Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/mm/folk/leikh/
DANSKA leikaraparið Jens Albinus og Marina Bouras hafa eignast
dreng. Segir móðirin við blaðið Her og Nu að fæðingin hafi gengið vel
og sonurinn sé heilbrigður og hress. Þetta er fyrsta barn Bouras. Albin-
us á dóttur með listakonunni Cecilia Westerberg en þau voru gift um
tíma.
Þau Albinus, sem er 42 ára, og Bouras, sem er 37 ára, léku saman í
þáttaröðinni Erninum. Þar lék Albinus hálfíslenska lögreglumanninn
Hallgrím Örn Hallgrímsson en Bouras lék aðstoðarlögreglustjórann Mar-
ie Wied.
Bouras er fædd í Grikklandi en fluttist til Danmerkur sex ára gömul.
Úr Erninum Nýbakaðir foreldrar í hlutverkum sínum í sjónvarpsþættinum.
Skyldi hann heita Örn?
GESTIR í spurningaleiknum Orð
skulu standa í dag eru Jón Óskar
Hallgrímsson hagfræðingur og
Steinunn Hafstað fjarnámsstjóri. Á
milli þess sem þau velta fyrir sér
orðum á borð við blýhattur og súpu-
hundur botna þau þennan fyrripart
um hryssingslegt haust á Íslandi
(lesendur eru náttúrlega beðnir vel-
virðingar á orðbragðinu):
Haust er komið, húmar að,
og helvítis rigning víða.
Um síðustu helgi var fyrripart-
urinn þessi:
Ja hérna! og Jesús minn!
Júdas kann á síma.
Í þættinum botnaði Davíð Þór
Jónsson:
Þessu bölvar biskupinn
á besta sjónvarpstíma.
Steinunn Bergsteinsdóttir:
Lipurt þessi loddarinn
laug á sínum tíma.
Þóra Arnórsdóttir:
Kannski er þriðja kynslóðin
kolrugluð í tíma.
Pósthólf þáttarins yfirfylltist og
verða því aðeins birtir nokkrir af
fjölmörgum góðum botnum hlust-
enda.
Helgi R. Einarsson:
Kemur samt í kvöldmatinn
á kolvitlausum tíma.
og
Missir flugið meistarinn
við Mammon er að glíma.
Björg Elín Finnsdóttir:
Meistarinn kallar: maturinn!
– Mættu á réttum tíma.
Kristinn Hraunfjörð:
Og Vodafone sem vininn sinn
valdi á þessum tíma.
Pálmi R. Pétursson:
Sumir muna koss á kinn
er kölska upphófst ríma.
Anna Sigurðardóttir:
Ennþá hefur andskotinn
eitthvað við að glíma.
Erlendur Hansen á Sauðárkróki:
Gnarr mun ergja eldurinn
eftir háttatíma.
Magdalena Berglind Björnsdóttir
á Blönduósi:
Kannski nær hann næst í þinn
nett yrði sú glíma.
Jónas Frímannsson:
Jón Gnarr, ljúfi leikarinn,
létt um það vill flíma.
Ólína Kristín Jónsdóttir:
Salan eykst en síminn þinn
syrgir fyrri tíma.
Marteinn Friðriksson:
Við freistingarnar frelsarinn
farinn var að glíma
Guðjón Baldvinsson:
En léttur ekki er leikurinn,
að láta það svo ríma.
Orð skulu standa
Orð skulu standa Þáttastjórnendur biðjast velvirðingar á orðbragði í
þættinum að þessu sinni.
Haustið og
helvítis rigningin
Hlustendur geta sent sína botna í
netfangið ord@ruv.is eða bréfleið-
is til Orð skulu standa, Rík-
isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík.
„Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga
vikunnarfrá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um
breyttan sýningartíma er að ræða“.