Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 20
Leiðbeiningar Á vefnum Map24.is er hægt að fá vegvísun milli staða innanland eða jafnvel milli landa. Það er fyrirtækið Loftmyndirehf., í eigu Ísgraf og VGKhönnunar, sem rekur vefsíð- una map24.is. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1996, nýtur nú ávaxtanna af ellefu ára starfi sínu m.a. með rekstri á www.map24.is. „Það sem við sjáum á map24.is er afrakstur vinnu sem hefur staðið yfir síðan frá stofnun fyrirtækisins 1996, en það eru loftmyndir af Íslandi sem lokið var við að taka fyrir tveimur ár- um,“ segir Karl Arnar Arnarson hjá Ísgrafi. Í framhaldi var farið í að teikna eftir loftmyndunum allt sem á þeim sést til þess að nota til korta- gerðar í hönnunarvinnu vegna um- hverfis- og skipulagsmála. Karl segir Loftmyndir viðhalda sínum land- fræðilegu gögnum því mikilvægt sé að myndirnar séu sem nýjastar. Flog- ið er yfir alla þéttbýlisstaði á eins til fjögurra ára fresti, en það eru á milli 80 og 90 staðir, og teknar loftmyndir af átta þúsund ferkílómetrum í dreif- býli á ári. Myndirnar eru auðlindin Í samvinnu við Fasteignamat ríkis- ins var síðan lögð vinna í að staðsetja heimilisföng og er sú vinna langt komin, en afraksturinn má sjá þegar fengin er vegvísun eftir heimilis- föngum. Sömuleiðis eru á milli 3.000 og 4.000 þjónustufyrirtæki á skrá og þá er einnig hægt að leita eftir ör- nefnum, t.d. komast að því hvaða ör- nefni eru í næsta nágrenni eða í grennd við sumarbústaðinn svo dæmi séu tekin. „Þessa dagana erum við svo að vinna að því að búa til GPS-kort og þá verður þessi gagnagrunnur fáanlegur í GPS-tæki frá Magellan sem á eftir að verða mikil bylting,“ segir Karl en skekkjan í GPS-kortinu mun nema frá 30 cm og uppundir einn metra. Eldri kerfi sömu gerðar hafa að sögn starfsmanna fyrirtækisins a.m.k. tí- falt meiri ónákvæmni utan þéttbýlis. „Það sem ýtti okkur af stað á sín- um tíma var að loftmyndataka var al- gerlega á einni hendi – þ.e. ríkisins – hjá Landmælingum Íslands. Við vild- um kaupa mikið af myndum og okkur bauðst ekki að fá tilboð frá Landmæl- ingum Íslands heldur fengum við ein- faldlega opinberan verðlista. Því brugðum við á það ráð að fara út í þetta sjálfir. Undanfarin sjö ár höfum við verið að gera þetta með eigin tækjabúnaði og eigin mannskap en fram að því leigðum við flugvélar frá Danmörku og Noregi. Það má með sanni segja að það hafi verið bíræfni að leggja út í að kortleggja allt Ísland með innan við eins metra nákvæmni þegar ríkið er með heila stofnun við að kortleggja með eitt til tvö hundruð metra nákvæmni.“ Hann bætir við að fyrir hafi legið nýleg skýrsla, unnin á vegum um- hverfisráðuneytisins, þar sem fram kom að það ætti að verja um 2,5 millj- örðum kr. í að kortleggja landið með 5 metra nákvæmni. Loftmyndir náðu hins vegar strax góðri fótfestu á útboðsmarkaði. Einn af hornsteinum GPS-væðingar Íslands Segja má að fyrirtækið hafi unnið nokkurt þrekvirki á þessu sviði því að til þess tíma að það var stofnað voru einungis teknar loftmyndir eftir pönt- unum. Nú er hins vegar myndað með það að markmiði að síðar megi selja myndirnar og afurðir