Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er satt og ljóst, að mennirnir hafa blekkt og svikið sjálfa sig, oft hörmulega, þegar mest var í boði og í húfi. Síðar meir hafa fallið þungir dómar um þá, sem töldust bera ábyrgð á slysförum mannkyns af því tagi. Enginn vildi vera því marki brenndur, sem þeir fengu og gengu með síðan. Ekki er hitt síður satt og sannreynt, að menn hafa fallið fyrir blekkingum og lygum, kropið fyrir slóttugum föntum, hyllt, kjassað og sleikt hófa og klær samviskulausra níðinga. En þegar menn og atburðir liðins tíma eru dæmdir á einn veg andmælalaust virðist enginn þurfa að spyrja sjálfan sig, hvernig honum hefði far- ist á þeim tíma og í sporum þeirra, sem þá féllu illa á prófi. Hvort hann hefði stutt eða fellt Sókrates. Hvort hann hefði játast eða hafnað Kristi. Og hvað hann styður eða hverju hann bregst á líðandi tíð. Allir telja sjálfa sig nánast óhulta fyrir þeirri glapskyggni, sem hefur valdið þeim óförum á ör- lagastundum mannkyns, sem eftir á blasa við hverju auga sem hrópleg smán og myrkvun. Á öllum tímum virðist það vera lítill minnihluti, sem hugsar af teljandi alvöru út í það, að líf þeirra sjálfra kunni að vera lóð á metaskálum góðs og ills í veröldinni. En þær stundir sögunnar, þar sem mannkyn af- hjúpast og verður nakið eitt andartak í því kalda leiftri, sem sýnir, hvað það getur orðið ægilega blekkt, eiga erindi við mann allra tíma. Hver maður ber sína ábyrgð á því, hvort mann- lífið hneigist fremur þangað í átt, sem sorti grúfir yfir mannlegri hugsun og atferli, ellegar í þá aðra stefnu, sem er lýst upp af hugsun og hegðun þeirra manna, sem helst bregða birtu yfir feril mannkyns- ins og vekja góða von um framtíð þess. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (10) Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JAAP Hoop de Scheffer, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, segir að þótt Íslendingar geti ekki tekið þátt í hernaðar- aðgerðum NATO hafi þeir lagt sitt af mörkum á öðrum sviðum og hann sjái ekki breytingu á frið- argæslustörfum þeirra enda sé hann ánægður með stöðu Íslands á þeim vettvangi. Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, utanríkisráðherra, áttu í gær fund með framkvæmdastjóra NATO. Þar var meðal annars rætt um flug rússneskra sprengjuflug- véla yfir Atlantshafi. Jaap Hoop de Scheffer sagði að málið hefði verið tekið fyrir hjá NATO-Rúss- landsráðinu og það væri rétti vett- vangurinn. Spurður hvort sam- bandið við Rússa hefði versnað sagði hann svo ekki vera en NATO og Rússland væru ekki alltaf sam- mála. Farið yfir ýmis erfið mál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að fundurinn hefði einkum snúist um leiðtogafund NATO í Búkarest á næsta ári og þau mál sem þar yrðu helst á dagskrá. Farið hefði verið yfir ýmis erfið mál eins og stöðuna í Afganistan og Kósóvó. Eins hefði verið rætt um norðurslóðir og mikilvægi þess að menn hefði varann á sér vegna þessa heimssvæðis, því flest benti til þess að hér yrðu miklir olíu- og gasflutningar á komandi árum og ef siglingaleiðin opnaðist yfir heimskautið breyttust forsendur. Að sögn utanríkisráðherra hafði framkvæmdastjóri NATO fullan skilning á þessu. Hann hefði sagt að NATO hefði notið þess á und- anförnum árum að hafa ekki þurft að hugsa mikið um norðurslóðir en líklega