Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RÉTT NIÐURSTAÐA
Það var rétt niðurstaða hjáborgarfulltrúum Sjálfstæðis-flokksins á fundi þeirra í gær
að taka ákvörðun um sölu á hlut
Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjavík
Energy Invest. Væntanlega mun
ekki standa á fulltrúa Framsóknar-
flokksins í borgarstjórnarmeirihlut-
anum að samþykkja þá sölu.
Hins vegar vekur það óneitanlega
furðu, að fyrst nú í Morgunblaðinu í
dag skuli upplýst, að Geysir Green
Energy hafi forkaupsrétt að hlut
Orkuveitunnar. Hver voru rökin fyr-
ir því að semja um slíkan forkaups-
rétt? Hvers vegna hefur ekki verið
skýrt frá þessum forkaupsrétti?
Hvers vegna skýrðu borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins ekki frá þessum
forkaupsrétti í gær, þegar þeir til-
kynntu, að þeir mundu beita sér fyr-
ir sölu á hlut Orkuveitunnar?
Samkvæmt því, sem fram kemur í
Morgunblaðinu í dag er vilji fyrir því
hjá Framsóknarmönnum að selja
hlut Orkuveitunnar til borgarbúa.
Voru þeir Framsóknarmenn, sem
funduðu um málið, ekki upplýstir um
forkaupsréttinn? Þessi skortur á
upplýsingagjöf er með endemum,
þegar í hlut á opinbert fyrirtæki í
eigu Reykvíkinga og íbúa nokkurra
nágrannabyggða.
Ákvörðun um sölu var tekin sam-
eiginlega af öllum borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins og bendir það
til þess, að tekizt hafi að endurreisa
traust á milli manna innan borg-
arstjórnarflokksins. Því ber að
fagna.
Engu að síður er ljóst að átök sem
þessi skilja alltaf eftir sig einhver
sár í samskiptum fólks. Þess vegna
er ekki hægt að útiloka að einhver
eftirmál verði.
Mál þetta undirstrikar mikilvægi
þess, að kjörnir fulltrúar axli þá
ábyrgð, sem þeir hafa verið kjörnir
til. Í ljósi þess, að Orkuveita Reykja-
víkur er eitt umfangsmesta fyrir-
tæki á vegum Reykjavíkurborgar er
erfitt að skilja, að fulltrúar í stjórn
fyrirtækisins komi annars staðar frá
en ekki úr hópi borgarfulltrúa eða
varaborgarfulltrúa. Reynslan af
þessu máli ætti að verða til þess að
slíkir leikir verði ekki endurteknir.
Málið í heild hefur orðið til þess
að veikja pólitíska stöðu Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra.
Hann hefur hins vegar kynnzt bæði
meðbyr og mótvindi á stjórnmála-
ferli sínum og með þeirri niðurstöðu,
sem fékkst í gær á fundi borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokks fær borgar-
stjóri tækifæri til að endurheimta
það traust sem hann hefur notið
meðal borgarfulltrúanna, annarra
trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins
og borgarbúa.
Það er öllum fyrir beztu og raunar
mikilvægt að salan á hlut Orkuveit-
unnar í hinu sameinaða útrásarfyr-
irtæki gangi hratt fyrir sig en drag-
ist ekki mánuðum saman. En
jafnframt er nauðsynlegt fyrir borg-
arstjórnarmeirihlutann að hreinsa
andrúmsloftið með útgáfu hvítbókar,
þar sem málavextir allir eru raktir
og öll gögn lögð á borðið.
AÐ SEMJA EÐA HERJA
Hans Blix er þekktastur fyrir hlut-verk sitt þegar hann stjórnaði
vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna í
aðdraganda innrásarinnar í Írak.
Hann fann ekki vísbendingar um ger-
eyðingarvopn í landinu og vildi fá
lengri tíma en ekki var hlustað á
hann. Innrásin skyldi gerð og Banda-
ríkjamenn og Bretar ákváðu að nota
upplýsingar, sem meira að segja
þeirra eigin leyniþjónustumenn vissu
að voru gallaðar. Þegar Bill Clinton
fyrrverandi Bandaríkjaforseti steig í
pontu á eftir Blix í Færeyjum fyrir
viku sagði hann að hefði verið hlustað
á sænska vopnaeftirlitsmanninn
hefði engin innrás verið gerð í Írak.
Blix er diplómati með mikla
reynslu. Hann stjórnaði Alþjóða-
kjarnorkumálastofnuninni í sextán ár
og var áður utanríkisráðherra Svía.
