Morgunblaðið - 26.09.2007, Page 13

Morgunblaðið - 26.09.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is KAUPÞING banki hefur fengið bankaleyfi í Dubai, í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, og í Katar. Verður Kaupþing þá fyrstur nor- rænna banka til að opna útibú í Dubai. Tilkynnt var um þetta í gær. Umar Ali mun stýra starfsemi Kaupþings í Dubai og Katar og segir hann að með opnun útibúsins komist Kaupþing í þá aðstöðu að geta að- stoðað núverandi viðskiptavini sína, sem annaðhvort séu nú þegar með starfsemi í eða viðskiptum við Dubai. Sömuleiðis geti bankinn sinnt hlut- verki milliliðs fyrir aðila í Mið- Austurlöndum sem vilja eiga við- skipti í Norður-Evrópu. „Hér eru gríðarleg sóknarfæri fyrir banka eins og Kaupþing,“ segir Umar Ali. „Nú þegar eru töluverð viðskiptaleg tengsl milli Persaflóaríkjanna og Skandinavíu og með hröðum vexti hagkerfa eins og í Dubai þá er ekki útlit fyrir annað en að þau tengsl geti styrkst enn frekar og hagnast aðilum beggja vegna borðsins.“ Umar Ali segir í samtali við Morg- unblaðið að útibúið í Dubai muni þjónusta Mið-Austurlönd og Norður- Afríku og verði starfsmenn á fyrsta árinu á bilinu 10-15 talsins. „Við munum að sjálfsögðu ráða til okkar heimamenn, en sjálfur vildi ég helst hafa nokkra íslenska starfs- menn líka. Eitt af því sem gerir Kaupþing sérstakt er sá frum- kvöðlaandi sem einkennir fyrirtækið. Ég vildi gjarnan koma upp slíkum anda innan útibúsins í Dubai og það myndi gera mér starfið auðveldara með íslenskum starfsmönnum.“ Hvað varðar væntanlega starfsemi Kaupþings við Persaflóa segir Umar Ali að auk þess að þjónusta núver- andi viðskiptavini muni bankinn afla sér nýrra viðskiptavina á svæðinu. „Þá er ég ekki aðeins að tala um fyr- irtæki sem þegar eru orðin sterk og öflug, heldur einnig að koma auga á þau fyrirtæki og einstaklinga sem geta orðið að öflugum og sterkum fyrirtækjum í framtíðinni.“ Segir Umar Ali að Dubai sé afar spennandi staður, einkum fyrir fjár- málafyrirtæki eins og Kaupþing. „Gríðarlegar breytingar hafa orðið á hagkerfinu og samfélaginu öllu und- anfarin tuttugu ár. Fólki hefur fjölg- að hratt, hér er mikið fjármagn og al- mennt er menntunarstig hátt. Svæðið hefur því allt til brunns að bera til að geta orðið að sterkri fjármála- miðstöð, enda er það eitt af mark- miðum þjóðhöfðingjans, Mohammed bin Rashid Al Maktoum.“ Samanborið við sum önnur fursta- dæmanna þá er Dubai tiltölulega fá- tækt af olíu og gasi og því hefur furstinn lagt á að áherslu að ná fram meiri fjölbreytileika í hagkerfinu. Er nú svo komið að aðeins um 3% af vergri þjóðarframleiðslu kemur frá olíu og gasi en ferðaþjónusta og fjár- málastarfsemi eru mun um- svifameiri. Gríðarleg tækifæri fyrir banka í Mið-Austurlöndum Kaupþing banki með bankaleyfi í Dubai, fyrstur norrænna banka Útibússtjórinn Umar Ali stýrir Kaupþingi í Dubai og Katar. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 0,5% í gær í 7.846 stig en verslað var með hlutabréf fyrir 28,3 milljarða króna. Mest hækkun varð á gengi bréfa Føroya Banka eða 1,15% og bréfa Össurar eða 0,8%. Gengi bréfa Century Aluminum lækkaði um 4,3%, gengi bréfa FL Group um 2,2% og Straums-Burðar- áss um 1,5%. Gengi íslensku krónunnar stóð því sem næst í stað í gær. Lækkun varð á hlutabréfamarkaði ● Á hluthafafundi FL Group var sam- þykkt að veita stjórn félagsins heimild til þess að auka hlutafé félagsins úr 7,94 milljörðum króna í allt að kr. 9,26 milljarða til að fjármagna kaup á hlut- um í Tryggingamiðstöðinni. Ef heimildin yrði nýtt jafngilti það tæp- lega 16% aukningu hlutafjár. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt að hinum nýju hlutum og stjórn fé- lagsins ákveður sölugengi hlutanna, áskriftarfrest og greiðslukjör og frá hvaða tíma þeir veita réttindi í félag- inu. Á stjórnarfundi sem haldinn var að loknum hluthafafundi var síðan samþykkt að auka hlutafé FL Group um 973 milljónir hluta til að ganga frá kaupum FL Group í Trygginga- miðstöðinni og þar með er fyrirvari vegna kaupa á TM fallinn niður. Hlutafjáraukning FL Group samþykkt ● STRAUMUR-Burðarás Fjárfestinga- banki er nú kominn með 6,7% hlut í Icelandic Group. Straumur keypti samtals 86 milljónir hluta í félaginu að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en átti 3,7% hlut í Icelandic Group fyrir þessi viðskipti og hefur því bætt við sig um 3%. Mið- að við lokagengi bréfa Icelandic Group í gær hefur Straumur keypt bréfin á liðlega 2,2 milljarða króna. Markaðsverðmæti hlutar Straums- Burðaráss í Icelandic Group nemur um fimm milljörðum króna. Straumur eykur við sig í Icelandic Group ● BJARTSÝNI ís- lenskra neytenda fer þverrandi ef marka má nýjustu væntingarvísitölu Gallup fyrir sept- embermánuð. Lækkar vísitalan um 2,6 stig milli mánaða og mælist nú 123,7 stig. Í Morgun- korni Glitnis segir að heldur færri hafi hug á að kaupa húsnæði og bíla, heldur en fyrr á þessu ári, en svo virðist sem óróinn á fjármálamarkaði undanfarið hafi ekki haft mikil áhrif á væntingar neytenda. Þeir hafi öllu meiri trú á núverandi ástandi en í ágústmánuði en eru hins vegar nokk- uð svartsýnni á horfur til lengri tíma litið. Stórkaupavísitalan lækkar um þrjú sig frá síðustu mælingu í júní sl. en er þó hærri en fyrir ári. Lækkun á væntingar- vísitölu Gallups Færri ætla að kaupa bíla. MARKAÐSVERÐMÆTI eignar- hluta FL Group í AMR Corp., móð- urfélagi American Airlines, hefur lækkað um á fjórða milljarð króna frá því á föstudaginn fyrir helgi. Gengi bréfa AMR féll um 14,3% á mánudaginn í 20,8 dali á hlut í kjöl- far frétta frá félaginu um að tekjur á hvern floginn kílómetra á þriðja ársfjórðungi hefðu aukist minna en reiknað hafði verið með en á sama tíma hefur eldsneytiskostnaður hækkað. Í gær hækkaði gengið þó aftur í 21,55 dali en fyrir helgi var gengið í rétt tæpum 24 dölum. FL Group á um 8,6% hlut í AMR og óinnleyst gengistap eingöngu vegna þessarar lækkunar er því væntanlega nær 3,4 milljarðar króna. Óinnleyst tap FL Group af fjárfestingunni í AMR í heild er þó miklum mun meira: ætla má að félagið hafi keypt þau 6% sem skýrt var frá að félagið hefði eignast um síðustu jól á 28-32 dali hlutinn. Í febrúar var síðan greint frá því að félagið hefði aukið hlutinn um 2% í 8,6% og hefur það því væntanlega greitt einhvers staðar á bilinu 34-38 dali fyrir hlut- inn. Það má því ætla að óinnleyst gengistap FL Group vegna fjárfest- ingarinnar í AMR geti verið ein- hvers staðar á bilinu 12 til 14 millj- arðar króna. Óinnleyst tap væri raunar enn meira ef tekið væri tillit til breyt- inga á gengi Bandaríkjdals gagn- vart krónunni en dalurinn hefur veikst umtalsvert gagnvart krónu frá þeim tíma þegar FL Group fjár- festi í AMR. Bréf AMR snarfalla SKILANEFND Eignarhaldsfélags- ins Samvinnutrygginga hefur ákveð- ið að fresta skiptafundi sem halda átti með kröfuhöfum á föstudaginn vegna slita félagsins. Ástæðan er sú að verkefnið hefur reynst umfangs- meira og flóknara en reiknað hafði verið með. Nýr skiptafundur verður boðaður síðar en fram kemur í til- kynningu að viðbúið sé að skiptin dragist, hugsanlega fram á næsta ár. Eigið fé minnkar Tilkynnt var í júní í sumar að Eign- arhaldsfélaginu Samvinnutrygging- um yrði slitið og nýtt hlutafélag, Gift fjárfestingafélag, tæki