unnar eftir þeim. Starfsmenn fyrirtækisins segja það líka sérstakt gleðiefni að þeir vinna að gerð korta af öllu Íslandi með nákvæmni sem er nægjanleg fyrir tæknistofnanir og eru gögnin því einn af hornsteinum hins GPS- tæknivædda Íslands. ingvarorn@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Karl Arnar Arnarson Mynda þarf þéttbýlisstaði á 1-4 ára fresti. Ísland í smækk- aðri mynd Google Earth-vefsíðan hefur notið gífurlegra vin- sælda frá því að hún var opnuð í júní 2004 en fæstum hefur kannski dottið í hug að á Íslandi er rekin þró- aðri vefsíða sem byggir á samskonar hugmynda- fræði. Ingvar Örn Ingvarsson kynnti sér málin. Ljósmynd/Loftmyndir www.map24.is Það má með sanni segja að það hafi verið bíræfni að leggja út í að kortleggja allt Ísland með innan við eins metra nákvæmni tómstundir 20 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er tekið hlýlega á mótiblaðamanni af Lóu Guð-jónsdóttur sem hefuránægju af því að segja frá stútfullri dagskránni í Félagsmið- stöðinni. „Hér er úr ótrúlega spennandi tómstundastarfi að velja sem stendur yfir frá klukkan níu á morgnana til tæplega fjögur alla virka daga. Hér í setustofunni er opið allan daginn og hér les fólk dagblöðin og spjallar. Þetta er í raun okkar litla kaffihús! Ég kom hér fyrst inn fyrir fjórum árum og var þá að spila á gítar með söngnum sem er á föstudögum. Síðar fékk ég aðstöðu til að geta málað með þroskaheftum, en ég er myndlistar- maður, og svo var ég beðin að taka þátt í tískusýningum. Ég var að vinna sem bókavörður áður en ég varð eldri borgari og ætli það hafi ekki verið sá bakgrunnur sem varð kveikjan að því að stofna leshóp á jafningjagrund- velli,“ segir Lóa. „Um þessar mundir erum við að lesa Þórberg og þetta fer þannig fram að við skiptumst á að lesa upp- hátt og spjöllum síðan saman um efni bókarinnar, spekúlerum í ýmsum orðum og þess háttar. Okkur finnst íslenskan orðin ansi breytt; það er varla að maður átti sig stundum á orðalaginu sem er viðhaft. Í fyrra lás- um við Íslandsklukkuna og í hitteð- fyrra Sölku Völku og nutum þess virkilega vel. Samkomur leshópsins eru ekki hátíðlegar heldur er ósköp frjálslegt andrúmsloft hjá okkur, líkt og er í söngnum á föstudögum. Þá er sungið við flygilinn og valin lög sem allir þekkja svo allir geti sungið saman. Þar á eftir er svokallað veislukaffi en þá eru vöfflur og rjómi eða eitthvað annað ljúffengt á boð- stólum. Síðan er dansað. Mesti félags- skapurinn er djammið á föstudög- um!“ Verðum að fá tölvur á Vesturgötuna Eldri borgarar eru búnir að skila mikilli vinnu um ævina og ala upp börnin sín og eiga svo sannarlega skilið að njóta þess tíma sem eftir er. Hér í Félagsmiðstöðinni gefast marg- vísleg tækifæri til þess. Fyrir utan tómstundaiðkunina er einnig boðið upp bæði á helgistund og fyrirbæna- stund. Fólk er líka alltaf velkomið hingað og þegar inn er komið líður manni rétt eins og heima hjá sér. Fólkið er bæði huggulegt og elsku- legt. Ég segi því að enginn þarf að vera einmana.