Morgunblaðið - 22.09.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 47
Námskei› fyrir ungbörn og foreldra.
Mi›a› er vi› börn frá 3ja mána›a til eins árs.
Námskei›i› ver›ur sex skipti á fimmtudögum
kl. 11 á Engjateigi 1 og hefst 4. október. Vi›
syngjum, leikum, dönsum og njótum samveru.
Kennari Diljá Sigursveinsdóttir.
Skráning í síma 568 5828
Engjateigur 1 , 105 Reykjavík - sími: 568 5828 - http://tsdk.ismennt.is
„Ungur nemur“
Engjateigur 1 , 105 Reykjavík - sími: 568 5828 - http://tsdk.ismennt.is
Innritun stendur yfir á átta kvölda söngnámskeið
í raddbeitingu og öndun sem hefst 1. október.
Kennarar Au›ur Gunnarsdóttir og John Speight.
Skráning í síma 568 5828
„Söngurinn göfgar“
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
NÝR skemmtistaður, Rúbín, verð-
ur opnaður við Keiluhöllina í
Öskjuhlíð um næstu mánaðamót.
„Rúbín er hrein viðbót við aðra
afþreyingu sem við bjóðum upp á í
húsinu. Hérna tökum við á móti
mörgum hópum, fólki sem er að
koma í keilu og aðra afþreyingu,
og fer síðan niður í bæ að
skemmta sér. En nú ætlum við að
bjóða upp á heildarpakkann svo
fólk þarf ekki að fara neitt heldur
tekur skemmtunina hérna frá A til
Ö,“ segir Rúnar Fjeldsted, eigandi
staðarins og framkvæmdastjóri
Keiluhallarinnar. „Staðurinn stílar
inn á fótboltaáhorf þegar leikir
eru, við verðum með böll á föstu-
dags- og laugardagskvöldum og
einnig erum við með ráðstefnusal
á virkum dögum, svo verður hægt
að leigja salinn fyrir einka-
samkvæmi.“
Rúnar segist ekki óttast fjar-
lægðina frá miðbænum. „Ég held
að staðsetning Rúbíns sé jákvæð-
ur punktur. Við erum ekki að stíla
staðinn inn á unglinga heldur fyrir
25 ára og eldri. Nú er lög-
reglustjórinn að reyna að breyta
afgreiðslutíma í miðbænum, loka
öllu fyrr og færa staði með lengri
afgreiðslutíma í útjaðra bæjarins
og þá held ég að þessi staður sé á
kærkomnum stað, við endamörk
101.“
Perlan og Rúbín
Rúbín verður opnaður formlega
um næstu mánaðamót og geta
skemmtanaglaðir Íslendingar stól-
að á gott ball þar um hverja helgi.
„Hér er stórt og gott dansgólf
og nóg af sætum svo fólk ætti að
geta notið sín. Staðurinn verður
sambærilegur við Players í tónlist-
arvali, hér munu bönd eins og
Paparnir, Stuðmenn og Spútnik
halda uppi stuðinu um helgar.“
Spurður út í nafnið á staðnum
segir Rúnar það ekki svo langsótt.
„Perlan er steinn júnímánaðar og
rúbín er steinn júlímánaðar þann-
ig að það lá beint við að hafa Perl-
una og Rúbín í Öskjuhlíðinni.“
Innréttingar skemmtistaðarins
hannaði Guðni Pálsson arkitekt.
„Allt inni á staðnum er nánast
sérsmíðað, innréttingarnar koma
víða að. Ljósin eru líka sérstök,
við getum verið með allt ljósalit-
rófið og þannig breytt staðnum í
takt við stemningu og stuð,“ segir
Rúnar að lokum.
Við endamörk 101
Nýr skemmtistaður fyrir 25 ára og eldri verður opnaður í
Öskjuhlíðinni um mánaðamótin næstkomandi
Morgunblaðið/G.Rúnar
Rúbín Rúnar ætlar að vera með böll um hverja helgi á hinum nýja stað.
www.keiluhollin.is
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ erum svakalegir diskó-karlar,
og reyndar sérstaklega hann Gísli.
