Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var í gær dæmdur til að greiða 80.000 króna sekt fyrir að hafa sem gangnaforingi í ágúst á síðasta ári ekið torfæruhjóli, óskráðu og án skráningarmerkja, utan vega og merktra slóða á Mývatnsöræfum. Sú háttsemi mannsins var talin brotleg við umferðarlög, en hann gekkst við því að hafa ekið hjólinu utan vega. Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sýndi aðgát við aksturinn Maðurinn var einnig ákærður fyrir brot gegn 17. gr. laga um náttúruvernd, sem leggur bann við utanvegaakstri vélknúinna öku- tækja. Brot gegn því ákvæði getur varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, en umhverfisráð- herra veitir undanþágur frá því með reglugerð. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að þar sem smalamennska teldist til starfa við landbúnað heyrði háttsemi ákærða undir undanþáguákvæði í reglu- gerð, sem heimilar utanvegaakstur við slík störf þegar öðru háttalagi verður ekki við komið. Staðhæfingu ákærða um að hann hefði engum landspjöllum valdið með notkun vélhjólsins þótti ekki hafa verið hnekkt, og var hann því talinn hafa virt skilyrði reglu- gerðarákvæðisins um að hafa sér- staka aðgát við aksturinn. Hjólið hafði einungis bælt gras lítillega á leið sinni. Maðurinn var því sýkn- aður af þeim hluta ákærunnar. Svavar Pálsson fulltrúi sótti málið en Guðmundur H. Pétursson hdl. var verjandi. Erlingur Sig- tryggson héraðsdómari dæmdi í málinu. Smali ók vélhjóli utan vega  Hlaut 80.000 króna sekt fyrir brot á umferðarlögum  Ekki talið brotlegt gegn náttúruverndarlögum vegna undanþágu um landbúnaðarstörf í reglugerð Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KJARTAN Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur lagt til í stjórn Faxaflóahafna að skoðað verði með hvaða hætti megi merkja staði í gömlu höfn- inni með tilvísun í sögu hafn- arinnar. Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á Austurbakka Reykjavík- urhafnar vegna fyrirhugaðs tón- listarhúss og ráðstefnumið- stöðvar. Ýmsar minjar eru á svæðinu og bendir Kjartan á að þær verði ekki eyðilagðar þar sem þær séu verndaðar með lög- um. Hann segir mikilvægt að gerð verði úttekt á því hvað eigi að varðveita. Sumt hverfi óhjá- kvæmilega ofan í grunn og bíla- kjallara en annað megi hafa sýni- legt. Í því sambandi bendir hann á að sýna megi gömul hafnarmann- virki með því til dæmis að setja glerplötu yfir eins og gert hafi verið með Ingólfsbrunn. Gerð Reykjavíkurhafnar fór fram á árunum 1913 til 1920 en áður voru trébryggjur út frá hlöðnum steinköntum á svæðinu. Trébryggjurnar eru horfnar en elsta steinbryggjan var hlaðin og er undir Pósthússtrætinu við toll- húsið. Kjartan segir að einn hluti hugmyndar sinnar sé að merkja gömlu strandlengjuna. Minjar verði sýnilegar Vísað verði í þekkta staði í sögu gömlu hafnarinnar Morgunblaðið/Frikki Minjar Kjartan Magnússon borgarfulltrúi vill að minjar á hafnarsvæðinu verði sýnilegar almenningi. FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á SÍÐUSTU tveimur árum var um 25-35 útlendingum vísað af landi brott eftir að hafa afplánað refsidóma hér á landi, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Útlendinga- stofnun. Forstjóri Fangelsismála- stofnunar vill kanna hvort hægt sé að láta útlendinga sem hljóta dóm fyrir afbrot á Íslandi afplána í heimalandinu. Í lögum um útlendinga eru heimildir til að vísa útlendingum úr landi, jafnt þeim sem koma frá Evrópska efnahagssvæðinu, EFTA-svæðinu eða frá löndum ut- an þessara svæða. Heimildir um þetta má finna í 20. grein og 43. grein laganna sem eru frá 2002. Útlendingastofnun tekur ákvörð- un um brottvísun eftir að Fangels- ismálastofnun hefur sent tilkynn- ingu um að viðkomandi hafi beðið um reynslulausn. Úr landi eftir helming Útlendingar sem dæmdir eru í fangelsi hér á landi þurfa að af- plána helming refsingar en fá síð- an reynslulausn, að því gefnu að Útlendingastofnun hafi vísað þeim úr landi. Þetta gildir líka fyrir refsidóma sem Íslendingar yrðu að afplána að 2⁄3 hlutum. Þurfum á okkar plássum að halda Hjá Fangelsismálastofnun er verið að kanna hvort unnt sé að senda útlendinga úr landi til að af- plána dómana í heimalandinu, án þess að viðkomandi fangar hafi samþykkt slíkt framsal. Að sögn Valtýs Sigurðssonar, forstjóra Fangelsismálastofnunar, krefst framsal án samþykkis sérstakra samninga við viðkomandi land. Vandamálið sé þó oftar að fang- elsin í þessum