Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Vökvadælur
Vökvamótorar
Stjórnbúnaður
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÞAÐ er frekar rólegt yfir þorsk-
veiðum við Breiðafjörðinn. Bátarn-
ir þaðan hafa því sótt vestur á firði
og fiskað mjög vel þar. Steinunn
SH er gott dæmi um þetta. Hún
hefur landað 86 tonnum af fiski hjá
Fiskmarkaði Íslands í Ólafsvík og
er verðmætið 23 milljónir króna.
Meðalverð á þorskinum, 53 tonn-
um, er hvorki meira né minna en
313 krónur á kíló. Hitt er góður
koli, sem hefur selzt á ríflega 180
krónur kílóið.
Allt sem flýtur á sjó
Gunnar Traustason, starfsmaður
fiskmarkaðarins í Ólafsvík segir,
að annars sé rólegt á markaðnum
því tíðarfar hafi verið mjög leið-
inlegt. Þá séu menn farnir að
skammta sér þorsk nú þegar
vegna niðurskurðarins. „Nú er
reyndar gott veður og allt sem
flýtur er á sjó fram að næstu
brælu. Það er ekki það að maður
geti ekki selt fisk. Það er bara bú-
ið að vera hundleiðinlegt veður og
lítið framboð undanfarna daga,“
segir Gunnar.
Hann segir að nokkrir dragnóta-
báta séu farnir vestur á firði, það
sé enginn þorskur við Breiðafjörð-
inn. Þetta sé oft svona á haustin.
Fiskurinn sem þeir fái fyrir vestan
sé mjög góður og bátarnir að gera
góða túra.
„Þegar framboðið er svona lítið
má segja að það sé „bullverð“ í
gangi. Það fæst mjög hátt verð
fyrir allan fisk. Þetta er góður
þorskur, um 3,5 kíló að meðaltali
slægður. Verðið fer hæst yfir 300
krónur. Saxhamar er búinn að
landa slatta hérna líka, 14 tonnum
af keilu, 40 tonnum af löngu og 2
tonnum af lúðu. Hann er á línu úti
á Hrygg. Magnús SH hefur verið
að gera það gott á skötusel, kom-
inn með 33 tonn í mánuðinum og
fleiri smærri bátar fá ágætlega af
selnum,“ segir Gunnar.
Hann segir að menn séu farnir
að spara þorskkvótann strax en
það komi ekki eins að sök og áður
meðan verðið sé svona gott á þeim
gula. „Ég held að menn fleygi ekk-
ert fiski meðan verðið er svona
hátt og eftirspurnin mikil. Ég held
að þessir fáu þorskar sem veiðast
af bátunum hérna detti nánast allir
inn á gólfið hjá okkur. Óslægður
línufiskur, þorskur, er að meðaltali
á 280 krónur kílóið í heildina. Ég
held að menn hendi ekki fiski á
svoleiðis verði,“ segir Gunnar.
Þess má geta að helmingur und-
irmálsfisks, sé hann 10% eða
minna af heildarafla, er undanþeg-
inn kvóta. Jafnframt geta menn
landað 5% af afla, til dæmis
smærri fiski, sem svokölluðum
Hafróafla utan kvóta. Sá fiskur
skal seldur á markaði og renna
80% verðmæta til Hafrann-
sóknastofnunar en 20% til áhafnar.
Aflabrögð Góð skötuselsveiði hefur verið við Breiðafjörðinn að undanförnu og gott verð fæst fyrir hann.
Meðalverð fyrir þorskinn 313 krónur
Í HNOTSKURN
»Óslægður línufiskur, þorsk-ur, er að meðaltali á 280
krónur kílóið í heildina. Ég held
að menn hendi ekki fiski á svo-
leiðis verði.
