Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 11
FRÉTTIR
VERÐ sjávarafurða lækkaði lítil-
lega í ágúst, um 1,5% frá fyrri mán-
uði mælt í erlendri mynt (SDR). Af-
urðaverð á erlendum mörkuðum er
samt sem áður nálægt sögulegu há-
marki og hefur hækkað um tæp 6% á
síðustu tólf mánuðum. Þessi út-
reikningur er byggður á tölum Hag-
stofunnar og gengisbreytingum
helstu gjaldmiðla.
Blendnar horfur í ár
Fjallað er um afurðaverðið í
Morgunkorni Glitnis og segir þar
svo: „Ytri aðstæður sjávarútvegs-
fyrirtækja eru fremur óhagstæðar
um þessar mundir. Munar þar mest
um þorskkvótaniðurskurðinn og all-
hátt gengi krónunnar. Auk þess er
olíuverð hátt. Segja má að hátt af-
urðaverð í erlendri mynt valdi því að
afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er
enn þolanleg. Gengisspá okkar gerir
ráð fyrir nokkru veikari krónu en nú
er á næsta ári. Horfur fyrir næsta ár
eru því heldur betri vegna þessa.“
Verðið orðið of hátt?
Hátt afurðaverð getur leitt til þess
að neytendur dragi úr fiskneyzlu.
Svo virðist sem þess sé nú farið að
gæta á Bretlandseyjum. Á frétta-
vefnum Intrafish er skýrt frá því að
hátt verð á sjávarafurðum valdi því
að dregið hafi úr aukningu á kaupum
á ferskum fiski. Neytendur leiti
fremur í frysta fiskinn enda sé hann
ódýrari. Engu að síður er markaður-
inn fyrir ferskar sjávarafurðir í ör-
ustum vexti á Bretlandseyjum.
Verðið er greinilega farið að hafa
áhrif. Vöxturinn á markaðnum fyrir
ferska fiskinn er nú um 2,9% og velt-
an um 4,5 milljarðar króna, en magn-
ið hefur dregizt saman. Verðið á
ferska fiskinum hefur hækkað stöð-
ugt síðustu misserin og á síðasta ári
hækkaði það um 7%. Neytendur
hafa því fært sig yfir í frystan fisk í
meiri mæli og í fyrsta sinn í fimm ár
selst meira af frystum fiski er fersk-
um mælt í magni. Á síðasta ári jókst
sala á frystum fiski um 6,9% og nam
veltan 6 milljörðum króna. Hjúpaður
fiskur og óunnin flök og flakabitar
seljast bezt í fyrsta fiskinum
$
0 $
"
1
! "
Miklar verðhækk-
anir á ferskum
fiski hafa dregið úr
neyzlu
Afurðaverð er enn hátt
ÚR VERINU
#
$%
&
'
!
!
"
!
#$# #$#%#$##$# #$# #$#
#$# #$#%#$##$# #$# #$#
" #
$#
%&
'
()
*
+,(
()
*
+,(
()
*
+,(
-
-
-
-
-
-
-
-
-
! "#
.& (& /# 0 ,
. /
% #.&
(& #
/ ! (
&! (& #
/ ! (
$ %
&'#
12/ ( 334 !
#5 &!#.
/ 0 // !
#$# #$#%#$##$# #$# #$#
&
&
&
(
&
' &
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
GUÐMUNDUR Þóroddsson, for-
stjóri Reykjavík Energy Invest
(REI) og áður forstjóri Orkuveit-
unnar, segir að það sé hlutverk
fulltrúa stjórnmálamanna í stjórn
Orkuveitunnar en ekki embættis-
manna að upplýsa flokksmenn sína
um gang mála. Hann sem forstjóri
REI og Hjörleifur Kvaran, for-
stjóri Orkuveitunnar, hafi mætt
þar sem þeir hafi verið beðnir um
að mæta og hafi svarað þeim
spurningum sem að þeim hafi verið
beitt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins gagnrýndu í gær æðstu
stjórnendur Orkuveitunnar fyrir
trúnaðarbrest. Í Morgunblaðinu í
gær kom einnig fram að borgarfull-
trúarnir töldu að vaða hafi átt yfir
þá og á kynningarfundi um málið
hafi Guðmundur verið stuttaraleg-
ur og kynning hans lítillækkandi.
