Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Hugsanlegur kaupandi  Kaupandi að hlut Orkuveitunnar í Reykjavík Energy Invest hefur gef- ið sig fram, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en hluthafar í REI eiga forkaupsrétt á hlutnum, komi til sölu hans. » Forsíða Toppskarfur í hættu  Norrænir sjófuglafræðingar vara við slæmu ástandi sjófuglastofna á Norður-Atlantshafi og benda á að afkoma margra tegunda hafi verið slæm um árabil. Ævar Petersen dýrafræðingur segir að með sama áframhaldi sé ekki langt í að topp- skarfur hverfi úr íslensku fuglaríki og telur ástæðu til að setja hann á válista. » 2 Afpláni heima  Á síðustu tveimur árum var um 25 til 35 útlendingum vísað úr landi eft- ir að hafa afplánað refsidóma hér- lendis. Forstjóri Fangelsismála- stofnunar vill kanna hvort hægt sé að láta útlendinga, sem hljóta dóm fyrir afbrot á Íslandi, afplána í heimalandinu. » 4 Metveiði  Sjöþúsundasti laxinn veiddist í Eystri-Rangá í gærmorgun og hafa aldrei veiðst svo margir laxar í ís- lenskri á á einu tímabili. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Samfylking vaknar Forystugreinar: Rétt niðurstaða | Að semja eða herja Viðhorf: Hámörkun hagnaðar | Halló! Halló! Vaknið! Taka tvö Ljósvaki: Sjónvarpsfólk á mörgum … UMRÆÐAN» Meðganga, móðir, barn Sljóir stjórnmálamenn Hvaðan koma fordómar? Skilningur rýfur … einangrun 2 2 2 2 2 2 3 23 323 4# 5  ,' ( ' 6'  ''1+ $,   23 2 2 3 23 32 32 *7%/     23 2 2 3 23 2  89::;<= >?<:=@6 AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@ 77<D@; @9< 77<D@; E@ 77<D@; 0= @1F<;@7= G;A;@ 7>G?@ 8< ?0<; 6?@6= 0( =>;:; Heitast 10°C | Kaldast 3°C  Austan 8-15 metrar á sekúndu, en hægari vindur norðan til. Dá- lítil slydda með köflum austanlands. » 10 Karlottu og Önnu Júlíu fannst vanta blað um myndlist á Íslandi og ákváðu að koma því sjálfar á laggirnar. » 36 MYNDLIST» Nýr Sjónauki TÓNLIST» BonSom leikur djass en samt ekki. » 41 Ásgeir Ingólfsson fór á kvikmyndahá- tíð í Króatíu og ók á mann sem tók því án allrar Mel Gibson- dramatíkur. » 40 AF LISTUM» Kvikmyndir í Króatíu TÓNLIST» Fönkkóngurinn fær góða umsögn. » 38 FÓLK» Olivia Harrison er vænt- anleg í Viðey. » 41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lést af völdum líkamsárásar 2. Dorrit segir frétt DV móðgandi … 3. Stefnt að því að selja hlut OR í REI 4. „Mönnum hreinlega ofbýður …“ EGILL Már Markússon segist hafa orðið knatt- spyrnudómari fyrir slysni en Egill batt enda á langan dóm- araferil sinn um síðustu helgi þeg- ar hann dæmdi bikarúrslitaleik FH og Fjölnis á Laugardalsvelli. ,,Ég er nú ekki búinn að henda flautunni en þetta er ágætis tíma- punktur enda búinn að vera að í tutt- ugu tímabil,“ sagði Egill Már Mark- ússon í samtali við Morgunblaðið. Hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild árið 1988 og telur að hann hafi frá þessum tíma dæmt 166 leiki í efstu deild og þá hefur hann komið að 111 milliríkjaleikjum. Egill Már segist skilja sáttur við starfið en hann mun þó ekki hætta afskiptum af knattspyrnunni því hann mun væntanlega eins og Gylfi Þór Orrason, sem á dögunum lagði flautuna á hilluna, vinna í kringum dómgæslu þó svo að hann verði ekki innan vallar.