Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 15 ERLENT HILLARY Rodham Clinton hefur tekið forystu í baráttunni um út- nefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninga á næsta ári í Iowa-ríki, en þar fara fyrstu for- kosningarnar fram eftir áramót. Clinton hefur haft yfirburði skv. skoðanakönnunum yfir helstu keppinauta sína, John Edwards og Barack Obama, á landsvísu en bar- áttan í Iowa hefur verið harðari og Edwards raunar verið fyrstur þar skv. nýlegum könnunum. Úrslit í fyrstu forkosningunum – í Iowa og í New Hampshire og öðr- um litlum ríkjum – gætu vel skipt miklu máli varðandi framhaldið. Leggja mætti dæmið upp þannig að ef annað hvort Obama eða Edwards tækist að vinna í Iowa og ein- hverjum öðrum ríkjum þar sem kosið er snemma þá gæti það þýtt að staða þeirra styrktist mjög í baráttunni um- fram það sem töl- ur um stuðning á landsvísu segja til um. Clinton hef- ur því lagt mikla áherslu á það að undanförnu að styrkja stöðu sína í Iowa. Ný könnun sýnir að sú við- leitni hennar hefur skilað árangri, hún hefur stuðning 29%, en hafði 21% í maí. Edwards hefur 23% en hafði 29% í maí, Obama hefur 22%. Hillary Clinton styrkir stöðu sína meðal demókrata í Iowa Hillary Clinton YFIRVÖLD í Rússlandi segjast vita hver drap blaðakonuna Önnu Polit- kovskayu. Hann hefur þó ekki verið ákærður ennþá. Politkovskaya var myrt fyrir ári, 7. október, og leikur grunur á að morðið á henni hafi tengst rannsóknarblaðamennsku hennar um mannréttindabrot í Téts- níu. Hún hafði ennfremur gagnrýnt Vladímír Pútín Rússlandsforseta en ýmsir hafa talið að það kunni að skýra morðið á henni. Alls hafa tíu verið handteknir á því ári sem liðið er vegna morðsins, en rannsókn málsins hefur enn ekki leitt til ákæru, sem fyrr segir. Segjast vita hver myrti Önnu Politkovskayu Myrt Morðið á Önnu Politkovskayu vakti mikið umtal á sínum tíma. Reuters LÖGREGLUMAÐUR á frívakt gekk berserksgang í bænum Crandon í Wisconsin í Bandaríkj- unum í fyrrinótt, skaut sex ung- menni til bana og særði eitt til við- bótar, en ungmennin höfðu safnast saman til að borða flatböku og horfa á bíómynd. Ódæðismaðurinn, Tyler Peterson, var sjálfur skotinn til bana af lögreglu skömmu eftir atburðinn. Ekki er vitað um ástæð- ur voðaverksins en getgátur voru þó uppi um að ódæðismaðurinn – sem var tvítugur og ekki miklu eldri en fórnarlömbin – hefði rifist við kærustu sína á staðnum og í kjölfarið tekið fram byssu sína. Skaut sex ung- menni til bana AP Sorg Grandon er um 2.000 manna bær og þar ríkir mikil sorg. PERVEZ Mus- harraf, forseti Pakistans, hefur skipað Ashfaq Kiyani hershöfð- ingja sem næst- ráðanda sinn yfir pakistanska hernum. Kiyani verður því vænt- anlega æðsti yfirmaður hersins þegar Musharraf efnir það loforð sem hann hefur gefið að hætta sem æðsti yfirmaður hersins. Það fyrirheit gaf Mushar- raf vegna vaxandi ólgu vegna þess tvöfalda hlutverks sem hann hefur haft undanfarin átta ár. Musharraf var endurkosinn for- seti Pakistans af þinginu á laug- ardag og er gert ráð fyrir að hann segi af sér sem yfirmaður hersins þegar hæstiréttur landsins hefur staðfest úrslit kosninganna. Arftaki Mus- harrafs valinn Ashfaq Kiyani