Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 41 WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? YFIR 44.000 MANNS Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 Vinsælasta kvikmyndin á íslandi í dag SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI STARDUST kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 10 ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ 3:10 TO YUMA kl. 10 B.i. 16 ára ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára SUPERBAD kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MR.BROOKS kl. 10:30 B.i. 16 ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ SHOOT´EM UP kl. 10:20 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK eeee – KviKmyndir.is SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. 06.10.2007 8 15 19 27 33 6 2 7 3 4 3 1 0 0 1 30 03.10.2007 1 3 10 27 28 46 2211 17 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EIN af þeim tónlistar- stefnum sem munu bylgjast um tónlistarhá- tíðina Iceland Airwaves er djassinn. Íslenska sveitin BonSom er ein þeirra sem sér um þann þátt en að sögn Andrésar Þórs Gunnlaugs- sonar, gítarleikara sveitarinnar, er tónlist sveitarinn vart djass lengur, þó að meðlimir komi úr þeim geir- anum og sveitin hafi siglt um þau mið upprunalega. Upphaflega átti að blanda djassinum við pönk, rokk, þjóðlagatónlist og fleira, en í dag er tónlistin óræð, einhvers konar rokk, og er sveitin því verðugur gestur á Airwaves, þar sem fjölbreytnin ræð- ur ríkjum. Allir meðlimir leggja jafnt til í sköpunarpúkk- ið, en auk Andrésar skipa sveitina þeir Eyj- ólfur Þorleifsson saxó- fónleikari, Þorgrímur Jónsson kontrabassa- leikari og Scott McLe- more trommuleikari. Sveitin á sér um eins og hálfs árs langa sögu og var sett á laggirnar í kringum Djasshátíð Reykjavík- ur. Andrés segir að það sem hafi rekið hljóm- sveitina saman hafi lík- lega verið sú staðreynd að meðlimir séu komnir í ákveðinn hring. „Þegar ég var yngri t.a.m. hlustaði ég á hluti eins og popp og þungarokk á fullu. Svo fór ég í nám og henti mér eðlilega á kaf í djassheiminn. En svo þegar því ferli lýkur og maður fer að starfa við þetta fer maður að líta til baka á nýjan leik.“ Þeir allra hörð- ustu hafa slengt því fram að nám kæfi allt frelsi til sköpunar. Viðhorf Andrésar til þessa er stóískt. „Jaa… þetta er bara mjög per- sónubundið. Sumir komu stífir út úr þessu en aðrir eru til muna frjálsari til að skapa en áður en þeir fóru í námið. En maður er hvort eð er allt- af að læra. Það sem er breytt í dag er að maður er að læra af sam- ferðamönnum sínum, ekki kenn- urunum.“ Andrés segir að vel gangi að æfa og spila og samstarfið hefur þegar borið ávöxt í formi hljóðrit- unar, en plata samnefnd sveitinni kom út í sumar á vegum útgáfunnar Dimmu. Hann segir að sveitin skemmti sér vel en meðlimir voru allir góðir félagar áður en hljóm- sveitin var sett á laggirnar. Andrés segir að stefnt verði á sem mesta spilamennsku næsta misserið og áhersla lögð á að þróa tónmálið áfram. Það er hins vegar komið að tóm- um kofunum þegar spurt er hvort BonSom sæki í einhverjar erlendar fyrirmyndir hvað tónlistarlega nálg- un og almennt fyrirkomulag varðar. „Helst þá U2,“ segir Andrés og hlær við. „Fjórir góðir vinir að búa til tónlist saman.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Félagar BonSom leitar helst til U2 eftir áhrifum. Djass en eiginlega alls ekki… Hljómsveitin BonSom treður upp á Iceland Airwaves í næstu viku www.myspace.com/bonsom www.icelandairwaves.is 8 dagar Iceland Airwaves Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is FRIÐARSÚLA Yoko Ono sem reist er í minningu John Lennons verður vígð í Viðey í kvöld og stendur und- irbúningur fyrir athöfnina sem hæst. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum munu um 300–400 manns verða viðstaddir og hátt í annað hundrað manns koma frá út- löndum, bæði blaðamenn og boðs- gestir. Yoko Ono sjálf mun vígja friðarsúluna en við athöfnina verður einnig sonur hennar Sean Ono Len- non sem kom til landsins á laug- ardag. Ljóst er að getgáturnar sem uppi hafa verið um að Ringo Starr kæmi til landsins reyndust réttar, því hann kemur til landsins í dag. Við vígsluna verður líka ekkja George Harrison, Olivia Harrison. Eins og Ringo kemur hún til lands- ins á afmælisdegi John Lennons, sem hefði orðið 67 ára í dag. Íslenskir og erlendir blaðamenn héldu til Viðeyjar í gær til að virða fyrir sér verkið og skoða aðstæður fyrir vígsluna. Flestir í hópnum voru frá Japan en japanskir fjölmiðlar hafa sýnt vígslu friðarsúlunnar afar mikinn áhuga. Hingað til lands er einnig komið fjölmiðlafólk frá Bandaríkjunum, Ástralíu og meg- inlandi Evrópu, svo sem Bretlandi og Frakklandi. „Við getum stöðvað stríð, ef við bara viljum það,“ fullyrti ástralski blaðamaðurinn Richi York um leið og hann snaraði sér í land í Viðey. Hann bætti við að hann hefði unnið með John Lennon og Yoko Ono í War is Over herferðinni 1968–1969. „Ég heillaðist alveg af boðskapnum og ákvað þess vegna að taka þátt í þessu með þeim.“ Aðrir blaðamenn gátu ekki státað af persónulegum tengslum við þau hjón en virtust á hinn bóginn afar áhugasamir um friðarsúluna og að hún yrði reist á Íslandi. „Það er flott fyrir Ísland að fá að hafa hana,“ sagði Minni Cherries frá Ástralíu. Libby Casey frá Bandaríkjunum var nýlent á Íslandi, skjálfandi úr kulda, og staðráðin í að taka með sér vett- linga í athöfnina í kvöld. Friðarsúlan sjálf er ljósgeisli sem streymir upp úr brunni sem áletr- unin „Hugsa sér frið“ hefur verið grafin í á 24 tungumálum. Athöfnin í kvöld er lokuð almenningi en verður í beinni útsendingu bæði á RÚV og Stöð 2. Hún hefst kl. 19:30. „Ef við bara viljum það“ Friðarsúla Yoko Ono vígð í Viðey í kvöld Frekari upplýsingar um friðarsúl- una má finna á www.imagine- peace.com Friðarsúla Erlent fjölmiðlafólk spáir í aðstæðurnar í Viðey.Ringo Starr Olivia Harrisson Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.