| Íþróttir Egill hætt- ir sáttur Egill Már Markússon KRAFTUR, feg- urð og glæsileiki, eru orðin sem gagnrýnendur þýsku dagblað- anna hafa yfir söng Gunnars Guðbjörnssonar í óperunni Meist- arasöngvurunum í Nürnberg eftir Richard Wagner, en Gunnar syngur eitt þriggja burð- arhlutverka óperunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar syngur hetjutenórshlutverk, en hann hefur frá upphafi sungið lýrísk hlutverk. Í rúmt ár hefur hann þjálfað og æft sig í söngtækni hetjutenórsins, og allt þar til hálfum mánuði fyrir frum- sýningu var tvísýnt um hvort Gunn- ar hefði þetta, því óperan er fimm tíma löng og krefst bæði þessarar raddtækni og mikils líkamlegs þreks. „Þeir eru miklu betri en ég þorði að vona,“ sagði Gunnar í gær um dómana. „Þetta er stærsti séns- inn sem ég hef tekið á mínum söng- ferli, það er engin spurning.“ | 16 Meistara- söngvarinn fær góða dóma Gunnar Guðbjörnsson VÍÐA er snjólaust á láglendi norðaustanlands þrátt fyrir norðanáhlaup um helgina, en það má glöggt sjá af þessari fallegu tunglmynd sem tekin var í hádeginu í gær frá gervitunglinu Terra sem er í eigu bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA. Víða er snjólaust á fjöllum líka en að sögn Haraldar Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands, er þó ekki alls staðar snjólaust á láglendi. Hann segir að nokkuð hafi snjóað úti við ströndina á Norðurlandi, þótt lítið hafi snjóað inn til dala. Þetta megi til dæmis sjá á Hrísey og í Skagafirði. Haraldur segir að norðanáttin um helgina hafi verið mjög vestanstæð. Úrkoma var mun meiri úti við strönd- ina en fram til dala þar sem vestlægar áttir standa af fjöllum og eru því gjarnan þurrari en þar sem norð- vestanáttin kemur beint af hafi. Snjólétt þrátt fyrir norðanáhlaup Gervitunglið Terra myndar Ísland utan úr geimnum Ljósmynd/NASA Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hlaut í gær nýbreytniverðlaun breska tón- listartímaritsins Q, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Verðlaun voru veitt í fjöl- mörgum flokkum og fékk Sigur Rós verðlaun fyrir það sem á ensku kall- ast „innovation in sound“. „Ég skil þetta eiginlega ekki sjálfur, en þýðir „innovation“ ekki að vera framsækinn eða að gera eitthvað nýtt?“ segir Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar, um verðlaunin. Hann segir þetta vissulega mikinn heiður. „Þetta virkar þó ekki beint eins og hvatning, heldur meira svona eins og bónus,“ segir hann, en það var The Edge, gít- arleikari írsku hljómsveitarinnar U2, sem hlaut verðlaunin í fyrra. Á meðal annarra flytjenda sem fengu verðlaun á hátíðinni voru Kylie Minogue, Damon Albarn, Ian Brown, Muse, Amy Winehouse og Paul McCartney, en sá síðastnefndi fékk sérstök heiðursverðlaun. Bítillinn fyrrverandi kynnti sig formlega fyrir meðlimum Sigur Rósar, en ekki vildi betur til en svo að Orri missti af kapp- anum. „Ég var því miður bara úti að reykja þegar hann kom og kynnti sig,“ segir hann og hlær. Sigur Rós á sigurbraut Hlaut nýbreytniverðlaun breska tónlistartímaritsins Q Morgunblaðið/Eggert Framsækin Hljómsveitin Sigur Rós vekur athygli um víða veröld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.