Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 43 VINDAKÓR 14 - 16 3JA OG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR 11 SELDAR Vorum að fá í sölu sérlega glæsilegar og rúmgóðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir frá 104 fm - 141 fm. Eignirnar skilast fullbúnar að utan sem innan en án gólfefna. Allar innréttingar og hurðir eru úr eik. Húsið er múrað að utan með ljósum steinsalla og er því viðhaldslítið. Íbúðirnar eru með fallegu útsýni og verða afhentar í ágúst - september á þessu ári. Verð frá 24,9 millj. TRAUSTUR VERKTAKI. Teikningar og allar nánari upp-lýsingar hjá DP FASTEIGNUM í síma 561 7765. Sölumenn DP FASTEIGNA taka á móti gestum frá 17-19 í dag. Ólafur sölumaður í síma 822-2307 og/eða Andri sölustjori sími 690-3111. SÖLUSÝNING Í VINDAKÓR Í KÓPAVOGI Í DAG FRÁ 17-19 Hverfisgötu 4-6 • 101 Reykjavík • Sími 5617765 • Fax 5617745 DP LÖGMENN • www.dp.is • DP FASTEIGNIR • www.dpfasteignir.is ÞAÐ eru greinilega ekki eingöngu Ís- lendingar sem hafa gaman að því að trúa á álfa og tröll og alls kyns verur. Í fjölskyldumyndinni Stardust kynn- ast áhorfendur ekki einum heimi heldur tveimur. Sá fyrri er lítið þorp í Bretlandi á seinni hluta 19. aldar. Þar býr ungur maður Tristan (Charlie Cox). Hann veit það ekki sjálfur, en uppruni hans er svolítið dularfullur og óvenjulegur. Í nágrenni þorpsins er nefnilega annar heimur. Þar búa m.a. nornir og prinsessur í álögum. Og þegar stjörnuhrap verður fara hlutirnir að gerast! Stardust er byggð á bók Neil Gai- man frá árinu 1999 sem Charles Vess myndskreytti mjög skemmtilega. Það er auðvitað ýmislegt öðruvísi í bókinni, en kvikmyndin er hin besta skemmtun. Þetta er fantasía sem hrærir saman rómans, grótesku gríni, og yfirnáttúrlegum öflum. Allt gerist og allt getur gerst. Tölvugraf- íkin og brellurnar eru áberandi. Og já, Ísland fellur vel inn í á stað sem dramatískur bakgrunnur ásamt öðr- um myndrænum stöðum. Persónurnar eru misvel heppn- aðar. Sú sem stendur upp úr er Mic- helle Pfeiffer, sem grimma og blóð- þyrsta nornin Lamia. Hún ætlar að endurheimta eilífa æsku hvað sem það kostar og nýtur þess að vera voðaleg. Einnig er gríski kór prins- anna sem sitja saman í eilífðinni kostulegur. Ævintýrið getur virkað óstýrlátt og persónurnar of margar en þetta er samt í grunninn slípað handrit. Per- sónurnar hafa allar mjög klárt tak- mark, og leiðir þeirra liggja allar saman að lokum. Þannig er hægt að nota myndina í kennslu um hefð- bundin handritaskrif, ef bera ætti hana saman við svipaðar ævin- týramyndir eins og The Princess Bride. Álfar og tröll Leikkonan Michelle Pfeiffer í kunnuglegu landslagi í myndinni Stardust. Ævin- týralegt stjörnu- hrap KVIKMYNDIR Sambóin Álfabakka Kringlunni Stardust  Leikstjóri: Matthew Vaughan. Leikarar: Charlie Cox, Claire Danes, Michelle Pfeiffer, Robert De Niro, Sienna Miller, Ben Barnes, Kate Magowan, Peter O’Toole, Mark Strong. Bretland/ Bandaríkin. 130 mín. 2007. Anna Sveinbjarnardóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.