Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin kl. 9-16.30. Jóga kl. 9, postulínsmálun kl. 13, leshópur kl. 13.30, jóga kl. 19. Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handavinna kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9.45, boccia. kl. 8-16. Bólstaðarhlíð 43 | Bónusrúta kl. 12.30. Hár- greiðsla, böðun, alm. handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, vefnaður, hádegisverður, línudans, kaffi. Á morgun kl. 12.30 verður Krísu- víkurleiðin farin að Strandakirkju og kaffihlað- borð á Hafinu bláa. Skráning í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin. Framsögn. Félagsvist kl. 14. Félag eldri borgara í Kópavogi | Síðdegisvaka í Gjábakka kl. 14. Kristmundur Halldórsson rifja upp fyrstu árin í sögu Kópavogs í máli og mynd- um. Kaffiveitingar og skemmtiatriði. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, fé- lagsvist kl. 20. Menningarhátíð FEB í Borg- arleikhúsinu 16. október, miðasala er hafin í Borgarleikhúsinu og á skrifstofu FEB s. 588- 2111. Námskeið í framsögn hefst 23. október, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson skráning á skrif- stofu FEB. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30, handa- vinna kl. 10, leiðbeinandi er við til kl. 17. Yoga kl. 10.50, tréskurður kl. 13, róleg leikfimi kl. 13, al- kort kl. 13.30, ganga kl. 14, stólajóga kl. 17, jóga á dýnum kl. 17.50. Fræðsluerindi Glóðar sem vera átti í kvöld er frestað um eina viku. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga og myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.40, bútasaumur kl. 13 og handavinnukvöld kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Les- hringur bókasafnsins kl. 10, karlaleikfimi í Ás- garði kl. 13, bossía kl. 14, vatnsleikfimi í Mýri kl. 14, línudans í Kirkjuhvoli kl. 13, trésmíði kl. 13.30, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og félagsvist kl. 13. Opið í Jónshúsi kl. 10-16, lokað í Garðabergi. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður, leiðsögn veitir Vigdís Hansen. Haustlitaganga um Elliðaárdalinn kl. 10.30. Á morgun kl. 10 er dansæfing í samstarfi við FÁÍ A, umsj. Guðrún Nielsen. Strætisvagnar, 4, 12 og 17. S. 5757720. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl. 9, bókband kl. 13, frjáls spilamennska og affiveit- ingar kl. 15. Garðabæjardeild Rauða kross Íslands | Prjóna- kaffi 10. október kl. 16-18 í Hrísmóum 4 (Garða- torgi). Sjálfboðaliðar prjóna fatnað sem nýtist í neyðaraðstoð. Garn verður á staðnum en gott væri að hafa prjóna meðferðis. Kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Handavinna, glerskurður, hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 12, bónusbíllinn kl. 12.15 og kaffi kl. 15. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnar kl. 9, mynd- mennt, kl. 10, leikfimi, kl. 11.30, brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-11, Björg F. Helgistund kl. 14 hjá séra Ólafi Jóhannssyni. Námskeið í myndlist kl. 13.30-16.30 hjá Ágústu. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Síðasti skráningardagur í styrktar- og þjálfunarhóp 50+ í World Class Laugum. Einkaþjálfun. Bókmenntah. kl. 20. Anna Karlsdóttir fjallar um Ólöfu frá Hlöðum. S. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Gaman saman á Korp- úlfsstöðum kl. 13. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofan í handmennt opin. Myndlistarnámskeið. Þrykk og postulín. Leikfimi kl. 10. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæð- inu | Uno spil í kvöld í félagsheimilinu Hátúni 12 kl. 19.30. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16, myndmennt kl. 9-16, enska kl. 10.15-11.45, hádegisverður kl. 11.45, leshópur kl. 13.30, spurt og spjallað /myndbandasýning kl. 13-14, búta- saumur og frjáls spil kl. 13-16, kaffiveitingar kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinnustofan opin með leiðsögn kl. 9- 16.30, morgunstund leikfimi kl. 10, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga, upp- lestur kl. 12.30, félagsvist kl. 14. uppl. um starfið í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Hjúkrunarfræðingur (fyrsta þriðjudag í mánuði) kl. 9. Bænastund kl. 10, bón- usbíllinn kl. 12 og bókabíll kl. 16.45. Kirkjustarf Árbæjarkirkja. | Foreldramorgunn kl. 10-12. Samvera foreldra með ung börn. Spjall, fræðsla og samvera. STN (starf með 6-9 ára börnum) kl. 15-16. TTT (starf með 10-12 ára börnum) kl. 16- 17. Áskirkja | Opið hús kl. 10-14 í dag. Spjall, föndur og tekið í spil. Kl. 12 bænastund í umsjá sókn- arprests. Boðið er upp á hádegisverð eftir bænastundina. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 17.30. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf aldraðra kl. 11.45, málsverður. Helgistund og samvera, Elín Þöll Þórðardóttir og Ragnar Páls- son tala og syngja og Þórður Örn Sigurðsson les. KFUM&K fyrir 10-12 ára kl. 17-18.15. Æsku- lýðsstarf Meme 9.-10. bekkur kl. 19.30-21.30. (www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12, um- sjón hefur Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni, org- elleikur, íhugun og bæn. Orgelleik annast Guðný Einarsdóttir. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu verði. Kirkjustarf eldri borgara hefst kl. 13. Farið verður í Grafarvogs- kirkju. Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20. Hægt er að senda inn bænarefni á kefas@- kefas.is Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spilað og spjallað, kaffi og veitingar. TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 16-17 í Grafarvogskirkju. TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 17-18 í Borgarholtsskóla. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12-12.30. Veit- ingar gegn vægu gjaldi kl. 12.30 í safnaðarheim- ili. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf fyrir eldri borg- ara alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11-14. Leik- fimi, súpa, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta í um- sjón sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 9.15- 10.30. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK kl. 20 á Holtavegi 28. Heimsþing KFUK í Nairobi í máli og myndum. Umsjón Hildur Þóra Hallbjörns- dóttir, Kristín Sverrisdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir. Kaffi eftir fundinn. Laugarneskirkja | „Veraldleg list og andlegt líf.“ kl. 19, Ólöf I. Davíðsdóttir guðfræðinemi fræðir. Kvöldsöngur kl. 20, Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn. 12 Spora hópar og trúfræðsla sr. Bjarna um „Gæði náinna tengsla“ kl. 20.30. Óháði söfnuðurinn | Alfa námskeið 1 kl. 19-22. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús hefst með kyrrðarstund kl. 12, súpa og brauð kr. 400. Spil- að kl. 13-16, vist og bridge, púttgræjur á staðn- um. Kaffi kl. 14.45. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýs: 895-0169. 70ára afmæli. Ingólfur Bárð-arson rafverktaki, Kjarr- móa 15 í Njarðvík, er sjötugur í dag, þriðjudaginn 9. október. Hann mun eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar. 60 ára afmæli. Lára Mar-grét Ragnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, er sextug í dag, 9. október. Hún býr og starfar í Strasbourg, Frakklandi. dagbók Í dag er þriðjudagur 9. október, 282. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Viðskipta- og hagfræðideildHÍ býður til hádegisfyr-irlestrar á morgun, miðviku-dag, kl. 12.15 í stofu 101 í Odda. Þar ætlar Magnús Árni Skúlason hagfræðingur að flytja erindið Um- breytingar á íslenskum íbúðamarkaði: staða, horfur og þróun. „Í fyrirlestrinum fjalla ég um þær breytingar sem átt hafa sér stað á ís- lenskum húsnæðismarkaði frá árinu 2004, þegar bankarnir hófu innreið sína á íbúðalánamarkaðinn. Einnig ætla ég að gera grein fyrir hagfræði húsnæðismarkaðar, og stjórnsýslu- legri uppbyggingu íslenska húsnæð- iskerfisins,“ segir Magnús. Magnús segir að íslenski húsnæð- ismarkaðurinn fylgi sömu lögmálum og aðrir markaðir: „Það aðgreinir þó íslenska markaðinn frá öðrum ná- grannaþjóðum okkar að leigumark- aður er lítill og stærstur hluti fast- eigna í séreign, en húsnæðiskerfið hefur verið byggt upp sem séreign- arkerfi með hagrænum hvötum eins og vaxtabótum,“ útskýrir Magnús. „Gott aðgengi að lánsfé, samþætting fjármagnsmarkaða og góð vaxtakjör sköpuðu kjöraðstæður til lántöku á sínum tíma. Til viðbótar má nefna að hækkun lánshlutfalls og hámarksláns- fjárhæðar ruddi úr vegi hindrunum til kaupa á stærra og dýrara húsnæði. Saman leiddu þessir þættir til þeirrar hækkunar á fasteignaverði sem orðið hefur á síðustu 3 árum.