Svöruðu kalli
Guðmundur segir að hann hafi
reynt að gera eins vel grein fyrir
málinu og hægt hafi verið á þeim
tíma. „Ég kannast ekki við það að
hafa verið að gera eitthvað lítið úr
þeim eða vaðið yfir þá,“ segir hann.
„Ég get ekki mótmælt því ef menn
hætta að trúa á stjórnendur Orku-
veitunnar, en það var ekki frá okk-
ur til þeirra. Við mættum og út-
skýrðum sem best við gátum þegar
við vorum beðnir um það.“ Guð-
mundur bætir við að borgarstjóri
sitji í stjórn Orkuveitunnar og
halda mætti að hann sæi um að
halda sínu fólki upplýstu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins sögðu í gær að hlutur
Orkuveitunnar í REI verði seldur á
næstu mánuðum. Guðmundur segir
að breytt eignarhald breyti engu
fyrir samruna
REI og GGE,
en með sölu
strax muni
Orkuveitan ekki
njóta fulls hagn-
aðar. En það sé
ákvörðun Orku-
veitunnar um að
selja og hann
blandi sér ekki í
það.
Að sögn Guð-
mundar voru möguleg kaup ein-
staklinga á hlutafé í REI samþykkt
á eigendafundi Orkuveitunnar en
hvort borgarstjóri hafi verið upp-
lýstur um það fyrirfram geti hann
ekki sagt til um. Upplýsingum hafi
ekki verið haldið frá borgarfulltrú-
um. Hefðbundið sé að stjórnir fyr-
irtækja fái hlutabréf sem þau geti
notað til að selja starfsmönnum. Í
þessu máli hafi verið gengið lengra
því búið hafi verið að tilgreina nöfn
og upphæðir þegar komið hafi ver-
ið inn á eigendafund. Það væri hins
vegar nýtt fyrir sér að fyrst þyrfti
að fara með slíkt til pólitískra
flokka áður en málið væri lagt fyrir
eigendafund. Hafi pólitísku stjórn-
armennirnir viljað ræða málið frek-
ar hefðu þeir átt að fresta af-
greiðslu þess á eigendafundinum.
Í góðri trú
Guðmundur segir að menn hafi
verið í góðri trú, þar sem sam-
þykkt hafi verið að stunda útrás
Orkuveitunni til heilla. Það sé hins
vegar nýtt fyrir sér að ekki sé póli-
tískur meirihluti fyrir því í borg-
inni að stunda útrás. Erfitt sé að
segja til um hvaða áhrif atburða-
rásin undanfarna daga hafi á REI,
en hann vonar að hún skemmi ekki
mikið fyrir. „En svona stjórnlaus
umræða getur gert það,“ segir
hann.
Segir nýtt að ekki sé pólitískur meiri-
hluti fyrir því í borginni að stunda útrás
Guðmundur
Þóroddsson
Stjórnlaus
umræða getur
skemmt fyrir
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
HANN hefur verið kallaður hátindahöfðingi og fjalla-
hetja. Hann er líka kallaður Olli, er garpur og orðinn
ýmsu vanur. Þorvaldur Víðir Þórsson mun ná markmiði
sínu um að ganga á hundrað hæstu toppa landsins á einu
ári um næstu helgi. „Þetta hefur verið mjög strangt,
sko,“ segir Þorvaldur. „Svo ekki sé nú meira sagt,“ held-
ur hann áfram og hlær við. „Þetta er miklu erfiðara en ég
gerði mér grein fyrir en hefur verið mjög ánægjulegt.“
Markmið hans um fjallatoppagönguna breyttist í það
með tímanum að ná öllum tindunum fyrir fimmtugs-
afmælið sitt sem er 16. október.
Þorvaldur hefur í tengslum við göngurnar keyrt yfir
19.000 kílómetra, labbað 1.400 kílómetra í fjalllendi „og
við það hef ég hækkað mig um ca. 65 kílómetra,“ segir
hann og útskýrir að það þýði samanlagða hækkun upp í
loftið við hverja göngu.
Þorvaldur segir að þrátt fyrir að hafa verið mikið í
fjallamennsku og klifri í gegnum tíðina hafi hann ekki
verið búinn að fara um nema hluta landsins. „Ég hafði
t.d. aldrei komið upp á Sprengisand og aldrei á svæðið
norðan Vatnajökuls. Nú er ég farinn að gjörþekkja þessi
svæði og búinn að sjá að landið er ótrúlega fallegt. Ég
gerði mér ekki grein fyrir því hversu fallegt það í raun
er,“ segir Þorvaldur sem játar því að hafa við göngurnar
fengið nokkuð nýja sýn á landið.
