Morgunblaðið - 26.09.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 26.09.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 21 verið að búa sig undir átök á borð við maraþon er hlaupið þrisvar sinnum í viku í öllum veðrum enda segir Erla að aldrei hafi orðið hlaupafall þrátt fyrir veðurviðvar- anir frá Veðurstofunni. Á mánu- dögum og miðvikudögum er hlaup- ið frá Hamraskóla kl. 17.30 og á fimmtudögum kl. 18.00 frá Graf- arvogssundlauginni, en sá tími breytist svo í innanhússtíma í Laugardalshöllinni yfir vetrartím- ann. Erla heldur úti heimasíðu og setur þar inn æfingaplan fyrir hverja viku. „Í þessari grunn- þjálfun erum við að hlaupa um 50 km á viku. Ég legg hinsvegar meira upp úr mínútum í stað kíló- metrafjölda. Og þar sem ég hef ekkert verið að getuskipta fólki geta þeir, sem hlaupa hægar en aðrir, stytt sér leiðir hér og þar til að koma á sama tíma í mark og þeir sem fara sér hraðar. Við byrj- um alltaf á upphitun, hlaupum svo og gerum teygju- og styrktaræf- ingar fyrir stoðkerfið inni í sal á eftir. Þetta tekur okkur um hálfan annan tíma þegar allt er talið. Nýir félagar eru ávallt velkomnir enda má segja að hlaup sé bæði ódýr og góð alhliða líkamsrækt.“ Engum datt þá maraþon í hug Heil fimmtán ár eru liðin síðan Erla var beðin um að vera for- sprakki hlaupahópsins. „Ég lét til leiðast en með hálfgerðum semingi þó. Þetta var fyrsta starfsár Hamraskóla. Samkennarar mínir við skólann og leikskólakennarar amann í góðu formi. Ég er hins- vegar ekkert að skipta mér af mat- aræði manna því ég veit að líkaminn kallar sjálfur á hollar matarvenjur þegar hann er kominn í stífa þjálfun.“ Tilhlökkun í mannskapnum Íslensku hlaupararnir halda utan á föstudag og segir Erla að til- hlökkun sé komin í mannskapinn. „Við erum að ljúka ákveðnu mark- miði, sem við höfum sett okkur þótt það sé í sjálfu sér ekkert markmið með minni þjálfun að menn eigi endilega að hlaupa maraþon. Það er bara ákvörðun sem hver og einn tekur fyrir sig. En til þess að taka þátt þurfa menn að hafa góðan grunn og hafa gengið í gegnum stranga þjálfun í nokkur ár með réttum tröppugangi. Ég mælist til þess að fólk byrji á tíu kílómetra markmiði og síðan hálfu maraþoni áður en það fer svo mikið sem að spá í heilt maraþon,“ segir Erla. Berlínarmaraþonið er með stærstu hlaupum í heimi og er þetta í fjórða sinn sem hlauparar úr Grafarvogshópnum fara utan til að taka þátt í hlaupum. Hópurinn hefur aldrei verið fjölmennari en fyrst var farið í hálft maraþon þeg- ar Eyrarsundsbrúin milli Kaup- mannahafnar og Málmeyjar var vígð árið 2000. Farið var í heilt maraþon til London árið 2002 og til New York árið 2004. við Klettaborg hvöttu mig til að byrja með gönguhóp og ég sagðist vera til í að leiða menn af stað í einn mánuð eða tvo. Og hér er ég enn. Það hvarflaði ekki að nokkrum manni í upphafi að einhver í hópn- um ætti eftir að hlaupa maraþon,“ segir Erla. „Þetta er líkamsrækt, sem hentar sjálfri mér mjög vel. Ég æfði sund og frjálsar íþróttir sem unglingur og núna finnst mér gott að hlaupa úti í lok vinnudags áður en verkin heima taka við á kvöldin. Þetta bæði hleður batt- eríin og styrkir líkamann enda finnst mér ómetanlegt að finna lík- Hlaupahjón Erla Gunnarsdóttir fór ásamt eiginmanninum Stefáni Stefánssyni í 56 km hlaup til Suður- Afríku í fyrravor. www.skokk.com krabbameini og öðrum sjúkdómum hjá þeim sem hafa ákveðna persónuleikaþætti.“ Létt að gefa góð ráð „Um fimmtíu prósent allra dauðsfalla á Ís- landi stafa af hjarta- og æðasjúkdómum. Karlar eru í meiri hættu en konur, því þær eru verndaðar frá náttúrunnar hendi fram að breytingaskeiði en eftir það ná þær körlunum fljótlega í áhættunni. Dánartíðni vegna hjartasjúkdóma almennt hefur lækkað á undanförnum árum. Enda hefur lífstíll Íslendinga batnað seinustu árin og má þar nefna minnkandi reykingar. Einn- ig hefur læknisfræðinni fleygt fram og okkur tekst nú að bjarga lífi mun fleiri sjúklinga sem fá hjartaáfall, en fyrir tíu árum. Ný lyf eru komin á markaðinn sem verja menn að nokkru fyrir kransæðasjúkdómum og/eða hægja á þróun þeirra. En þrátt fyrir allar framfarir eru reykleysi og góð hreyfing grunnur þess að halda heilsu. Góðar lífsvenjur eru nokkuð sem maður lærir en fæðist ekki með. Eitt af mikilvæg- ustu uppeldisverkefnum foreldra er að kenna börnum sínum vænlegar venjur til að vernda og viðhalda heilsunni. Eins eru fræðsla og áróður fyrir bættum lífsstíl þjóðarinnar mjög mikilvæg. Enn er lítið hægt að laga skemmd hjörtu og sennilega nokkuð langt þar til það tekst að einhverju marki. Við eigum bara þetta eina hjarta og því er ábyrgð okkar mik- il.