löndum séu yfirfull og því erfitt í framkvæmd. „Það er náttúrlega ljóst að við þurfum á okkar plássum að halda og vildum gjarnan að þetta væri gert. En þetta er flókið lagalega séð,“ sagði Valtýr. Útlendingar 18% heildarfjöldans Alls eru 118 manns í fangelsum hér á landi og eru útlendingar 22 talsins eða um 18% heildarfjöld- ans. Það þýðir þó ekki að útlend- ingar hljóti um 18% fangelsisdóma því að sögn Erlends Baldurssonar, afbrotafræðings hjá Fangelsis- málastofnun, eru erlendir fangar ekki vistaðir utan fangelsa, s.s. hjá Vernd. Ástæðan er sú að ekki þyki ástæða til að endurhæfa þá og hjálpa þeim að aðlagast íslensku samfélagi enda liggi fyrir að þeim verður vísað úr landi að afplánun lokinni. Ef ekki standi til að vísa erlendum fanga úr landi, t.d. vegna tengsla hans við landið, gildi hið sama um hann og íslenska fanga. Á síðustu tveimur árum var 25-35 útlendingum vísað úr landi eftir refsidóma Kannað hvort útlendingar afpláni í heimalandinu Í HNOTSKURN » 118 manns sitja í fang-elsum hér á landi, þar af eru 22 útlendingar. » Af þessum 22 eru 14Litháar, þar af níu í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar á stórfelldu þjófn- aðarmáli. » Hinir átta eru af mis-munandi þjóðernum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Afplánun Útlendingar sem dæmdir eru í fangelsi hér á landi þurfa að afplána helming refsingar en fá síðan reynslulausn. Á NÆSTA ári eru 30 ár liðin frá því að Fé- lag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) var stofnað af fimm einstaklingum sem þá höfðu lokið námi í faginu. Tæplega 60 ár eru liðin frá því fyrsti íslenski landslags- arkitektinn lauk prófgráðu. Í tilefni afmælisins hafa félagsmenn í hyggju að gera sér nokkurn dagamun. Fyrsta verkefnið sem FÍLA mun fram- kvæma í tilefni tímamótanna er að taka Hagatorg í tímabundið fóstur. Félagsmenn ætla að fjölmenna á torgið í dag kl. 16 og setja niður 12.000 krókusa sem munu blómstra í aprílmánuði nk. en apríl er alþjóðlegur mánuður landslags- arkitektúrs. Taka Hagatorg í fóstur um stund Blómstrandi Krókusar munu með vorinu skrýða Hagatorg í Reykjavík. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Dorrit Moussaieff vegna forsíðufréttar DV í gær: „Það særir mig að DV skuli birta ranga frétt um að ég hafi „borgað verðlaun“ sem Louise T Blouin stofnunin veitti eig- inmanni mínum fyrir framlag hans til um- hverfismála við hátíðlega athöfn í New York. Einu tengsl mín við Louise T Blouin stofnunina eru að ég bauð í nútíma- listaverk á uppboði sem haldið var snemma árs 2006 í tilefni af opnun lista- safns stofnunarinnar í Lundúnum. Að auki hef ég veitt fulltrúa fjölmiðlafyrirtækis, sem tengt er Louise T Blouin og gefur út um 200 áhrifarík tímarit um listir, upplýs- ingar um ungt, íslenskt myndlistarfólk. Þetta er ástæða þess að í þakkarskrá stofnunarinnar fyrir árið 2006 er ég nefnd meðal stuðningsaðila (e. supporters). Þess- ar staðreyndir munu fulltrúar Louise T Blouin stofnunarinnar staðfesta. Að gera því skóna að eiginmaður minn hafi hlotið þessi verðlaun vegna þess að ég hafi borgað fyrir þau er í senn móðgandi og særandi.“ Yfirlýsing frá Dorrit Moussaieff MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi yfirlýsing frá Björgólfi Guð- mundssyni: „DV greinir í dag frá orðrómi um að Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, hafi þrýst á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra, um að flýta samningum um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy til þess að laga „... fjár- hagsstöðu Hannesar gagnvart bank- anum“ eins og segir í blaðinu en Hannes Smárason er forstjóri FL Group sem er einn af stærstu hluthöfum í Geysir Green Energy. Af þessu tilefni vill Björgólfur Guð- mundsson taka fram að aðdróttanir DV um afskipti hans af máli þessu eru al- gjörlega útí hött. Björgólfur hafði enga vitneskju um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy fyrr en tilkynnt var um hana í fjöl- miðlum. Vinnubrögð DV í máli þessu eru víta- verð þar sem blaðið leitaði hvorki til Landsbankans né skrifstofu Björgólfs Guðmundssonar áður en blaðið birti ósannindi sem geta skaðað orðspor og hagsmuni Landsbankans og Björgólfs Guðmundssonar bæði hér heima og er- lendis en bankinn er undir ströngu eft- irliti fjármálayfirvalda í hverju því landi sem hann starfar auk alþjóðlegra mats- fyrirtækja.“ Yfirlýsing frá Björgólfi Guðmundssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.