Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 17 AKUREYRI AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FRAMTÍÐARSÝN um netháskóla er sú að Íslendingar geti farið í há- skólanám hvenær sem er á netinu. Saman yrðu sett námskeið og ein- ingar samræmdar frá ólíkum háskól- um og þannig gæti fólk búið til sitt nám. Þekkingarnet Austurlands (ÞNA) stendur 16. október n.k. að ráðstefnu á Egilsstöðum um Netháskóla Ís- lands, þar sem farið verður yfir sam- starf háskóla og samræmingu í mati, kennslufræði dreifnáms, sköpun góðs námsumhverfis á netinu, sam- ræmingu á mörgum tæknilegum um- hverfum háskólanna og hvernig netháskóli geti stutt við þróun stað- bundins náms í þekkingarsetrum og minni háskólum. Hugmyndin um netháskóla hefur verið í farvatninu frá árinu 2000 hjá Þekkingarneti Austurlands og und- irbúningur ÞNA að slíkum skóla eitt af verkefnum Vaxtarsamnings fyrir Austurland. ÞNA og menntamála- ráðuneyti hafa verið í viðræðum við háskóla landsins. Netháskólar þekkjast orðið víða, m.a. í Svíþjóð, Kanada, Frakklandi og Skotlandi. Háskólarnir jákvæðir „Nú er verið að setja umræðu um netháskóla í gang fyrir alvöru,“ segir Stefanía G. Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÞNA. „Við vonumst til að afrakstur ráðstefnunnar verði leiðarvísir fyrir framtíðina og sett verði í gang stefnumótunar- og hug- myndafræðivinna.“ ÞNA vinnur skv. samningi við ráðuneytið tillögu að vef netháskóla. „Að setja upp sérstaka stofnun gæti verið ein leiðin að netháskóla, en einnig þarf að hugsa um hvað slík- ur skóli á að gera,“ segir Stefanía. „Á grundvelli þess getum við svo velt fyrir okkur rekstrarformi, staðsetn- ingu og sviðum. Háskólarnir þurfa að skoða hvort þeir vilja og geta auk- ið framboð á háskólanámi í fjarnámi, samræmt skráningarkerfi sín og námskeiðafyrirkomulag þannig að hægt sé að meta á milli skóla og búa til nám. Símenntunarmiðstöðvar þurfa jafnframt að skoða hvort þær geti eflt sitt samstarf og samræm- ingu. Við erum með námsver um land allt og háskóla sem eru að kenna á öllum helstu fagsviðum, svo spurningin er aðeins hversu langt við erum tilbúin að ganga og hvort innbyrðis samkeppni eigi eftir að standa hugmyndinni fyrir þrifum, eða efla hana. Vonandi verður í vor lögð fram áætlun um stofnun og starfsemi netháskóla sem allir há- skólarnir og símenntunarmiðstöðvar skrifa undir.“ Að sögn Stefaníu hafa símenntunarmiðstöðvarnar sérstak- an áhuga á kennslufræði dreifnáms. Hvernig styðja megi við það, minnka bilið í gæðum milli staðbundins náms og dreifnáms og hvaða kennslufræði og umhverfi henti best. Hún vonast til að netháskóli geti byrjað í ein- hverri mynd næsta vetur, þó að námsframboð og því um líkt sé nokk- uð sem þróist á lengri tíma. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Menntunartækifæri Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekk- ingarnets Austurlands, leiðir vinnu um nýjan netháskóla á Íslandi. Netháskóli Íslands risa- vaxið menntunarverkefni Egilsstaðir | Undir næstu helgi verður blásið til Sigfúsarþings, í minningu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara. Tilgangur þess er að heiðra minningu Sigfúsar og verka hans og einnig að halda starfi hans áfram, þ.e. að safna þjóðsög- um, segja sögur og varðveita munn- lega sögu. Vilhjálmur Hjálmarsson, fv. þing- maður og ráðherra, mun setja þing- ið, en þar verður farið yfir ævi og störf Sigfúsar að þjóðsagnaritun. Munnleg geymd og sagnalist skipa veglegan sess og m.a. verður sér- stakt námskeið í