“ khk@mbl.is Hjartaaðgerð Til mikils er að vinna til að komast hjá því að lenda á skurðarborðinu með bilað hjarta og um að gera að vanda lífsstílinn. Associated Press Fyrirlestraröðin Topp tíu listinn fyrir heilbrigt hjarta, hefst í Salnum í Kópavogi á morgun kl. 18. Jón Ingvar Jónsson lasnýútkomna ljóðabók Davíðs Hjálmars Haraldssonar, sem nefnist Önnur Davíðsbók, og varð að orði: Áfram líður lífs míns fley í ljúfum þey. Ég er aðeins örsmátt grey, Agnus Dei. Jón Ingvar hrósar snilld Davíðs Hjálmars, til dæmis í vísunni: Von og kvíði vógu salt er vegir okkur hristu. Sumar konur út um allt á sér brjóstin misstu. Heimir Pálsson orti þegar hann las haustvísu Arnþórs Helgasonar, sem birtist í Vísnahorninu fyrir nokkrum dögum: Það hrellir mig alls ekki haustið, þá hátta ég barasta snemma en ekki aldeilis laust við smá aðkenningu af tremma. Og Kristján Bersi Ólafsson bætir við: Þegar augun haustskuggarnir hremma er harla erfitt náttblinduna að stemma, því arnarsjónina er ég búinn að skemma. – Ætli ég sé líka kominn með tremma? Vísu rigndi svo ofan í Heimi á haustdögum, sem „á sér enga réttlætingu nema rímið“ og hann vekur athygli á því hvað „Laxnesska ha-ið getur verið gagnlegt“: Nú haustar að og húmið kemur snemma og hér er orðið dimmt á morgnana. – Ætli ég sé í alvöru með tremma eða kannski bara að þorna? Ha? Kristján Eiríksson orti þá til Heimis og bauð hann um leið velkominn á Leirinn, póstlista hagyrðinga: Þótt hausti að og húmið komi snemma handan ála og langt til frónskra granna, sem héðra kúra haldnir þynnku og tremma, samt, Heimir, sértu velkominn til manna. Og Kristján Bersi orti til „Ufsala“, þar sem Heimir býr: Í Ufsalakaufstað allt er„bra“, af óði þar hafa menn gaman. Þar kemur að gagni kiljanskt „ha“ við að klambra vísurnar saman. VÍSNAHORNIÐ Af hausti og tremma pebl@mbl.is „RÉTT er það. Ég er á leið til Berl- ínar til að taka þátt í mínu fyrsta heila maraþoni og verð að við- urkenna það að ég hlakka virki- lega mikið til,“ segir Björg Magnúsdóttir, aldursforseti ís- lensku Berlínarmaraþon- hlauparanna. Björg, sem er 61 árs að aldri, segist auðvitað hafa æft af kappi fyrir hlaupið og farið í einu og öllu eftir æfingaáætluninni hennar Erlu. „Fyrir tveimur vikum hljóp ég 32 kílómetra sem er það lengsta sem ég hef hlaupið hingað til og leið bara nokkuð vel á eftir. Ég hef því alveg trú á því að ég klári mig af þessu.“ Björg segist hafa byrjað að hlaupa fyrir tólf árum, þá 49 ára að aldri. „Ég hætti að reykja 41 árs og hélt að ég væri þá orðin svo heil- brigð að ég þyrfti ekkert að gera. Ég fór að druslast út með dóttur minni með hálfum huga svona í fyrstu, aðallega til að hlaupa ekki í spik. Í ljós kom að mér fannst þetta bara býsna skemmtilegt og síðan hefur þessi „veiki“ bara ágerst með árunum. Þetta er miklu betri fíkn en sígarettan og því mæli ég ein- dregið með því að reykingamenn slökkvi í og drífi sig út að hlaupa.“ Björg segist aldrei hafa stundað neinar íþróttir áður en hún hóf að skokka. Aftur á móti hafi hún alltaf haft mjög gaman að því að fylgjast með íþróttum. „Víkingshjartað slær ansi sterkt í mér enda má segja að ég sé fastagestur á vellinum þegar meistaraflokkur Víkings er að spila fótbolta. Og svo vill karlinn minn endilega fá mig með sér í golfið. Ég er aðeins farin að geta slegið bolta en er ekki komin með neina forgjöf ennþá.“ „Miklu betri fíkn en sígar- ettan“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aldursforsetinn Björg Magnús- dóttir er 61 árs og ætlar að hlaupa sitt fyrsta maraþon í Berlín. MANNAUÐUR er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins. R GÆFU SMIÐUR? www.mannaudur.hr.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.