Hann hefur mikla reynslu af afvopn-
unarmálum. Í viðtali í Morgunblaðinu
á sunnudag segir hann að þær vonir,
sem vöknuðu við lok kalda stríðsins
hafi ekki gengið eftir. Blix lítur hins
vegar ekki svo á að fyllast þurfi von-
leysi. Hann rekur hvernig nú sé
óhugsandi að þjóðir, sem áður börð-
ust reglulega, fari í stríð hver við
aðra. Hann veltir í viðtalinu fyrir sér
ábyrgð Bandaríkjamanna og finnur
að því að þeir skuli hafa ákveðið að yf-
irgefa samfélag þjóðanna.
„Einu sinni voru Bandaríkjamenn
úlfurinn, sem leiddi hjörðina, en síð-
an breyttust þeir í úlfinn einförula,
en við vildum að þeir tækju aftur að
sér hlutverk forustuúlfsins,“ segir
Blix. „Það er einhver tímaskekkja
fólgin í að beita hervaldi á okkar tím-
um. Þjóðir heims eru orðnar svo háð-
ar innbyrðis. Allir átta sig á að við
þurfum að vinna saman gegn hlýnun
jarðar, fuglaflensu og að halda efna-
hagslífi heimsins á réttum kili. Er þá
svo undarlegt að við þurfum einnig að
vinna saman til að byrja ekki að
skjóta hvert á annað?“
Blix segist ekki vera friðarsinni í
þeim skilningi að aldrei megi beita
valdi, en sú hugsun að hægt sé að
komast hjá valdbeitingu vegna þeirr-
ar einföldu staðreyndar að innbyrðis
tengsl hafi í för með sér að allir tapi á
átökum – jafnt þeir sem sigra og þeir
sem tapa – er hárrétt.
Um þessar mundir er að takast að
vinda ofan af kjarnorkuvopnaáætlun
Norður-Kóreu með samningum.
Mörg ár eru í að Íranar komi sér upp
kjarnorkuvopnum ætli þeir á annað
borð að reyna það. Gegn þeim er farið
með hótunum og telja ýmsir að árás
vofi yfir. Af hverju er ekki farið eins
að í Íran og Norður-Kóreu? Af hverju
beita Bandaríkjamenn ekki mætti
sínum til að koma Ísraelum og Pal-
estínumönnum að samningaborðinu?
Af hverju nota Bandaríkjamenn ekki
yfirburðastöðu sína til þess að knýja
fram allsherjarbann við kjarnorku-
vopnatilraunum? Tækifærin eru fyrir
hendi.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Hlutur OrkuveituReykjavíkur (OR) íReykjavík Energy In-vest (REI) verður
seldur strax á næstu mánuðum.
Kjörnir borgarfulltrúar munu
framvegis skipa stjórn OR og
verður Haukur Leósson, núver-
andi stjórnarformaður OR, leystur
frá störfum. Þetta var meðal þess
sem fram kom á blaðamannafundi
borgarstjórnarflokks sjálfstæð-
ismanna sem haldinn var í Ráð-
húsinu í gær að loknum um
þriggja klukkustunda löngum
fundi borgarfulltrúanna. Ekki
fengust upplýsingar um það á
fundinum hver tæki við sæti
Hauks í stjórn OR.
Myndast hafði vík milli vina
„Það er öllum ljóst að það var um
þetta [samruna REI og Geysis
Green Energy (GGE)] ágreiningur
í okkar hópi. Við fórum mjög
vandlega yfir það hvernig við
tækjum á honum,“ sagði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri á blaðamannafundinum og
tók fram að hann væri ánægður
með fundinn og niðurstöðu hans.
Minnti hann á að borgarfulltrúar
væru sem fyrr miklir vinir þrátt
fyrir ágreininginn.
„Við teljum nokkuð ljóst að með
því [að selja hlut OR í REI] mun-
um við innleysa u.þ.b. 10 milljarða
króna hagnað og þessir peningar
verða nýttir til að lækka skuldir
borgarinnar. Ég var alltaf þeirrar
skoðunar að eina leiðin til að há-
marka verðmæti, sem við eigum
þarna og felst í okkar þekkingu,
reynslu og kunnáttu á þessu sviði,
yrði að fara þá leið að stofna þetta
fyrirtæki og fá viðurkennt inn í þá
stofnun um 10 milljarða fyrir okk-
ar vörumerki. Nú er það komið,
þannig að við ætlum að selja okk-
ar hlut og draga okkur smám
saman út úr þessu á næstu mán-
uðum,“ sagði Vilhjálmur. Sagðist
hann sannfærður um að góð sátt
gæti náðst um þetta í borg-
arstjórn. Tók hann fram að OR
hefði þegar gert þjónustusamning
við REI, sem næmi um 50
milljónum á ári.