Hann er náttúrulega að spila með
Trabant og það er smá diskó hjá
þeim,“ segir Ásmundur Sveinsson,
eða Ási Disco, sem í kvöld ætlar að
standa fyrir diskókvöldi á Barnum
ásamt Gísla Galdri Þorgeirssyni.
„Það eru alls konar kvöld haldin, en
engin diskókvöld. Það er svolítið
leiðinlegt því það myndast alltaf svo
góð stemning á þessum kvöldum.
Við ætlum að reyna að koma smá
költi í gang,“ segir Ási sem stefnir
að því að halda stærra diskókvöld
eftir um það bil tvo mánuði.
Sápukúluvél
Eins og margir eflaust muna stóð
plötusnúðurinn Margeir lengi vel
fyrir árlegum diskókvöldum, en
hætti því fyrir nokkru. Að sögn Ása
eru þeir félagar að reyna að fylla
upp í tómarúmið sem þá myndaðist.
Þegar diskó er nefnt á nafn hugsa
eflaust margir um Y.M.C.A., John
Travolta og Bee Gees. Ási segir
stemninguna í kvöld þó verða á að-
eins öðrum nótum. „Þetta er ekki
svona popp-diskó, þetta er meira
Chic og Gwen McCrae, meira fönk
og meira grúv eins og var á diskó-
kvöldunum hjá Margeiri,“ segir
hann. „Svo ætlum við að reyna að
vera með sápukúluvél og skapa svo-
lítið skemmtilega stemningu.“
Flestir tónlistaráhugamenn
þekkja eflaust Gísla Galdur, enda
hefur kappinn komið víða við, en trú-
lega þekkja færri til Ása. „Ég er eig-
inlega nýr af nálinni. Ég hef verið að
spila heima hjá mér frá því ég man
eftir mér. Svo uppgötvaði ég það eig-
inlega í sumar hvað mér finnst gam-
an að spila fyrir fólk,“ segir Ási sem
hefur meðal annars spilað á Barn-
um, Q-Bar, Rúbín og B5.
Ekkert Y.M.C.A.
Diskóið heiðrað á Barnum í kvöld
Diskó friskó Það verður án efa fjör á Barnum í kvöld og mörg diskósporin stigin af dansglöðum gestum.
Þeir félagar hefja leik á neðri hæð
Barsins á miðnætti í kvöld. Að-
gangur er ókeypis.
www.myspace.com/discokvold
ÞÝSKI dreifingaraðilinn MDC.INT
hefur tryggt sé alheimsréttinn á
kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur
Veðramótum. Hér er um að ræða
rótgróinn og virtan dreifingaraðila
gæðakvikmynda frá öllum heims-
hornum.
Útlit er fyrir að Veðramót verði
valin á kvikmyndahátíðina í Berlín
2008, en útsendarar hátíðarinnar
sáu myndina á lokaðri sýningu í
Noregi fyrir skömmu. Kvik-
myndahátíðin í Berlín telst til svo-
kallaðra A-hátíða ásamt fimm öðrum
hátíðum, sem þýðir að hún er talin
vera ein af sex sterkustu kvik-
myndahátíðum veraldar og má segja
að hún sé öflugasti vettvangur heims
til að koma á framfæri nýjum evr-
ópskum kvikmyndum.
Kvikmyndahátíðin í Berlín fer
fram í febrúar á næsta ári og haldi
fram sem horfir verða Veðramót
ekki sýnd á erlendri grundu fyrr en
þá, þrátt fyrir að myndin fái boð frá
erlendum hátíðum svo til daglega
um þessar mundir segir í frétta-
tilkynningu frá Senu.
Veðramót Tæplega 10.000 manns hafa séð myndina hér á landi.
Veðramót til Berlínar?
Fréttir
í tölvupósti