Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 27
MINNINGAR
✝ Sigurlaug Sig-urðardóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 8.
september 1913.
Hún lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 26.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Sverrisson, f.
á Ytri-Sólheimum í
Mýrdal 10. júlí
1872, d. 16. nóv-
ember 1957 og
Sesselja Guðmundsdóttir, f. á
Skeiði í Hvolhreppi 8. maí 1884,
d. 10. mars 1975. Systkini Sigur-
laugar voru Jón, Kristín og Guð-
mundur, sem öll
eru látin.
Sonur Sigur-
laugar og Gísla Jó-
hanns Jónssonar, f.
í Gaulverjabæ í
Flóa 25. maí 1910,
d. 8. apríl 1941, er
Sigurður Pálmar
Gíslason, f. 18. apríl
1934.
Sigurlaug giftist
9. ágúst 1959 Gunn-
ari Pétri Lárussyni,
f. í Hvammi í Dýra-
firði 16. sept. 1907,
d. 19. febrúar 1994.
Útför Sigurlaugar verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elskuleg tengdamóðir mín, Sigur-
laug Sigurðardóttir, er látin 94 ára
að aldri. Sigurlaug var fædd í Vest-
mannaeyjum og ólst þar upp til 15
ára aldurs. Faðir hennar var formað-
ur á bátnum Frans í Vestmannaeyj-
um.
Hún var elst systkina sinna og tók
snemma þátt í allri vinnu, var m.a.
kaupakona hjá frændfólki sínu í
Landeyjum á sumrin og var henni
hrósað fyrir dugnað og framtaks-
semi.
Þegar lífskjör í Vestmannaeyjum
versnuðu í kjölfar heimskreppunnar
fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur
og bjuggu þau lengst af á Laugavegi
27b. Það var atvinnuleysi í Reykja-
vík á þessum árum og lífsbaráttan
hörð. Sigurlaug vann um tíma í kjöt-
búð og var til þess tekið hversu dug-
leg hún var þegar hún sveiflaði kjö-
töxinni. Einnig var hún í vist eins og
svo margar ungar stúlkur á þessum
árum. En lengst af vann hún í ull-
arverksmiðjunni Framtíðinni eða í
17 ár. Launin voru lág og vinnan erf-
ið og slítandi, m.a. stöður á köldum
steingólfum.
Það er erfitt fyrir okkur sem nú
lifum á tímum allsnægta að gera
okkur grein fyrir hve lífsbaráttan
var hörð á fyrri hluta síðustu aldar.
Lág laun, erfið vinna og langur
vinnutími var hlutskipti margra á
þessum árum. En Sigurlaug var
hörkudugleg, kát og lífsglöð og hlífði
sér ekki.
Árið 1933 kynntist hún ungum
manni, Gísla Jónssyni, og eignaðist
með honum soninn Sigurð Pálmar.
Ekki varð úr frekara sambandi
þeirra á milli en Gísli lést aðeins þrí-
tugur að aldri.
Sigurlaug var fríð kona og glæsi-
leg, henni var annt um útlit sitt og
klæddist ævinlega fallega. Mér er
minnisstætt þegar ég sá hana fyrst
hvað mér fannst hún ung og falleg.
Listrænir hæfileikar hennar komu í
ljós þegar hún fór að fást við ker-
amik og postulínsmálun og liggja eft-
ir hana margir fallegir munir.
Árið 1959 giftist Sigurlaug Gunn-
ari Pétri Lárussyni, sjómanni á Gull-
fossi. Sigurlaug og Gunnar hófu bú-
skap á Guðrúnargötu 4. Þar áttu þau
fallegt heimili sem gott var að heim-
sækja. Börnin okkar Sigurðar,
Helga Sigurlaug og Gunnar Krist-
inn, áttu þar griðastað og voru
ósjaldan í pössun hjá ömmu Laugu.
Gunnar lést árið 1994 en Sigur-
laug bjó áfram á Guðrúnargötunni
allt til ársins 2002 er hún fluttist í
Lönguhlíð 3 og síðan á Dvalar- og
hjúkrunarheimilið Grund. Bestu
þakkir eru færðar starfsfólki á deild
V3A á Grund sem annaðist hana af
stakri umhyggju og hlýju.
Að leiðarlokum vil ég þakka henni
Laugu minni samfylgdina, fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an og fyrir elsku hennar og um-
hyggju í okkar garð.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Eiríksdóttir.
Okkur langar til að minnast í
nokkrum orðum hennar ömmu okk-
ar sem við vorum alltaf vön að kalla
ömmu Laugu. Upp í hugann kemur
strax hversu ljúf og góð hún var
ávallt við okkur og eigum við margar
góðar minningar frá því þegar við
vorum að alast upp og vorum í pöss-
un hjá ömmu og afa á Guðrúnargöt-
unni. Þar var gott að vera enda bar
amma ávallt mikla umhyggju fyrir
sínum nánustu og yfirleitt var ekkert
til sparað þegar við barnabörnum
vorum í heimsókn. Hún fylgdist
ávallt vel með því sem við vorum að
gera og hvatti okkur áfram við það
sem við tókum okkur fyrir hendur.
Seinna þegar við uxum úr grasi var
alltaf gaman að koma við hjá ömmu
og spjalla um daginn og veginn yfir
kaffibolla og spurði hún af áhuga um
allt sem á okkar daga hafði drifið.
Ekki var nóg með að amma fylgdist
vel með því sem við vorum að gera
heldur fylgdist hún ávallt vel með
tíðarandanum. Hvort sem það voru
Bítlarnir, fræga fólkið eða nýjasta
tíska þá var amma alltaf vel með á
nótunum. Henni var ávallt mjög annt
um útlit sitt enda glæsileg kona og
var hún vön að segja: „Þetta er víst
agalega móðins í dag,“ þegar um-
ræðu um klæðaburð bar á góma.
