Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjördís Péturs-dóttir fæddist í Ártúni á Hellissandi 27. september 1922. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi þriðjudaginn 2. október síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Ágústu Þórarins- dóttur húsfreyju í Ártúni, f. 1894, d. 1961, og Péturs Maríusar Guðlaugs Guðmundssonar sjómanns, f. 1886, d. 1965. Systkini Hjördísar voru: Þórarinn Breiðfjörð Pét- ursson vélstjóri, f. 1913, d. 1993; Guðmundur Breiðfjörð Pétursson stýrimaður, f. 1914, d. 1980; Hall- grímur Pétursson skósmiður, f. 1916, d. 1975; Ágúst Jóhann Guð- laugur Pétursson sjómaður, f. 1918, d. 1956; Þorsteinn Lárus Pétursson vélstjóri, f. 1925, d. 2006; Jóhann Adolf Pétursson verkfræðingur, f. 1927; Svein- 1949, er Torfi Hermann Pétursson f. 1968. Dætur hans eru Magda- lena Anna, Helena Lilja og Diljá Dögg. Synir Péturs með seinni konu sinni, Sophie Weibull Fritsch Bjarnason, f. 1943, d. 2002, eru Olof, f. 1979 og Gustav, f. 1981. 2) Ingibjörg, f. 1951, maki Hannes Erlendsson, f. 1949. Börn þeirra eru Sigríður, f. 1969, synir hennar eru Hannes Hlini og Atli Aron og Bjarni, f. 1976, sonur hans er Bjartur Máni. 3) Ágúst, f. 1956, sambýliskona Guðrún C. Emils- dóttir, f. 1963. Dóttir hans og fyrr- um sambýliskonu, Þuríðar Ein- arsdóttir, f. 1956 er Halldóra Guðrún, f. 1995. 4) Guðrún, f. 1963. Sonur hennar og fyrrum sambýlismanns, Haraldar Hreins- sonar, f. 1958, er Daníel Gunn- steinn, f. 1996. Árið 1972 giftist Hjördís Gunn- steini Magnússyni flugumferð- arstjóra, f. 1927. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon múrari frá Hvanneyri í Borgarfirði, f. 1876, d. 1975 og Kristín Guð- mundsdóttir frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd, f. 1888, d. 1972. Hjördís verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. björn Breiðfjörð Pét- ursson mat- reiðslumaður, f. 1929 og Ólafur Jens Pét- ursson kennari, f. 1933. Hjördís lærði kjólasaum hjá Guð- rúnu Arngríms- dóttur í Reykjavík og vann við ýmis störf þar, m.a. í Tjarn- arbíói. Hún starfaði einnig á hjúkr- unardeild Hrafnistu í Reykjavík frá 1977 til 1995. Árið 1946 giftist Hjördís Bjarna Hallmundssyni gullsmíð, f. 11.12. 1925, d. 16.4. 1967. Foreldrar hans voru Hallmundur Einarsson frá Teigi í Fljótshlíð, f. 1885, d. 1970 og Ingibjörg Bjarnadóttir frá Túni í Hraungerðishreppi, f. 1890, d. 1970. Hjördís og Bjarni eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Pétur, f. 1946, d. 1997. Sonur Pét- urs með fyrri konu sinni, Guðnýju Aðalbjörgu Kristjánsdóttur f. Elskuleg móðir mín, þér vil ég þakka fyrir þau ár sem þú hefur veitt mér þann styrk og það skjól sem ég hef notið. Án nokkurra skilyrða gafstu af þér, öðrum og ekki síst mér til gæfu og gleði. Með glæsileik þín- um, glaðværð og kátínu gastu leikið þér og lífgað upp á tilveruna allt í kringum þig. Það er því með miklum söknuði og sorg sem ég og við sem fengum að kynnast þér kveðjum þig hinstu kveðju, en þrátt fyrir sorgina og söknuðinn er ekki annað hægt en að gleðjast, því í huga mér og minningu verðurðu alltaf sólargeisli. Sæludalur, sveitin best! Sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint þó sest. Sæludalur, prýðin best! Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli. Sæludalur, sveitin best, sólin á þig geislum helli. (Úr Dalvísu e. Jónas Hallgrímsson.) Þinn sonur, Ágúst. „Hver var þessi glæsilega kona í græna kjólnum með alla gullhring- ana?