Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 23 00–1.000 m borg- daðist í “ sagði n, for- ks sjálf- ram að hefði hvernig r hug- ngur í ei neitt mynd- um leysa hann. Við göngum sátt af þessum fundi.“ Bæta þarf upplýsingaflæði Fram kom í máli Gísla Marteins að borgarstjórnarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins legðu mikla áherslu á að betra upplýsingaflæði yrði milli stjórnenda OR og borg- arfulltrúa í framtíðinni. „Það tryggðum við fyrst og fremst með því að borgarfulltrúar sitji í stjórn OR,“ sagði Gísli Marteinn og tók fram að fara þyrfti yfir það hvern- um röðum vegna sameiningar REI og GGE ut Orkuveit- Energy Invest Morgunblaðið/Kristinn nnafund að loknum sáttafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærdag. trúum í að það sé a máls- garnir eru o á að fremst em hafa org- mum ví að eyna að m um ð á mál- menn sem nu. Það órð- rnarfor- m var eiga for- nnar og órn fyr- r sem einingu fram- í borg- sátu gær sér- sjálf- veitan tta er lík- hægt var einn við- Þó að ekki sé mikil andstaða innan borgarmálaráðs Framsókn- arflokksins við hvernig Björn Ingi hefur haldið á málinu er ekki víst að það sama eigi við um alla fram- sóknarmenn. Björn Ingi hlaut skjótan frama innan flokksins og sumir upplifa það þannig að hann hafi stigið á tærnar á ýmsum þeg- ar hann var að klifra upp met- orðastigann innan flokksins. Það er líka ljóst að ef núverandi for- ystu Framsóknarflokksins tekst ekki að ná flokknum upp úr þeim öldudal sem hann hefur verið í undanfarin misseri hljóta augu a.m.k. sumra framsóknarmanna að horfa til Björns Inga sem næsta formanns. Það má því færa rök fyrir því að Guðna Ágústssyni, for- manni Framsóknarflokksins, sem í dag stýrir flokknum með innan við 10% fylgi, standi viss ógn af Birni Inga. Flestum ber saman um að tilurð Reykjavík Energy Invest hafi ekki styrkt pólitíska stöðu Björns Inga. Guðni hefur farið varlega í yf- irlýsingar um framgöngu hans í málinu, en ólíklegt verður að telja að hann harmi það þó Björn Ingi lendi í pólitískri klípu vegna þessa máls. Bjarni Harðarson, samflokksmaður Guðna í Suður- landskjördæmi hefur á bloggsíðu sinni lýst því að framsókn- armenn séu margir afar reiðir yfir því hvernig haldið hefur ver- ið á þessu máli. Bjarni segist geta „fullyrt að aðferðafræði eins og sú sem þarna á sér stað er mjög fjarlæg venjulegu fram- sóknarfólki að ekki sé dýpra tek- ið í árinni.“ ar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Borgarfulltrúi Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, hefur haft í nógu að snúast eftir að hann kom heim frá Kína. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ MUNUM setjast niður með þeim og fara yfir þetta. Í fljótu bragði sýnist mér að við þurfum að kanna hvort ekki sé hægt að finna sameiginlegan flöt á þessu máli,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson í sam- tali við Morgunblaðið um niður- stöðu fundar borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna síðdegis í gær. Hann reiknar með að meirihlutinn fundi um málið í dag. Björn Ingi segist hafa talað fyrir því að til greina kæmi að selja lít- inn hlut í Reykjavík Energy Invest (REI), jafnvel til að vega upp á móti því áhættufjármagni sem lagt hefur verið í fjárfestinguna. „Svo þegar fyrirtækið hefur þroskast meira, og er kannski tilbúið til skráningar, þá er hægt að selja stærri hlut – og jafnvel allan af- ganginn – til að reyna að fá sem mest fyrir hlutinn. Ég legg einnig mikla áherslu á að skoðað verði með hvaða hætti íbúar Reykjavík- ur, Akraness og Borgarbyggðar geti fengið beinan ávinning af því.“ Hann segist ekki skilja ákvörðun Sjálfstæðisflokksins þannig að ráð- ist verði nú þegar í sölu, þar sem ekki hafi verið settur fram skýr tímarammi. „Við þurfum einfald- lega að ræða saman á milli flokk- anna hvað við erum að tala um langt tímabil í því sambandi.