Morgunblaðið - 26.09.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.09.2007, Qupperneq 20
hreyfing 20 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það er aldrei of seint aðbyrja, en ég mæli þó meðþví að fólk passi sig baraá því að byrja á byrj- uninni í stað þess að ætla sér um of í fyrstu atrennu. Þá er meiri hætta á að það guggni,“ segir Erla Gunn- arsdóttir, íþróttakennari í Hamra- skóla. Erla er líka mikil áhuga- manneskja um hlaup og stýrir af krafti fjölmennum hlaupahóp í Grafarvogi, en af 83 Íslendingum, sem stefna að þátttöku í Berl- ínarmaraþoninu næstkomandi sunnudag eru 49 hlauparanna úr Grafarvogshópnum hennar Erlu. „Við erum búin að keyra svolítið stíft að undanförnu til að búa okk- ur sem best undir hlaupið. Ég setti upp sextán vikna æfingaáætlun, sem gerði ráð fyrir því að fólk hlypi 50 til 80 kílómetra á viku. Við höf- um hinsvegar trappað okkur örlítið niður síðustu tvær vikurnar fyrir hlaupið með því að stytta vega- lengdir, fækka hlaupadögum og byggja upp kolvetnisbúskapinn. Það er nefnilega nauðsynlegt að bera fulla virðingu fyrir maraþon- vegalengdinni sem er heilir 42,2 kílómetrar,“ segir Erla og bætir við að það sé á stefnuskránni hjá sér að skrölta með. „Það verður þá mitt sjötta mara- þonhlaup til þessa. Ég hef tekið þátt í tveimur Reykjavíkurmara- þonhlaupum, einu Mývatns- maraþoni auk maraþonhlaupa í London og New York. Við hjónin tókum svo þátt í svokölluðu „ultra“-maraþoni í Afríku í fyrra- vor. Byrjað og endað var í Höfða- borg og hlaupnir voru 56 km á strandlengjunni milli tveggja hafa, Atlantshafs og Indlandshafs. Þó að við kryddum tilveruna stöku sinn- um með maraþoni má fólk ekki gleyma sér og fara að æfa eins og keppnismenn. Fólk er gjarnan und- ir miklu álagi í sínum daglegu störfum og þess vegna lítum við á okkur fyrst og fremst sem frí- stundahlaupara. Þótt öll líkams- rækt sé góðra gjalda verð má hún ekki taka yfir allt lífið heldur á hún að auðvelda okkur að takast á við lífið og tilveruna. Það þarf að vera visst jafnvægi milli vinnu, einkalífs og æfinga,“ segir Erla. Hlaupið er í öllum veðrum Í hlaupahópnum í Grafarvogi eru 60 til 70 manns og þegar ekki er „Það er aldrei hlaupafall“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Grafarvogshópurinn Hlaupið er þrisvar sinnum í viku í öllum veðrum, árið um kring. Mörgum veitist erfitt að standaundir öllum kröfunum um heil-brigðan lífsstíl. Næga hreyf-ingu, hollt mataræði, reyk- ingastopp, að halda kjörþyngd, lifa við hæfilegt stress og fleira í þeim dúr. Auk þess er meiningin að þú njótir líka lífsins. Íslend- ingar lifa annasömu lífi og oft undir miklu álagi. Það er náttúrulega ekki til nein einföld lausn á því hvernig á að tileinka sér betri lífs- stíl. Allar góðar venjur eru vissuleg mik- ilvægar fyrir heilsuna en það er lífsgleðin Lífsgleðin er besta hjartalyfið Í gleðigarðinum Hróbjartur segir áríðandi að fólk finni gleðina í hverdagsleikanum. Andleg líðan hefur ekki síður áhrif á hjartað en lífsstíll, eins og hreyfing, mataræði og reykingar. Á haustgöngu með hjarta- og lyflækninum Hróbjarti Darra fékk Kristín Heiða Kristinsdóttir að vita allt um nauðsyn gleðinnar fyrir hjartað. Morgunblaðið/G. Rúnar líka,“ segir Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir sem á morgun heldur erindi í Salnum í Kópavogi um hjörtun sem slá í brjóstum mannfólksins, í tilefni af Alþjóðlega hjartadeginum sem er næstkomandi sunnu- dag. „Á síðustu áratugum hefur aukin áhersla verið lögð á að rannsaka tengsl andlegrar líð- anar og áhættu á að þróa með sér hjarta- sjúkdóma og aðra kvilla. Komið hefur í ljós að tengslin þarna á milli eru mun sterkari en áð- ur var talið. Það eitt að líta ungum, björtum augum til framtíðarinnar og vænta þess að þér takast vel til með þau markmið sem þú setur þér, getur aukið lífslíkurnar um mörg ár. Þetta kemur þeim ef til vill ekki mikið á óvart sem hafa lifað heila ævi, en það er mjög athyglivert að hægt sé að sýna fram á þetta í vísindalegum rannsóknum.“ Vissir persónuleikaþættir auka áhættu Hróbjartur segir að persónuleiki manna geti haft mikil áhrif á þróun hjartasjúkdóma, sem og annarra sjúkdóma. „Það bendir margt til þess að vissir persónuleikaþættir geti við ákveðnar aðstæður haft jafnmikil áhrif á að auka áhættu á kransæða- sjúkdómum og reykingar og slæmur lífsstíll. Eins hefur komið fram aukin áhætta á Undirbúningurinn „Við erum búin að keyra svolítið stíft að undan förnu til að búa okkur sem best undir hlaupið,“ segir Erla Gunnars- dóttir sem stýrir hlaupahópnum. heilsa HVER ER ÞINNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.