Morgunblaðið - 26.09.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 26.09.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 23 efta fram- „Í samn- ið þak á ía. Í þeim þjónust- fingu yfir undum er u margar kvæmdar aaðgerðir. að semja u og fæð- séu tekin. a verka og hins op- fara að m er sam- lda verka úkrahúsin tt að vild, kmarkan- rigðisyfir- um hætti kla þjón- íðan end- r árlega eilbrigðis- „Það er oft sagt að þetta geti auk- ið framleiðslu en ef henni fylgir aukin framleiðni, að fólk nái að gera hlutina á hagkvæmari hátt, þá er það gott mál,“ segir María. Landspítalinn er kominn lengra í að kostnaðargreina starfsemi sína en flest önnur sjúkrahús á Norð- urlöndunum voru er þau tóku að fá greitt samkvæmt blandaðri fjár- mögnun. Mikil vinna hefur verið lögð í kostnaðargreiningu á verkefnum Landspítalans og er því verki í raun aldrei lokið, skrifar Anna Lilja í grein sinni. Stöðugt endurmat og nákvæmari greiningar séu nauð- synlegar. Innleiðing á DRG-flokk- unarkerfinu hefur einnig verið um- fangsmikið verkefni „en saman má nýta þessi verkfæri til að breyta fjármögnun spítalans á sama hátt og gert hefur verið í flestum okkar nágrannalöndum“, skrifar hún. tt eftir a tekið upp blandaða fjár- linn tilbúinn að breyta Morgunblaðið/ÞÖK andspítalanum er nú hægt að nálgast. 121132145 624782559 :;82:83 36;2686 73;2765 7582188 4162831 946219: 9842584 6392937 Í HNOTSKURN »Diagnosis Related Groups(DRG) er alþjóðlegt fram- leiðslumælingakerfi sem bygg- ist á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerð- um/meðferðum, kyni, aldri o.fl. í greiðsluflokka sem eru klín- ískt og kostnaðarlega einsleitir. Kerfið er í notkun víða um heim. »Frá árinu 2001 hefur veriðunnið að því að kostn- aðargreina alla starfsemi LSH sem er liður í því að undirbúa fjármögnun hennar samkvæmt DRG-kerfinu að hluta. þessa er 402.871 kr., en 107 sjúklingar hafa fengið meðferð við sambærilegu broti á síðustu mán- uðum. Magnús telur þetta gott dæmi um kostnaðinn við algeng tilfelli sem oft koma upp á spítalanum. Sundurliðunin sé möguleg vegna kostnaðargrein- ingar sem spítalinn hefur unnið á sínum störfum. Hefði útlendingur átt hér í hlut hefði hann fengið reikning sundurliðaðan með þessum hætti og spítalinn síðan fengið greitt frá hans trygg- ingafélagi eða sjúkrasamlagi. „Ég efast um að gera ætti það að skyldu að all- ir sjúklingar fengju svona yfirlit en hins vegar ætti það að standa öllum til boða sem eftir því leita.“ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Herforingjastjórnin íBúrma tilkynnti í gær-kvöldi að útgöngu- ogsamkomubann hefði verið sett í stærstu borgum lands- ins. Bannið gæti leitt til blóðugs uppgjörs milli herforingjastjórnar- innar og andstæðinga hennar sem héldu áfram fjöldamótmælum í stærstu borgunum í gær þótt ráða- mennirnir hefðu varað við því að hervaldi kynni að verða beitt. Útgöngubannið á að gilda frá klukkan níu á kvöldin til fimm á morgnana í Rangoon, stærstu borg Búrma, og næststærstu borginni, Mandalay. Bannið var tilkynnt síðla kvölds en margir íbúanna virtust ekki hafa frétt af því. Í tilkynningu herforingjastjórn- arinnar segir að einnig sé „bannað að skipuleggja samkomur fleiri en fimm manna“. Bannið á að gilda í tvo mánuði. Hermenn sendir í miðborgina Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins, BBC, Jonathan Head, sagði í gærkvöldi að svo virtist sem herfor- ingjastjórnin væri að búa sig undir að beita hervaldi. Hundruð her- manna og vopnaðra lögreglumanna voru send í miðborg Rangoon fyrr í gær og hermenn sáust safnast sam- an í miðborg Mandalay. Ríkisútvarpið í Búrma hafði ítrekað varað íbúanna við því að taka þátt í mótmælunum og lesnar voru yfirlýsingar þar sem munkun- um var sagt að skipta sér ekki af stjórnmálum. Þrátt fyrir viðvaranir herfor- ingjastjórnarinnar söfnuðust 30.000 munkar og 70.000 stuðningsmenn þeirra saman í gær við Shwedagon- pagóðuna í Rangoon, helgasta musteri búddatrúarmanna í Búrma. Að sögn fréttastofunnar AFP er þetta annar dagurinn í röð sem 100.000 manns taka þátt í mót- mælunum. Stefnir í blóðsúthellingar? Herforingjastjórnin hefur hingað til verið treg til að taka hart á mót- mælum búddamunkanna sem njóta mikillar virðingar í Búrma. Út- göngu- og samkomubannið bendir til þess að þeir ætli að sýna klærnar í von um að mótmælunum verði hætt. Verði samkomubannið virt að vettugi verður