sagnamennsku báða dagana. Einnig er boðið upp á námskeið um söfnun þjóðfræða og munnlega sögu og aðferðir hennar. Farið verður í söguferð á slóðir Sig- fúsar. Skráð beint eftir heimildum Sigfús Sigfússon (1855-1935) var fyrsti safnarinn sem skráði upp á eigin spýtur stórt safn þjóðsagna beint eftir heimildarmönnum. Hann safnaði sögnum á Austurlandi og umskrifaði allt efni sitt fyrir 16 binda útgáfu sem komu út á árunum 1922 til 1958 og var síðar endur- útgefið. Meðal þeirra sem koma að þinginu eru Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, þjóðfræðingarnir Júlíana Magnúsdóttir og Rósa Þor- steinsdóttir og Unnur María Berg- sveinsdóttir sagnfræðingur. Þau Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir verða til leiðsagnar um sagnamennsku. Þinghald fer fram í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum á föstudag og laugardag. Arfleifð Sigfúsar þjóðsagnaritara Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sagnir Helgi Hallgrímsson og fleiri fjalla um Sigfús þjóðsagnaritara. „ÞETTA er mjög mikilvægt skref fyrir okkur og mun opna margar dyr innan Bandaríkjanna, til enn frekara samstarfs við bandaríska háskóla og rannsóknarstofnanir,“ sagði dr. Björn Gunnarsson, aka- demískur forstöðumaður RES Orkuskóla á Akureyri, við Morg- unblaðið í gær eftir að hann und- irritaði samstarfsyfirlýsingu við virtan tækniháskóla í Bandaríkj- unum, Colorado School of Mines, um rannsóknir og kennslu í auð- linda- og orkumálum. Það var dr. Masami Nakagawa, jarðefnaverkfræðingur og prófess- or, sem skrifaði undir samstarfs- yfirlýsinguna fyrir hönd skólans í Colorado, en dr. Nakagawa hefur verið falið af forseta skólans að koma á laggirnar stofnun sem sér- hæfir sig í sjálfbærri þróun í Colo- rado-ríki. Samkomulag skólanna tveggja kveður á um samvinnu á sviði kennara- og nemendaskipta, dvöl gistiprófessora í hvoru landi fyrir sig, samvinnu um rekstur sumar- skóla, um undirbúning ráðstefna, málstofa og einstakra fyrirlestra, og síðast en ekki síst samvinnu um rannsóknir á sviði auðlinda- og orkumála. Björn sagði Tækniháskólann Colorado School of Mines eina af þekktustu menntastofnunum Bandaríkjanna á sínum fagsviðum, og þó að víðar væri leitað. „Hann þykir hafa ströngustu inntökuskil- yrði allra háskóla í Colorado, og al- mennt meðal ríkisháskóla innan Bandaríkjanna.“ Dr. Nakagawa hefur dvalið hér á landi í nokkrar vikur til þess að kynna sér orkumál á Íslandi og sérstaklega starfsemi og uppbygg- ingu RES. Hann lýsti í gær yfir mikilli ánægju með samstarf skól- anna og sagði við Morgunblaðið að það væri líklega mun mikilvægara fyrir sinn skóla en fólk gerði sér grein fyrir, ekki síst vegna þess hve góð tengsl RES hefði við sam- starfsaðila bæði á hinum Norður- löndunum og Austur-Evrópu, en einnig á Filippseyjum, Indónesíu og Kína. Colorado í miðjum Banda- ríkjunum gæti því verið heppileg staðsetning til þess að tengja sam- an austrið og vestrið. Nakagawa segir Bandaríkja- menn í æ ríkari mæli gera sér grein fyrir mikilvægi endurnýjan- legra orkugjafa og hlutverk stofn- unarinnar sem honum hefði verið falið að koma á fót yrði ekki síst að rannsaka félagsleg áhrif þeirra breytinga sem framundan væru. Hefðbundnar orkurannsóknarstof- ur væru þegar fyrir hendi en fram- undan væri einnig að rannsaka hvernig hugarfar fólks breyttist, sem og nýting orkunnar, með nýj- um orkugjöfum. Um 73% allrar orku sem notuð er á Íslandi fást með endurnýjan- legum orkugjöfum en þau 27% sem uppá vantar eru einkum eldsneyti á samgöngutæki og fiskiskip. Björn Gunnarsson sagði raunhæft að skipta yfir í aðra orkugjafa á bíl- um og skipum á næstu 20-30 árum, en það yrði erfiðara í fluginu. „En við gætum orðið fyrsta þjóðin í heiminum sem notar einungis end- urnýjanlega orku, hvort sem skipt yrði yfir í vetni, metanól eða eitt- hvað annað.