gólffimleika með borða og
gerir það augljóslega af
mikilli snilld.
Nú stendur yfir heims-
bikarmótið í taktföstum
fimleikum í Patra í Grikk-
landi.
Ekkert skal um það sagt
hvort Kapranova hafi sigr-
að í keppnisgreininni.
Í loftinu
Flott með
borðann
Reuters
Rangt nafn skattstjóra
RANGT var farið með nafn skattstjórans í Norðurlandsumdæmi
vestra í frétt á bls. 21 í Morgunblaðinu í gær. Skattstjórinn heitir
Bogi Sigurbjörnsson.
Varafulltrúar Samfylkingar
RANGHERMI var í frétt á bls. 20 í blaðinu í gær um fyrstu vara-
menn Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hið rétta er að
fyrstu varaborgarfulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn eru
Dofri Hermannsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Glatt verður á hjalla í Þróttar-heimilinu Laugardal á morg-un, sunnudag, en þá heldurÞjónustumiðstöð Laugardals
og Háaleitis haustfagnað.
Álfhildur Hallgrímsdóttir er einn af
skipuleggjendum hátíðarinnar: „Alls
munu sjö félagsmiðstöðvar taka þátt í
skemmtuninni, sem er opin öllum íbú-
um svæðisins,“ segir Álfhildur. „Við
notum þetta tækifæri til að minna á
okkur, og þá þjónustu sem félags-
miðstöðvarnar bjóða upp á, um leið og
við höldum skemmtilega uppákomu þar
sem fólk á góða stund saman.“
Nóg verður um að vera á haustfagn-
aðinum: „Hljómsveit Hjördísar Geirs
ætlar að halda uppi fjörinu og fá gesti
með í dans. Auk þess munu fulltrúar
eldri kynslóðarinnar í hverfinu troða
upp með gamanmáli og söng,“ segir
Álfhildur. „Heimabakaðar rjóma-
pönnukökur, kaffi og kleinur verða á
boðstólum.“
Félagsmiðstöðvar velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar bjóða upp á margs-
konar dægradvöl og þjónustu: „Áður
voru miðstöðvarnar reknar í nafni aldr-
aðra, en aldursskipting hefur nú verið
afnumin og eru miðstöðvarnar opnar
öllum aldurshópum,“ segir Álfhildur.
„Hjá félagsmiðstöðvunum er bæði
hægt að rækta sál og líkama: starf-
ræktir eru bókmenntaklúbbar, haldnar
lesstundir, margs konar handmenntir
eru iðkaðar, farið er í leikhús og ferða-
lög og ekki má gleyma tölvukennslu og
annarri fræðslu. Einnig stöndum við
fyrir heilsurækt, leikfimi og jóga, auk
þess eru starfræktir gönguhópar. Þá er
og boðið upp á hádegisverð og síðdeg-
iskaffi alla virka daga.“
Ódýrt er að taka þátt í starfi félags-
miðstöðvanna, sem er að stórum hluta
niðurgreitt af Reykjavíkurborg:
„Markmiðið er að virkja sem flesta til
þátttöku, enda er maður manns gaman
og eykur það bæði heilbrigði og lífs-
gæði að taka þátt í félagsstarfi. Við
fjárfestum í félagsauði og eru virkir og
lífsglaðir íbúar okkar gróði,“ segir Álf-
hildur.
Haustfagnaðurinn hefst kl. 15 og eru
allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.000
kr. Finna má nánari upplýsingar á
heimasíðu Reykjavíkurborgar
www.reykjavik.is, og í síma 411 1500,
en Þjónustumiðstöðin er í Síðumúla 39.
Hátíð | Haustfagnaður þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis
Góðra vina fundur
Álfhildur Hall-
grímsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1955. Hún lauk BA-
gráðu í félagsfræði
frá Háskóla Íslands
1989, námi í upp-
eldis- og kennslu-
fræðum 1993 og
meistaraprófi í
stjórnun frá sama skóla 2002. Hún hef-
ur starfað á sviði félagsþjónustu frá
1989, í unglingastarfi og með fötl-
uðum, en frá 1993 hefur hún starfað
sem forstöðumaður. Álfhildur á börnin
Elís Vilberg, Óðin og Helgu Völu.
STJÓRNARFUNDUR í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem
haldinn var í Valhöll 17. september 2007 fagnar áformum heil-
brigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsyni, um að leita samstarfs
við norræna starfsbræður sína um norrænan heilsu- og lyfjamark-
að sem miði að því, meðal annars, að lækka lyfjakostnað lands-
manna.
