Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FYRSTI fyrirlestur haustsins í fyrirlestraröðinni Frásögn – túlkun – tengsl verður haldinn í húsnæði Reykjavíkur- akademíunnar, Hringbraut 121, í kvöld kl. 20. Björk Þor- leifsdóttir umhverfissagnfræð- ingur ræðir „Sumarið bláa.“ Félagslegar afleiðingar Skaft- árelda. Björk ræðir um hug- hrif náttúruhamfara fyrr á tímum, með Skaftárelda í brennidepli. Litið verður til þróunar náttúruvís- inda og áhrifa trúarinnar á almenningsviðhorf í kjölfar náttúrhamfara og pælt í áhrifum þeirra á einstaklinginn. Fræði Sumarið bláa og áhrif Skaftárelda Úr Reykjavík- urakademíunni. SIGFÚSARÞING verður haldið á Eiðum og Seyðisfirði á föstudag og laugardag, í minn- ingu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara. Þingið er samvinnuverkefni Minjasafns Austurlands, Gunnarsstofn- unar, Héraðsskjalasafns Aust- urlands, Árnastofnunar, Fé- lags þjóðfræðinga og Miðstöðvar munnlegrar sögu. Á dagskrá eru stutt námskeið og ferð á slóðir Sigfúsar. Tilgangurinn er að heiðra minningu Sigfúsar og verka hans en jafn- framt að halda starfi hans áfram, að safna þjóð- sögum, segja sögur og varðveita munnlega sögu. Fræði Sigfúsarþing á Austurlandi Eiðar. HVAÐ er Evrópa? spyrja sagnfræðingar og leita svara. Axel Kristinsson, sagnfræð- ingur, fjallar um evrópska samkeppniskerfið í Hádeg- isfyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélagsins kl. 12.05 í dag, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins. Í fyrirlestrinum verður saga Evrópu skoðuð út frá sjónarhóli samkeppniskerfa og bent á ýmislegt sem er dæmigert fyrir slík kerfi en einnig sumt sem er óvenjulegt. Sérstaklega verður hugað að myndun jaðarvelda, stórvelda í útjaðri samkeppniskerfa sem geta vaxið þeim yfir höfuð og eytt þeim. Fræði Sagnfræðingar skoða Evrópu Axel Kristinsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is GUNNAR Guðbjörnsson fær fram- úrskarandi dóma fyrir hlutverk sitt í Meistarasöngvurunum í Nürnberg eftir Richard Wagner í uppfærslu Halle-óperunnar í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar syngur hetjutenórshlutverk, en hingað til hefur hann sungið lýrísk tenórhlut- verk. Að sögn Gunnars hefur það tek- ið hann á annað ár að þjálfa röddina til að geta sungið með hetjuten- órstækni og kostað til á annarri millj- ón króna í söngtíma og raddþjálfun. „Þetta er eins og að taka vél úr bíl og skipta um,“ segir Gunnar, og kveðst glaður með góða dóma, „þeir eru miklu betri en ég þorði að vona“. En undirbúningurinn fyrir hlut- verkið var ekki átakalaus. „Í fyrrasumar heimsótti ég Rainer Goldberg í Berlín, gamlan hetju- tenór, því mig langaði að syngja fyrir hann og fá álit hans. Ég spurði hann hvort ég ætti að skipta úr lýríska ten- órnum yfir í hetjutenór, því það voru margir búnir að nefna það við mig að það væri kominn tími til að segja bless við Mozart og Jóhann- esarpassíuna og reyna mig við hitt.“ Fertugir menn og 18 ára prinsar Gunnar kveðst hafa staðið á tíma- mótum, röddin breytist með aldr- inum, og ekki fyrir fertuga menn að leika átján ára prinsa. „Radd- bandavöðvarnir þykkna með aldr- inum og röddin breytist. Hæðin var að stríða mér og var ýmist of mjó eða of safarík þannig að ég náði ekki að opna röddina. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að leysa úr þessu. Ég söng í hálftíma fyrir Goldberg, og hann sagði að ég yrði að skipta, því ég myndi skemma röddina með því að syngja lýríska óperu áfram. Ég fór í nokkra söngtíma og prófaði mig áfram og ákvað svo að láta vaða.