“ Nakagawa sagði það almenna skoðun sérfræðinga á þessu sviði að ef Íslendingum tæk- ist ekki að færa sig alveg yfir í end- urnýjanlega orkugjafa tækist það engum. „Ég og margir aðrir erum á þeirri skoðun að Ísland verði í forystu til framtíðar á þessu sviði, ekki bara í jarðvarmaorku heldur í hinum flókna heimi endurnýjan- legra orkugjafa.“ RES Orkuskóli í samstarf við virtan tækniháskóla í Colorado í Bandaríkjunum „Mjög mikilvægt skref“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samstarf Masami Nakagawa frá Tækniháskólanum Colorado School of Mines og Björn Gunnarsson, akademískur forstöðumaður RES. Í HNOTSKURN »RES Orkuskóli á Akureyri(School for Renewable Energy Science) er alþjóðleg einkarekin mennta- og vís- indastofnun sem vinnur að aukinni samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs á sviði end- urnýjanlega orkugjafa. »Eitt af verkefnum RESverður að bjóða eins árs al- þjóðlegt meistaranám í vist- vænni orkunýtingu. Skólinn er rekinn í samstarfi Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. » Í Colorado School of Mineser aðaláhersla lögð á verk- fræði- og raunvísindamenntun í tengslum við nýtingu nátt- úruauðlinda. Þetta er rík- isskóli með 3200 nemendur, þar af 700 í framhaldsnámi. ELDRI hjón voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar í fyrradag eftir að mikinn reyk lagði um hús þeirra, vegna elds sem kviknaði í eldhúsinu. Þeim varð ekki meint af reyknum og þurftu ekki að dvelja á sjúkrahúsinu. Þau gátu hins vegar ekki snúið heim strax vegna skemmda á íbúðinni og eit- urgufa. Eldurinn kviknaði í feiti í potti á eldavél. Hjónin höfðu brugðið sér niður í kjallara en heyrðu í reykskynjara og drifu sig upp, sáu hvers kyns var og konan slökkti eldinn með blautu hand- klæði. Skemmdir urðu töluverðar, ekki síst af reyk. Hjónum varð ekki meint af reyknum FÉLAGSVÍSINDATORG verður að vanda í Há- skólanum á Akureyri á morgun, miðvikudag og gestur dagsins að þessu sinni er dr. Henry Rose- mont, jr., prófessor em- eritus í heimspeki og kín- verskum fræðum við St. Mary’s College í Maryland í Bandaríkjunum. Hann flytur erindi um rætur mannréttindahugsunar í konfúsískri heimspeki á vegum ASÍS – As- íuseturs Íslands og Háskólans á Akureyri. Dr. Rosemont mun fjalla um ein- staklingshugtakið sem grundvöll mann- réttinda á Vesturlöndum og sýna að þótt það geri kleift að færa rök fyrir borg- aralegum og pólitískum réttindum geti það ekki að sama skapi rennt stoðum und- ir félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi. Sjálfshugtakið eins og það er út- fært í konfúsískri heimspeki býður hins vegar upp á tryggingu allra þessara rétt- inda. Fyrirlesturinn á morgun, miðvikudag, hefst kl. 12.15 í stofu L 201 á Sólborg. Rætur mann- réttindahugsunar Bæna- og helgistundir eru haldnar öll miðvikudagskvöld, kl. 20.15 í Bahá'í miðstöðinni, Öldugötu 2, Reykjavík. Húsið opnað kl. 19.45. Allir velkomnir. Bænir og ritningar allra trúarbragða. Bahá'í samfélagið í Reykjavík www.bahai.is Helgistundir í Bahá'í Miðstöðinni Grafhýsi Bahá'u'lláh, stofnanda bahá'í trúarinnar, í Bahjí nálægt borginni 'Akká í Ísrael, er helgasti staður bahá'ía á jörðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.