Landssamband sjálfstæðiskvenna ítrekar jafnframt ályktun
Landsfundar um að virðisaukaskattur á lyfseðilsskyldum lyfjum
verði felldur niður til samræmis við aðra heilbrigðisþjónustu. Þá
hvetur stjórnin heilbrigðisráðherra til að hrinda sem fyrst í fram-
kvæmd stefnu sjálfstæðismanna um einkarekstur í heilbrigðiskerf-
inu, þar sem landsmönnum öllum sé tryggður aðgangur að fyrsta
flokks heilbrigðisþjónustu með aðkomu einkarekstrar. Slíkt fyr-
irkomulag telur Landssamband sjálfstæðiskvenna vera framfara-
skref fyrir almenning allan, heilbrigðiskerfið og starfsmenn þess.
Þá hvetja sjálfstæðiskonur nýkjörinn formann og stjórn SUS til
að huga að stöðu kvenna innan ungliðahreyfingarinnar í samstarfi
við og með stuðningi Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Fagna áformum um
norrænt lyfjasamstarf
SPARISJÓÐIRNIR á Íslandi,
Toyota, Olís og Bónus verða
bakhjarlar landssöfnunar
Kiwanis-hreyfingarinnar til
stuðnings geðsjúkum og að-
standendum þeirra sem fram fer
dagana 4.-7. október. Kjörorð
söfnunarinnar er Lykill að lífi og
er hún haldin í tengslum við al-
þjóðlega geðheilbrigðisdaginn,
10. október.
Kiwanis-hreyfingin á Íslandi
hefur allt frá árinu 1974 staðið
fyrir landssöfnun þriðja hvert ár
með sölu á K-lyklinum. Ágóði af
landssöfnununum hefur runnið
til fjölda verkefna til hjálpar
geðsjúkum. Tilgangurinn er að
vekja þjóðina til umhugsunar
um málefni geðsjúkra og safna
fé til þess að styðja við end-
urhæfingu þeirra. Að þessu
sinni er sjónum sérstaklega
beint að ungu fólki sem glímir
við geðræn vandamál.
Ágóði landssöfnunarinnar að
þessu sinni rennur til þriggja
málefna; Geðhjálpar, BUGL og
Forma. Gengið verður í hús um
land allt, sölumenn verða við
verslanamiðstöðvar og aðra fjöl-
farna staði, auk þess sem leitað
er til fyrirtækja um stuðning. K-
lykillinn verður ennfremur til
sölu í öllum verslunum Bónuss
og á þjónustustöðvum Olís. Þá
verður hægt að leggja inn á
reikning söfnunarinnar; 1100-
26-55000, kennitala 640173-0179.
Sparisjóðirnir á Íslandi eru
fjárvörsluaðili söfnunarinnar og
hægt verður að leggja málefninu
lið með því að fara inn á heima-
banka sparisjóðanna og milli-
færa. Geðhjálp mun við ráð-
stöfun síns hluta söfnunarfjárins
beina sjónum sérstaklega að
ungu fólki á aldrinum 12-25 ára
sem á við geðraskanir að etja.
Ætlunin er að efla, styrkja og
samþætta þau úrræði sem víða
eru í boði en eru ekki sem skyldi
sýnileg eða aðgengileg, jafn-
framt því sem leitast verður við
að finna úrræði þar sem á skort-
ir. Meðal annars verður komið á
fót athvörfum fyrir þá ein-
staklinga sem einangrast hafa
félagslega í samfélaginu vegna
geðraskana og haldið áfram að
byggja upp sjálfshjálparhópa
um allt land.
Fyrirtæki bakhjarlar
landssöfnunar Kiwanis
Ljósmynd/Gunnar Kr. Sigurjónsson
Samningur Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra sparisjóða, Sigurður K. Pálsson, markaðsstjóri Olís,
Svanur Valgeirsson, starfsmannastjóri Bónus, Andrés Hjaltason,
umdæmisstjóri Kiwanis, og Magnús Kristinsson, stjórnarformaður
Toyota, að lokinni undirritun samstarfssamninganna.
UMHVERFISSTOFNUN og
Sjóvá Forvarnahús hafa gert
með sér samning um gerð skoð-
unarhandbókar fyrir leik-
vallatæki og leiksvæði.
Samningurinn felur í sér að
Sjóvá Forvarnahúsið vinnur
skoðunarhandbók fyrir Um-
hverfisstofnun sem gegnir því
hlutverki að vera vinnulýsing
fyrir framkvæmd árlegrar aðal-
skoðunar leiksvæða.
Auk þess felst í samningnum
að Sjóvá Forvarnahúsið sér um
kynningu á notkun skoðunar-
handbókarinnar í samvinnu við
Umhverfisstofnun. Áætlað er að
vinnsla handbókarinnar hefjist
hinn 1. október og verði lokið
eigi síðar en 14. mars 2008.
Handbók um skoðun
leiktækja og -svæða