„Það er ekki ofsagt sem
arstjóri segir að það mynd
þessu máli vík milli vina,“
Gísli Marteinn Baldursson
maður borgarstjórnarflokk
stæðismanna. Tók hann fr
borgarstjórnarflokkurinn
verið óánægður með það h
málið fór af stað. „Það var
myndafræðilegur ágreinin
hópnum, en það kom aldr
annað til greina en að við
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks funda um ágreining í sínu
Stefnt að sölu á hlu
unnar í Reykjavík
Sáttafundur Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna héldu blaðaman
Borgarfulltrúar sjálf-
stæðismanna telja
trúnaðarbrest hafa
orðið milli sín og lyk-
ilstjórnenda OR. Fara
á yfir alla verkferla til
að hindra að slíkt end-
urtaki sig.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
INNAN borgarmálaráðs Fram-
sóknarflokksins gætir þess sjón-
armiðs að ef ákveðið verður að
Orkuveita Reykjavíkur selji hlut
sinn í Reykjavík Energy Invest
(REI) verði öllum viðskiptavinum
Orkuveitunnar boðið að kaupa hlut
hennar í REI. „Við viljum ekki að
einhverjir einn eða tveir stór-
eignamenn fái að kaupa þetta,“
sagði framsóknarmaður sem sæti
á í borgarmálaráði flokksins.
Sameining Reykjavík Invest og
Geysir Green var rædd í borg-
armálaráði Framsóknarflokksins í
gær, en í því sitja borgarfulltrúi
flokksins og fulltrúar flokksins í
nefndum og ráðum á vegum borg-
arinnar. Á fundinum fór Björn
Ingi yfir málið og fundarmenn
spurðu hann út í einstök atriði.
Þorri fundarmanna hafði ekki áður
fengið tækifæri til að ræða við
hann um málið.
Framsóknarmenn sem Morg-
unblaðið ræddi við, og sæti eiga í
borgarmálaráði flokksins, voru all-
ir sem einn fylgjandi því að Orku-
veita Reykjavíkur (OR) færi í út-
rás með þekkingu sína á nýtingu
jarðhitans. Jafnframt voru menn
sammála að sameining Reykjavík
Invest, dótturfélags OR, og Geysir
Green væri eðlilegt skref.
Framsóknarmenn virðast því
ekki vera með efasemdir um að
Orkuveitan eigi að taka þátt í
áhætturekstri. Þeir leggja líka
áherslu á að þetta sé ekki ný
stefnumörkun. Orkuveitan hafi í
nokkur ár verið þátttakandi í
Enex, sem hefur tekið þátt í jarð-
hitaverkefnum erlendis. Orkuveit-
an hafi líka tekið þátt í að byggja
upp fjarskiptakerfi á höfuðborg-
arsvæðinu, en þar hefur fyrirtækið
verið í áhættusömum samkeppn-
isrekstri.
Gagnrýna kaupréttar-
samningana
Viðmælendur blaðsins í Fram-
sóknarflokki gera hins vegar allir
alvarlegar athugasemdir við kaup-
réttarsamningana. Óeðlilegt sé að
nokkrir menn, sem sumir hverjir
hafi starfað í fáeinar vikur hjá
REI fái að kaupa hlutabréf fyrir
milljónir á meðan almennir starfs-
menn Orkuveitunnar, sem hafi
tekið þátt í að byggja upp fyr-
irtækið í áratugi, fái að kaupa fyr-
ir innan við 200 þúsund krónur.
„Nú er hins vegar búið að fella
þessa kaupréttarsamninga úr gildi
þannig að ég hef trú á að það ætti
að geta náðst samstaða um málið,“
sagði einn viðmælandi blaðsins.
Ekki er að heyra á fullt
borgarmálaráði flokksins
mikil ólga í hópnum vegna
ins, ef kaupréttarsamning
undanskildir. Þeir líta svo
vandamálin séu fyrst og f
hjá sjálfstæðismönnum se
deilt hart á framgöngu bo
arstjóra í málinu. Hjá sum
gætir viss pirrings yfir þv
sjálfstæðismenn séu að re
kenna framsóknarmönnum
hvernig haldið hefur verið
um. „Það eru sjálfstæðism
bera höfuðábyrgð á málin
var í tíð Guðlaugs Þórs Þó
arsonar [fyrrverandi stjór
manns Orkuveitunnar] sem
Reykjavík Energy Invest
stofnað. Sjálfstæðismenn
mann stjórnar Orkuveitun
borgarstjórinn situr í stjó
irtækisins og það eru þeir
hafa haft forystu um same
við Geysir Green,“ sagði f
sóknarmaður sem sæti á í
armálaráðinu.
Framsóknarmenn sem
fund borgarmálaráðsins í
voru margir hverjir ekki s
staklega hrifnir af tillögu
stæðismanna um að Orku
selji hlut sinn í REI. „Þet
lega það vitlausasta sem h
að gera í stöðunni,“ sagði
mælandi blaðsins.
Vilja að allir borgarbúa
fái að kaupa í REI
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálm
mannafundinum í gær að
ur þegar sett í REI. Sagði
sú fjárhæð samanstendur
urnesja, 4,5 milljarða í be
Enex og vörumerki REI s
Borgin fæ