Um síðustu helgi fór Þorvaldur á einn tind í Skafta-
felli. Þá er einn tindur eftir sem hann stefnir á að ganga
á á fimmtudag ef veðurspá heldur. Lokahnykkurinn
verður ganga á Heklu laugardaginn 13. október, með
þeim fyrirvara að veður verði gott, annars á sunnudeg-
inum ef veður verður betra þann daginn. Með í för býst
hann við að verði á annað hundrað manns úr starfs-
félaga-, vina- og fjölskylduhópi og hann vonar jafnvel að
enn fleiri sjái sér fært að ganga með honum á toppinn.
Viðbúið er að slík áreynsla sem felst í því að ganga svo
mikið á fjöll á svo stuttum tíma sem raun ber vitni hjá
Þorvaldi taki toll af heilsunni. Hann segir þó að heilsan
sé ótrúlega góð. „Það hefur reyndar verið alls konar ves-
en með hásinar og kálfana sem er bara álagsmeiðsli. Allt
hefur þetta þó sloppið fyrir horn. Þegar svona mikið álag
er á skrokkinn verður þó eitthvað undan að láta,“ segir
Þorvaldur sem hefur verið í nálastungumeðferð og nuddi
vegna álagsins.
Alveg skíthræddur en harkaði af sér
Þegar Þorvaldur gekk á Mýrdalsjökul fór hann 70
kílómetra á 17 tímum á skíðum. „Ég var einn þar og það
var mjög erfitt. Ég lenti í mjög slæmum sprungusvæð-
um sem ég var alveg skíthræddur við og það varð næst-
um því til þess að ég hætti við að fara á toppinn en ég
harkaði af mér og hélt áfram.“ Hann hefur skiljanlega
lent í ýmsu á ferðum sínum og þegar hann fór í Esjufjöll,
sem er fjallaklasi inn af Breiðamerkurlóni, var hann
einn, en ætlaði upphaflega að ganga með öðrum manni
þangað. „Þar fór ég 135 kílómetra á einni helgi,“ segir
Þorvaldur. Á því svæði er yfir mjög slæm sprungusvæði
að fara og eitt ævintýrið er honum sérstaklega eft-
irminnilegt. „Ég var að labba í brjáluðu vatnsveðri, eig-
inlega fárviðri,“ lýsir hann, „þar sem var nýr snjór á
jökli. Ég pompa þarna niður um snjóinn og það var gím-
ald undir. Þar hékk ég bara á skíðastafnum,“ segir Þor-
valdur og, merkilegt nokk, hlær. „Það var mjög erfitt,
sko,“ bætir hann svo við.
Fyrir nokkru var í fréttum að tékkneskt par týndist á
fjöllum. Parið getur að öllum líkindum þakkað Þorvaldi,
ásamt öðrum, líf sitt því hann keyrði fram á fólkið í einni
af ferðum sínum. Þorvaldur og fylgdarlið hans voru að
koma úr Drekagili við Öskju á leið á Herðubreið. „Fólkið
var búið að vera fimm daga fast í bílnum sínum og það
hefði orðið mjög tæpt um þau ef við hefðum ekki komið
þarna að. Þau voru áttatíu kílómetra frá veginum og það
var mikið vatnsveður.“ Þorvaldur lýsir því að þegar leitin
að fólkinu var skipulögð hafi ekki verið vitað hvar á land-
inu það var niðurkomið.
Hvað framundan er þegar öllum þessum fjallgöngum
verður lokið er Þorvaldur ekki viss um. „Það eru nú
margir að segja að ég eigi að fara á einhver há fjöll er-
lendis eða allavega skrifa bók um þetta. Ég hugsa að
bókarhugmyndin verði nú kannski að veruleika,“ segir
Þorvaldur, sannkallaður afreksmaður.
Hundrað toppar á ári
Á toppi heimsins 69 manns fóru í 24 stunda göngu
með Þorvaldi um Glerárdalshringinn hinn 8. júlí sl.
Tveir úr Akureyrargenginu sjást fyrir aftan Þorvald.
TENGLAR
.......................................................................
Nánar um ferðir Þorvaldar á utivera.is
Þeir sem eru áhugasamir um að ganga á Heklu með Þor-
valdi geta sent tölvupóst á dagny@mountainguide.is