»Saxhamar er búinn að landaslatta hérna líka, 14 tonnum
af keilu, 40 tonnum af löngu og 2
tonnum af lúðu
»Það er ekki það að maðurgeti ekki selt fisk. Það er
bara búið að vera hundleiðinlegt
veður og lítið framboð und-
anfarna daga
Steinunn SF hefur
fiskað fyrir 23
milljónir í drag-
nótina í haust
kvóta síns í norsk-íslenzku síldinni
innan lögsögu Noregs, eða um
35.000 tonn. Nokkur skip hafa leyfi
til veiðanna og hefur Samherji
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„OKKUR finnst þetta minniháttar
yfirsjón, en brot er brot, hvort sem
það er lítið eða stórt. Í þessu tilfelli
var ekki um neinn ásetning að
ræða. Um leið og við uppgötvuðum
þetta, þegar skipið var á landleið,
höfðum við frumkvæði að því að
láta alla viðkomandi aðila vita,“
segir Kristján Vilhelmsson, útgerð-
arstjóri Samherja.
Uppsjávarveiðiskip Samherja,
Vilhelm Þorsteinsson, var við síld-
veiðar innan lögsögu Noregs í síð-
ustu viku og láðist að uppfylla til-
kynningaskyldu til norskra
stjórnvalda, þegar skipið yfirgaf
norsku landhelgina.
Buðust til að borga
fyrir norskan eftirlitsmann
„Fyrst létum við íslenzk stjórn-
völd vita, sem að beiðni okkar til-
kynntu þeim norsku um yfirsjón-
ina.
Við óskuðum síðan eftir eftirliti
frá Fiskistofu og Gæslunni við
löndunina í Neskaupstað. Við buð-
umst jafnframt til þess að bíða eftir
eftirlitsmanni frá Noregi og borga
kostnaðinn við komu hans til lands-
ins. Við buðumst meira að segja til
að snúa skipinu við og fara á svo-
kallaðan kontrólpunkt,“ segir
Kristján.
Hann segist ekki eiga von á
miklu veseni vegna þessa.
Eftir að löndun úr skipinu lauk í
Neskaupstað undir eftirliti Gæsl-
unnar var skipinu siglt aftur til
veiða innan norsku lögsögunnar.
Því var þá gert að sigla inn til
hafnar í Sortland. Skipstjórinn
þarf að gera grein fyrir því hvers
vegna hann sendi norsku strand-
gæslunni ekki lokaskýrslu um afla
áður en hann yfirgaf norsku land-
helgina í síðustu viku.
Hafa síldarkvóta við Noreg
Togarinn er við síldveiðar en áð-
ur en hann fær að yfirgefa Sort-
land þarf skipstjórinn að gefa lög-
regluskýrslu um málið og útgerðin
þarf að öllum líkindum að greiða
tryggingagjald fyrir hugsanlegum
sektum vegna málsins.
Íslenzk skip mega taka hluta
leyfi fyrir tvö skip, Vilhelm og
Margréti. Margrét er um þessar
mundir að landa ferskri síld í Nor-
egi. Verð á ferskri síld ytra er milli
30 og 40 krónur íslenzkar til mann-
eldis og um 17 krónur í bræðslu.
Láðist að uppfylla tilkynningaskyldu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Skip Vilhelm Þorsteinsson að veiðum. Skipið er nú í höfn í Noregi vegna
brots á tilkynningaskyldu og beðið er málaloka vegna þessa atburðar.
Samherji hafði frumkvæði að því að tilkynna viðkomandi
yfirvöldum á Íslandi og í Noregi um yfirsjónina
Í HNOTSKURN
»Við óskuðum síðan eftireftirliti frá Fiskistofu og
Gæslunni við löndunina í Nes-
kaupstað. Við buðumst jafn-
framt til þess að bíða eftir eft-
irlitsmanni frá Noregi og
borga kostnaðinn við komu
hans til landsins.
»Skipstjórinn þarf að geragrein fyrir því hvers vegna
hann sendi norsku strand-
gæslunni ekki lokaskýrslu um
afla áður en hann yfirgaf
norsku landhelgina í síðustu
viku
»Íslenzk skip mega takahluta kvóta síns í norsk-
íslenzku síldinni innan lög-
sögu Noregs, eða um 35.000
tonn. Nokkur skip hafa leyfi
til veiðanna og hefur Samherji
leyfi fyrir tvö skip.