Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
/ ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ
CATHERINE ZETA JONES OG AARON ECKHART.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG SELFOSSI
HLJÓÐ OG MYND
Í KRINGLUNNI
CATHERINE
ZETA JONES
AARON
ECKHART
STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára DIGITAL
STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP
NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
SUPERBAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára
CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára
MR. BROOKS kl. 8 B.i.16.ára
BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ
DISTURBIA kl. 10:30 B.i.14.ára
ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ
HLJÓÐ OG MYND
STARDUST ER MÖGNUÐ
ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF
GÖLDRUM, HÚMOR OG HASAR.
STARDUST kl. 6:30 - 9 B.i. 10 ára DIGITAL
NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:10 LEYFÐ DIGITAL
MR. BROOKS kl. 10:10 B.i. 16 ára
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ DIGITAL
/ KRINGLUNNI
ROBERT DE NIRO OG MICHELLE PFEIFFER Í FRÁBÆRRI MYND SEM
VAR TEKINN UPP Á ÍSLANDI OG ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF!
Claire Danes Michelle Pfeiffer Robert DeNiro
Ég er nýkominn til Splitþegar við keyrum á gaml-an mann. Það heyrist hár
smellur þegar risastór hlið-
arspegillinn rekst utan í hann en
þegar bílstjórinn reynir að biðjast
afsökunar þá yppir sá gamli öxl-
um kæruleysislega, brosir og seg-
ir að þetta sé allt í lagi, öxlin er
komin aftur í liðin án nokkurrar
Mel Gibson-dramatíkur og ég
reyni að reikna út hversu mörg-
um styrjöldum sá gamli er líkleg-
ur til að hafa tekið þátt í.
En ég er kominn til Split tilþess að fara á kvik-
myndahátíð. Miðbær þessarar
höfuðborgar Dalmatíu, fjölmenn-
ustu borgar Króatíu á eftir Zag-
reb, er undirlagður af hinni æva-
fornu höll Díókletesar en höllin
er í raun miðbærinn og miðbær-
inn byggist út frá höllinni. Maður
veit varla hvort maður er úti eða
inni, þröngar göturnar eyða öll-
um slíkum hugmyndum og maður
hreinlega labbar óvart inn á
næsta bar á röltinu á kvöldin eft-
ir bíó.
Díókletes var rómverskur keis-ari sem hafði sérstaklega
gaman af því að ofsækja kristna
menn – kaldhæðni örlaganna hag-
aði því svo að við innganginn að
höllinni stendur þekktasta kenni-
leiti borgarinnar, risastytta af
biskupnum Gregorins frá Nin sem
á tíundu öld barðist fyrir því að
nota króatísku í guðþjónustum í
stað latínu. Og mitt í þessari höll
er heilmikið líf, það eru veitinga-
hús, barir og verslanir – til dæm-
is Grgur þar sem ég borðaði ófá-
ar pítsur með hinni ljúffengu
dalmatíuskinku og velti fyrir mér
hvort kjötið væri nokkuð fengið
af Dalmatíuhundunum eftir að
Grímhildur grimma hafði hirt
feldina. Og fjöldi fólks býr þarna
líka eins og allar þvottasnúrurnar
eru vitni um.
Hinir hátíðargestirnir sem éghitti virðast flestir úr öðrum
heimi en ég, ég er bíónördinn en
þau virðast flest rata betur um
ranghala innsetninga og videól-
istaverka. En mörkin eru hægt og
rólega að hverfa. Eins og á öðr-
um bíóhátíðum eru bæði ömurleg-
ar myndir og frábærar á hátíð-
inni. Forðist til dæmis með öllum
ráðum að horfa á dómadagsleið-
indin Lá-Bas en reynið allt sem
þið getið til þess að sjá hina dýrð-
legu Fido, þar sem uppvakningar
eru komnir í hlutverk heim-
ilishundsins og húshjálparinnar í
bandarískum úthverfum með
drepfyndnum afleiðingum. En um
leið segir myndin þó ískyggilega
sannferðuga sögu um bandarískt
samfélag – og svo var ég farinn
að sakna Carrie-Ann Moss og allt-
af gott að vita að maður á ennþá
séns í hana þótt maður sé orðinn
steindauður zombí. Engin mynd
situr þó jafn fast í manni og tálm-
inn rússneski, Blokada.
Blokada. Vatn fiskað í fötur,frosin lík. Hermenn sem í al-
vörunni voru að bjarga heim-
inum. Stytturnar hljóðlát vitni.
Það verður kaldara og kaldara.
Gamall maður með staf – lyk-
ilorðið: áfram! (ekki frjósa í hel)
Hver tekur myndina? Hvað fékk
fólk til að gera eitthvað sem ekki
var bráðnauðsynlegt? Hvað fékk
tökumanninn til að hugsa um ei-
lífðina, okkur, þessar fáeinu
hræður sem sátum í kvikmynda-
sal í Dalmatíu og eignuðumst ör-
litla hlutdeild í eilífðinni?
Við erum stödd í Leníngrad (nú
St. Pétursborg) í seinni heims-
styrjöldinni. Blokada er það sem
Rússarnir kalla umsátrið um Len-
íngrad og þótt flestir telji sig
hafa séð einhverjar myndir frá
umsátrinu eru það nær örugglega
sviðsetningar. Í þessari tæplega
klukkutíma mynd safnar Sergey
Loznitsa hins vegar saman öllu
því myndefni sem til er í rúss-
neskum söfnum og skilar því ó-
klipptu til áhorfenda. Hann bætir
þó við hljóði, hljóðvinnslan er svo
mögnuð að það er ekki fyrr en
eftir á að maður kemst að því að
þetta voru ekki raunveruleg um-
hverfishljóð.
Þau ganga framhjá líki. Einnsparkar í það, kannski sofn-
aði hann bara, en hér er svefninn
sjálfur dauðinn. Kannski fékk
hann sér aðeins einu vodkastaupi
of mikið, en hér sér enginn mun-
inn lengur, hann er orðinn töl-
fræði og það skiptir minnstu máli
hvernig hann dó. Loks: Flug-
eldar, snjókorn eða sprengj-
uregn? Það rennur saman í eitt
og myndirnar ljúga misvísandi
sögum að manni á meðan maður
sér loks bros og það er dansað.
Leníngrad, Króatíu
Þvottasnúrur Í Split býr almúgafólk í rómverskum höllum og hengir þvottinn sinn upp fyrir túristana.
AF LISTUM
Ásgeir H. Ingólfsson
»Hvað fékk töku-manninn til að hugsa
um eilífðina, okkur,
þessar fáeinu hræður
sem sátum í kvikmynda-
sal í Dalmatíu og eign-
uðumst örlitla hlutdeild
í eilífðinni?
asgeirhi@mbl.is