Hún var líka mikill lestrarhestur og
munum við sérstaklega eftir dönsku
blöðunum sem lágu í bunkum inni í
svefnherbergi og hún las spjaldanna
á milli.
Amma var húmoristi og gerði oft
góðlátlegt grín að sjálfri sér. Henni
fannst ávallt gaman að vera innan
um fólk og gera sér dagamun. Okkur
eru minnisstæðar veislurnar sem við
fórum í hjá ömmu og afa um jól og
páska. Þá var amma í essinu sínu
enda vandi að finna gestrisnari og
gjafmildari manneskju.
Einn aðalkostur ömmu var hvað
hún leit ávallt jákvæðum augum á líf-
ið og var þakklát fyrir allt sem fyrir
hana var gert. Hún var af þeirri kyn-
slóð sem þurfti að hafa mikið fyrir
lífinu og fékk ekki allt upp í hend-
urnar, en þrátt fyrir það heyrðum
við ömmu aldrei kvarta. Þetta mættu
margir taka sér til fyrirmyndar, en í
daglegu þrasi eigum við sem yngri
erum oft til að gleyma því hvað við
höfum það gott miðað við fyrri tíma.
Guð blessi minningu ömmu
Laugu.
Helga og Gunnar.
Mig langar að kveðja vinkonu
mína Sigurlaugu Sigurðardóttur
með nokkrum orðum. Ég kynntist
henni fyrir tæplega 30 árum þegar
ég kom inn í fjölskylduna. Lauga tók
mér opnum örmum frá fyrsta fundi
og reyndist traustur vinur, sem ætíð
var boðinn og búinn að veita hjálp-
arhönd. Eiginkonu minni og sonum
hefur hún verið sú allra besta amma
og langamma sem hugsast getur.
Lauga var af þeirri kynslóð sem
verulega þurfti að hafa fyrir lífinu,
lifði tvær heimsstyrjaldir, kreppur
og miklar þjóðfélagsbreytingar. Ung
varð hún einstæð móðir, sem var
ekki auðvelt hlutskipti á þeim tíma,
og í mörg ár bjó hún við vinnuþrælk-
un, sem fólst í 60 stunda vinnuviku,
fyrir túkall á tímann, eins og hún
orðaði það sjálf. Lauga var einstak-
lega ljúf og hlý manneskja, vildi lítið
láta fyrir sér hafa og var afar þakklát
fyrir það sem fyrir hana var gert.
Hún hafði góða kímnigáfu, var gest-
risin og gjafmild og naut þess að
gleðja aðra, en krafðist lítils fyrir
sjálfa sig.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast þessari góðu konu.
Guð blessi minningu hennar.
Björn Jónsson.
Sigurlaug
Sigurðardóttir
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Legsteinar og fylgihlutir
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
• Mikið úrval
• Yfir 40 ára reynsla
• Sendum myndalista
✝
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Dynjanda,
lést fimmtudaginn 27. september á hjúkrunar-
heimilinu Holtsbúð í Garðabæ.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hafdís Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTINN R. SIGURJÓNSSON,
Ásbraut 7,
Kópavogi,
lést á heimili sínu föstudaginn 5. október.
Útförin verður gerð frá Langholtskirkju fimmtu-
daginn 11. október og hefst athöfnin kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragna Halldórsdóttir.
✝
Faðir okkar,
HJÁLMAR KJARTANSSON
málarameistari,
Sólheimum 27,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að
morgni sunnudagsins 7. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Viktor Hjálmarsson,
Kjartan Már Hjálmarsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
HAUKUR MATTHÍASSON,
Sóltúni 5,
Reykjavík,
sem lést á Landakotsspítala laugardaginn
6. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
föstudaginn 12. október kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hins látna er bent á FAAS, félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, sími
898-5819 og 553-1088.
Arnfríður Aradóttir,
Matthías Pétur Hauksson, Janet Monsen,
Arnar Páll Hauksson, Aldís M. Norðfjörð,
Ásrún Hauksdóttir, Torstein Tveiten,
Ari Jóhannes Hauksson, Sólveig Magnúsdóttir
og barnabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN FRIÐRIKKA HJÖRVAR
Ásholt 40,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut sunnudaginn
7. október.
Útför auglýst síðar.
Pálína Guðrún Karlsdóttir, Sigurður Daníelsson,
Ingibjörg Hjörvar, Jón Kristján Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar,
ANNA SOFFÍA HÁKONARDÓTTIR,
Austurbrún 2,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Fossvogi að morgni sunnu-
dagsins 7. október.
Jarðaför verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn hinnar látnu.
✝
Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa, langafa, langalangafa, bróður og mágs,
SIGURÐAR JÓNSSONAR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
áður Flókagötu 16a,
Reykjavík,
verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 10. október
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins eða
Krabbameinsfélagið.
Helga Sigríður Ólafsdóttir,
Jón Ólafur Sigurðsson, Ragnheiður Þórðardóttir,
Guðný Sjöfn Sigurðardóttir,
Þórarinn Sigurðsson,
Sigurður Þór Jónsson, Erla Sigfúsdóttir,
Guðni Jónsson, Elín Jóhannesdóttir,
Bjarki Már Jónsson, Birgitta Sif Jónsdóttir,
Ingólfur Freyr Þórarinsson,
Hannes Berg Þórarinsson,
Svanhildur Jónsdóttir Svane, Gunnar O. Svane,
langafabörn og langalangafabarn.