þyrftu menn að fara að huga betur að því. Jaap Hoop de Scheffer kom til landsins vegna fundar þingmanna- samtaka NATO og notuðu for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra tækifærið til að funda með honum. Geir H. Haarde segir að aðeins hafi verið um viðræður að ræða en ekki ákvarðanatöku. Hann segist vera mjög sáttur við stöðuna eins og hún sé nú gagnvart NATO og nefnir í því sambandi að Ísland hafi fengið tillögu um lofthelgiseft- irlit samþykkta. Málið sé í vinnslu og gera megi því skóna að bráð- lega megi sjá hér eftirlitsflug af hálfu NATO og væntanlega einnig æfingar. Segist vera ánægður með framlag Íslendinga Morgunblaðið/Golli Í Ráðherrabústaðnum Geir H. Haarde forsætisráðherra, Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræða við fréttamenn að fundinum loknum í Ráðherrabústaðnum. Í DAG fer fram skýrslutaka fyrir Héraðsdómi Austurlands yfir fimm lettneskum starfsmönnum GT verktaka ehf. og/eða starfsmannaleigunnar Nordic Contruction Line (NCL), sem unnið hafa við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Til stóð að taka skýrslur af 13 Lettum, en átta þeirra eru farnir til Reykjavíkur og jafnvel af landi brott. Segir AFL, starfsgreinasamband Austurlands, það vera vegna hótana GT verktaka/ NCL. Mennirnir hafi leitað aðstoðar AFLs vegna meintra ranginda fyrirtækjanna varðandi launa- greiðslur og gefið skýrslur til lögreglu um þvinga- nir og skjalafals. Þeim hafi í kjölfarið verið hótað því af aðila frá GT verktökum/NCL „að þeir myndu aldrei fá vinnu hér á landi né í Lettlandi og þeir fengju ekki farseðla sína […]. Þeim var jafn- framt boðið að fá farseðla sína afhenta og reynt að bera á þá fé og áfengi – til að fá þá til að yfirgefa landið strax,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá AFLi. Lögmaður AFLs, Eva Dís Pálmadóttir hdl., hefur kært hótanirnar til lögreglu. Farið var fram á að lögregla stöðvaði mennina átta sem heltust úr lestinni, þar sem þeir væru mikilvæg vitni í kæru- máli. Því var hafnað. Einnig var farið fram á að Héraðsdómur Austurlands tæki skýrslur af mönn- unum sem vitnum í einkamálum samstarfsmanna sinna og verður skýrslutaka þeirra fimm sem eftir eru í dag. GT verktakar/NCL segja ásakanir AFLs uppspuna einan og að brugðist verði við með viðeigandi hætti. Fyrirtækið segist í yfirlýs- ingu fagna lögreglurannsókn á málefnum lettn- esku mannanna sem starfa á þeirra vegum. Samkvæmt samkomulagi sem Vinnumálastofn- un gerði við Arnarfell í september, þar sem Arn- arfell ábyrgðist réttar launagreiðslur GT verktaka og þjónustuaðila þeirra, munu innheimtumál AFLs snúast m.a. gegn Arnarfelli – en kærur um þvinganir gegn GT verktökum/NCL. Tíu Lettar úr Hraunaveitu hafa bæst í hóp þeirra sem leituðu eftir aðstoð hjá AFLi. Talið er að um 40 Lettar hafi verið við störf fyrir GT verk- taka/NCL, undirverktaka Arnarfells við virkj- unina, til skamms tíma. AFL segir Lettana hafa verið þvingaða með hótunum um brottrekstur til að kvitta fyrir mót- töku mun hærri launa en þeir fengu. Í Lettlandi hafi verið sami0ð við þá um ca. 135.000 kr. mán- aðarlaun fyrir dagvinnu, en þeir síðan unnið mun meira og tímalaun að meðaltali 435 kr. hvort held- ur unnið var að næturlagi eða að degi til. AFL segir jafnframt að tvö lykilvitni málsins séu á leið úr landi; túlkar GT verktaka, sem séð hafi um að