við öllum skuldum og eignum. Hlutafé Giftar yrði síðan skipt á milli fyrrverandi tryggingataka Samvinnutrygginga sem ættu skilyrtan eignarrétt í Eign- arhaldsfélaginu. Þegar þetta var, þ.e. þegar aðalfundur félagsins var hald- inn um miðjan júní, losaði eigið fé fé- lagsins um 30 milljarða króna en ætla má að það sé nokkru minna nú vegna lækkunar á gengi hlutabréfa. Mestu eignir félagsins eru hlutafé í Exista, íslenskum fjármálastofnunum og óbeinn eignarhlutur að tæpum þriðj- ungshlut í Icelandair. Frá því um miðjan júní hefur gengi hlutabréfa Exista lækkað um 9,5% og gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 6% þannig að ljóst er að miðað við núver- andi gengi kemur nokkru minna til skiptanna. Þegar Samvinnutryggingar hættu beinni tryggingastarfsemi voru eig- endur skilyrtra eignarréttinda – í til- viki einstaklinga þeir sem höfðu verið í viðskiptum við Samvinnutryggingar á árunum 1987 til 1988 – tæplega 65 þúsund en þar af voru virk eignar- réttindi talin taka til 51 þúsund aðila. „Eins og listinn er hjá okkur núna eru þetta tæplega 51 þúsund aðilar sem eru rétthafar en það verður að fara mjög vel yfir þennan lista og þá aðallega þessa 14 þúsund sem eru brottfelldir,“ segir Kristinn Hall- grímsson, lögmaður og talsmaður skilanefndarinnar. Hann segir brott- fellingu geta verið til komna vegna andláts einstaklinga, vegna þess að viðskiptatryggð lögaðila hafi ekki verið lýst, vegna gjaldþrots o.s.frv. Skiptum á Samvinnu- tryggingum frestað Höfuðstöðvarnar Samvinnutrygg- ingar voru til húsa í Ármúla 3. BANDARÍSKA væntingavísitalan féll í ágúst og september og hefur ekki mælst lægri síðan í nóvember 2005. Í frétt Bloomberg kemur fram að aukna svartsýni neytenda vestra megi fyrst og fremst rekja til lækkunar á fasteignaverði, verri horfa á vinnumarkaði og erfiðara aðgengis að lánsfé. Vísitalan fór úr 105,6 stigum í ágúst og rétt niður fyrir 100 stig nú í september. Þá voru einnig birtar tölur í gær sem sýna að sala á notuðu húsnæði í ágúst hefur ekki verið minni í ein fimm ár. Kreppa á fjármálamörkuðum hefur einnig dregið úr væntingum stjórnenda í þýsku atvinnulífi en væntingarvísitalan lækkaði í fjórða sinn í röð að því er segir í frétt Süd- deutsche Zeitung. Þetta túlka sér- fræðingar sem svo að halda muni áfram að draga úr þeim gangi sem verið hefur í þýsku efnhagslífi á undanförnum misserum. Þó reynd- ust þýskir útflytjendur enn bjart- sýnir þótt þeir hafi vaxandi áhyggj- ur af styrkingu evrunnar. Dregur úr væntingum % %   ! "# #   % &% $ $ ! # #%   #' (# )  * $ &&  '!$ ("# ("#'   +,- .% ' $& & &' "# "#   %  %  & !'  $'" "#% #                !!"   "# '%#" $"#$% #"" !#% $#"" %#" "&$#"" "#" &#%" #"" '#" #%" #' '# "#"" '$#"" #$ #%" %#! !#$" #" &#"" !#%" "#"" #%" '#%"                                 ! / 0! !1 ! ,!2# # " 3 1 - 4 567 78  78 666 7 7   74 5  746 88 5  68 577  44    46 558 657  68 / 8 6 867   5 5 57 868 8  7 6   74 8 5 7  / 4 47 7 7  45  74 6  467   475 656 64 / 4 767  / /  8 494 495 69 459 95 869  / 59 89 559 98 896 9 849 9 69 96 5694  96 / 56 / /  895 49 9 69 4594 89 749 9 / 59 89 559 95 8948  89 9 59 95 559 9 79 / 49 9 89 +:; ! 0! !1 47 6   68 / 4 5 5   /      /  / /  ! 0! 0   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   5   6   5  7 5   5    ! "! . # < #1 = & 0; < #1 = >! = +? < #1 = <! ! 2  ! =  ! !1 @  $   AB  ! < #1 = 3 1C! 2  ! = ?  2  ! $   = # !B + =!# = -  /&   +: 2 = ,D! = E = #  $% &  48 = . B = .   !B F # FG+ ! &  ! +  < #1 = +H #D &  AB  !B < #1 =   = )I= :! = , D! ! ;! = J! ;! =  '  (    D .!! # & <  ! =  1!:  =

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.