Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 56
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Dæmalaust magn
Í skútunni á Fáskrúðsfirði fund-
ust ríflega 60 kg af fíkniefnum. Þar
af var efni sem hefði nægt í 140 þús-
und e-töflur. » Miðopna
Lögum verður breytt
Félagsmálaráðherra undirbýr nú
breytingar á lögum um greiðslur til
foreldra langveikra barna. Ráð-
herrann vill víkka gildissvið laganna
og rýmka greiðslur. » 4
Lögreglumenn vantar
Erfitt er að manna vaktir lögregl-
unnar víða um land vegna manneklu.
Lögreglumenn telja launin helstu
ástæðu þess að illa gengur að manna
lögreglulið. » 6
Framselja Fujimori
Hæstiréttur í Chile úrskurðaði í
gær að framselja bæri Alberto Fuji-
mori, fyrrverandi forseta Perú, til
heimalands hans svo að hægt yrði að
lögsækja hann. » 17
SKOÐANIR»
Staksteinar: Enn af stríðsástandi í
miðbænum
Forystugreinar: Strandhögg gegn
eitri | Ótti við HIV-faraldur
UMRÆÐAN»
Stofnstærð
Hefnd bæjarstjórans í Kópavogi
Að brjótast inn í sparisjóði landsm.
Tært vatn út iðrum jarðar eða sull
Meistaratök
Höfundarnir og forlagatrúin
Leitin að fullkomnun
Range Rover breytir ekki sögunni
LESBÓK»
3 3 3 3 3 3 4 #5 %
.
"
+
"#
6 "!
" "! $ 1 . 3
3 3
3 3 3
3 - 7
)1 %
3 3 3 3 3 89::;<=
%>?<:=@6%AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@%7 7<D@;
@9<%7 7<D@;
%E@%7 7<D@;
%2=%%@$ F<;@7=
G;A;@%7> G?@
%8<
?2<;
6?@6=%2+%=>;:;
Heitast 10 °C | Kaldast 3 °C
Vaxandi austan- og
na-átt, 18–23 m/s og
rigning sunnanlands.
Hægari og þurrt fyrir
norðan. » 10
Þursaflokkurinn
heldur tónleika með
Caput-hópnum í
Laugardalshöllinni
þann 23. febrúar
næstkomandi. » 52
TÓNLIST»
Þursarnir
í febrúar
KVIKMYNDIR»
Mr. Brooks er illa leikin
segir gagnrýnandi. » 52
„Haust er komið,
húmar að, og helvítis
rigning víða“ er
fyrriparturinn í út-
varpsþættinum Orð
skulu standa. » 48
ÚTVARP»
Hryssings-
legt haust
TÓNLIST»
Friðrik og Guðrún huga
að jólum. » 50
FÓLK»
Útgáfu Monitors fagnað
með partíi. » 49
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Ísl. huldumaður í rússn. viðsk.lífi
2. Styrkleiki fíkniefnanna mikill
3. Karlmaður fannst látinn í Soginu
4. Horfðu á dreng drukkna
ÁSTANDIÐ í bókmenntaheiminum
er eins og ef það væru bara Kjar-
valsstaðir og Listasafn Reykjavíkur
– og safnstjórinn
væri Jónas frá
Hriflu.“ Þannig
kemst Viðar Þor-
steinsson hjá
bókaútgáfunni og
skáldahópnum
Nýhil að orði en
hann er afar
gagnrýninn á
stefnu íslenskra
bókmenntaútgefenda sem hann seg-
ir trénaða og metnaðarlausa. Hann
kveðst ekki sjá að hinn nýi risi í ís-
lenskum útgáfuheimi, Forlagið, sem
verður til við sameiningu Máls og
menningar og JPV-útgáfu, muni
breyta miklu um ástandið á mark-
aðnum. Forsvarsmenn Forlagsins
segja að þeir muni halda sínu striki.
| Lesbók 4
Og safn-
stjórinn
væri Jónas
frá Hriflu
HREIÐAR Ingi Þorsteinsson er ný-
útskrifaður frá tónsmíðadeild
Listaháskóla Íslands og verkefnin
bíða eftir honum í röðum. „Þeir höfðu
samband við mig nýlega frá suður-
afríska kórnum TUKS Camerata og
báðu mig um að semja tónverk fyrir
sig í tilefni af því að kórinn verður
fjörutíu ára á næsta ári. Þetta er
margverðlaunaður kór og mikill heið-
ur fyrir mig að semja verk fyrir hann.