“ Innkoma Bjarna frábær Birni kemur á óvart stefnubreyt- ing Sjálfstæðisflokksins í málinu og bendir á að þáverandi stjórnarfor- maður, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi lagt til að félagið yrði stofnað. „Fyrir um mánuði síðan kom Bjarni Ármannsson til liðs við okk- ur, og upplýst hefur verið að það var að frumkvæði [Hauks Leósson- ar] stjórnarformanns Orkuveitunn- ar, og ég tel að það hafi verið frá- bært fyrir fyrirtækið, Bjarni hefur staðið sig frá- bærlega. Allt þetta var sam- þykkt af öllum flokkum. Hvorki ég né aðrir gætu því haft nokkra ástæðu til að halda að þetta gangi í berhögg við stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Svo er einnig búið að benda á að Landsvirkjun og Rarik hafa stofn- að slík fyrirtæki. Ég veit ekki betur en að Sjálfstæðisflokkur fari með hlutabréf í Landsvirkjun.“ Spurður út í hvers vegna hafi verið unnið svo hratt að samein- ingu Geysis Green Energy og REI segir Björn Ingi að lögð hafi verið áhersla á það af hálfu þeirra sem voru í ferlinu, þ.e. stjórnendum Orkuveitunnar og þeim sem voru í því að klára viðræðurnar. „Þetta ferli tók kannski tíu daga, svo undir lokin var búið að ræða við fjöl- marga aðila og því komið á vitorð þeirra. Þegar um er að ræða við- skipti við félög sem eru á markaði, s.s. Glitni, Atorku og FL Group, þá gengur ekki að draga það. Það gild- ir tilkynningaskylda þegar ljóst er að menn séu að ná saman,“ segir Björn en getur ekki skýrt hvers vegna kjörnum fulltrúum var ekki skýrt frá sameiningunni fyrr en sama dag og hún var samþykkt á eigendafundi í OR. Þekkingin afar dýrmæt Björn Ingi segist ekki hafa tekið þátt í að semja um kaupréttar- samningana svonefndu, þ.e. að valdir starfsmenn fengju að kaupa hlutabréf í hinu nýja félagi á sér- stökum kjörum. Sú tillaga hafi ver- ið borin upp á stjórnarfundi í REI. „Það voru færð fyrir henni ákveðin rök, bæði fyrir þeim sem máttu kaupa á lægra gengi og hærra. Farið var yfir það að hjá Geysi Green væru starfsmenn og lykil- stjórnendur með þessi réttindi, og sama væri uppi á teningnum hjá Enex. Menn höfðu því áhyggjur af því að starfsmenn Orkuveitunnar væru þeir einu sem ekki hefðu beina aðild að málinu,“ segir Björn og bætir við að þekkingin innan fyrirtækisins sé afar dýrmæt og ekki megi missa starfsmenn með þá þekkingu burtu til annarra fyr- irtækja. „Þekkingin hvílir á herð- um nokkurra einstaklinga. Ef við gætum ekki að því að halda þeim hjá fyrirtækinu, þá fara þeir annað og þar með þekkingin.“ Menn hafa mikla trú á REI Verðmat REI hefur ásamt fjöl- mörgum öðrum atriðum verið til umræðu en það er talið um 65 millj- arðar króna. Björn Ingi staðfestir hins vegar að ekki hafi verið unnið óháð verðmat á fyrirtækinu. „Hins vegar bendir margt til að verðmat okkar hafi verið rétt, vegna þess að FL Group og Atorka koma inn á ákveðnu gengi. Þetta virkar þannig að virði hlutabréfa er jafnmikið og einhver vill kaupa þau á.“ Hvað varðar samanburð á verðmati Landsvirkjunar, sem var 60 millj- arðar króna, segir Björn Ingi greinilegt að margir hafi áhuga á REI. „Það bendir til þess að mikil trú sé á því sem menn eru að gera hjá REI. Það rignir inn fyrirspurn- um frá áhugasömum fjárfestum, bæði innanlands og frá útlöndum.“ Af fjölmiðlaumfjöllun að undan- förnu má ráða að misklíð sé innan Framsóknarflokks vegna þessa máls. „Ég gerði [Guðna Ágústssyni formanni flokksins] aðvart um mál- ið áður en gengið var frá því end- anlega, svo höfum við rætt um það síðan. Í fjölmiðlum hef ég lesið að hann hafi tilteknar áhyggjur, en hann viðraði þær ekki við mig. Ég hef aðeins lesið um það í fjölmiðlum að ákveðnir aðilar séu ósáttir,“ seg- ir Björn Ingi. Björn Ingi Hrafnsson Finna þarf sameig- inlegan flöt á málinu msson borgarstjóri lagði áherslu á það á blaða- borgin myndi fá allt það til baka sem hún hef- i hann þar um að ræða ríflega 23 milljarða, en r af 8 milljarða kr. hlut OR í Hitaveitu Suð- inum fjárframlögum, 600 þúsund kr. hlut OR í em væri metið á 10 milljarða. ig lykilstjórnendur í OR hefðu hagað sér í málinu. „Við upplifðum ákveðinn trúnaðarbrest þar. Við viljum að stjórn OR, sem er í rauninni yfirmenn þessara stjórn- enda, fari yfir málið og skýri af hverju borgarfulltrúar vissu ekki hvernig á málum var haldið,“ sagði Gísli Marteinn og vísaði þar til þess að hvorki borgarfulltrúar né borgarstjóri hefðu vitað um kaupréttarsamninga lykilstarfs- manna OR. Aðspurður hvernig og hvenær söluferli fari fram