“ Magnús nefnir að eins og staða markaðarins er í dag séu takmörk á félagslegu hlutverki Íbúðalánasjóðs: „Sjóðnum var m.a. ætlað að auðvelda lágtekjufólki að kaupa sér íbúð, en tenging lánsupphæðar við brunabóta- mat veldur því að lán íbúðalánsjóðs duga skammt við kaup á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem miklu munar á markaðsverði og brunabóta- mati. Það er frekar að Íbúðalánasjóð- ur gagnist þeim sem vilja kaupa hús- næði á landsbyggðinni, þar sem bankarnir eru um leið tregari til lána, enda er þar minni velta á fasteigna- markaði,“ segir Magnús. Fyrirlestur miðvikudagsins er öll- um opinn og aðgangur ókeypis. Nán- ari upplýsingar má finna á heimasíðu Viðskipta- og hagfræðideildar á slóð- inni www.vidskipti.hi.is. Viðskipti | Fyrirlestur um hræringar á íslenskum fasteignamarkaði Þróun á íbúðamarkaði  Magnús Árni Skúlason fæddist í Reykjavík 1969. Hann lauk B.S. í hagfræði frá HÍ 1992, meistaragr. 1996 frá HÍ og MBA gráðu frá Cambridge-há- skóla 2001. Magn- ús var stundakennari við HÍ, og síð- ar við Háskólann á Bifröst þar sem hann varð dósent og forstöðumaður Rannsóknarseturs í húsnæðismálum. Hann starfrækir nú Reykjavik Economics, ráðgjafarfyrirtæki á orku- og fasteignamarkaði. Magnús á tvö börn. Fyrirlestrar og fundir Þjóðminjasafnsið | Þriðji hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins í haust verður í dag kl. 12.05-12.55, í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins. Axel Kristinsson sagnfræðingur fjallar um evrópska samkeppniskerfið. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur þeirra sem þjást af þunglyndi er starfræktur alla þriðju- daga kl. 20 í húsi Geðhjálpar. Hópurinn er opinn öllum sem eiga við umrætt vandamál að stríða. Sjálfshjálparhópur þeirra sem eiga aðstand- endur með geðraskanir hittist í húsi Geð- hjálpar á Túngötu 7, Reykjavík, alla þriðju- daga kl. 18. Kvenréttindafélag Íslands, Hallveig- arstöðum | KRFÍ stendur fyrir hádegisfundi þar sem jafnlaunamálin verða rædd. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA, og Hlér Guðjónsson frá Háskólanum á Bifröst verða með fram- söguerindi og taka þátt í pallborðs- umræðum. Hádegisverður í boði. Fréttir og tilkynningar Bergmál líknar- og vinafélag | Opið hús verður sunnudaginn 14. október kl. 16 í Blindraheimilinu Hamrahlíð 17. Fram koma Elín og Elísabet Eyþórsdætur og Hildur Frið- riksdóttir. Matur að hætti Bergmáls. Uppl. og skráning hjá Þórönnu í síma 568-1418 / 820-4749, fyrir föstud. 12. október. Á DEGI nautgriparæktar á Hvanneyri um helgina var margt um manninn. Meðal annars voru kynnt rannsóknarverkefni í nautgripa- og jarðrækt á vegum Land- búnaðarháskóla Íslands og samstarfsaðila. Hún Jóhanna Sigríður frá Selfossi hafði hins vegar mestan áhuga á kálfunum í fjósinu á Hvanneyri. Dagur nautgriparæktar haldinn hátíðlegur á Hvanneyri Baulaðu nú, Búkolla mín Ljósmynd/Áskell Þórisson FRÉTTIR NÁMSKEIÐ í kínversku þar sem áhersla verður lögð á menningu og sögu Kína um leið og undirstöðuatriði kín- verskrar tungu og let- urgerðar verða kynnt eru að hefjast hjá Gallery Kína, Ár- múla 42. Reynt verður að hafa nám- skeiðin í senn skemmtileg og fræðandi og verða 3 x 2 tímar. Gallery Kína er versl- un sem selur kínverska list- muni frá mismunandi tíma- skeiðum í kínverskri listasögu. Á námskeiðinu verða m.a. ákveðnir listmun- ir í versluninni teknir fyrir og tákn og gerð þeirra út- skýrð. Tveir kínverskir leiðbein- endur halda námskeiðið sem fer fram á íslensku. Námskeiðin verða á sunnudögum og hefjast sunnudaginn 14. október kl. 11-12:30. Frá 12:30-13:00 verður frjáls tími þar sem þátttakendum gefst færi á að spyrja leiðbeinendurna nán- ar um kínverska menningu og sögu. Námskeið í kínversku DR. HENRY Rosemont verður gestur á málstofu í Háskólanum á Bifröst í dag, 9. október, kl. 15.30. Dr. Rosemont fjallar um Kína og Bandaríkin í fyrirlestri sínum sem hann kallar „The US and China. Who threatens Who?“. Mál- stofan stendur í klukkutíma og er öllum opin. Málstofa um Kína og Bandaríkin UMFERÐARÓHAPP varð föstudaginn 5. október síðastliðinn klukkan 21:09 á mótum Snorrabrautar og Bústaðavegar í Reykjavík, en umferð þar er stjórnað með umferðarljósum. Lentu þar saman fólksbifreið af Toyota Corolla-gerð, grá að lit, sem ekið var suður Snorrabraut og fólksbifreið af gerðinni VW Polo, blá að lit, sem ekið hafði verið norður Bústaðaveg með fyrirhugaða akstursstefnu eftir Hringbraut (gömlu) til vesturs. Ágreiningur er uppi um stöðu umferðarljósa þegar árekst- urinn varð og því eru þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Vitni vantar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.