Ég er líka að semja tónverk fyrir
finnskan kvennakór sem og bland-
aðan finnskan kór,“ segir Hreiðar
Ingi sem hefur í nógu að snúast auk
tónsmíðanna því hann stjórnar líka
Drengjakór Langholtskirkju og er að
taka áttunda stig í Söngskólanum.|22
Semur tónlist
fyrir suður-
afrískan kór
HÖGNA Sigurðardóttir arkitekt
hlaut heiðursorðu Íslensku sjón-
listaverðlaunanna fyrir „einstakt
æviframlag til íslenskrar nútíma-
byggingarlistar“, eins og dómnefnd
orðaði það, við athöfn í Flugsafni Ís-
lands á Akureyri í gærkvöldi. Hrafn-
kell Sigurðsson hlaut sjónlistaorð-
una á sviði myndlistar og Studio
Granda hlaut sjónlistaorðuna á sviði
hönnunar.
Í niðurstöðu dómnefndar segir að
þótt verk Högnu Sigurðardóttur hér
á landi séu hvorki mörg né stór í fer-
metrum talið mælist þau þeim mun
stærri í listrænum víddum. „Bygg-
ingarlist Högnu er nátengdari ís-
lensku landslagi, náttúru og sögu-
legum arfi en verk flestra núlifandi
arkitekta og það þó að hún hafi
mestan hluta ævi sinnar búið og
starfað í Frakklandi.“ Högna er
fædd í Vestmannaeyjum árið 1929
og hóf nám í Frakklandi tvítug að
aldri við hinn virta listaskóla École
des Beaux Arts, fyrst Íslendinga.
Högna sagðist í gærkvöldi af-
skaplega hrærð og þakklát fyrir
þann heiður sem henni væri sýndur.
Hún þakkaði sérstaklega þeim sem
stæðu að verðlaununum vegna þess
að aldrei væri nógu mikið talað um
byggingarlist.
Sex listamenn voru tilnefndir til
sjónlistaorðunnar og fá verðlauna-
hafarnir á sviði myndlistar og hönn-
unar tvær milljónir króna hvor um
sig.
Auk Hrafnkels voru Birgir Andr-
ésson og Hekla Dögg Jónsdóttir til-
nefnd til Sjónlistaverðlaunanna á
sviði myndlistar og Nikita og Össur
á sviði hönnunar.
Studio Granda, sem Margrét
Harðardóttir og Steve Christer eiga
og reka, var einnig tilnefnt í fyrra
þegar Sjónlistaverðlaunin voru veitt
í fyrsta skipti, og nú fyrir tvær ólík-
ar byggingar. Annars vegar fyrir
íbúðarhús í sveit, Hof á Höfðaströnd
í Skagafirði, og hins vegar viðbygg-
ingu við eldri byggingu, Vogaskóla í
Reykjavík. „Þótt byggingar þessar
eigi ekki í eðli sínu margt sameig-
inlegt bera þær þó báðar sterk höf-
undareinkenni – aðlögun bygginga
að nánasta umhverfi og því sem fyrir
er,“ segir dómnefnd.
Hrafnkell Sigurðsson var til-
nefndur fyrir ljósmyndaröð sína
Áhöfn, ljósmyndir af sjóstökkum
samtímans, og olíuverkin Athafna-
svæði, verk unnin með olíu á pappír,
„hvort tveggja innsetningar á mörk-
um abstraktsins en með samfélags-
legu ívafi.“
Sjónlistaverðlaunin afhent á Akureyri
Högna fékk heiðursorðuna
fyrir einstakt æviframlag
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fékk heiðursorðuna Högna Sigurðardóttir var hrærð og ánægð og sagði aldrei nóg talað um byggingarlist.
SÖNGKONUNNI Katie Melua skaut upp á stjörnuhim-
ininn fyrir fjórum árum og um mánaðamótin er þriðja
platan hennar, Pictures, væntanleg.
„Margir hafa þá ímynd af mér að ég sé feimna stelpan
í næsta húsi,“ segir Melua í viðtali í Morgunblaðinu í dag
og segir þá ímynd ekki alveg rétta.
Melua varð 23 ára fyrir réttri viku og hefur þrátt fyrir
ungan aldur selt 7,5 milljónir platna. Hún býr í London
og segir breska fjölmiðla oft mála þá mynd að framleið-
andi hennar og samstarfsmaður, Mike Batt, sé yfirmað-
urinn og hún „bara unga, sæta stelpan sem fylgi hon-
um“. Það hafi þó minnkað eftir því sem plöturnar verði
fleiri. | 46
Ekki bara ung og sæt
Vinsæl Katie Melua hefur notið gríðarlegrar vel-
gengni undanfarin ár og kemur nú með nýja plötu.
♦♦♦
♦♦♦
FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar
gerði húsleit í húsi í Laugarneshverfi
í Reykjavík í gærkvöldi og voru þrír
handteknir. Samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglu er um að ræða mál
er varðar innflutning fíkniefna en
tengist ekki fíkniefnamálinu sem
kom upp á Fáskrúðsfirði í fyrradag.
Lögreglan vildi ekki tjá sig frekar
um málið í gærkvöldi.
Þrír handtekn-
ir eftir húsleit