BANDARÍKJAMENNIRNIR Mario R. Capecchi og Oliver Smithies og Bretinn Martin J. Evans fá Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2007. Frá þessu var greint í gær. Þremenningarnir fá verðlaunin fyrir uppgötvanir sínar í stofnfrumurannsóknum sem leiddu til þróunar tækni sem kölluð hefur ver- ið genamiðun, í músum. Tæknin hefur verið notuð til að hjálpa vísinda- mönnum að finna hvers vegna ýmsir sjúkdómar verða til í fólki á frumu- stigi, og hvernig ýmis veikindi á borð við hjarta- og æðasjúkdóma og taugahrörnunarsjúkdóma, sykursýki og krabbamein geta myndast í ann- ars heilbrigðu fólki. Nóbelsverðlaun í læknisfræði BRESKUR maður liggur í dái á sjúkrahúsi í Skotlandi eftir að hann smitaðist fyrstur Evrópumanna af banvænni veirusýkingu, svonefndri austurríkja-hestaheilabólgu (e. Eastern Equine Encephalitis), sem er afar sjaldgæfur sjúkdómur. Tal- ið er að hann hafi smitast vegna moskítóbits þegar hann var við veiðar í New Hampshire í Banda- ríkjunum. Veiruna er aðallega að finna í austurhéruðum Bandaríkjanna og um þriðjungur þeirra sem smitast læst af völdum sjúkdómsins. Að sögn lækna er hvorki til lækning né bóluefni við sjúkdómnum. Moskítóbit JAPANSKUR táningur, 16 ára, leysti teningsþraut Rubiks á 12,46 sekúndum og varð heimsmeistari á fyrsta Rubiks-heimsmeistaramót- inu í Búdapest í Ungverjalandi um helgina. Heimsmetið frá því í maí er 9,86 sekúndur. Þrautin leyst FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BRESKIR stjórnmálaskýrendur eru sammála um að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi gert slæm mistök með því að leyfa umræðum um yfirvofandi þingkosningar að halda áfram jafn lengi, og verða jafn háværar og raun bar vitni, til þess eins að lýsa því síðan yfir á laugardag að ekki yrði um það að ræða, að boðað yrði til kosninga í haust. Brown vildi þó ekki viðurkenna í gær að vinnubrögðin bentu til að hann hefði verið mjög tvístígandi – en sá eiginleiki er sjaldnast álitinn til marks um ríka leiðtogahæfileika – enda hefði hann alltaf ætlað að taka ákvörðun í málinu á þessum tiltekna tíma. Brown hélt blaðamannafund í Downing-stræti 10 í gærmorgun og dundu þar spurningarnar um þetta efni á honum. Í sunnudagsútgáfum breskum blaðanna fóru menn hamförum gegn Brown en helstu fréttaskýrendur eru sammála um að umræðan um kosningar hafi verið orðin svo hávær og svo augljóslega ýtt úr vör með vitund og vilja Brown að það hafi verið neyðarlegt fyrir for- sætisráðherrann að þurfa að lýsa því síðan yfir að af kosningum yrði ekki. Þá hafði það gerst að Íhaldsflokkurinn sótti í sig veðrið í skoðanakönnunum og því hafði ákvörðun Browns á sér yfirbragð þess, að hann einfaldlega hefði brostið kjark til að stíga skrefið þegar til kom. Menn eru sammála um að þetta veiki Brown, en hann hefur fram til þessa þótt hafa tekist vel upp í nýju starfi forsætisráðherra. Óþarfa sjálfsmark, hveitibrauðsdögunum lokið Síðast var kosið í Bretlandi vorið 2005 og því er engin þörf á því fyrir Brown að boða til kosninga fyrr en vorið 2010. Hann mun hins vegar hafa haft áhuga á að fá end- urnýjað umboð frá bresku þjóðinni – en Tony Blair var forsætisráðherra þegar síðast var kosið – og flest benti til