“ Ekki man ég hversu margir vinir mínir spurðu að þessu eftir af- mæli sem ég hélt fyrir tveimur árum. Þar lét Dísa sig ekki vanta, frekar en á aðra viðburði í fjölskyldunni og skemmti sér að venju vel. Engum datt í hug að þessi líflega kona væri komin á níræðisaldur. Þegar pabbi varð sextugur sté hún í pontu og sagðist hafa farið að skæla þegar þessi yngsti bróðir hennar fæddist. Hún átti fjóra eldri bræður og þarna hefði hún eignast þann fjórða yngri. Mér finnst ekki ólíklegt að það hafi mótað þessa mögnuðu konu að vera eina stúlkan í níu systk- ina hópi. Hún hélt þeim saman – í ýmsum skilningi. Það óð enginn yfir hana og hún lá ekki á skoðunum sín- um á mönnum og málefnum. „Það ætti að skjóta þetta lið,“ sagði hún oftar en ekki þegar henni ofbauð eitthvað og glotti við tönn. Þó var hún ævinlega hin ljúfasta. Þegar Ár- túnssystkinin komu saman á heimili foreldra minna um jól tóku þau jafn- an lagið. Dísa stillti sér þá upp við gamla orgelið af æskuheimili þeirra á Grettisgötunni, á meðan yngsti bróðirinn þandi garminn, og dró ekki af sér. Dísa frænka var engum lík. Hún varð fyrir margvíslegum áföllum á langri ævi, varð meðal annars ung ekkja og missti son sinn langt um aldur fram. Samt hélt hún reisn sinni allt til loka og lét menn óspart heyra það. Við Ragnheiður hittum hana síð- ast þegar hún var við skírn yngsta sonar okkar á öðrum degi páska fyrr á þessu ári. Það var auðséð að mjög var af henni dregið. Hún var ekki nema skugginn af sjálfri sér. Fjöl- skylduboðin verða ekki söm eftir að Dísa er horfin af vettvangi. Glæsi- legu konunnar með gullhringana verður sárt saknað og mér er til efs að nokkur muni við slík tækifæri hafa sérstaklega orð á því að rétt sé að skjóta mann og annan. Því miður eigum við Ragnheiður þess ekki kost að fylgja Dísu frænku síðasta spölinn. Við sendum héðan frá Brussel innilegar samúðarkveðj- ur til Gunnsteins, barna Dísu, barna- barna og langömmubarna. Pétur Már Ólafsson. Hún Gulldísa er sofnuð svefninum langa. Það hefur verið um 1970 sem við Elfa kona mín kynntumst þeim Hjördísi Pétursdóttur og Gunnsteini Magnússyni, flugumferðarstjóra. Hjördís hafði þá misst fyrri mann sinn og kom hún oft til Guðbjargar Pálsdóttur vinkonu sinnar að Fífu- hvammsvegi 11 í Kópavogi, en þar bjuggum við Elfa um tíma. Af fyrstu kynnum við þessa skeleggu konu og hinn hægláta flugumferðarstjóra urðu ævilöng kynni. Fyrsta skemmtiferð okkar af mörgum var að fara til Laugarvatns, Gunnsteinn fékk frívakt hjá flugum- sjón á Keflavíkurflugvelli og ég hringdi í Magnús Einarsson, yfir- mann minn í mótorhjólalögreglunni og fékk frí í þessa skemmtilegu ferð. – Síðan fórum við saman ásamt mörgum ferðafélögum okkar til Kanaríeyja ferð eftir ferð og þá oft haustferðir til Evrópu. Dísa var var ávallt hnarreist og hnyttin í tilsvör- um. Í veislu einni á Kanarí sagði hún um ágætan vin sinn að hann mundi aldrei geta dáið eðlilegum dauðdaga heldur yrði að skjóta hann á færi. Oft hefur verið hlegið að ýmsum skemmtilegum orðatiltækjum henn- ar, en hún var að sjálfsögðu grand- vör kona sem óskaði þess að tilvera fólks gengi fram með eðlilegum og skemmtilegum hætti. Hún bar oft á sér nokkurt skraut, hvort sem var í veislum eða úti á sandströnd Kanaríeyja. Því sann- færðum við nokkrir lögreglumenn ferðafélaga okkar um það að hún væri tryggð fyrir 2 milljarða króna hjá tryggingafélaginu Lloyds í London og ávallt væru verðir í ná- grenni við hana til að passa gullið. Þannig leið tíminn með Dísu og Gunnsteini, við lifðum lífinu okkar heima á Íslandi og fórum síðan í sér- lega skemmtilegar ferðir saman. Hjördís var einn okkar elsti ferða- félagi. Hún var vel gefin og hugsandi kona sem var mjög annt um mann sinn og fjölskyldu og ræddi oft í stórum vinahópi um landið sitt, möguleika þess og vandamál. Við ferðalok Hjördísar sendum við ferðafélagar hennar samúðarkveðj- ur til Gunnsteins Magnússonar og fjölskyldu. Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ. Mig langar til að minnast hennar Dísu, móður æskuvinkonu minnar Ingibjargar Bjarnadóttur. Okkar kynni urðu fyrst í kringum ferming- arárin okkar Ingibjargar, tvær fjör- ugar stúlkur og ekki fyrir alla að taka á því, en Dísa kunni lagið á þeim ungu. Hafði okkur alltaf sem vini og tók þannig á málunum, þannig vann hún traust okkar. Í Melgerði 11 kom ég oft og alltaf fékk maður knús frá Dísu og hennar fólki. Hvað má bjóða þér, Magga mín? Svo komu kræsing- arnar á borð. Dísa var ung kona á besta aldri þegar hún varð fyrir því mikla áfalli að missa eiginmann sinn Bjarna frá fjórum ungum börnum, hvílíkur harmleikur. En alltaf stóð mín á sínu og brynjaði sig upp og tók á málunum, fór að vinna og vann mikið, en hver veit hvernig henni leið. Árið liðu á sinn hressilega hátt, þegar mín varð fyrir því ótrúlega láni að verða ástfangin aftur. Þar sá hún prinsinn sinn, hann Gunnstein, sem hún sagði mér bara um daginn að hefði verið sitt besta lán, þessi öð- lingur, enda þekki ég hann vel og veit hvað hún er að fara með. Þau áttu svo vel saman. Falleg hjón, vel klædd, alltaf hress og hlýleg, það er ekki hægt að biðja um meira. Enn verður Dísa fyrir áfalli hún missir frumburð sinn, hann Pétur, löngu fyrir aldur fram. Það var henni mikil raun en hún hafði Gunnstein sinn við hlið sem var henni allt. Elsku Dísa mín, afmælið þitt var yndislegt, kræsingarnar flottar þótt þú gætir ekki snætt þær með okkur. Ég vona bara að þér líði vel. Það verður tómlegt að sjá þig ekki þegar jólin byrja á afmæli tengdasonar þíns Hannesar, en þú verður með. Ástarkveðjur frá okkur. Elsku Gunnsteinn, Ingibjörg, Hannes, Ágúst, Guðrún (Gunný), börn og barnabörm. Innilegar sam- úðarkveðjur fyrir hönd fjölskyldu minnar. Margrét Davíðsdóttir (Magga Davíðs). Föðursystir mín, Hjördís Péturs- dóttir, er látin 85 ára að aldri. Dísa frænka eins og við kölluðum hana var eina systirin í hópi átta bræðra. Þegar síðasti bróðirinn, faðir minn, kom í heiminn var Dísu nóg boðið. Hún þráði systur svo hún taldi rétt- ast að henda hvítvoðungnum í ruslið. Óhætt er að segja að þessi hótun frænku hafi gefið tóninn fyrir það sem koma skyldi: hún tók alla tíð stórt upp í sig en hafði hjarta úr gulli. Og ætíð lét hún sér annt um þennan bróður sinn sem hún vildi í upphafi ekkert með hafa. Dísa ólst upp fyrstu árin í Ártúni á Hellissandi. Lífsbaráttan var hörð og því ákváðu Pétur afi og Guðrún amma að flytjast til Reykjavíkur, á Grettisgötu 40b. Þar var oft þröng á þingi, ekki síst þegar tengdabörnin bættust í hópinn. Bræðurnir léku á harmónikku og Guðrún amma lét ekki heldur sitt eftir liggja, þandi nikkuna af mikilli innlifun og með til- heyrandi munnsvip. Þótt Dísa léki ekki á hljóðfæri hafði hún unun af söng og dansi. Hún var alla tíð glæsi- leg til fara: átti fallega kjóla, og geymdi skópör (sumir héldu í hundr- aðatali) undir dívaninum sínum. Sem ung kona vísaði Dísa til sætis í Tjarnarbíói en hætti að vinna úti þegar hún giftist gullsmiðnum Bjarna Hallmundssyni og fluttist með honum í Melgerði í Kópavogi. Bjarni var mikill hagleiksmaður og frábær gullsmiður en dó ungur frá Dísu og börnum þeirra fjórum, Pétri, Ingibjörgu, Ágústi og Guð- rúnu. Áfallið var mikið og setti alla tíð mark sitt á líf Dísu. Synir hennar erfðu listfengi föður síns og fyrstu minningar mínar úr Melgerðinu tengjast einmitt fantasíuteikningum Péturs og Ágústs. Það var ávallt mikill samgangur á milli fjölskyldnanna: Pétur dvaldi einn vetur hjá foreldrum mínum á Álfhólsvegi þegar hann