deila út launum og fá undirskriftir starfsmanna á kvittanir fyrir launagreiðslum. Aukin harka færist í viðskiptin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Farnir? Til stóð að taka skýrslur af 13 Lettum, en átta þeirra eru hugsanlega farnir úr landi. KRANI á vörubíl stórskemmdist þegar kraninn rakst upp undir Höfðabakkabrú í Reykjavík í gær- morgun. Að sögn lögreglu hafði bíl- stjórinn gleymt að setja bílkranann í rétta stöðu og því skagaði hann lengra upp í loft en góðu hófi gegndi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hreinsaði upp glussann sem lak úr krananum. Töluvert tjón varð á vörubílnum. Umferð tafðist fremur lítið enda umferðarkúfurinn að baki þegar slysið varð, um klukkan 10:30. Gleymdi krananum uppi STJÓRN Heimdallar fagnar þeirri sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykja- víkur að stefnt sé að því að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í dótt- urfélaginu Reykjavík Energy In- vest. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Þar segir ennfremur: „Mikilvægt er að borgin fái sanngjarnt verð fyrir sinn hlut og að faglega verði staðið að sölu á hlut hennar. Kjörið væri að nýta söluhagnaðinn í fram- haldinu í að lækka álögur, og færa ákvörðunina um hvernig skuli nýta ágóðann, beint í hendur borgarbúa og annarra eigenda Orkuveit- unnar. Heimdallur treystir því að fulltrúar flokksins í borginni fylgi eftir hugsjónum og kosningamálum flokksins og leysi úr þeim ágrein- ingi sem þar kann upp að koma. Mikilvægt er að opinber gagnrýni sé sett fram af ábyrgð og undir nafni.“ Fagnar sátt og samstöðu TVEIR harðir árekstrar urðu á Ak- ureyri í gærdag og -kvöld. Mildi þótti að enginn slasaðist alvarlega í óhöppunum. Annars vegar var um að ræða árekstur tveggja bíla á gatnamótum Þingvallastrætis og Vallagerðis síðdegis, en þar var jeppa ekið í veg fyrir fólksbíl. Hins vegar varð árekstur tveggja bíla á Hjalteyrargötu. Tildrög hans eru hins vegar ókunn. Árekstrar á Akureyri Ljósmynd/Þorgeir Baldursson KARLMAÐUR um tvítugt var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Vest- fjarða, fyrir að hafa í tvígang gengið í skrokk á sama manni síðasta vor. Í fyrra skiptið skallaði hann manninn og sló hann hnefahöggum í andlitið, en í síðara skiptið sló hann manninn í andlitið og sparkaði í gagnauga hans. Í bæði skipti hlaut fórnarlamb- ið nokkra áverka af. Í fyrra skiptið bólgur og mar, sár og brotna tönn, en eftir síðari árásina glóðarauga, bólgur á augnlokum og gagnauga, bólgur og skrámur á höndum, auk þess sem flísaðist úr framtönn. Bóta- kröfur brotaþola hljóðuðu upp á 679.000 krónur, en þær kröfur voru lækkaðar og ákærði var dæmdur til þess að greiða honum 365.000 krón- ur í skaða- og miskabætur. Játningin virt til málsbóta Ákærði játaði sök fyrir dómi, en tók fram í sambandi við síðari árás- ina að brotaþoli hefði ítrekað verið búinn að hringja í hann í þeim til- gangi að mana hann til slagsmála. Honum var virt til málsbóta að hafa játað brotin fyrir dómi og að hann hefur ekki áður hlotið refsingu. Ennfremur þótti rétt að líta til ungs aldurs ákærða, en hann var nýorðinn 19 ára þegar hann framdi brotin. Ólafur Hallgrímsson fulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Kristinn Halldórsson héraðsdómari dæmdi í því. Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.