að staða hans og Verkamannaflokksins væri mjög sterk. Brown viðurkenndi á fréttamannafundinum í gær að hann hefði íhugað þann möguleika að halda kosningar í haust. Hann hefði þó í grunninn verið þeirrar skoðunar að rétt væri að gefa sér meiri tíma til að kynna helstu stefnumál fyrir bresku þjóðinni. Það hefði orðið ofaná þegar til kastanna kom. Ýmsir helstu ráðgjafar Browns eru sagðir hafa þrýst mjög á um að haldnar yrðu kosningar. Segja fréttaskýr- endur að Brown hafi gert mistök er hann leyfði þeim að leika lausum hala með tal sitt um yfirvofandi kosningar, enda hafi hann þurft að bakka með allt saman á laug- ardag. Brown varði í gær þessa ráðgjafa sína, sagðist sjálfur bera fulla ábyrgð á því sem hefði gerst. Og hann sagðist aðeins geta sagt við þá sem teldu að þessi uppá- koma sýndi að hann væri veikur leiðtogi og óákveðinn að sannir forystuhæfileikar snerust fyrst og síðast um að taka réttar ákvarðanir varðandi efnahag Bretlands og öryggi íbúa þess. Hann vildi ekki viðurkenna að hafa hætt við kosningar vegna nýrra skoðanakannana sem sýndu íhaldsmenn í sókn. „Ég tel að við myndum sigra í kosningum, hvenær sem þær yrðu haldnar.“ David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna, sakaði Brown á sunnudag um að koma fram við breskan almenning eins og fífl. Sagði hann ennfremur að Brown hefði gert sig sekan um óheiðarleik. Allir vissu að hann hefði hætt við áform um kosningar vegna þess að hann óttaðist skyndi- lega að hann myndi tapa þeim. Menzies Campbell, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í svipaðan streng, sagði atburði síðustu daga skað- lega fyrir ekki aðeins Brown sjálfan heldur fyrir stjórn- mál í landinu almennt. Verkamannaflokkurinn hefði þeg- ar öllu væri á botninn hvolft fyrst og fremst hugsað um eigin hagsmuni, en ekki hag bresku þjóðarinnar. Brast Brown kjark á síðustu stundu?  Hugleiddi að halda kosningar í nóvember en hætti við  Skoðanakannanir höfðu þá sýnt íhaldsmenn í sókn Reuters Mistök Gordon Brown mætti bresku pressunni í gær- morgun. Þar var sótt mjög hart að honum. Í HNOTSKURN »Gordon Brown tilkynnti í breska þinginu í gærað breskum hermönnum í Írak yrði fækkað niður í 2.500 fyrir næsta vor. Nú eru um 5.500 breskir hermenn í Írak, einkum í suðurhlutanum. »Brown greindi ennfremur frá því að Írökumsem unnið hafa fyrir breska herinn í Írak yrði veitt fjárhagsleg aðstoð svo að þeir gætu hafið nýtt líf, í Írak eða annars staðar í Mið-Austurlöndum, sem og í Bretlandi sjálfu í tilteknum tilfellum. MIKIÐ uppnám er í Tyrklandi eft- ir að kúrdískir aðskilnaðarsinnar drápu tvo tyrkneska hermenn í árásum í gær og þrettán í fyrra- dag í suðausturhluta landsins. Æðstu ráðamenn sátu á neyð- arfundi í gær en ljóst er að stjórn- völd og her landsins eru einhuga um að bregðast verði hart við árásunum. Tyrknesk stjórnvöld hafa um nokkurt skeið lýst óánægju sinni við írösk og banda- rísk stjórnvöld vegna þess hversu aðskilnaðarsinnar Kúrda virðist eiga auðvelt með að flýja inn í norðurhéruð Íraks. Munu þau m.a. hafa hugleitt hernaðaraðgerð inn fyrir landamæri Íraks. Reuters Spenna í Tyrklandi vegna árása Kúrda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.