herforingjastjórnin annaðhvort að beita hervaldi eða láta undan. Verði hervaldi beitt gegn munk- unum er líklegt að herforingja- stjórnin uppskeri mikla reiði heima fyrir og erlendis. Herforingja- stjórnin myndi á hinn bóginn einnig taka áhættu með því að gefa eftir, því það yrði að öllum líkindum túlk- að sem veikleikamerki og gæti orð- ið til þess að enn fleiri áræddu að taka þátt í mótmælum munkanna. Þegar herforingjastjórnin stóð frammi fyrir svipuðum mótmælum árið 1988 ákvað hún að beita her- valdi til að brjóta mótmæli lýðræð- issinna á bak aftur. Talið er að um 3.000 manns hafi legið í valnum. Í tilkynningu herforingjastjórn- arinnar í gær var ekki sagt hvernig tekið yrði á þeim sem brytu út- göngu- og samkomubannið. Sam- kvæmt lögum Búrma varða ólög- legar samkomur allt að tveggja ára fangelsi. Ráðamenn á Vesturlöndum og trúarleiðtogar á borð við Dalai herforingjastjórnin leysti Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, úr haldi. Refsiaðgerðir duga ekki án stuðnings Kínverja Sérfræðingar í málefnum Búrma sögðu ólíklegt að refsiaðgerðirnar bæru tilætlaðan árangur nema með stuðningi stærstu viðskiptaþjóða Búrmamanna – Kínverja og Ind- verja. Nær öll vopn sem herfor- ingjastjórnin kaupir koma frá Kína og þarlend stjórnvöld hafa grafið undan refsiaðgerðum Vesturveld- anna. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að stjórn- in í Peking myndi halda sig við þá stefnu að skipta sér ekki af innan- ríkismálum Búrma sem herfor- ingjastjórnin hefur nefnt Myanmar. „Sem vinveitt grannþjóð Myanmar vonast Kínverjar eftir stöðugleika og efnahagslegum framförum í landinu,“ sagði talsmaðurinn. Talið er þó að kínverska stjórnin beiti sér í málinu á bak við tjöldin þar sem henni sé í mun að koma í veg fyrir blóðsúthellingar í Búrma nú þegar hún reynir að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi fyrir Ól- ympíuleikana í Peking á næsta ári. ingjar hafa haldið völdum með nítján ára ógnarstjórn,“ sagði Bush. Forsetinn kvaðst ætla að gera frekari ráðstafanir til að stuðla að lýðræðisumbótum í Búrma. „Bandaríkjastjórn hyggst herða efnahagslegu refsiaðgerðirnar gegn leiðtogum herforingjastjórn- arinnar og fjárhagslegum bakhjörl- um þeirra. Við ætlum að herða bann við vegabréfsáritunum til þeirra, sem bera ábyrgð á svívirðilegustu mannréttindabrotunum, og fjöl- skyldna þeirra.“ Breska stjórnin krafðist þess að Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, og Desmond Tutu, erkibiskup í Suður- Afríku, skoruðu í gær á herfor- ingjastjórnina að beita ekki her- valdi. Bush fordæmir ógnarstjórn herforingjanna George W. Bush Bandaríkjafor- seti ávarpaði allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna í gær og skýrði frá hertum refsiaðgerðum gegn herfor- ingjastjórninni. Hann skoraði á Sameinuðu þjóðirnar að beita sér af alefli fyrir lýðræðislegum umbótum í Búrma, styðja andstæðinga her- foringjastjórnarinnar og „stuðla að friðsamlegum breytingum“. „Bandaríkjamönnum ofbýður ástandið í Búrma, þar sem herfor- Herforingjar setja útgöngubann í Búrma AP Hönd í hönd Þúsundir manna héldust í hendur til að slá skjaldborg um munka sem héldu áfram mótmælum í Rangoon í gær gegn herforingjastjórninni þrátt fyrir hótanir hennar um að beita hervaldi.                                ! " #  #$# %  " #  &'(              ! " ! #$  % % & '  )"$" ( '+,'-./0&'( 1   2 ) $% *$ +    ,- 34   2 '.    /0    1%  &  5 $ 2 *$   + $  6 $ ! 7" $% 2 2 3  $1    1  $    4$  +$      $   / 5 6   1 1 $ $  +$1 55  33 $ ! 2      $ /$     +. 5  6 $     ! ! % $ $  1 1 $  38 $ ! 2 '.     1%  & /0     31 $ !2 7  +$8  $  6 $    $  0 6   $1   $ 1 0 +$ +$1 58 5   +  +$* % 9$  #$%&'(#')* AP Gegn kúgun Bush Bandaríkjaforseti ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann skoraði á ríki heims að beita sér fyrir lýðræðisumbótum í Búrma til að binda enda á kúgun herforingjastjórnarinnar þar. Í HNOTSKURN » Í ræðu sinni á allsherj-arþingi SÞ í gær gagn- rýndi Bush samtökin fyrir að hafa ekki tekið nógu hart á kúgun í ríkjum á borð við Hvíta-Rússland, Norður- Kóreu, Sýrland, Íran, Kúbu, Zimbabve og Súdan. » Bush hvatti til breytinga ámannréttindaráði Samein- uðu þjóðanna sem hann sakaði um að gagnrýna Ísrael um of en sniðganga mannréttinda- brot í öðrum löndum.  Samkomur fleiri en fimm manna bannaðar  Bush herðir refsiaðgerðirnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.