“ Gunnar fékk tilboð um hlutverk Walthers von Stolzing, eitt þriggja burðarhlutverka í óperunni, og vissi að þar með væri hann að kasta sér í djúpu laugina, enda óperan fimm tíma löng, og ekki einungis nóg að hafa góða rödd og geta sungið, því líkamlegt atgervi og þrek skipti höf- Gunnar Guðbjörnsson fær framúrskarandi dóma fyrir fyrsta hetjutenórshlutverk sitt Kraftur, fegurð og glæsileiki Meistarasöngvari Gunnar Guðbjörnsson í hlutverki Walthers von Stolzing » Gunnar Guðbjörns-son, sem Walter von Stolzing, söng hlutverk sitt til enda af þrótti og glæsileik. Dr. Joachim Lange, Leipziger Volkszeitung, 25. september 2007. » Gunnar Guðbjörns-son söng hlutverk Walters með nátt- úrulegri tilfinningu fyrir krafti og fegurð. Andreas Hillger, Mittel- deutsche Zeitung, 24. september 2007. uðmáli. Þá eru líka til auðveldari hetjutenórshlutverk, sem ef til vill hefði verið léttara að byrja á. „Þetta var eins og að fara í tölvuleik og byrja á tíunda borði,“ segir Gunnar og hlær. Allt þar til hálfum mánuði fyrir frumsýningu var hann ekki viss hvernig þetta færi – hvort hann hefði þetta eða ekki. En allt gekk vel, og augljóst var að gríðarmikil radd- þjálfun og góð leiðsögn höfðu skilað röddinni á réttan stað. Gagnrýn- endur þýsku blaðanna eru hrifnir af sýningunni og Gunnar vekur athygli umfram aðra fyrir frábæran söng. „Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að gefa aðeins í síðasta háa tóninn á frumsýningunni til þess að hann kæmi. En á miðvikudaginn söng ég aðra sýningu, og þá hafði ég þrekið alveg til loka og síðasti tónninn var ekki sá sísti. Þetta er stærsti sénsinn sem ég hef tekið á mínum söngferli, það er engin spurning.“ Í NÝJASTA hefti Time sem kom út í Bandaríkjunum um helgina skrifar einn af reyndustu blaða- mönnum tímaritsins, Richard Lacayo, viðtalsgrein um Ólaf Elíasson myndlistarmann. Grein- in er skrifuð í tilefni af sýningu á verkum Ólafs í Nýlistasafninu í San Francisco, SFMOMA, sem nú stendur yfir. Lacayo staldrar fyrst við hug- leiðingu um að hver og ein manneskja eigi sér sögu, og rifj- ar upp að á níunda áratugnum hafi Ólafur sökkt sér í breik- dans, og verið svo fylginn sér í þeirri listgrein að hann hafi orð- ið Norðurlandameistari ásamt vinum sínum tveimur í Kaup- mannahöfn. Og Lacayo hefur eftir Ólafi: „Ég var sídansandi; fjóra til fimm tíma á dag, fyrir framan spegil. Þannig fékk ég sterka tilfinningu fyrir því hvernig líkaminn virkar í rými, og svo var það líka kúl.“ Spriklandi breikdans Lacayo segir að það sé í raun ekki svo erfitt að sjá líkindin milli spriklandi breikdansins og listarinnar sem Ólafur skapar í dag, sem krefst þess af áhorf- andanum að hann stökkvi inn í hringinn og sé virkur þátttak- andi í listinni – þannig sé það einmitt með Fegurð, eitt af þeim hrífandi verkum sem hann sýni nú í SFMOMA. Þar hafi Ólafur sett upp þokuvegg, sem kastljósi sé beint að, þannig að geislandi regnbogi sé stöðugt á floti um vegginn. Hver og einn einstaklingur sjái regnbogann á sinn hátt, allt eftir því hvar hann sé staðsettur miðað við vegg og ljós, og því sé fegurðin ekki sú sama í upplifun einnar manneskju og þeirrar næstu. Lacayo fagnar þessari fyrstu stórsýningu á verkum Ólafs Elí- assonar vestanhafs og segir hana bera upp á tíma þegar gríðarleg forvitni ríki í Banda- ríkjunum um þennan listamann, sem skaust upp á stjörnuhim- ininn með Veðurverkefninu sem sýnt var í Tate túrbínusalnum í London og laðaði að sér á þriðju milljón manns. Lacayo lýsir Veð- urverkefninu sem Sixtusarkap- ellu Ólafs, og líkir honum á þann hátt við meistara Michelangelo. Fjallað um Ólaf Elíasson í Time Ólafur Elíasson Veðurverkefnið í Tate sagt Sixtusar- kapellan í list Ólafs og fyrstu sýningu hans vestanhafs fagnað Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himinn það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já, hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það. Já, komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til, græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil. Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það. Já, komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. Imagine eftir John Lennon, íslensk þýðing Þórarinn Eldjárn, Að hugsa sér. Þýðingin er áður óbirt. Að hugsa sér Yoko Ono og John Lennon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.