var í MR og Ingibjörg passaði okkur bræður þegar á þurfti að halda. Guðrún var á milli okkar að aldri og gekk okkur í systurstað. Dísa steig mikið gæfuspor þegar hún giftist nokkrum árum síðar Gunnsteini Magnússyni flugumferð- arstjóra og fluttist með honum vest- ur í Sörlaskjól en heimsóknunum fækkaði ekki. Dísa var mjög frænd- rækin og átti hvert bein í okkur krökkunum. Í fjölskylduboðum heima hjá okkur var hún jafnan hrókur alls fagnaðar. Þegar farið var að syngja tók hún sér stöðu í horninu milli píanósins og fótstigna orgelsins og söng hárri röddu. Þar var ekki þörf á bókum né blöðum til stuðn- ings. Hún sótti tónleika þar sem systkinabörnin áttu í hlut og fylgdist með framförum þeirra af miklum áhuga. Hún naut þess mjög að heyra og sjá afkomendur foreldra sinna í marga ættliði syngja, leika og dansa á ættarmóti á Hellissandi á Jóns- messu í sumar. Þá gisti Dísa í síðasta sinn í Ártúni, húsinu sem hún fædd- ist í. Þeir sem gerst til þekktu vissu að Dísa gekk ekki heil til skógar en það kom öllum á óvart, hversu heilsu hennar hrakaði fljótt. Að hausti er hún fallin í valinn og við minnumst glæsilegrar og lífsglaðrar frænku. Gunnsteinn Ólafsson. Hún Dísa frænka var flott og fín svo af bar. Drottning á sinn hátt í öll- um mannfagnaði, stórkostlega út- geislandi persóna. Stelpan frá Ár- túni,við kölluðum hana Dísu gull og það ekki að ósekju. Frænku heim- sótti ég síðast hinn 27. sept. sl. er hún varð 85 ára, alltaf jafnmann- blendinog tignarleg. Hjördís var fimmta í röðinni af níu systkinum og eina stúlkan. Þeir sem lifa systur sína eru þeir Sveinbjörn, Dolli og Ólafur. Hún fór alfarin frá Hellissandi 1943, lærði saumaskap og stundaði alls konar störf er til féllu í höfuð- staðnum. Giftist Bjarna Hallmunds- syni gullsmið árið 1946 og átti með honum fjögur börn, Pétur sem nú er látinn, Ingibjörgu, Ágúst og Guð- rúnu. Bjarni lést árið 1967. Árin líða og 1972 giftist Dísa Gunnsteini Magnússyni flugumferðarstjóra. Flutti hún þá úr Kópavoginum í Sörlaskjólið. Þar áttu þau saman dásamlega tíma, mjög samrýnd hjón, og ferðuðust mikið innanlands sem utan. Minnisstætt er meðal ann- ars er við urðum einu sinni samferða á Spáni er út skyldi fara til fagnaðar. Þá var skvísan hlaðin gulli. Móðir mín, Oddný, spurði Dísu: „Þú ferð ekki með þetta allt, þeir ræna þig?“ Svarið var stutt og hnitmiðað eins og alltaf hjá Sandaranum: „Uss það gerir ekkert til. Ég á nóg til í koffort- inu. Það trúir því enginn að þetta sé ekta!“ Sendi öllum ættingjum samúðar- kveðjur. Takk fyrir frábær kynni. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Júlíus Þór Jónsson. Hjördís Pétursdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SKARPHÉÐINS NJÁLSSONAR frá Þingeyri. Sérstakar þakkar til hjúkrunarfólks öldrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guðrún Markúsdóttir, Gunnar Skarphéðinsson, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Skarphéðinn Ólafsson, Njáll Skarphéðinsson, Pálína Baldvinsdóttir, Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, Hilmar Pálsson, Bjarki Skarphéðinsson, Sigrún Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, HÁVARÐAR HÁLFDÁNARSONAR skipasmiðs, áður til heimilis að Seljalandsvegi 79, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir ómetanlega alúð og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þorleifur Hávarðarson, Guðný Þorsteinsdóttir, Markús H. Hávarðarson, Svala Stefánsdóttir, Gróa Hávarðardóttir, Guðmundur Gunnarsson, Kristjana G. Hávarðardóttir, Ásgeir H. Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Undirskrift| Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.