“ Nú er Sigmundur Hansen sestur hjá okkur og Lóa segir að hann sé einmitt með henni í svokölluðu not- endaráði og þau séu að berjast fyrir því að fá tölvur inn í félagsmiðstöðina: „Við þurfum endilega að fá tölvur og halda námskeið,“ segir hin lífsglaða Lóa. Sigmundur Hansen er leiðbeinandi í tréskurðinum. Hann tekur glettn- islega undir arm blaðamanns og fer með hana í skoðunarferð um húsið. Sigmundur byrjar leiðsögnina við af- greiðsluborðið í setustofunni og bend- ir á átt að ungri konu: „Þetta er nú hússtýran okkar, yndisleg stúlka. Ég kalla hana Garúnu.“ Hann sýnir mér notalegt hvíldarherbergi þar sem gott er t.d. að fá sér kríu eftir matinn. Eldhúsdagsumræður og bútasaumur „Hér er mikið af handlögnu fólki sem hefur gaman af tréskurði og það býr til fallega hluti með fínasta nota- gildi eins og ramma utan um spegla og myndir og meira að segja klukkur. Hér í næsta sal er svo lögð stund á myndlist og ýmiss konar saumaskap og er greinilega að læðast jólahugur í fólk sem er byrjað á jólaföndrinu. Ég veit að bútasaumurinn er sérlega vin- sæll og það er gaman að sjá hlutina sem þær vinna. Hér er alltaf hægt að hafa nóg fyrir stafni. Við erum meðal annars reglu- lega með uppákomu sem kallast Spurt og spjallað en það eru hálf- gerðar eldhúsdagsumræður; rætt er hvað er að gerast í pólitíkinni, um efni í sjónvarpi og útvarpi, ekkert er heil- agt. Svo er gjarnan myndbandasýn- ing á eftir umræðunum.“ Sigmundur býður upp á kaffi í björtum matsalnum. Ég fór með í haustferðina, sem ný- lega var farin að Bessastöðum, og tek þátt í öllu mögulegu enda hef ég þá trú að hreyfing sé númer eitt hvað varðar að halda heilsu. Ég undirbjó elli mína nokkuð vel og hef hjálpað gömlum mönnum sem langar til að vinna og hafa kannski ekki aðstöðu til eða nægt sjálfstraust. Ég útvegaði síðasta atvinnurekand- anum mínum til dæmis vinnu þegar hann komst á aldur en hann selur dýrahorn. Það var þannig að ég fékk leyfi hjá dýralækninum á Selfossi til þess að fá horn af slátruðum dýrum, síðan var farið á Keldur til að fá efni til að hreinsa þau. Vinur minn gerir það bara nokkuð gott með hornin sín, skal ég segja þér. Fyrir utan að hafa aðgang að öllu þessu fjölbreytta og góða starfi hér nýt ég þess að fara út á land með frúnni. Við eigum bústað eða lítið hús í Austur-Húnavatnssýslu og þar dveljum við hjónin tvo og hálfan til þrjá mánuði á ári. Það er dásamlegt að vera þarna rétt við vatnsborðið – umvafinn fuglum og friði.“ Simmi, eins og sönnum herra- manni sæmir, fylgir blaðamanni út að dyrum félagsmiðstöðvarinnar og kastar aftur kveðju á Garúnu hús- stýru sem brosir sposk til okkar. Enginn þarf að vera einmana Morgunblaðið/Golli Lóa Guðjónsdóttir og Sigmundur Hansen Leshópur, tréskurður og góður félagsskapur heilla. Það vita það kannski ekki allir en Félagsmið- stöðin á Vesturgötu 7 er opin öllum. Hún er ekki eingöngu hugsuð fyrir þá sem búa í húsinu sjálfu heldur ekki síður fyrir fólkið í hverfinu. Hrund Hauksdóttir heilsaði upp á fólkið og kynnti sér fjölbreytta starfsemina. „Þar á eftir er svokallað veislukaffi en þá eru vöffl- ur og rjómi eða eitthvað annað ljúffengt á boð- stólum. Síðan er dansað. Mesti félagsskapurinn er djammið á föstudögum!“ daglegt líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.