Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NORRÆNIR sjófuglafræðingar, sem komu saman í Færeyjum í septemberlok, vara við slæmu ástandi sjófuglastofna á Norður- Atlantshafi, bæði af náttúrulegum orsökum og af mannavöldum. Af- koma margra tegunda á víðáttu- miklu svæði hefur verið slæm um árabil og nefna fuglafræðingarnir m.a. fýl, rytu, kríu, langvíu og lunda sem dæmi. Ef fram heldur sem horfir munu stofnarnir að þeirra mati hrynja. Ævar Petersen dýra- fræðingur tók þátt í starfi Fær- eyjahópsins. Hann telur nú þegar ástæðu til þess að setja toppskarf á válista, en almennt er það gert þeg- ar 20% rýrnun hefur orðið á stofn- stærð sjófugla á 10 árum. „Með þessu áframhaldi er ekki langt í að tegundin hverfi úr íslensku fugla- ríki,“ segir Ævar. Hin náttúrulegu áhrif stafa að mestu af hlýnandi loftslagi sem hef- ur áhrif á rauðátu í sjónum, en hún er fæða sandsílis sem fuglar nærast á. Átan heldur sig nú norðar en áð- ur og fugla skortir því fæðu. Ævar segir áhrif mannfólksins minni, en þó veruleg, og vonast hann til þess að ítarleg skýrsla sem hópurinn mun leggja fyrir stjórnvöld og nor- rænu ráðherranefndina á næstunni, verði til þess að áhrif manna á líf- ríkið verði rannsökuð betur. Hóp- urinn tekur nýtingu sjófuglastofna, fiskveiðar og olíumengun sem dæmi. 150.000 fuglar í veiðarfærin „Þarna eru nefnd atriði eins og dauðsföll í veiðarfærum. Íslending- ar hafa aldrei viljað kannast við að þetta gerist hér, en það gerist samt. Við erum líklega að drepa um 150.000 fugla á ári hverju í veið- arfærum við Ísland. Það eru þorskanetin, líklega, sem eru verst,“ segir Ævar. „Við erum að vonast eftir því að það verði tekið undir eitthvað af þeim tillögum sem við nefnum, en þær eru sambland af aðgerðum og bættri upplýsinga- öflun,“ segir hann. Kreppuástand ríkir meðal sjófugla í norðurhöfum Í hættu Toppskarfurinn gæti horf- ið úr íslensku fuglafánunni. SAFASPÆTA sást á Selfossi á dögunum. Þetta er amerísk fugla- tegund sem heldur sig mestmegn- is í Kanada, en ferðast einnig suð- ur á bóginn, meðal annars til Kúbu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fugl finnst lifandi hérlendis og í fjórða sinn sem hann finnst í Evrópu. Þó er vitað til þess að safaspæta hafi komið hingað áður, enda fannst ein slík dauð við bæ- inn Fagurhólsmýri í Öræfum í júní árið 1961. Fuglafræðingar telja fundinn því mjög merkilegan. Jóhann Óli Hilmarsson fugla- fræðingur á Stokkseyri segir þetta líklega flæking sem borist hafi hingað með kröftugri haust- lægð. Spætan nærist á því að gogga holur í trjástofna og sjúga kvoðuna úr þeim, ólíkt öðrum spætutegundum sem lifa á skor- dýrum. Af því dregur hún nafn sitt vestanhafs: „Yellow bellied zap-sucker“. Safaspætan á Selfossi er tiltölulega ung en fullorðnir fuglar hafa rauðan fjaðraskúf á kollinum. Sjaldséð tegund á Selfossi Jóhann Óli Hilmarsson KARLMAÐUR sem grunaður er um að hafa barið mann til ólífis í íbúð við Hringbraut í Reykjavík um helgina, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október nk. Maðurinn sem hann er grunaður um að hafa ráðist á fannst mikið slasaður í íbúð sinni eftir hádegi á sunnudag og lést á sjúkrahúsi seint um kvöldið. Mennirnir voru nágrannar, bjuggu í sama fjöl- býlishúsinu við Hringbraut og höfðu oft komið við sögu lögreglu. Rannsókn í fullum gangi Tilkynning um árásina barst lögreglu um klukkan hálf tvö á sunnudag. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, meðvitundarlaus og með mikla höfuðáverka. Karl- maður á fertugsaldri sem var í húsinu og hafði tilkynnt lögreglu um hinn slasaða, var handtekinn, grunaður um að hafa veitt honum áverkana. Rannsókn málsins er í fullum gangi hjá lögreglu höfuðborgar- svæðisins, en Friðrik Smári Björg- vinsson yfirlögregluþjónn vildi í gær engar upplýsingar veita um málið umfram það sem fram kom í fréttatilkynningum. Rannsókn málsins væri enda nýhafin. Í gær hafði ekki náðst í fjöl- skyldu hins látna og er því ekki hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Nágranni hins látna í viku gæsluvarðhald Í HNOTSKURN » Sá sem lögregla grunar umárásina er sá hinn sami og hringdi og tillkynnti um meðvit- undarlausan og slasaðan mann í íbúð við Hringbraut. » Fórnarlambið lést á sjúkra-húsi seint á sunnudagskvöld. » Hann hafði m.a. hlotið þunghöfuðhögg. E FT I R DAG A www.jpv.is VEIÐIN í Eystri-Rangá fór yfir 7.000 laxa í gærmorgun. Aldrei fyrr hefur viðlíka fjöldi laxa veiðst í íslenskri á. „Menn hafa verið að veiða svona 80 laxa á dag, þegar áin hefur ekki verið skoluð. Og nú er veiðin fín, enda veðrið frábært,“ sagði Einar Lúðvíksson umsjón- armaður árinnar í gær. Hann sagði hina kunnu aflakló Þórarin Sigþórsson tannlækni hafa verið við veiðar í gærmorgun. Landaði hann 12 löxum og líklega var sá 7.000. einn af þeim. „Þessar ótrúlegu veiðitölur eru auðvitað nýjung, og svo þessi fína haustveiði. Hér áður hafa verið að veiðast 100 laxar á viku í haustveiðinni, nú eru þeir 500.“ Til stendur að draga á tilteknum svæðum vikunnar í lok vikunnar, til að ná í klakfiska, og verða þau svæði tekin út úr veiðiskiptingunni. Nú er verið að selja veiði- daga til 14. október en Einar segir að mögulega verði þó seld leyfi í ána til 20. þessa mánaðar. Heimtur rosalega góðar Þegar Einar er spurður í hvaða tölu áin endi, hlær hann og segist ekki vita það. Veiðin muni fara eftir veðr- áttunni. „Ef það er hlýtt og milt þá veiðist vel áfram. Þetta sumar hefur verið með miklum ólíkindum og heimtur gönguseiðanna rosalega góðar. Þetta eru langbestu Komin yfir 7.000 laxa heimtur sem við höfum séð í ánni, enda er hún enn full af fiski.“ Nágrannaáin Ytri-Rangá er ekki langt á eftir þeirri eystri, en þar hafa veiðst um 6.000 laxar. Veiði er lokið í öðrum laxveiðiám. Morgunblaðið/Einar Falur Eystri-Rangá Aldrei fyrr hefur viðlíka fjöldi laxa veiðst í íslenskri á. Sumarið hefur verið með ólíkindum. EKKI hafa greinst ný tilfelli af E.coli bakteríusýkingunni sem fimm manns leituðu sér hjálpar við í síð- ustu viku. Erfitt er að segja til um hvaðan bakterían er upprunnin en að sögn getur verið að matarsending hafi borið örverurnar með sér hingað til lands. Enn er verið að rannsaka tilurð sýkingarinnar, en erfitt er að greina hvað olli henni þar sem sjúk- lingarnir sem greindust með hana komu víða að af landinu og voru ekki tengdir hver öðrum. E.coli bakteríur eru saurgerlar og finnast stundum í matvöru, sérstak- lega kjötvörum sem ekki hefur verið gætt fyllsta hreinlætis við vinnslu á eða ekki hefur verið gengið frá með viðunandi hætti. Sjaldgæft er að þær berist hingað til lands. Hvers kyns hrávara og ógerilsneyddar mjólkur- vörur geta mengast af saurgerlunum og því erfitt að benda á ákveðnar vörur sem útskýringu. Ekki fleiri E.coli tilfelli Amerísk spæta goggar í íslensku birkitrén

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.