Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 275. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is HEIMFÚST HJÓL HÖRÐUSTU NAGLAR FENGU TÁR Í AUGUN ÞEGAR GAMLI MÓTORFÁKURINN KOM Í SALINN >> 19 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞJÓÐKIRKJAN stendur við hefðbund- inn skilning á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu, en ef lögum um staðfesta samvist verður breytt í þá veru að prestar fái heimild til að staðfesta samvist, þá styð- ur Kirkjuþing að þeim prestum sem það kjósa verði það heimilt. Svo segir í tillögu til þingsályktunar um hjónabandið og stað- festa samvist sem flutt verður á Kirkjuþingi 2007. Tillagan er flutt af biskupi Íslands, sem jafnframt er framsögumaður, og Kirkjuráði. Skiptar skoðanir hafa verið á því hvort heimila eigi prestum að annast hjónavígslu samkynhneigðra og var tillaga um fjörutíu presta og guðfræðinga þess efnis kolfelld á prestastefnu í apríl sl. Hins vegar var þar samþykkt að leggja til við Kirkjuþing að prestum verði heimilt að blessa sambúð samkynhneigðra. Sagði þá einn viðmælandi Morgunblaðsins að ef Kirkjuþing færi að vilja kenningarnefndar mætti segja að það sem áður var óopinbert og óstaðfest yrði opinbert og staðfest – en breytingin yrði engin. Mikilvægt að hugtökunum samvist og hjónabandi sé haldið aðgreindum Í greinargerð með tillögu biskups og Kirkjuráðs segir að í áliti kenningarnefndar sé fólgin málamiðlun í flóknu úrlausnarefni, málamiðlun sem prestar og leikmenn þjóð- kirkjunnar ættu að geta unað við. „Sjón- armið sem uppi eru í þessu máli eru studd biblíulegum og guðfræðilegum rökum og mati á þróun menningar og samfélags þó að niðurstöður séu ólíkar. Með vaxandi þunga hefur umræðan snúist um stöðu og skil- greiningu hjónabandsins,“ segir m.a. í greinargerðinni og einnig að kirkjan standi við hina hefðbundnu skilgreiningu hjóna- bands. „Mikilvægt er að hugtökunum sam- vist og hjónaband sé haldið aðgreindum og samfélagið viðurkenni mismunandi sam- búðarform en með sömu réttaráhrifum eins og núgildandi lög gera ráð fyrir.“ Frosti Jónsson, formaður Samtakanna ’78, segist vilja sjá kirkjuna ganga alla leið, þannig að samkynhneigðir fái að sitja að sama borði og gagnkynhneigðir. Þessi til- laga tryggi að svo verði ekki. Ekki sitja allir við sama borð Standa við hefðbundna skilgreiningu hjónabands Blessun Samkynhneigðar gefnar saman? Eftir Soffíu Haraldsdóttur, Andra Karl og Silju Björk Huldudóttur HLUTHAFAR í Reykjavík Energy Invest (REI) eiga for- kaupsrétt á hlut Orkuveitunnar (OR), komi til sölu hans, enda er for- kaupsréttarákvæði bundið í samn- inga um samruna REI og Geysis Green Energy (GGE). Ákvæðið gildir fram að skráningu hlutabréfa í félaginu á almennan markað og gildir um allan hlut Orkuveitunnar, að undanskildu því sem stóð til að selja öðrum. Ef Orkuveitan selur hlut sinn í REI, eins og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks hafa lýst yfir að verði gert, þá eiga aðrir hluthafar rétt á því að ganga inn í samninginn á því verði sem býðst fyrir hlutinn. Orku- veitan á 35,5% hlut í REI eftir sam- einingu við GGE en aðrir hluthafar eru meðal annarra FL Group, Atorka, Glitnir, VGK Invest og Bjarni Ármannsson. Kaupandi að hlut Orkuveitunnar í REI hefur þegar gefið sig fram, að því er heimildir Morgunblaðsins herma, og verði því tilboði tekið hagnast Orkuveitan um 10 milljarða króna á sölunni. Samkvæmt heim- ildum blaðsins telja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líklegt að aðrir hluthafar fáist til að falla frá for- kaupsrétti sínum við sölu hlutarins. Selja strax eða bíða? Augljós ágreiningur er milli borgarfulltrúa Framsóknarflokks annars vegar og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks hins vegar, um hvernig OR eigi að draga sig út úr REI. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vilja selja hlutinn strax á næstu mánuðum. Björn Ingi Hrafnsson segir hins vegar að til greina komi að selja lítinn hlut í REI, jafnvel til að vega upp á móti því áhættufjármagni sem lagt hefur verið í fjárfestinguna. „Svo þegar fyrirtækið hefur þroskast meira, og er kannski tilbúið til skráningar, þá er hægt að selja stærri hlut – og jafnvel allan afganginn – til að reyna að fá sem mest fyrir hlutinn,“ segir hann. „Ég var alltaf þeirrar skoðunar að eina leiðin til að hámarka verð- mæti, sem við eigum þarna og felast í okkar þekkingu, reynslu og kunn- áttu á þessu sviði, væri að fara þá leið að stofna þetta fyrirtæki og fá viðurkennt inn í þá stofnun um 10 milljarða fyrir okkar vörumerki,“ sagði Vilhjálmur eftir fund með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í gær. „Nú er það komið, þannig að við ætlum að selja okkar hlut og draga okkur smám saman út úr þessu á næstu mánuðum.“  Stjórnlaus umræða | 11  Stefnt að sölu | miðopna Morgunblaðið/Kristinn Sáttafundur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja selja hlut Orkuveitunnar í REI strax á næstu mánuðum. Eiga forkaupsrétt á hlut Orkuveitunnar  Hugsanlegur kaupandi að hlut OR í REI fundinn  Augljós ágreiningur um tilhögun sölunnar milli borgarfulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Í HNOTSKURN »Orkuveita Reykjavíkurá 35,5% hlut í Reykjavík Engergy Invest eftir sam- einingu við Geysi Green Energy. »Aðrir hluthafar erumeðal annarra FL Group, Atorka, Glitnir, VGK Invest og Bjarni Ár- mannsson, stjórnarformað- ur REI. Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTA ÁKLÆÐIÐ EKKI KENNA OKKUR UM Fáðu frían vörulista í verslun okkar Faxafeni 8 X E IN N IX 0 7 10 0 04 Ekki missa af neinu! >> 37 Leikhúsin í landinu ÆVAR Pedersen dýrafræðingur telur ástæðu til að setja toppskarf á válista. Af- koma margra tegunda sjófugla á víðáttu- miklu svæði hefur verið slæm um árabil og sérstaklega eru nefndar tegundirnar fýll, ryta, kría, langvía og lundi, auk toppskarfs- ins. Sjófuglar eru almennt settir á válista þegar 20% rýrnun hefur orðið á stofnstærð- inni á tíu árum. Hlýnandi loftslag hefur áhrif á rauðátu í sjónum, en hún er fæða sandsílis sem aftur er fæða sjófuglanna. Norrænir sjófuglafræðingar komu saman í Færeyjum í lok sept- ember og á næstunni verður lögð ítarleg skýrsla fyrir stjórnvöld og Norrænu ráðherranefndina. Ævar nefnir sérstaklega að fuglar drepist í veiðarfærum. „Íslend- ingar hafa aldrei viljað kannast við að þetta gerist hér, en það gerist samt,“ segir Ævar. „Við erum líklega að drepa um 150.000 fugla á ári hverju í veiðarfærum við Ísland. Það eru þorskanetin, líklega, sem eru verst.“ | 2 Toppskarfur á válista?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.