segir Vil- hjálmur ljóst að leitað verði til viðurkenndra fjármálafyrirtækja um að aðstoða við slíkt ferli. Spurður hvort eigendur OR, þeirra á meðal íbúar Reykjavíkur, fái forkaupsrétt að hlut OR í REI sagði Vilhjálmur það ekki vera sitt hlutverk að hvetja einstaklinga til að kaupa hlut í fyrirtækjum í áhættusömum rekstri. ær allt til baka „ÞAÐ ER ekki boðlegt þegar svona ríkir almannahags- munir og eignir almennings eru í húfi, að menn séu að reyna að plástra einhver innanflokksátök og sár milli einstakra borgarfulltrúa með því að selja á tíma sem fyr- ir örfáum dögum var mjög vondur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orku- veitunnar. Hann bendir á það að fyrir nokkrum dögum hafi menn keppst við að dásama fyrirhugaðan vöxt fyr- irtækisins; að Reykjavík Energy Invest myndi margfald- ast í verði á allra næstu árum. „Við þurfum að standa vörð um almannahagsmuni, svo enn og aftur verði ekki hlaupið til og eitthvað selt einhverjum, sem almenningur horfir aftur á margfaldast í verði fyrir augum sér.“ Dagur segir margt gott í sameiningunni. „Það er til dæmis mjög gott að Orkuveitan er að nýta sína þekk- ingu, tengsl og tækifæri á meðan einkaaðilar leggja til áhættufjármagnið. Hins vegar verður að umgangast málið með eðlilegum leikreglum, sem taka mið af því að um er að ræða op- inbert fyrirtæki. Það hefur því miður ekki verið gert. Því þarf að hreinsa upp þessa litlu hliðarsamninga sem hafa komið óorði á allt saman.“ Dagur bendir ennfremur á að sal- an á REI þýði að málefni Hitaveitu Suðurnesja séu í algjöru uppnámi, þar sem REI eigi 48% í HS. „Það er frágangssök að menn ætli núna, í taugaveiklun og óðagoti, að reyna að hreinsa upp með því að selja í hvelli af því að þeir hafa staðið svo illa að málum. Það er eins og verið sé að einka- væða auðlindirnar suður með sjó, án þess að nokkur sé að taka ákvörðun um það; aðeins Sjálfstæðisflokkurinn að bjarga í horn.“ Verið að einkavæða auðlindir Dagur B. Eggertsson SVANDÍS Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í stjórn Orkuveitunnar, hefur haft sig hvað mest frammi í umræðum um sam- einingu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Í burðarliðnum er m.a. málshöfðun, en Svan- dís hefur fengið til liðs við sig Ragnar Hall hæstarétt- arlögmann. „Ég lít svo á að málshöfðunin snúist fyrst og fremst um að ég standi vörð um hagsmuni al- mennings, eigendur Orkuveitunnar, og það er afar alvarlegt frá sjónarmiði lýðræðis ef þarna var um ólögmætan gjörning að ræða,“ segir Svandís. Um niðurstöðu fundar sjálfstæðismanna í borginni segir Svandís að um vissan áfangasigur lýðræðisins hafi verið að ræða. „Opin umræða hefur svo sann- arlega skilað árangri undanfarna daga og það er á hreinu að ef við hefðum ekki sett fótinn niður, hefði þessi gjörningur farið fram án nokkurra athuga- semda. Hins vegar er niðurstaða Sjálfstæðisflokksins algjör kattarþvottur. Það er verið að nota einföld- ustu svör frjálshyggjunnar; markaðurinn hefur lausnina.“ Svandís bendir á að sjálfstæðismenn vilji setja REI á markað eins fljótt og hægt er, en það gefi augaleið að það sé ekki svo einfalt. „Við vit- um ekki hvað REI er, hvaða eignir þar eru né hvaða þekking er til sölu með fyrirtækinu. Einnig þarf að velta upp spurningum um Hita- veitu Suðurnesja og í því sam- hengi, stöðu Hafnfirðinga. Ef við viljum selja REI þá verður það að gerast á skynsamlegri stundu. Að selja einn, tveir og þrír er óskyn- samlegt og það er fálm og fát í hverju einasta spori meirihlutans.“ Svandís hefur fengið mikinn fjölda tölvubréfa, sím- tala og smáskilaboða undanfarna daga þar sem lýst er stuðningi við málstað hennar og henni hrósað fyr- ir framgöngu sína í málinu. Hún segir að þar sé fólk úr öllum flokkum og hvaðanæva af landinu. Það eigi það sameiginlegt að hafa fengið nóg. „Siðferðilegar grensur almennings eru klárlega þannig, að Vil- hjálmur og Björn Ingi hafa gengið yfir þær. Þessi niðurstaða og lausn meirihlutans sýnir að skilningur meirihluta Sjálfstæðisflokks er á öðrum siðferðileg- um mörkum en almennings.“ Svandís Svavarsdóttir „Fálm og fát í hverju spori“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.